Morgunblaðið - 09.07.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 09.07.2008, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR                          ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES ÞORBERG KRISTINSSON, Víðihvammi 15, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt þriðjudagsins 1. júlí. Honum verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti fimmtudaginn 10. júlí kl. 13.00. Anna Jóhannsdóttir, Jóhann Þ. Jóhannesson, Svanhildur I. Jóhannesdóttir, Guðmundur G. Kristinsson, Kristinn Jóhannesson, Guðrún F. Guðmundsdóttir, Ólafur Jóhannesson, Ingibjörg G. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT ODDSDÓTTIR frá Jörva, lést mánudaginn 30. júní á Sjúkrahúsi Akraness. Hún verður jarðsungin frá Stóra-Vatnshornskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Húnbogi Þorsteinsson, Erla Ingadóttir, Álfheiður Þorsteinsdóttir, Baldur Friðfinnsson, Marta Þorsteinsdóttir, Guðbrandur Þórðarson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Grímsstöðum, Reyðarfirði. Guð blessi ykkur öll. Bóas Hallgrímsson, Hallgrímur Bóasson, Gerður Ó. Oddsdóttir, Þórhalla Bóasdóttir, Guðmundur F. Þorsteinsson, Jónas P. Bóasson, Soffía Björgvinsdóttir, Vilborg Bóasdóttir, Erlendur Júlíusson, Agnar Bóasson, Kristín L. Þorvaldsdóttir, Jóhann N. Bóasson, Ásthildur M. Reynisdóttir, Sigurbjörg Kr. Bóasdóttir, Ólafur Ragnarsson, Bóas Bóasson, Þórey J. Jónsdóttir, Fanney I. Bóasdóttir, Ingvar Friðriksson, Ásdís Bóasdóttir, Guðrún Bóasdóttir, Guðjón Magnússon, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSA PÉTURSDÓTTIR, Grænumörk 5, Selfossi, varð bráðkvödd á heimili sínu sunnudaginn 6. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LILJA GUÐLAUGSDÓTTIR, Víðilundi 24, Akureyri, áður í Hafnarstræti 33, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét Þórhallsdóttir, Karl Eiríksson, Þórhalla Þórhallsdóttir, Hjörtur Hjartarson, Valdimar Þórhallsson, Inga Hjálmarsdóttir, Gylfi Þórhallsson, Eyþór Þórhallsson, Margrét Sigurðardóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ÁGÚSTA ÞORSTEINSDÓTTIR, Vestri-Reyni, til heimilis á Tindaflöt 5, Akranesi, er lést föstudaginn 4. júlí, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Innra-Hólmskirkjugarði. Þórunn Valdís Eggertsdóttir, Elísabet Unnur Benediktsdóttir, Benóný K. Halldórsson, Fríða Benediktsdóttir, Eymar Einarsson, Valný Benediktsdóttir, Ingibergur H. Jónsson, Haraldur Benediktsson, Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir, Jón E. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ GuðmundurLúðvík Þor- steinn Guðmunds- son fæddist í Hnífs- dal 4. desember 1921. Hann lést á hjartadeild Land- spítala 24. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Halldórs- son, sjómaður og fiskmatsmaður, f. á Eyri við Ísafjörð 6. apríl 1891, d. 15. júlí 1983 og Guðbjörg Margrét Friðriksdóttir húsmóðir, f. á Dvergasteini í Álftafirði við Djúp, 16. nóvember 1896, d. 10. júlí 1945. Systkini Guðmundar eru Friðrik Lúðvík, f. 26. júlí 1917, d. 24. nóvember 1998, Jóhannes, f. 18. júlí 1920, d. 9. desember 1920, Salóme Margrét, f. 1. ágúst 1923, Guðrún, f. 1. nóvember 1930, d. 15. janúar 2005, og Þórdís Halla, f. 24. febrúar 1934, d. 25. ágúst 1934. Eiginkona Guðmundar er Guð- rún Þórðardóttir húsmóðir, f. á Stokkseyri 29. ágúst 1922. Þau giftu sig 16. nóvember 