Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is HVÍTVÍN virðist vera að sækja í sig veðrið samkvæmt nýbirtum tölum ÁTVR um sölu áfengis fyrstu sex mánuði ársins. Þá hefur sala á snöfsum aukist umtalsvert. Að sama skapi hefur dregið umtalsvert úr sölu rósavíns. Alls seldust 490 þúsund lítrar af hvítvíni fyrstu sex mánuði ársins 2008 miðað við sömu mánuði í fyrra. Aukningin er 15,8%. Sala á rósavíni minnkaði úr 45 þúsund lítrum í 39 þús- und lítra og er það 13,3% samdráttur. Fyrri hluta þessa árs seldust 840 þúsund lítrar af rauðvíni og er það 1,9% aukning. Sala á snöfsum er í stórsókn. Alls seldust 20 þúsund lítrar á móti 16 þúsund lítrum í fyrra. Aukningin nemur 25,0%. Minni sala á áfengi í júní Fyrstu sex mánuði ársins seldi ÁTVR 9.360 milljón lítra af áfengi og er aukningin frá í fyrra 3,1%. Allt árið í fyrra voru seldir 19,5 milljónir lítra af áfengi í vínbúðum ÁTVR og var það met. Miðað við þróunina fyrri hluta ársins er ekki ólíklegt að metið verði slegið í ár. Sem fyrr er bjórsala uppistaðan í sölunni, en nærri lætur að bjór sé 80% af öllu áfengi sem ÁTVR selur, í lítrum talið. 7.286 milljón lítrar voru seldir fyrstu sex mánuði ársins á móti 7.083 milljón lítrum sömu mánuði í fyrra. Aukning á bjórsölunni nemur 2,9% milli ára. Áfengisalan í júní nam 1.777 milljón lítrum, miðað við 1.946 lítra í júní í fyrra. Minnkunin er 8,7%. Skýringin er aðallega sú að í júní núna voru fjórar helgar en fimm helgar í júní í fyrra.                                 !          " " " "  "  "  " Hvítvín og snafsar eru að sækja á  Sala áfengis fyrri hluta ársins jókst um rúmlega 3% frá því í fyrra  Bjórsalan er enn í sókn og voru drukknir meira en 7 milljón lítrar OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu verð á eldsneyti síðdegis í gær. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi og Olís er 174,90 kr. fyrir bensínlítr- ann og 192,30 fyrir dísil. N1 fór hins vegar í 175,90 fyrir bensín og 191,80 fyrir dísil. Skýringin á lækkun er styrking krónu og lækkandi heims- markaðsverð en að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá N1 er gífurlegur fjármagnskostnaður einna helst það sem hamlar frekari lækkunum. Lægsta verð í gærkvöldi var hjá Orkunni, 173,10 kr. og 190,60 kr. Eldsneytis- verð lækkaði Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is HANN var þéttsetinn bekkurinn á kynningarfundi skipulags- og um- hverfissviðs Kópavogsbæjar í gær vegna tillögu að nýju skipulagi á Kársnesinu. Fundurinn fór fram í iðnaðarhúsnæði á landfyllingu á nes- inu, skammt frá þar sem gert var ráð fyrir hafnsækinni starfsemi í afar umdeildri tillögu haustið 2006. Sú málamiðlun bæjaryfirvalda að leggja til blandaða byggð á nesinu fékk misjafnar undirtektir ef marka má svör nokkurra fundargesta. „Mér finnst þetta skelfilegt. Þeir gera þetta aftur þrátt fyrir mikil mót- mæli. […] Það er líka hvernig það er staðið að þessu. Þarna er þetta gert í bútum til að það þurfi ekki að fara í umhverfismat,“ sagði Stefán Sigurðs- son, íbúi á svæðinu. Guðlaugur T. Óskarsson, sem bæði býr og er með rekstur á Kársnesinu, var einnig á móti tillögunni. „Þetta er alltof mikil fjölgun á fólki og íbúum sem verður hérna miðað við umferðaræðarnar sem eru hérna […] Ef það á að fylla hverfið með fjögur til fimm þúsund íbúum og öllum þeim bílum sem því fylgja þá sér hver mað- ur hvernig það fer.“ „Málið er að þessi höfn átti í fyrsta lagi aldrei að koma hérna,“ sagði Vil- hjálmur Karl Karlsson, íbúi á nesinu, um andstöðu sína við fyrri tillöguna sem kynnt var 2006. „Mér finnast húsin vera of há hjá þeim því þetta á að vera lágreist byggð […] Ég er búinn að vera hérna í 22 ár. Verslanirnar hafa nær horfið. Það er gott að fá fleiri íbúa en þeir verða þá að leysa umferðarhliðina.“ Byggðin lítur vel út Karl Karlsson hefur rekið fisk- verkun á nesinu í tæpa tvo áratugi. Hann er hlynntur nýju tillögunni. „Það eru margar forvitnilegar hug- myndir í gangi hér í Kópavoginum. Svona byggð við sjóinn lítur skemmtilega út.