Morgunblaðið - 14.05.2008, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Í grenndinni veit ég um
vin, sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér
óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
„Ég hringi á morgun“, ég hugsaði þá,
„svo hug minn fái hann skilið“,
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milĺ okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymd́ ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og einlægur vinur.
(Þýtt Sig. Jónsson.)
Elsku Finnborgi, Kiddi, Palla,
Guðrún, Palli og Siggi, megi algóður
guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg
og veita ykkur styrk til að sjá ljósið á
ný.
Þórunn og fjölskylda.
Hlý, sterk, góð, glaðlynd, traust.
Þetta eru orðin sem koma upp í hug-
ann þegar ég minnist vinkonu minn-
ar Vilborgar. En myndirnar sem
spretta fram úr skuggsjá tímans eru
fleiri en orðin.
Við kynntumst sem unglingar þeg-
ar allt lífið er framundan, spennandi
og fullt af fyrirheitum, og hláturinn
fylgir flestum gerðum. Á þessum ár-
um var ég eins og hver annar heim-
alningur á heimili foreldra hennar,
Pálínu og Ársæls, þar sem hlýja og
alúð umvafði allt. Að ekki sé minnst á
poppkornsilminn og ævintýralegu
eftirréttina sem Ársæll töfraði fram
og maður hafði fram að því bara séð í
amerískum bíómyndum.
Í þá daga fóru unglingar Rúntinn
til að sýna sig og sjá aðra og mörg
minningabrot unglingsáranna tengj-
ast þessu síendurtekna hringferli um
stræti miðborgarinnar, þar sem
glaðbeitt fas vinkonu minnar vakti
aðdáun. Og síðan man ég ekki eftir
henni Vilborgu öðruvísi en vinnandi
hvenær sem færi gafst, alltaf svo
dugleg og ótrúlega útsjónarsöm að fá
vinnu. Eins og þegar við fórum ekki
ýkja gamlar á Saltvíkurhátíðina og
hún hafði séð til þess að við fengum
vinnu á svæðinu og þannig ókeypis
inn, en þegar daglegri vinnuskyldu
lauk tókum við þátt í hátíðinni, sváf-
um ekki neitt alla helgina og áttum
svo fullt af peningum þegar yfir lauk.
Þetta þótti okkur snjallt. Og ekki er
hún síður minnisstæð ferðin sem við
fórum um 1970 í Landmannalaugar
með móður minni. Á lítilli Volkswa-
gen-bjöllu með nær engan viðleguút-
búnað, mamma á tréklossum og við
Vilborg álíka skynsamlega klæddar,
bara miklu smartari að eigin áliti í
okkar útvíðu gallabuxum, en allar
ótrúlega bjartsýnar og kátar því sól
skein í heiði og það lá víst einhver
nýr vegur þarna uppeftir eftir virkj-
anaframkvæmdirnar við Búrfell.
Þegar til kastanna kom lágu talsvert
margir vegir um svæðið, enginn
þeirra merktur og við fórum villar
vega, að lokum stoppaði Voffinn og
Vilborg Ósk
Ársælsdóttir
✝ Vilborg Ósk Ár-sælsdóttir hár-
greiðslumeistari
fæddist í Reykjavík
18. september 1954.
Hún andaðist á
heimili sínu 29. apríl
síðastliðinn.
Útför Vilborgar
fór fram frá Há-
teigskirkju 8. maí sl.
vildi ekki fara lengra.
Heppni okkar var slík
að þeir örfáu sem
þarna voru á ferðinni
höfðu einnig villst, en
komust nú ekki lengra
fyrir bílnum okkar,
tóku því úrræðagóðir
íslenskir karlmenn að
reyna að finna bilunina
en gáfust á endanum
upp og lyftu bílnum
bara út fyrir veg. Svo
var okkur boðið að
fljóta með inn í Laug-
ar, sem í þá daga voru
óspilltari af mannaferðum en þær
eru í dag, og áttum við ógleymanlega
helgi þar sem svamlað var í heitum
laugunum guðslanga sumarnóttina
og ungir sveinar horfðu fullir aðdá-
unar á þessa fallegu vinkonu mína
með ljósa hárið og hláturinn í aug-
unum. Og það eru fleiri dillandi
æskumyndir sem skuggsjáin geymir.
Við Vilborg völdum okkur ólíka
braut í námi og um tíma rofnaði sam-
bandið, ég dvaldi erlendis um árabil
og Vilborg úti á landi, en við tókum
upp þráðinn að nýju og það var gott
að eiga hana að í fagurfræði hár-
hirðu, drekka með henni rótsterkt
kaffi á stofunni, deila fréttum af fjöl-
skyldum okkar og vinum og rifja upp
fyrri tíð.
