Morgunblaðið - 09.07.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 09.07.2008, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN »MEST þarf rekstrarféstrax »Uppsagnir 100 starfs-manna á árinu og sala á vöruhúsi er ekki nóg. »Hvorki hefur tekist að aflafjár með hlutafé né lánum. »MEST varð til við samein-ingu Steypustöðvarinnar og Merkúrs árið 2006. Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is VERULEGUR lausafjárskortur ógnar nú starfsemi byggingavörufyr- irtækisins MEST og rær fyrirtækið lífróður til að forða sér frá gjaldþroti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins mun koma í ljós á næstu vikum hvort fyrirtækið fái það fjármagn sem til þarf en Hjalti Már Bjarnason, forstjóri fyrirtækisins, sá ástæðu til að senda öllum starfsmönnum fyrir- tækisins bréf þar sem varað var við erfiðri stöðu. Bréf forstjóra til starfsmanna Í bréfi forstjórans kemur fram að eigendur MEST séu nú í viðræðum við Glitni og SP fjármögnun, um rekstrargrundvöll fyrirtækisins. Þó að hagræðingaraðgerðir hafi skilað kostnaðarlækkun og bættri af- komu sé það ekki nóg. Sala eigna hafi ekki dugað til og ekki hafi tekist að afla nægs rekstrarfjár með hlutafé og lánum. Orðrétt segir: „Þetta þýðir að leita þarf annarra leiða enda lausa- fjárskortur orðinn verulegur.“ „Þetta bréf segir í raun allt sem segja þarf því þetta er staðan. Við höfum verið að hagræða og þær að- gerðir hafa skilað tilætluðum árangri þó að áætlanir um hlutafjáraukningu hafi ekki gengið eftir,“ segir Jón Ósk- ar Þórhallsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs MEST. Ekki náðist í Hjalta Má Bjarnason forstjóra. „Við getum ekki tjáð okkur um mál ein- stakra viðskiptavina okkar,“ segir Már Másson hjá Glitni spurður um mál MEST. Þriðjungur starfsmanna farinn Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur MEST þurft að segja upp um 100 manns á árinu eða um þriðjungi starfsmanna sinna sem voru yfir þrjú hundruð. Í apríl var í Morgunblaðinu haft eftir Hjalta Má forstjóra að uppsagnir 30 starfs- manna væru gerðar í hagræðingar- skyni og hann vonaðist til að þurfa ekki að segja fleirum upp störfum. Um neyðaraðgerð væri að ræða til að bregðast við versnandi ástandi á markaði, sem kæmi meðal annars fram í því erfiðara væri að fá greidda reikninga frá viðskiptavinum. MEST varð til við sameiningu Steypustöðv- arinnar og Merkúr árið 2006. Opnuð var stórverslun í Norðlingaholti á síð- asta ári auk þess sem nýtt vöruhús var tekið í notkun en það hefur nú verið selt til að bæta fjárhagsstöðuna. Gera má ráð fyrir að staða MEST sé ekki einsdæmi ef litið er til nýlegra frétta um glímu margra fyrirtækja við verulega skert aðgengi að lánsfé og frétta af fjöldauppsögnum. MEST vantar meira lausafé Hafa sagt upp 100 manns á árinu í hagræðingarskyni Morgunblaðið/Frikki Erfiðleikar MEST finnur fyrir sam- drættinum í byggingariðnaðinum. #$% ! #$%       " " #$% " # %        " " &'( )' *         " " ,- . &/%          " " #$% $01 #$% %2      " " &'()    !"#$%"&"'(#$%)# *+),-).$/0"1 +2341 *+, -./ /- , / 3 4 / ' 5'6 4 7 5'6 4 .  4 5  8 4  . 69: ;  <3   5'6 4 =6:  4 > 8 ;  4 $  4 ?#* @A ,BA8 4 -  4 C  4 0 1+&   DE1 4 /  3 /( /  3 ? '  ?F, .  ,G'  *H4 B 4 -::: 7 4 I  7 4 *  %'2  3 J   / J'  5  4 6B 4 4 5 6 /                                                            I 6  :  -8'  ' : K =6  2E1! 0! 02DLD 2D !L 0 D!0! 22!1!D2 D0 E0! 0! E 2L22EL2! 2 !LD!0 D0D L 12 01L!0 1 L0! 211L21 @  1 1 0D! EE1 LD01L @ @ @ !  D0 @ @ M EME 1ME EM!! 01M1 02MD 0EM11 DM ML ! M1 DM0D LM D 0ML !!M 0M0E 0LM 012EM 21M 02DM1 @ @ @ 2!M @ @ M EM0 1ML EML2 01MD1 02M20 0EME1 D1M DM0 !!M2 DML LM!0 0ML! !!MD 0M M 01EM 12M 02EM M @ !M1 202M 0M EM ,B7   6  E 0 D 22 !  