Morgunblaðið - 09.07.2008, Síða 17

Morgunblaðið - 09.07.2008, Síða 17
svæðið urðu börnin lafhrædd við okkur, enda höfðu þau aldrei litið hvítan mann áður.“ Ekki leið á löngu áður en börnin fóru að kanna þessar skrítnu aðkomuverur. „Þau skoðuðu okkur vandlega og jafnvel bitu! Eftir nokkra daga róuðust þau niður og fylgdust jafnan með okkur vinna, sofa og borða og höfðu gaman að.“ Þegar Karen hugsar til baka standa hlýja og einlægni heima- manna í Úganda henni nær. „Þessi þjóð hefur gengið í gegnum svo ótal margar hörm- ungar. Þótt átök eigi sér enn stað í norður- hluta landsins vegnar landi og þjóð sífellt betur. Heimamönnum finnst þó enn skrítið að sjá túrista á svæðinu og ég var margoft spurð hvernig ég þorði að koma. Svo þökkuðu þau mér að mikilli ein- lægni fyrir að heimsækja landið þeirra.“ Vopnaðir hermenn syngja lög Celine Dion Karen segir að í ferðinni hafi áralöng bílhræðsla horfið fyrir bí. „Það þótti eðlilegt að troða þrjátíu manns í illa leikna rútu sem rúmaði fjórtán. Ofan á þessa þrjátíu var geitum, kjúklingum og börnum hlaðið áður en brunað var af stað á ofsahraða. Ég þurfti að kyngja hræðslunni og vona það besta.“ Fyrir utan að vera farþegi í yf- irfullum rútuskrjóðum segist Kar- en aldrei hafa fundið til hræðslu í ferðinni. „Ég fór ásamt ástralskri vinkonu yfir til Kongó í fylgd vopnaðra varða til að sjá fjallagórillur í Vir- unga-þjóðgarðinum. Þegar við fór- um yfir landamærin þurftum við að koma við í vegabréfsskoðun í litlu húsi sem allt var úti í holum eftir byssukúlur. Það var nú kannski merki þess að þarna ætti ég ekki að vera,“ segir Karen en áfram hélt hún. „Þaðan fórum við í bílferð sem var frekar skrítin upplifun. Ég sat þarna á ásamt félögunum í aftur- sætinu. Fram í sat vörður í fullum herklæðum vopnaður AK47- vélbyssu. Í útvarpstækinu hljóm- uðu lög Celine Dion og Backstreet boys og virtist vörðurinn vera mik- ill aðdáandi þeirra, söng í hástöfum með af mikilli einlægni. Við landa- mærin hittum við hóp af vopnuðum hermönnum. Leið- sögumaðurinn kynnti okkur fyrir nokkrum þeirra og við tókum í höndina á þeim eins og ekk- ert væri. Þegar ég kom til Úganda dag- inn eftir sá ég í blaði að einn mannanna var Laurent Nkunda, yfirmaður hjá uppreisnarmönnunum Nord Kivu-svæðisins í Kongó.“ Stuttu eftir ferðina var landa- mærum Kongó aftur lokað vegna átaka. Ein á ferð og lofuð í leyni Karen segir það hafa verið auð- veldara en hún bjóst við að vera kona ein á ferðalagi um Afríku. „Ég keypti mér hring á leiðinni út og lét alltaf eins og ég væri lofuð. Almennt er mikil virðing borin fyr- ir hjónabandinu þannig ég varð fyr- ir afskaplega lítilli áreitni. Ég fór ekkert ein út eftir myrkur nema með hópi fólks. Að vera kona var því ekkert mál.“ Karen segir einveran hafi verið notaleg. „Ég var alveg eins að stefna á að fara með einhverjum, en það hentaði ekki fyrir fólk svo ég fór ein. Mér fannst það aldrei tiltökumál. Í raun var gott að þurfa bara að taka tillit til sjálfs síns og taka ákvarðanir fyrir sjálfa mig og engan annan. Ef mig langaði að vera með fólki þá sast ég bara nið- ur hjá fólki og talaði við það. Ef ég vildi vera ein þá var ég það og naut þess í botn.“ gudrunhulda@mbl.is „Ofan á þessa þrjá- tíu var geitum, kjúklingum og börnum hlaðið áð- ur en brunað var af stað á ofsahraða. Ég þurfti að kyngja hræðslunni og vona það besta.“ hollráð um heilsuna|lýðheilsustöð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 17 www.fi.is, fi@fi.is sími: 568-2533, m bl 10 25 32 3 Ferðafélag Íslands Þjórsárver náttúruperla á heimsvísu 30. júlí - 6. ágúst Gísli Már Gíslason og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessorar við Háskóla Íslands og líffræðingar eru fararstjórar í ferð FÍ í Þjórsárver 30. júlí - 6. ágúst. Þóra Ellen og Gísli Már eru bæði sérfræðingar í lífrríki Þjórsárvera og þekkja svæðið betur flestir. Enn eru nokkur sæti laus í þessa einstöku ferð FÍ með þessum frábæru fararstjórum. Skráning á skrifstofu FÍ Ásumrin fjölgar verulega þeim innlendu og erlenduferðamönnum sem ferðast um landið. Frítíma-slysum fjölgar í kjölfarið ásamt alvarlegum um- ferðarslysum en sumarið er oft sá tími sem hvað flestir lát- ast í umferðinni, þrátt fyrir aðstæður til aksturs séu þá hvað bestar. Hraðinn hefur þar mikið að segja, en hann er undir hverjum og einum bílstjóra kominn. Sama má segja um beltanotkun, öll vitum við hverju beltin bjarga, samt eru alltof margir sem nota þau ekki.  