Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HVER stórlaxinn á fætur öðrum, yfir 20 pund, hefur veiðst í Breið- dalsá síðustu daga. Fyrst veiddi sr. Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum 102 sm langa hrygnu sem hann sleppti en var áætluð 22 pund. Var það stærsti lax sem veiðst hafði í ánni. Þá veiddist 98 sm langur hængur sem var settur í klakkistu en veginn tvisvar sinnum. Miðað við viðmiðunarkvarða Veiðimálastofn- unar ætti hann að hafa verið undir 20 pundum en hann vóg 23,5. Var fiskurinn afar myndarlegur en um- mál hans var 55 sm. Í fyrradag veiddist síðan þriðji stórlaxinn. Var hann sléttur metri á lengd en var ekki veginn áður en honum var sleppt. Þeir sem sáu báða þessa laxa og hafa samanburðinn segja þennan hafa verið enn stærri; áætla 25 pund. Að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka tók laxinn hitstúpu sviss- nesks veiðimanns í Ármótahyl og stóð viðureignin í tvær klukku- stundir, enda veiðitækin fínleg. „Það sá enginn annar en Gunn- laugur fiskinn hans, ég er viss um að hann var enn þyngri, enda hnausþykk hrygna,“ segir Þröstur. Smálax er að ganga í bland við þá stóru í Breiðdalnum en auk fyrr- nefndra laxa hefur veiðst einn 19 punda og nokkrir um 16 pund. „Ástandið í hafinu virðist mjög gott. Þessir stóru og feitu fiskar eru að veiðast um allt land.“ Í vikunni veiddist einnig stærsti urriði sem veiðst hefur í Breiðdalsá, um 15 punda ferlíki. Bara góðar fréttir „Það eru bara góðar veiðifréttir þessa dagana!“ segir Stefán Sig- urðsson sölustjóri hjá Lax-á. „Þess- ir stóru fiskar eru alls staðar á ferð- inni. Við erum sterk á Norðurlandinu, þar sem er höf- uðvígi stórlaxins og í Blöndu hefur lax til að mynda verið að veiðast á öllum svæðum. Hún hefur gefið um 400 og lax er líka að veiðast í Svartá. Um 10 þessara laxa eru smálaxar, hinir eru allir stórir.“ Einn 21 punds veiddist þar í gær. Byrjunin í Rangánum er sú besta til þessa að sögn Stefáns en hátt í 200 laxar eru komnir á land úr þeirri eystri og mikið af því stórlax, upp í 19 pund. „Í Rangánum er blússandi gangur. Einn veiðimaður fékk til að mynda 11 laxa á þremur tímum við Ægisíðufoss í gær.“ Víðidalsá er komin vel í gang en 55 laxar veiddust í síðasta holli og er laxinn dreifður um alla á. Þá er lax að ganga í Laxá í Ásum, sex fengust í fyrradag, allt göngulaxar. Stórfiskar í Breiðdal  Allt að 25 punda laxar hafa veiðst í Breiðdalsá  Enn veiðast nær eingöngu stórlaxar í Blöndu  Besta byrjunin í Eystri-Rangá  Gott gengi í Víðidalsá Morgunblaðið/Einar Falur Kröftugur Vænn, nýgenginn lax berst hraustlega um eftir að veiðimaður setti í hann neðan við Laxfoss í Grímsá. AFAR vel veiðist í Norðurá í Borg- arfirði í blíðviðrinu. „Hér er rosafín veiði,“ sagði Mjöll Daníelsdóttir, starfsmaður í veiði- húsinu við ána, í hádeginu í gær. Hún sagði að í fyrradag hefðu veiðst 56 laxar og veiðin í Norðurá I væri í um 600 fiskum – samtals stefndi veiðin í ánni í um 800 laxa. „Þetta er alveg frábært. Veðrið eins og á Tenerife, 24 stiga hiti og sól- skin, og samt veiðist vel. Allir veiði- mennirnir eru spenntir, rífa sig upp snemma og eru komnir að ánni klukkan sjö á morgnana. Enda er nóg af laxi. Þetta er miklu betri veiði en við áttum von á,“ segir Mjöll sem þekkir vel til, enda búin að aðstoða veiðimenn við Norðurá í mörg ár. Hún sagði að þótt vatn færi minnkandi í ánni og lax hörfaði af grynnri veiðistöðum væri til að mynda mjög góð veiði á ýmsum stöðum neðan við Laxfoss. Í gærmorgun veiddu stangirnar á milli fossa, Laxfoss og Glanna, sex- tán laxa og misstu annað eins. Í Gilinu, frá Myrkhyl niður í Hræ- svelg, veiddust tíu og Stekkurinn gaf sex. Svo virðist nú vera að laxi gangi illa að ganga Glanna vegna vatnsleysis. Hægt er að fylgjast með veiðibók- inni í Norðurá á vefnum svfr.is. Eins og á Tenerife Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is JÓRUNN Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs Reykjavíkurborg- ar, segir að í húsnæðinu við Hólavað sé ætlunin að reka áfangaheimili fyr- ir einstaklinga sem hafa lokið með- ferð, en meðan ekki liggi fyrir hvort húsnæðið sé í hendi Heilsuverndar- stöðvarinnar, sé ekki hægt að ganga frá samningum um stöðina og þar af leiðandi að kynna málið fyrir íbúum hverfisins. Það verði hins vegar gert, ef af samningum verði. Velferðarráð ákvað á fundi sínum 9. apríl sl. að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina ehf. um rekst- ur áfangaheimilisins. Lægsta tilboð- ið var frá SÁA, en auk