1946 og bjuggu fyrstu árin á Ísafirði en í Reykjavík frá 1953. Foreldrar Guðrúnar voru Þórður Jónsson bókhaldari í Reykjavík, f. 16. apríl 1886, d. 28. september 1959 og Málfríður Halldórsdóttir, f. 8. ágúst 1889, d. 7. nóvember 1933. Synir Guðmundar og Guðrúnar eru 1) Gunnar Helgi yfirlæknir, f. 27. júlí 1947, kvæntur Ragnheiði Narfadóttur hjúkrunardeildar- stjóra, f. 10. október 1948. Synir húsgagnasmíði 1939 á Akureyri hjá Guðmundi Frímann, en nam síðan á Ísafirði og í Reykjavík undir handleiðslu Magnúsar Guð- mundssonar, húsgagnasmíða- meistara. Guðmundur lauk sveins- prófi við Iðnskólann í Reykjavík 1944. Hann hlaut meistararéttindi í húsgagnasmíði 1948. Guðmund- ur stofnaði og rak húsgagna- smíðaverkstæði að Sólgötu 8 á Ísa- firði í kjallara húss sem fjölskyld- an hafði byggt saman. Hann flutti til Reykjavíkur 1953 ásamt eig- inkonu og syni og hóf störf sem verkstjóri í Trésmiðjunni Víði þar sem hann vann til ársins 1988, lengst af sem verslunarstjóri. Guðmundur gerðist félagi í Oddfellowreglunni 1949, fyrst í stúkunni Gesti á Ísafirði en síðan í stúkunni Þórsteini í Reykjavík. Honum voru líknarmál afar hug- leikin og studdi við bakið á fjöl- mörgum sem áttu undir högg að sækja í lífinu. Hann lét sér afar annt um fjölskyldu sína og vini. Hann var einstaklega ættrækinn og gerði sér far um að halda góð- um tengslum við ættingja sína sem stóðu utan nánustu fjölskyldu. Guðmundur var listasmiður og eftir að hann hætti störfum í Víði 1988 hélt hann áfram að vinna á verkstæði í bílskúrnum sínum þar sem hann gerði við húsgögn í nokkur ár og var eftirsóttur vegna vandaðra vinnubragða. Þá var Guðmundur á yngri árum frá- bær íþróttamaður og keppti bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Útför Guðmundar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. þeirra eru a) Guð- mundur, f. 1971, sambýliskona Erna Guðlaugsdóttir. Dóttir Guðmundar og Lovísu Rutar Ólafsdóttur er Magdalena, f. 2000 b) Gunnar Narfi, f. 1977, sambýliskona Lóa Ingvarsdóttir, sonur þeirra er Ingv- ar Dagur, f. 2006. 2) Björn framhalds- skólakennari, f. 20. ágúst 1955, kvæntur Margréti Héðinsdóttur hjúkrunar- fræðingi, f. 13. janúar 1957. Börn þeirra eru a) Héðinn, f. 1975, sam- býliskona Fanney Kristjánsdóttir. Sonur Héðins og Guðrúnar Huld- ar Kristinsdóttur er Kristinn, f. 1996. Sonur Héðins og Maríu Vil- borgar Ragnarsdóttur er Har- aldur Hjalti, f. 2002. b) Guðrún, f. 1980, gift Stefan Otte. c) Helgi, f. 1990. 3) Guðmundur Þórður kerf- isfræðingur, f. 23. desember 1960, sambýliskona Fjóla Ósland Hermannsdóttir fatahönnuður, f. 17. september 1969. Þau eiga dótt- urina Júlíu Ósland, f. 2007. Áður var Guðmundur Þórður kvæntur Helgu Björgu Hermannsdóttur. Þau skildu. Synir þeirra eru Her- mann, f. 1990, Guðmundur Lúð- vík, f. 1992 og Arnar Gunnar, f. 1996. Guðmundur flutti 6 ára gamall með foreldrum sínum og systkin- um frá Hnífsdal til Ísafjarðar árið 1927. Hann gekk í Barnaskóla Ísa- fjarðar og síðar Gagnfræðaskól- ann, vinnudeild. Hann hóf nám í Þegar ég kveð föður minn hinstu kveðju þá hrannast upp minningar. Æskuárin á Ísafirði þar sem ég ólst upp fyrstu sex æviárin. Ég man einna fyrst eftir mér þegar ég fylgdi pabba niður á verkstæðið í kjallaran- um þar sem hann vann við húsgagna- smíðar. Fékk þá gjarnan mjólk með dálitlu kaffi út í og stundum kexköku til að dýfa í. Það voru