Eins og alltaf þegar fólk fellur frá
á besta aldri finnst manni það ótíma-
bært og óskar annars, en enginn
ræður víst sínum vitjunartíma. Það
er rétt rúmt ár síðan faðir Vilborgar
lést og harmur fjölskyldunnar hlýtur
að vera mikill nú við sviplegt fráfall
hennar. Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Pálínu, Kristins og Finn-
boga, og eins systkina Vilborgar.
Ljúf minning um hlýja, sterka og
góða konu lifir.
Harpa Björnsdóttir.
Elsku Vilborg Ósk.
Ég átti mér draum, yndislegan
draum, sem kom ekki fram, og þó.
Lítil stúlka fæddist, sem frá fyrsta
augnabliki lífs síns töfraði foreldra
sína og sameinaði.
Þó svo að draumur minn rættist
ekki eins og ég átti von á veit ég að
allt fór á besta veg. Litla stúlkan var
skírð í brúðkaupi foreldra sinna og
var henni gefið nafnið Vilborg Ósk,
mitt nafn og mannsins míns, sem lát-
inn er fyrir mörgum árum. Ég
gleymi aldrei hversu hrærð og stolt
við vorum þann dag.
Litla stúlkan óx úr grasi og varð
falleg ung kona, lærði hárgreiðlu,
varð meistari í þeirri grein og starf-
aði við iðnina til æviloka.
Ung að árum giftist Vilborg Ósk
Finnnboga G. Kristinssyni og eign-
uðust þau soninn Kristin. Þeir
standa nú einir og ráðvilltir eftir og
eiga eftir að finna réttu leiðina í lífinu
eftir þetta heiftarlega högg sem
snöggt andlát Vilborgar Óskar gaf
þeim. Ég óska þeim velfarnaðar á
þeirri leið.
Eftir því sem litla stúlkan eltist og
þroskaðist kom æ betur í ljós hve
traust og heilsteypt manneskja hún
var. Ég mundi helst vilja líkja henni
við stórt og fagurt kærleikstré með
stóra laufmikla krónu sem allir er
henni var annt um og þurftu ein-
hvers með gátu leitað skjóls undir
greinunum eða stutt sig við stofninn.
Hún gaf lauf af greinum sínum því á
kærleikstrénu var nóg af laufum og
ný spruttu í staðinn fyrir þau sem
hún gaf. En litla stúlkan okkar er
horfin okkur sjónum, ekki úr huga
okkar eða minni og því verðum við að
taka og reyna að vinna úr hver á sinn
hátt. Ég veit að það hefur verið vel
tekið á móti henni í lystigarði Drott-
ins og þar er hún umvafin í kærleika
af þeim sem voru komnir þangað á
undan henni, eins og föður hennar,
nafna, Gunnari, og fleirum sem ég
ætla ekki að telja hér upp.
Elsku Vilborg Ósk, nú ætla ég ekki
að hafa þetta bréf lengra, ég þakka
þér fyrir allt sem þú varst í lífinu. Við
hittumst fyrr en seinna.
Ég sendi Finnboga, Kristni, Pál-
ínu, systkinum þínum og tengdafor-
eldrum mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þín nafna,
Vilborg frænka.
Það var alla leið til Jemens sem
mér bárust þær hörmulegu fréttir að
hún Vilborg, hárgreiðslukonan mín
og vinkona til margra ára, væri látin
langt um aldur fram. Það var eins og
dimmdi yfir í þessu annars sólríka
landi. Aðeins eru tvær vikur síðan ég
fór í klippingu til hennar og þótt hún
hefði þá nýlega greinst með lungna-
krabbamein hvarflaði ekki að mér að
ég ætti aldrei eftir að sjá hana aftur.
Margt var því látið ósagt, því miður.
Kynni okkar Vilborgar hófust fyr-
ir um 23 árum. Ég hafði sjálf litað á
mér hárið með hörmulegum afleið-
ingum og leitaði á náðir næstu hár-
greiðslustofu með björgunarúrræði.
Þar var ég svo heppin að lenda á Vil-
borgu, sem leysti málið af stakri
snilld. Ég hélt því áfram að leita til
hennar og komst smám saman að því
að hún var ekki aðeins fær í sínu fagi
heldur einnig afbragðsmanneskja,
með sterka skapgerð, stórt hjarta og
létta lund. Klippingar, permanent og
strípur urðu að ánægjustundum í fé-
lagsskap Vilborgar þar sem mikið
var spjallað og hlegið.