þeirra buðu Samhjálp og Ekron í reksturinn. Jórunn segir að tilboðin hafi ekki verið sambærileg og Innri endur- skoðun borgarinnar hafi líka komist að því að hagkvæmasta tilboðinu hafi verið tekið. Þekkingarleysi Íbúar í hverfinu eru ekki sáttir við svona starfsemi inni í miðju íbúða- hverfi og óttast að hætta fylgi heim- ilinu. Jórunn segir að um þekking- arleysi sé að ræða og ástæðulaust sé fyrir íbúana að óttast. Víða séu stuðningsheimili í venjulegum íbúða- götum í borginni, en fólk sé oft hrætt við það sem það þekki ekki. „Það er hræðsla í samfélaginu og mótmæli sem við höfum þurft að fara yfir og skoða,“ segir Jórunn. „Þetta hús- næði er talið henta sérstaklega vel af þeim sem hafa þekkingu á því.“ Jórunn segir mjög óheppilegt að húsnæðið sé í eigu þrotabús. Heilsu- verndarstöðin hafi sagt í yfirlýsingu að hún hefði umrætt húsnæði til um- ráða, en samningar þess efnis yrðu að liggja á borðinu áður en hægt væri að ganga frá málinu. Ekki öll kurl komin til grafar Morgunblaðið/Frikki Vinna Húsnæðið við Hólavað er í eigu þrotabús og hjá skiptastjóra, en engu að síður eru starfsmenn þar í vinnu við að gera það íbúðarhæft. Áfangaheimili við Hólavað í biðstöðu ÍBÚAR í Norðlingaholti furða sig á því að Reykjavíkurborg hafi ákveð- ið að koma á fót áfangaheimili í miðri íbúðabyggð án samráðs við íbúa hverfisins og gera ráð fyrir að afhenda borgaryfirvöldum mót- mælalista í dag. „Það er ekki kynnt fyrir okkur hvað standi til. Það er eins og það eigi bara að skjóta fyrst og spyrja svo,“ segir Þormóður Skorri Steingrímsson, íbúi í hverf- inu. Við Hólavað 1-11 er rað- húsalengja í byggingu og stendur til að þar verði áfangaheimili fyrir fjóra einstaklinga í hverju húsi eða alls 24 manns. Þormóður Skorri Steingrímsson segir að fyrst hafi verið talað um að þarna ætti að vera eftirmeðferð á sprautufíklum en síðan hafi heyrst að húsnæðið yrði fyrir eftirmeðferð á áfeng- issjúklingum. Íbúarnir vissu ekki fyrir víst hvað ætti að vera þarna og fengju engar upplýsingar frá borgaryfirvöldum. Húsnæði nauðsynlegt Þormóður Skorri segir ljóst að einhvers staðar verði eftirmeðferð að eiga sér stað og ekki sé hægt að hafa þetta fólk á hrakhólum en mjög æskilegt sé að málið sé kynnt fyrir íbúum svæðisins. „Það er bara fyrir tilviljun að þetta kemst upp,“ segir hann og bætir við að nú standi vinna yfir í húsunum þrátt fyrir að þau séu enn eign þrotabús. Síðan um helgi hefur undir- skriftum verið safnað í hverfinu til stuðnings mótmælum vegna þess að málið hafi ekki verið kynnt íbúum og vegna staðsetningar starfsem- innar. Hafsteinn Þór Eggertsson segir að söfnunin hafi gengið vel. Um 300 undirskriftir hafi fengist í fyrstu atrennu og afhenda eigi borgaryfirvöldum listana í dag. Eins og að skjóta fyrst og spyrja svo JARÐSKJÁLFTI, 3,3 að stærð, mældist upp úr klukkan 6 í gær- morgun við norðanvert Ingólfsfjall. Skjálftinn var á fimm kílómetra dýpi og fannst á Selfossi. Fáeinir minni skjálftar mældust í kjölfarið. Þetta eru eftirskjálftar frá Suðurlandsskjálftanum sem varð hinn 29. maí síðastliðinn. Jarðskjálfti við Ingólfsfjall BÚSTÓLPI ehf. á Akureyri hefur hækkað verð á kjarnfóðri um 4-5%. Meðalverð á 16% blöndu með fiskimjöli hefur hækkað um 31% það sem af er ári og með- alverð á 16% blöndu, án fiski- mjöls, hefur hækkað um 35%. Meðalverð á fiskimjöls- blöndum er reiknað út frá verði á Alhliða- blöndu frá Bústólpa, Kúakögglum 16 frá Fóðurblöndunni og Góðnyt K-16 frá Líflandi. Af þeim fiski- mjölslausu er miðað við DK-16 frá Bústólpa og Fóðurblöndunni og Sparnyt 16 frá Líflandi. Fóður hækkar SAMNINGANEFND heilbrigð- isráðherra (SHBR) og samninga- nefnd Læknafélags Íslands hafa gert með sér samning um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Um er að ræða rammasamning sem nær til fimm ára og er á grundvelli hans „stefnt að útboði á rekstri læknastofu þriggja til fimm heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu síðar á árinu,“ að því er fram kemur í til- kynningu frá heilbrigðisráðuneyt- inu. Miðar samningurinn að því að þrír eða fleiri heimilislæknar myndi teymi um „faglegt samstarf og rekstur heilsugæslu- og lækna- stöðvar“, samkvæmt sömu kröfum og gerðar séu til „læknastöðva og lækna sem vinna eftir þessum samningi og gerðar eru í hinu op- inbera heilsugæslukerfi“. Vinna starfsmenn SHBR að gerð sam- bærilegs rammasamnings við sjálf- stætt starfandi hjúkrunarfræðinga. Samið um þjónustu heimilislækna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.