12 22 2  D D @ @ 0   @ @ @ 2 @ @ &:    ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! 2 ! 2 ! ! ! ! ! ! ! DE! E0 DE! ! !  ! D! /- /- /- ÁLFYRIRTÆKIÐ Century Alumin- um, móðurfyrirtæki álversins á Grundartanga, hefur ákveðið að leysa upp alla framvirka samninga um sölu á áli og mun kostnaðurinn við upplausnina nema um 1,7 milljörðum dala, um 130 millj- örðum króna. Century mun mæta kostn- aðinum með út- gáfu nýs hluta- fjár. Í tilkynningu frá félaginu seg- ir að staða álvera Century á Íslandi og í Bandaríkj- unum sé svo sterk að félagið sjái hag sínum betur borgið með því að selja ál á opnum markaði í stað þess að binda framleiðsluna í framvirka samninga. Slíkir samningar hafi þjónað félaginu vel á sínum tíma en nú þegar álverð fari hækkandi sé hagsmunum hluthafa betur þjónað með því að selja alla framleiðslu fé- lagsins á opnum markaði. Glencore International AG átti samningana sem um ræðir og fær félagið sérstök hlutabréf í Century að andvirði um eins milljarðs dala auk 700 milljóna dala í reiðufé gegn því að leysa upp samningana. Mun Century selja 6.500.000 hluti í fé- laginu til að standa undir hluta þessarar greiðslu en verð hvers hlutar nemur 56 dollurum, sem skilar Century 364 milljónum. bjarni@mbl.is Century Vilja nýta sér verðhækkanir. Century leysir upp samninga Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is MIKLAR lækkanir urðu við opnun hlutabréfamarkaða í Evrópu og Asíu í gær og í lok dags höfðu flestar vísi- tölur lækkað. Er orsökin meðal ann- ars vaxandi áhyggjur fjárfesta af slæmri stöðu efnahagsmála og þess hvaða áhrif samdrátturinn mun hafa á afkomu fyrirtækja, auk þess sem talið er að enn sjái ekki fyrir endann á afskriftum í fjármálageiranum. Vístölur í kauphöllum Norður- landanna féllu allar í gær, um eða yfir 2%. Mesta lækkunin var á dönsku vísitölunni OMX C sem hafði fallið um 3,2% í lok dags. Breska vísitalan FTSE lækkaði um 1,3% í gær og daðraði á tímabili við svonefndan bjarnarmarkað þeg- ar hún féll um 3% og var þá komin 20% undir hámark sitt frá því í júní á síðasta ári. Bjarnarmarkaður er yfirleitt skilgreindur sem 20% lækk- un vísitölu frá nýlegu hágildi. Franska vísitalan Cac 40 lækkaði um 1,54 og þýska vísitalan DAX lækkaði um 1,4%. Nikkei hafði lækkað um 2,45%, í lægsta gildi frá því í apríl. Lækkanir gærdagsins komu einn- ig í framhaldi af lækkunum í Banda- ríkjunum á mánudag, sem má rekja beint til vaxandi áhyggja af slæmri lausafjárstöðu bankageirans, sem er enn að vinna sig út úr krísunni sem varð vegna áhættusömu fasteigna- lánanna. Wall Street riðaði á barmi bjarnarmarkaðar við lokun á mánu- dag eftir að greinendur vöruðu við því að bandarísku húsnæðislánasjóð- irnir Fannie Mae og Freddie Mac gætu þurft á auknu fé að halda. Vísi- tölur vestanhafs tóku hins vegar við sér eftir að Ben Bernanke, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, til- kynnti um að aðgangur banka að fjármagni yrði framlengdur fram á næsta ár. Þetta kom fram á vef Bloomberg en þar var bent á að lækkandi olíuverð hefði einnig hvatt fjárfesta til dáða. Bankarnir fella hlutabréfavísitölur Óvisst efnahagsástand og áhyggjur af samdrætti draga úr fjárfestum Reuters NYSE Fjárfestar vestanhafs fögn- uðu lækkandi olíuverði. NOVATOR, sem er fjárfestinga- félag í eigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, varð hlutskarpast í útboði á þriðju kynslóðar-farsímaleyfum (3G) í Kanada. Á kanadíska vefmiðlinum The Globe and Mail kemur fram að helstu samstarfsaðilar Novators séu kanadíska farsímafyrirtækið Globa- live og egypska fjarskiptaveldið Orascom í gegnum Weather