Árin liðu og nokkrum sinnum
skipti Vilborg um vinnustað og alltaf
elti ég hana, enda réð enginn við
strýið á mér eins og hún. Við fylgd-
umst með lífi og starfi hvor annarrar,
gleði og sorgum. Undir lokin rak hún
hárgreiðslustofu í húsinu sínu í
Breiðholti sem henni þótti svo vænt
um. Þar eignaðist hún langþráðan
garð og stundaði þar blóma- og kart-
öflurækt af sömu elju og hún rak
stofuna.
Við sem höfum verið fastakúnnar
Vilborgar höfum misst mikið en enn
meira hefur fjölskylda hennar misst.
Ég sendi þeim því mínar innilegustu
samúðarkveðjur, einkum móður
hennar, eiginmanni og syni. Vertu
sæl, vinkona, þín verður sárt saknað.
Guðrún Ólafsdóttir.
Elsku Vilborg.
Það myndaðist stórt skarð í fjöl-
skylduna við ótímabært fráfall þitt.
Nokkuð sem maður sættir sig ekki
við en verður að læra að lifa með. Við
Vala Björk eigum fullt af minning-
um, eins og heimsóknina í Bólguvík
(Bolungarvík). Og öll þau skipti sem
ég settist í stólinn hjá þér og var
spurð fyrir siðasakir: „Hvernig viltu
hafa þetta?“ Ég sagði það, og svo var
ég klippt kannski á annan hátt; „ en
ég sagði ekki upp fyrir eyru“. „Ókei,“
sagðir þú og svo var spjallað um
heima og geima. Áður en ég vissi af
var Vilborg búin að gera mig svo
smart eitthvað, sem ég hafði ekki séð
fyrir og ekki beðið um, en alltaf hafði
hún betri smekk og ekki nóg með það
heldur vandi hún mig líka af perm-
anentinu. Við systurnar Sigurbjörg
og ég viljum þakka henni allt það
sem hún gerði fyrir okkur á hár-
greiðslustofunni sinni.
Vilborg hugsaði fyrst og fremst
um aðra, hafði áhyggjur af fjölskyldu
sinni og kúnnunum sem hún gat ekki
sinnt í augnablikinu því hún ætlaði að
sigrast á þessum veikindum og sýndi
einstakan styrk. Einnig bar hún ekki
áhyggjurnar á borð fyrir aðra. Ég
var sex ára þegar ég vissi um komu
þína í heiminn. Palla systir sagðist
hafa borðað svo mikinn hafragraut
þegar ég spurði hana um þennan
stóra maga.
Þú ólst upp á Laugaveginum. Þá
var nú Laugavegurinn ekta verslun-
argata með fullt af fatabúðum og
sokkabúðinni, þar eignaðist þú góðar
vinkonur í afgreiðslukonunum og
varðst uppnumin af þessum heimi.
Já margs er að minnast sem geymist
í huganum og verður ekki tíundað
hér.
Ég veit að þú og pabbi þinn vakið
yfir fjölskyldu ykkar dag og nótt.
Ég veit að þú ert komin á góðan
stað Vilborg mín og óska ég þér ljóss
og friðar.
Guð geymi þig og haldi þétt utan
um ástvini þína.
Með sorg í hjarta,
Hrafnhildur og Vala Björk.
Tengdamóðir mín,
Sigurbjörg Guðjóns-
dóttir, er nú látin.
Minningarnar um hana eru ljós í lífi
okkar, stórs hóps afkomenda, ætt-
ingja og vina. Þær eru mér mjög ljúf-
ar og langar mig til að kveðja þig hér
með nokkrum orðum.
Það vantar aðeins fimm ár upp á að
liðin sé hálf öld síðan við kynntumst.
Var það á Akureyri, er þú gafst mér
einkason þinn, hann nýorðinn stúdent
frá MA og ég rétt komin af unglings-
skeiðinu. Á þessari löngu vegleið
kynntist ég mannkostum þínum vel.
Ávallt varst þú tilbúin til að veita mér
af þroska þínum og reynslu, aldrei
reiddist þú mér, en hafðir lag á því að
koma að nokkrum leiðbeiningum,
nánast án þess að ég tæki eftir. Alltaf
tókst þú mér opnum örmum. Sérstak-
lega er mér minnisstætt er ég lá upp á
þér í tæpt ár með syni þínum og dótt-
ur okkar, þá er við vorum að safna fé
til frekara náms hans í Þýzkalandi.
Plássið var lítið, en aldrei styggð-
aryrði frá þér. Hins vegar passaðir þú
ömmustelpuna og varst tilbúin með
pottana fulla af mat og trakteringum,
þegar við komum úr vinnunni. Þú
varst sérstaklega barngóð, ekki að-
eins gagnvart afkomendum, heldur
laðaðir þú að þér börn bæði skyld þér
og óskyld. Mjólkurglas og heimabak-
að rann ofan í stóra sem smáa, bæði í
Sigurbjörg
Guðjónsdóttir
✝ Sigurbjörg Guð-jónsdóttir fædd-
ist í Tóarseli, Breið-
dal, S-Múlasýslu 17.
apríl 1914. Hún and-
aðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði 29. apríl sl.
