Morgunblaðið - 14.05.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ 2008 39
ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Sunday at Tiffany’s - James Patterson & Gabrielle
Charbonnet
2. The Whole Truth - David Baldacci
3. Twenty Wishes - Debbie Macomber
4. Hold Tight - Harlan Coben
5. Unaccustomed Earth, - Jhumpa Lahiri.
6. Where Are You Now? - Mary Higgins Clark.
7. Dead Heat - Joel C. Rosenberg
8. The Miracle at Speedy Motors - Alexander McCall Smith
9. Child 44 - Tom Rob Smith
10. Certain Girls - Jennifer Weiner
New York Times
1. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini
2. This Charming Man - Marian Keyes
3. The World According to Bertie - Alexander McCall
Smith
4. On Chesil Beach - Ian McEwan
5. A Game of Hide and Seek - Elizabeth Taylor, et al.
6. The Lollipop Shoes - Joanne Harris
7. Of Mice and Men - John Steinbeck
8. Valley of the Dolls - Jacqueline Susann, et al.
9. Mister Pip - Lloyd Jones
10. The Book Thief - Markus Zusak
Waterstone’s
1. Ghost - Robert Harris
2. Good Guy - Dean Koontz
3. After Dark - Haruki Murakami
4. Witch of Portobello - Paulo Coelho
5. Deep Storm - Lincoln Child
6. Sanctuary - Raymond Khoury
7. Judas Strain - James Rollins
8. Bad Luck and Trouble - Lee Child
9. Beyond Reach - Karin Slaughter
10. Children of Hurin - J. R. R. Tolkien
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ÞAÐ þarf sterk bein til að
þola velgengni og fróðlegt
verður að sjá hvernig Joanna
Rowling á eftir að vinna úr
sínum vinsældum nú þegar
Harry Potter er allur. Annar
höfundur sem átt hefur góða
daga er Philip Pullman, því
ekki er bara að hans ágæta
sagnaröð, Northern Lights,
The Subtle Knife og The
Amber Spyglass (Gyllti átta-
vitinn, Lúmski hnífurinn og
Skuggasjónaukinn í íslenskri
útgáfu) hafi slegið rækilega í
gegn heldur er nú verið að
kvikmynda röðina.
Bækurnar þrjár, sem sam-
an heita His Dark Materials
(vitnað í Paradísarmissi Milt-
ons) komu út á árunum 1995
til 2000. Frá þeim tíma hefur
Pullman haft í ýmsu að snú-
ast, meðal annars skrifað tvö
stutt ævintýri, og eins unnið
sitthvað tengt bókunum en
sem segir frá ævintýri sem
Lyra lendir í tveimur árum
eftir lyktir þríleiksins, og fyrir
stuttu kom svo út önnur hlið-
arbók, Once Upon a Time in
the North, en í henni segir
Pullman frá því hvernig þeir
kynntust flugkappinn og æv-
intýramaðurinn Lee Scoresby
og ísbjörninn Iorek Byrnison.
Þeirri bók fylgir einnig ým-
islegt aukaefni, þar er helst
leikur sem hægt er að spila sér
til skemmtunar en það er loft-
sigling frá Reykjavík til norð-
urpólsins, en markmiðið er að
fara sem næst pólnum án þess
að lenda í honum (þar sogast
maður niður og ferst, knús-
aður af ísjökum).
Í raun er heimurinn sem
Pullman hefur skapað svo um-
fangsmikill að hann getur sem
best eytt ævinni í að skrifa
bækur sem tengjast honum
beint og óbeint. Hann er líka
með í smíðum eina bók til sem
fjallar um Lyru og heim henn-
ar, The Book of Dust, en sú er
öllu veigameiri en kverin sem
hér hafa verið nefnd, því þó að
hann sé ekki búinn með hana
hefur það verið haft eftir hon-
um að hún verði býsna mikil
að vöxtum.
hann er líka enn að skrifa
bækur tengdar þeim þó að að-
al sögunni hafi lokið með The
Amber Spyglass.
Fyrir nokkrum árum kom
þannig út bókin Lyra’s Oxford
Forvitnilegar bækur: Philip Pullman og heimurinn hans
Sívaxandi sagnabálkur
Kúreki Sam Elliott sem Lee Scoresby í Gyllta áttavitanum.