Invest- ments. Fram kemur að hár kostnaður hafi staðið í vegi fyrir innkomu nýrra aðila á markaðinn en fyrir leyfin þurfi samsteypan að borga um 444 milljónir kanadískra dala auk þess sem það muni kosta um einn milljarð að byggja upp símkerfið innan Kan- ada. Áætlaður heildarkostnaður er því um 108 milljarðar íslenskra króna. Það er eftir miklu að slægjast fyrir Novator en hjá Globe and Mail kem- ur fram að framlegð farsímafyrir- tækja í Kanada sé með því hæsta sem gerist í heiminum og stærð kan- adíska farsímamarkaðarins nemi í dag um 12,7 milljörðum kanadískra dala. sigrunrosa@mbl.is Novator vann útboð í farsímaleyfi í Kanada Framlegð þar með því hæsta sem gerist ● ÁFRÝJUNARNEFND Samkeppnis- mála telur hæfilegt að Fiskmarkaður Íslands (FÍ) greiði sjö milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni. Samkeppniseftirlitið hafði sektað FÍ um tíu milljónir fyrir að tvinna saman kaup á fiski og slægingu og þannig raskað sam- keppni á uppboðsmarkaði fyrir fisk- afurðir að mati eftirlitsins. Þá á hátt- semi Fiskmarkaðs Íslands einnig að hafa haft samkeppnishamlandi áhrif á markaði fyrir slægingu á fiski. Áfrýjunarnefndin var sammála eftirlitinu í meginatriðum en lækkaði sektina. bjorgvin@mbl.is Fiskmarkaður Íslands 7 milljónir kr. í sekt ● GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Ís- lands nam 203 milljörðum króna í lok júnímánaðar, samanborið við 162,8 milljarða um áramót og 190,3 milljarða í lok maí. Erlendar skuldir Seðlabankans voru 288 milljónir króna í lok júní samanborið við 112 milljónir í ársbyrjun, samkvæmt upp- lýsingum frá bankanum. Að meðtöldum gjaldmiðlaskipta- samningum Seðlabanka Íslands við þrjá norræna seðlabanka er gjald- eyrisforði Seðlabankans um 3,5 milljarðar evra. Það jafngildir um 400 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í Peningamálum. bjorgvin@mbl.is Gjaldeyrisforðinn yfir 200 milljarðar króna ● SUND þarf ekki að greiða Sam- keppniseftirlitinu eina milljón króna fyrir að brjóta gegn skyldu til þess að afhenda stofnuninni gögn samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Forsaga málsins er að Samkeppn- iseftirlitið var að athuga eigna- og stjórnunartengsl Glitnis, BYRS spari- sjóðs og MP fjárfestingabanka. Í dómnum segir að í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefði verið ófullnægjandi lýsing á því hvert brot Sunds væri. bjorgvin@mbl.is Sund ekki talið hafa brotið gegn lögum Byr Verið var að kanna eignatengsl. ● ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöll Ís- lands féll um 2% í gær. Sem fyrr var veltan aðallega í skuldabréfum en heildarvelta dagsins nam um 24,5 milljörðum, þar af nær 1,9 milljarðar í veltu með hlutabréf. Mesta lækkun varð á gengi bréfa í Exista sem féll um 3,4% og sömu- leiðis féll Eik banki um 3,2%. Lítils- háttar hækkun varð á bréfum í Ice- landair Group og SPRON, hækkuðu bæði um 0,3%. sigrunrosa@mbl.is Lækkun í kauphöllinni ÞETTA HELST … HAGNAÐUR Alcoa, sem rekur meðal annars álverið á Reyðarfirði, var 546 milljónir bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir að hagnaðurinn hafi dregist saman um 24% milli ára er þetta betri útkoma en 17 greinendur höfðu spáð í ný- legri könnun Bloomberg. Alcoa hefur hækkað verð á áli til að mæta auknum kostnaði við fram- leiðsluna, meðal annars vegna hækk- andi orkuverðs. Í samtali við Bloom- berg sagði Jeremy Blackman, greinandi hjá Hester Capital Management, að þetta hefði verið farsæl ákvörðun. Hlutabréf Alcoa hækkuðu á eftirmarkaði í gær eftir að hafa lækkað um 8,6% frá áramót- um. bjorgvin@mbl.is Alcoa slær spárnar út

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.