Útför Sig-
urbjargar fór fram
frá Ísafjarðarkirkju
9. maí sl.
frímínútum úr skólan-
um sem eftir kvöldmat
er börn voru að leik.
Gestrisin varstu með
eindæmum, varst nán-
ast móðguð, ef gestir
þáðu ekki hjá þér kaffi
og kruðerí. Þó þú
byggir mestan hluta
ævi þinnar á Ísafirði,
skynjaði ég fljótlega,
að þú saknaðir alltaf
heimahaganna, Tóar-
sels í Norðurdal í
Breiðdal. Þú dvaldir
hjá okkur í vikutíma í
sumarhúsi á Héraði. Þú sýndir mér
Tóna, tignarlegasta fjall í heimi,
Tinnu, fallegustu ána og sagðir mér
sögur frá æskuárunum í þessari und-
urfögru sveit. Þá voru engir skólar,
aðeins farskóli nokkrar vikur í senn.
Þarna var fólk flámælt og þegar byrj-
að var að draga til stafs var stóra mál-
ið að læra muninn á opnu e og e með
punkti. Þarna veiddu menn selung
hjá selinu og borðuðu sker með beztu
lyst. Söngelsk varstu með eindæmum
og náðir lagi úr hvaða hljóðfæri sem
er eftir skamma stund. Þú fórst á flug
þegar þú söngst gamanvísur með syni
þínum, sem hann hafði samið ykkur
til skemmtunar. Alla algengustu
sálmana kunnirðu, faðir þinn var trú-
maður, þar var sálmasöngur hluti af
daglega lífinu. Alltaf hafðir þú gaman
af því að taka í spil, en þér þótti hund-
fúlt að tapa. Þú varst heilsuhraust og
hélzt andlegum styrk til síðustu
stundar. Þú bakaðir fyrir mig pönnu-
kökur fyrir nokkrum vikum og mund-
ir miklu fleiri afmælisdaga en ég.
Nú er þessu lífi lokið og þú komin á
leiðarenda og dvelur eflaust þar sem
þú varst hárviss um að lenda.
Blessuð sé minning þín, elsku
tengdamamma.
Aðalbjörg Kristjánsdóttir.
Afi minn.
Ég trúði því varla
þegar mér var tjáð það að hann afi
minn ætti ekki langt eftir ólifað. Í
mínum huga er afi minn tákn um
staðfestu, einhver sem hefur alltaf
verið til, klettur sem gott er að halla
sér upp að. Minningarnar streyma að
nú þegar hann er allur og man ég
helst eftir sunnudagsbíltúrunum og
svo ferðalögunum um landið með
tjaldvagninn. Um tíma bjó ég ásamt
móður minni sem gerðist ráðskona í
sveit fyrir norðan, og þegar gömlu
hjónin fóru í ferðalag þá var komið við
hjá mömmu á Skriðu og ég fékk að
fljóta með í ferðalag og svo til höf-
uðborgarinnar í frí, það var toppur til-
Jóhannes Jósefsson
✝ Jóhannes Jós-efsson fæddist í
Ormskoti í Vestur-
Eyjafjöllum 15.
febrúar 1930. Hann
andaðist á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 30.
apríl sl.
Jóhannes var
jarðsunginn frá
Grafarvogskirkju 9.
maí sl.
verunnar. Ég ólst upp
að hluta hjá þeim á
Meistaravöllunum og
helstu minningar mín-
ar úr æsku eru þaðan.
Afi er einn sá mesti
karakter sem ég þekki
og hann var hrókur alls
fagnaðar hvert sem
hann fór, t.d. eru ekki
afar margra sam-
starfsfélaga minna sem
heimsækja þá eins
mikið og hann afi minn
heimsótti mig í vinn-
una. Alltaf skælbros-
andi og ánægður með lífið er ein leið
til að lýsa þessum einstaka manni og
hans er og verður sárt saknað. Hann
var búinn að heyja harða baráttu við
krabbamein síðastliðin átta ár og svo
kom að því að þessi stríðsmaður játaði
sig sigraðan. Ég náði samt ekki að
meðtaka þetta að fullu því að þetta
gerðist allt of fljótt undir lokin. Guð
geymi þig elsku afi minn og veit ég að
það fer vel um þig þarna uppi, og ef ég
ímynda mér hvernig það er hjá þér,
þá ert þú að dansa á skýjunum við
harmonikkutónlist í sól og sumaryl.
Ástar- og saknaðarkveðja,
Gunnar Þór Eggertsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar