Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 35 HÆKKANDI olíu- og bensínverð, skuldirnar rjúka upp, matur verður sífellt dýrari og launin standa í stað og verða sífellt minna virði. Hvað á litli, varnarlausi Íslend- ingurinn til bragðs að taka? Hvernig er hægt að gera gott úr kreppunni, snúa vörn í sókn og jafnvel hafa gaman af? Menningardeildin lagði hausinn í bleyti og bjó til eftirfar- andi lista: 1 Gapa yfir stýrivaxtaákvörðunSeðlabankans einu sinni í mánuði eða svo, þar til maður er um það bil að fara úr kjál- kaliðnum. Það er fyndið að horfa á fólk gapa – og kostar ekki krónu! 2 Borga upp yfirdráttinn meðsparifé barnanna, það er hvort eð er að verða að engu. Kaupa ís á eft- ir handa fjölskyldunni, bragðaref jafnvel. 3 Kaupa sér lífrænt ræktaða ætiþistla íklukkubúð, bara til að geta sýnt verðið á strimlinum í matarboðum. Matargestir munu án efa skella upp úr, verðið er svo hlægilega hátt. Hægt að sýna strimilinn aftur og aftur og aftur, alltaf jafnskemmtilegt, og því ekki svo slæm fjárfesting miðað við endingu. 4 Prófa nýjar og framandi matarupp-skriftir, t.d. pasta með pasta eða kart- öflur á laukbeði með kartöflusoði. Kynnast framandi matjurtum sem vaxa úti í beði, arfasúpa með blaðlauk hljómar hreint ekki svo illa. Í stað þess að kaupa sér vín í Vínbúð er hægt að búa til vín úr fíflum, rabarbara og fleira góð- gæti úr garðinum. 5 Tjalda í garðinum heima. Bensíniðer orðið of dýrt til að hægt sé að fara í útilegur og því ekki að nota allt þetta gras fyrir utan heimilið sem stendur ónotað allt sumarið? Ókeypis og þarf ekkert að pakka eða vesenast. Enn skemmtilegra gæti verið að hafa garðaskipti við ná- grannann, tjalda í hans garði og hann í þínum. Þannig kynnist maður framandi slóðum án þess að þurfa að ferðast eða pakka. Það er bölvað vesen að koma sér á tjaldstæði og auk þess allt of margir ókunnugir í kringum mann. 6 Fá frítt í strætó út á að vera í skóla lífsins. Býðurupp á hressandi rökræður við strætisvagnastjóra. 7 Selja sjónvarpið og fylgjast þess í staðmeð lífi fólksins hinum megin við göt- una, í gegnum stofu-, eldhús- og bað- glugga. Forvitnileg og lærdómsrík skemmtun fyrir alla fjölskylduna, meiri raunveruleiki en raunveruleikasjónvarp. Allt í beinni að auki, skemmtun að hætti Gluggagægis. 8 Skrifa niður sögur frá hagvaxtarárunum,bjóða upp á kvöldlestur á þeim og dreypa á dýrindisfíflavíni við rómantíska kertaloga. 9 Taka til í geymslunni og bílskúrnum, endurnýta gamla draslið og fara í skemmtilegan fatamát- unarleik. Jakkafötin hans pabba frá Duran Duran- tímabilinu og Don Cano-gallinn hennar mömmu vekja alltaf lukku og það er ekkert sem segir að ekki megi endurvekja þá tísku. Það er því gráupp- lagt að hætta að elta tískuna, enda hefur enginn efni á því í kreppunni, og endurvekja þess í stað gamla tísku. Fer tískan ekki í hringi hvort eð er? 10 Fara í „marhnút“ í stað laxveiðinnar. Hefur ein-hver prófað að veiða marhnút með flugu? Hví ekki að reyna niðri við Kaffivagninn? Svo má alltaf selja golfsettið og taka upp nýtt áhugamál, t.d. að safna ókeypis pennum og bjórmottum. Topp 10 í kreppunni 41 5 7 2 6 9                                              !    "    #              $%  &          #         &          &        '(   !   )        ' *        %       &          + !    , -                !   # &      #&              .       "   /" &          !"#$%& &$'()*&(+,)- ./ 01  $2()*&"3(*)"4)( - kemur þér við Sérblað um ferðalög fylgir blaðinu í dag Hjartaþræðingar utan stóru spítalanna Þórunn kallaði þing- flokkinn saman vegna áls og umhverfis Sex fyrirtæki vilja kvóta fyrir útblástur Ódýrara að kaupa bensín á Selfossi Paul Ramses um lífið í flóttamannabúðum Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.