forréttindi að fá að alast upp í litlu sjávarplássi, leika sér í fjörunni sem var heimur út af fyrir sig og í „rústunum“ sem var grunnur að bíóhúsi við Sólgötu sem brunnið hafði. Ég ólst upp við mikið ástríki foreldra minna að Sólgötu 8 sem fjölskyldan hafði byggt saman. Þar bjuggu saman þrjár kynslóðir, afi minn sem nýlega hafði misst ömmu Guðbjörgu fyrir aldur fram og systkini pabba. Ég minnist þess er ég fór með mömmu að horfa á pabba spila kappleiki í knattspyrnu, þar sem ég hljóp inn á völlinn og var stoppaður af mömmu svo ég færi mér ekki að voða. Hjólandi á litla þríhjól- inu mínu til að færa pabba kaffi þeg- ar hann vann um tíma í áhaldahúsi bæjarins. Síðan tók við flutningur suður til Reykjavíkur og stuttu síðar byggði pabbi yfir okkur einbýlishús að Litlagerði 6, sem var heimili for- eldra minna í yfir 50 ár. Þar var gott að alast upp. Pabbi vann langan vinnudag, en var þó alltaf til staðar. Fylgdist með mér og bræðrum mín- um í íþróttum, hvetjandi og styðj- andi. Pabbi var einstakur maður. Um- burðarlyndur, réttsýnn og jákvæður. Hafði ætíð mikinn áhuga á fólki í kringum sig, hvort sem um var að ræða ættingja, vini eða jafnvel fólk sem hann hitti á förnum vegi. Vildi gjarnan vita meira um viðkomandi og ef kom í ljós að fólk var „að vestan“ þá varð áhugi enn meiri og hafði þá einstakt næmi á að finna út meira um ætterni og tengsl. Hann var versl- unarstjóri í Trésmiðjunni Víði um áratuga skeið og eignaðist þar marga vini og var vinsæll af viðskiptavinum fyrir lipurð og þægilegheit. Traustur og heiðarlegur. Þegar pabbi kom í heimsókn til okkar eða til annarra í fjölskyldunni þá birti yfir. Hann hafði óvenju sterka nærveru, hvort sem það var innan um aðra eða maður hitti hann einan. Hafði ávallt áhuga á hvernig gengi, ekki síst hjá unga fólkinu. Hann var maður framkvæmda og vinnu og ætíð tilbúinn að hjálpa til svo lengi sem heilsan leyfði, sem því miður var slæm í alltof mörg ár. Pabbi tók veikindum sínum af ótrú- legu æðruleysi þrátt fyrir oft mjög erfiðar stundir. Hann heimsótti okk- ur Stellu nokkrum dögum áður en hann lést og erindið var að líta á litlar framkvæmdir í garðinum, „taka út verkið“ eins og hann kallaði það. Það var því óvænt þegar heilsu hans hrakaði skyndilega daginn eftir svo leggja þurfti hann inn á Landspítal- ann, þaðan sem hann átti ekki aft- urkvæmt. Ég ræddi við hann að morgni dagsins sem hann lést og þá sem fyrr var hann að spyrjast fyrir um unga fólkið í fjölskyldunni og hvernig gengi. Ég kveð föður minn með söknuði og trega en jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að vera í návist hans svo lengi sem raun varð á. Blessuð sé ætíð minning hans. Gunnar Helgi. Pabbi lést fagran sólbjartan sum- ardag sem hæfði honum því hann flutti með sér birtu og yl hvar sem hann fór. Orð eins og manngæska, hjálpsemi, nægjusemi og vinnusemi lýsa honum vel. Eiginleika sína fékk pabbi í vöggu- gjöf en hann mótaðist líka ungur af aðstæðum í umhverfi sínu. Hann fæddist í Hnífsdal aðeins ellefu árum eftir snjóflóðið sem tók 20 mannslíf. Lífsbaráttan var hörð, lífsbjörgin var í hafinu en það var hættulegt mönn- um á litlum bátum. Í Básaveðrinu drukknaði frændi hans, Guðmundur Lúðvík. Pabbi var skírður eftir hon- um og Þorsteini sem vitraðist ömmu í draumi. Pabbi kynntist fátækt og Guðmundur L. Þ. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.