“ Hjónin Héðinn Sveinbjörnsson og Sigríður Tryggvadóttir tóku tillög- unni með fyrirvara og höfðu áhyggjur af þeirri umferð sem nýja byggðin og fjölgun bíla myndi skapa. „Þetta er skelfilegt“ Misjafnar undirtektir við tillögu um blandaða byggð á vestasta hluta Kársnessins í Kópavogi Morgunblaðið/Ómar Hitamál Hundruð manna lögðu leið sína á kynningarfundinn í Vesturvör í gærkvöldi. Íbúarnir eru klofnir í afstöðunni til nýju skipulagstillögunnar. Hvað hefur breyst? Vikið hefur verið frá hugmyndum um hafskipahöfn en þess í stað lögð áhersla á blandaða byggð, með alls 1.363 íbúðum og 75.000 fermetrum af atvinnu- og þjónustuhúsnæði. Í fyrri hugmyndinni var gert ráð fyrir 1.552 íbúðum og 109.500 fermetr- um af atvinnu- og þjónustuhúsnæði. Hvað um umferðina? Gert er ráð fyrir að umferðin um Kársnesbraut þyngist úr um 9.000 í um 14.000 bíla á sólarhring. Verði reist tveggja akreina brú yfir Foss- voginn sem 7.000 bílar fari um dag hvern muni umferð á Kársnesbraut fara í um 11.000 bíla. Stokkalausn á Kársnesbraut er ekki talin fýsileg. S&S Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is FUNDI samninganefnda félags íslenskra hjúkr- unarfræðina og ríkisins lauk laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi án niðurstöðu, en viðræður höfðu þá staðið yfir í um 8 klukkustundir. Elsa B. Frið- finnsdóttir, formaður FÍH, segir erfitt að meta stöðu mála að svo stöddu en þó séu þær hugmynd- ir sem fram komu á mánudag, og vöktu vonir, enn á samningaborðinu. „Við erum áfram að vinna út frá þeim grunni sem við byrjuðum á í gær [mánudag] og ætlum að reyna til þrautar á morgun að sjá hvert það leiðir okkur. Hún segir ekki skipta öllu máli hvenær sé samið, mestu skipti að samningar séu þannig úr garði gerðir að félagsmenn geti samþykkt þá. „Við viljum frekar taka lengri tíma í þetta en hitt til þess að vera viss um að vanda okkur sem mest.“ Afar flókin samningagerð Elsa segir ástæðu þess að svo hægt gangi að semja vera fyrst og fremst þá hversu viðamiklar viðræðurnar séu, því huga þurfi að minnstu smá- atriðum. „Stéttin er býsna flókin að því leyti að þarna er fólk að vinna á mjög ólíkum stofnunum á mjög ólíkum vinnutíma, þannig að kerfið er allt býsna flókið. Það þarf að skoða vel hverja breyt- ingu fyrir sig og hvaða áhrif hún gæti haft, þannig að þetta tekur allt sinn tíma í vinnslu.“ Samningaferlið hefur verið langt og strangt en stendur nú á lokasprettinum. Elsa segir þó enga þreytu komna í samninganefndina. „Það þýðir ekki að hugsa svoleiðis. Við erum með það verk- efni að semja og höfum setið við það lengi, í og með síðan 18. mars. En það þýðir ekkert að gefa sig út í kjarasamningagerð og þreytast svo í miðju kafi, það kemur ekkert annað til greina en að halda þetta út og klára það sem við byrjuðum á.“ Fundur hjúkrunarfræðinga við samninganefnd ríkisins hefst að nýju í dag kl. 11. Náist samningar ekki hefst yfirvinnubann á morgun kl. 16. Viðræður halda áfram í dag TVENNT var handtekið eftir ofsa- akstur í Garðabæ og Hafnarfirði á níunda tímanum í gærkvöldi. Lög- regla mældi bifreið á ofsahraða við Arnarneshæð og hunsaði bílstjórinn ítrekuð stöðvunarmerki lögreglu. Hófst þá eftirför sem lauk á Ásbraut í Hafnarfirði, þar sem lögregla ók ut- an í bifreiðina til að stöðva hana, á hringtorgi. Í bílnum voru karl og kona, sem sakaði ekki við atvikið, konan bíl- stjóri og karlinn farþegi. Brutu rúðu í snatri Að sögn sjónarvotta ætlaði konan að taka aftur af stað eftir árekstur- inn en snarir lögreglumenn komust þá út úr bíl sínum, brutu rúðu og náðu henni. Þá hafi lögregla þrýst fólkinu niður í götuna. Lögregla tók að sögn ákvörðun um að keyra á bíl- inn þar sem hann var á leið inn í þétt- býlishverfi og aksturinn var glæfra- legur. Lögreglumaðurinn sem sá um það var sá sami og stöðvaði jeppa á Vesturlandsvegi með árekstri um helgina. onundur@mbl.is Beita þurfti ökuníðinga hörku Ljósmynd/Jakob Björnsson Handtaka Kona var ökumaður bíls- ins en karlmaður farþegi hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.