Góðar ferðavenjur er gott að temja sér áður en lagt er af stað. Þær stuðla að því að við komum heil heim. Þegar farið er í gönguferð er mikilvægt að kynna sér vel svæðið sem fara á um. Öruggast er að velja stikaðar leiðir og nauðsynlegt að hafa kort og áttavita. Gott er að temja sér þá venju að alltaf sé einhver fremst og aftast í hópnum sem ber ábyrgð á að allir haldi hópinn og enginn týnist. Skjólgóður fatnaður er sömuleiðis mikilvægur sem og orkuríkt nesti og drykkir.  Sé farið um hverasvæði á að fylgja stígum og fara ekki út fyrir þá. Brunar á hverasvæðum eru ótrúlega tíðir enda vatnið a.m.k. 100°C heitt. Vissulega gera börnin sér ekki alltaf vel grein fyrir brunahættunni og því þarf að passa vel upp á þau líkt og alltaf í nýju umhverfi. Þeim finnst skemmtilegt að kanna, prófa og þreifa sig áfram og því er nauðsynlegt að fylgja þeim vel eftir og fræða þau um svæði sem þau þekkja ekki.  Hellar eru víða um land og margir lítt kannaðir af ferðamönnum. Eigi að fara í hellaferð skal láta einhvern vita af ferðum sínum og gott getur verið að skilja eitthvað áberandi eftir fyrir utan hellinn. Ekki er skynsamlegt að fara einn í hellaferð þar sem ekkert símasamband er í hellum og komi eitthvað upp á er góður ferðafélagi það eina sem hægt er að treysta á. Hellar eru sömuleiðis yf- irleitt kaldir og jafnvel blautir og því er gott að taka með skjólgóðan fatnað, hanska, góða skó, hjálm og ljós.  Þegar dvalið er á tjaldsvæði er mikilvægt að muna að tjaldsvæðið er leiksvæði barna og akstur þar varasamur. Þurfi að bakka með eftirvagn á tjaldsvæði er reglan sú að fullorðinn einstaklingur fer út úr bílnum og fylgist með að enginn sé fyrir aftan.  Notkun á gasi og kolagrillum er algeng á tjaldsvæðum. Ekki ætti að nota gas innandyra, nema gas- eða súrefnis- skynjari sé til staðar. Gasgrill á eingöngu að nota utan- dyra og mikilvægt er að kveikja strax upp í því eftir að skrúfað hefur verið frá gasinu. Ekki er ráðlagt að hreyfa gaskútinn þegar grillið er í notkun þar sem eldurinn getur blossað upp við hreyfinguna. Þurfi að skipta um eldsneyt- iskút ætti að gera það utandyra fjarri opnum eldi. Prímus er oft notaður til hitagjafar í tjöldum en mikilvægt er að vera meðvitaður um að sofna ekki út frá honum.  Hálendið heillar marga bæði til göngu og aksturs. Öruggast er að ferðast ekki einn eða einbíla þegar haldið er til fjalla, enda margir sem halda vanbúnir af stað. Þeir þekkja hvorki staðhætti né aðstæður og átta sig ekki á því hversu mikill munur getur verið á aðstæðum og veðri á láglendi og hálendi. Hálendisvegir eru þá oft grýttir og erfiðir yfirferðar og reynslu og kunnáttu þarf til að aka þá. Akstur yfir ár reynist mörgum erfiður farartálmi en mikil- vægt er að vera vel útbúinn og hafa þekkingu og reynslu áður í slíkt er lagt. Góð regla er að vaða ána áður en ekið er yfir hana, þó slíkt skyldi ekki gera án línu. Sé ekki lagt í að vaða ána ætti heldur ekki að aka yfir hana. Að jafnaði er minnst í jökulám á morgnana og almenna reglan er að vera í fjórhjóladrifinu og lága drifinu, sé það til staðar, og aka ákveðið yfir í fyrsta gír en samt ekki of greitt.  Á hálendinu er stopult farsímasamband þó það hafi batnað nokkuð í ár. Mikilvægt er því að gera aðrar ráð- stafanir eins og að hafa gervihnattasíma eða tetrastöðvar til að geta náð í Neyðarlínuna sé þess þörf. Eins ætti að kynna sér ástand vega og veðurspá áður en lagt er af stað, láta vita af ferðum sínum og skilja eftir ferðaáætlun sé því við komið. Morgunblaðið/ÞÖK Góðar ferðavenjur Mikilvægt er að kynna sér fyrirfram vel þau svæði sem ganga á um. Á ferð og flugi … Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar  Gefðu þig á tal við innfædda og spurðu út í venjur og staðarhætti.  Klæddu þig á viðeigandi hátt. Aðsniðinn og þröngur klæðnaður er illa séður í mörgum löndum. Hafðu heimamenn sem viðmið, innfæddir kunna að meta það ef þú ferð eftir þeirra fatahefðum og bera meiri virðingu fyrir þér fyrir vikið.  Hafðu almenna skynsemi í fyrirrúmi. Vertu árvökul gagnvart umhverfinu. Ekki vera hikandi á göngu, vertu alltaf á „leiðinni eitthvert.“  Ekki tala við munka eða setj- ast við hlið þeirra að fyrra bragði. Það getur strítt gegn Búddatrúnni.  Til að forðast ástleitna áreitni karlmanna er hægt að kaupa sér nettan hring og segjast vera gift.  Forðast þú að vera ein úti eft- ir sólsetur. Reyndu heldur að slást í för með hópi fólks. Nokkur ráð fyrir konur einar á ferðalagi: Í sumar verða björgunarsveitir staðsettar á fjórum stöðum á hálendinu: Hveravöllum, Nýjadal, Land- mannalaugum og Drekagili allt til 10. ágúst, ferðamönn- um til fræðslu og aðstoðar. Sveitirnar keyra út frá þess- um stöðum. Ef ferðamenn þurfa á aðstoð þeirra að halda þá hafa þeir samband við Neyðarlínuna í síma 112. vera hreinskilin í samskiptum og þá veitist mörgum auðvelt að fara aftur að tala um það sem báðir aðilar hafa áhuga á og hætta að einblína á börn- in. Börnin og barnabörnin Hér á landi hittast ungar stúlkur og allt upp í eldri konur reglulega í saumaklúbbum. Allir þekkja hvernig umræðuefnið í saumaklúbbnum breytist frá ári til árs og frá tímabili til tímabils í lífi vinkvennanna. Án efa verða barnlausu stúlkurnar í klúbbn- um þreyttar á endalausu tali um börn og bleiur, skólavandamál og önnur foreldramál, sem barnafólkið er stöð- ugt með á heilanum. Þó virðast allir geta hlegið þegar sagt er frá ein- hverju fyndnu sem kemur fyrir barn- ið. Foreldrar ættu því að hugleiða um hvað þeir tala og hvort einhver hefur gaman af að hlusta á frásögnina. Sama gildir auðvitað um þann barn- lausa, hann getur líklega ekki leyft sér að segja hvað sem er né láta áhugaleysið of greinilega í ljós. Það myndi stofna vináttunni í hættu. Gott dæmi er þegar sá eða sú barnlausa fer að gefa góð ráð varðandi uppeldis- málin. Foreldrar kunna sjaldan að meta slíkt. Þegar frá líður og börnin eru orðin fullorðin skýtur upp nýju umræðu- efni, barnabörnunum. Þá getur þeim sem engin á barnabörnin farið að leið- ast að hlusta á endalausar sögur um þau, þótt góðar séu. Óboðin í veislur Eitt þarf að hafa í huga varðandi börnin. Foreldrar ættu að gæta þess að koma ekki með þau óboðin í veisl- ur, né heldur leyfa þeim endalaust að trufla símtal eða samræður við vin- konuna eða vininn barnlausa. Eitt af því sem barnlaust fólk kvartar oftast undan er að vinirnir setji börnum sín- um engar reglur og leyfi þeim að trufla t.d. samtal fullorðinna enda- laust. Sálfræðingar halda því fram að það geti verið gott bæði fyrir vinátt- una og hjónabandið gefist fólki tími til að vera óáreitt með vinum sínum svona af og til. Makar ættu að hafa það í huga. Venjulega er best fyrir vináttuna ef þeir barnlausu hafa eða sýna áhuga á börnunum, eða láta sig a.m.k. hafa það að hlusta á frásagnir um þau. Einnig mega vinirnir ekki gera of miklar kröfur til nýbakaðs foreldris. Þeir verða að skilja að sér- staklega móðirin hefur ekki eins mik- inn tíma og hún hafði áður til að sinna vinkonunum. Þá getur verið gott að gefa sér tíma til að hittast þegar barnið er farið að sofa, ef móðirin er ekki of þreytt til að sinna vinkonum sínum. fridabjornsdottir@gmail.com Gengið í Núpsstaðarskóga Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa dagana 12.-17. júlí fyrir ferð frá Laka í Núpsstaðarskóga. Um er að ræða fyrstu ferð sumarsins, en gönguleiðin þykir liggja um einkar stórbrotið landslag. Gengið er um eystri tungu Skaft- áreldahrauns, mesta hrauns sem runnið hefur á sögulegum tíma. Þá er Hverfisfljótið þverað og skeiðað fram við Síðujökul um brunasanda og upp á jökul og alveg inn að svo- nefndum Hágöngum sem þar kúra aðþrengdar af jökli svo fátt eitt sé nefnt. vítt og breitt Allar nánari upplýsingar má nálg- ast á vef Íslenskra fjallaleiðsögu- manna www.mountainguide.is/Ferdir/6/ 14/95/default.aspx) Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.