Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 11 FRÉTTIR „ÉG var búinn að skoða fyrirtækið mjög vel áður en ég ákvað að koma inn sem hluthafi. Ég tel að í því sé góður grunnur en það sé mikið verk framundan,“ sagði Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoð- arforstjóri Time Warner-fjölmiðla- samsteypunnar, í samtali við Morg- unblaðið í gær eftir að hann hafði verið kjörinn stjórnarformaður á hluthafafundi Geysis Green Energy í Reykjanesbæ. „Menn verða að passa sig í þessu, eins og öllu öðru, að missa sig ekki í einhverju gullæði, því verðmæti í fé- laginu verða búin til á löngum tíma, með elju og skynsemi. En góðir möguleikar á því að það takist eru vissulega fyrir hendi,“ sagði Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann Ólafsson og banda- ríska fjárfestingarfélagið Wolfen- sohn & Co. eru nýir hluthafar í Geysi Green Energy og koma sam- tals með um tvo milljarða króna í nýju hlutafé inn í félagið, sem nemur 6,5% hlutar í félaginu, samkvæmt því sem Ólafur Jóhann sagði. Í hans eigu eru 2,6% og í eigu Wolfensohn & Company um 3,9%. Samtals hefur hlutafé félagsins verið aukið að und- anförnu um 5 milljarða króna. Á hluthafafundi sem haldinn var í Reykjanesbæ í gær tóku Ólafur Jó- hann Ólafsson og Adam Wolfensohn, sonur James Wolfensohn, fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans, aðal- eiganda Wolfensohn & Company, sæti í stjórn Geysis og var Ólafur Jó- hann kjörinn formaður stjórn- ar.„Þetta eru toppmenn eins og þeir gerast bestir, klárir, þægilegir og skynsamir. Hjá þeim tíðkast hvorki yfirgangur né vitleysa,“ er einkunn- in sem Ólafur Jóhann gefur við- skiptafélögum sínum hjá Wolfen- sohn & Co., ekki síst þeim feðgum, James og Adam Wolfensohn. Skiptir miklu máli fyrir félagið „Það skiptir miklu máli fyrir Geysi Green að hafa fengið Wolfen- sohn og fyrirtæki hans til samstarfs. Þeir sem vinna hjá því eru mjög virt- ir í fjármálaheiminum. Wolfensohn hefur vitanlega mjög háan status al- þjóðlega í fjármálalífinu eftir störf sín hjá Alþjóðabankanum og starfs- fólkið, sem hann hefur ráðið að fyr- irtæki sínu, er mjög reynt og virt á sínu sviði og þetta er þýðingarmikið fyrir GGE,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann segir að nýkjörin stjórn GGE sé samstiga í þeirri af- stöðu sinni, að fyrirtækið eigi að ein- beita sér að færri og stærri verk- efnum og reyna að framkvæma þau eins vel og unnt er. Færri og stærri verkefni „Við sjáum fyrir okkur, að fyr- irtækið verði fremur rekstrarfyr- irtæki en fjárfestingarfyrirtæki, þannig að ég efast um að við munum hlaupa út um víðan völl, með litla eignaraðild, að mörgum verkefnum. Við munum fremur verða ráðandi í þeim verkefnum sem við ráðumst í og geta þannig betur hlúð að því sem við eigum,“ segir Ólafur Jó- hann. Spurður um helstu verkefni Geysis Green á næstunni segir Ólaf- ur Jóhann félagið munu einbeita sér að ákveðnum mörkuðum og þar verði sá íslenski ekki undanskilinn. „Það má ekki gleyma því að GGE á Jarðboranir og síðan erum við hlut- hafi í Hitaveitu Suðurnesja en það er mjög gott samstarf á milli félags- ins og Reykjanesbæjar, við Árna Sigfússon og hans fólk, og það verð- ur haldið áfram að byggja það fyr- irtæki upp. Við þurfum á næstunni í Samstarfi við Orkuveitu Reykjavík- ur að leysa tvö mál: annars vegar er það Hitaveitu Suðurnesja-málið, þar sem komið er í ljós að þeir mega ekki eiga þann hlut sem þeir eiga og hins vegar er það Enex málið, þar sem við eigum ¾ en OR á ¼ hlut. Þetta verður bara að leysast á skyn- samlegan hátt, þannig að allir geti verið sáttir.“ Bandaríkin, Kína og Þýskaland Ólafur Jóhann segir að GGE sé nú þegar með góðan grunn að verk- efnum á Bandaríkjamarkaði, sem fé- lagið muni á næstu mánuðum leggja mikla áherslu á að styrkja enn frek- ar. Vonandi verði frekari tíðindi af þeim áformum með haustinu. „Í Þýskalandi er fyrirtækið komið af stað og byrjað að bora eftir heitu vatni. Þar er fyrirtækið með frekari leyfi til borana og verkefnastaðan lítur mjög vel út, því orkuverð í Þýskalandi er mjög hátt og mark- aður fyrir græna orku er því mjög vænlegur í því landi. Loks vil ég nefna verkefni okkar í Kína, þar sem Geysir Green er í samstarfi við kínverska stórfyr- irtækið Signopec um að byggja hita- veitur. Að þessum verkefnum mun- um við einbeita okkur á næstu misserum en það er margt annað sem gæti komið til greina og verður bara skoðað í réttri röð,“ sagði Ólaf- ur Jóhann. Ekki áhyggjur af fjármögnun Spurður hvort ekki væri ljóst að Geysir Green Energy þyrfti að fá fjársterka aðila til samstarfs ef fé- lagið ætlaði að hrinda þessari miklu verkefnaskrá í framkvæmd, sagði Ólafur Jóhann: „Það má vel vera, að svo fari. En það er nú eðli svona verkefna, að fyrsti áfanginn er yf- irleitt fjármagnaður með hlutafé og svo er hægt að fjármagna þá áfanga, sem á eftir koma, með hefðbundnum lánum eins og tíðkast í þessum geira. Það er auðvitað ljóst, að verði ráð- ist í öll þau verkefni, sem við erum með á teikniborðinu, þarf meira fjár- magn að koma til. En á þessu stigi hef ég nú ekki áhyggjur af því að við getum ekki fjármagnað okkur, ef svo fer fram sem horfir, að við högum okkur skynsamlega og vinnum verk- in vel.“ Mega ekki missa sig í gullæði Ólafur Jóhann Ólafsson, nýr stjórnarformaður Geysis Green Energy, telur að fyrirtækið eigi mikla framtíð fyrir sér en mikið verk sé framundan Ljósmynd/Víkurfréttir Við stjórnvölinn Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green, Adam Welfensohn stjórnarmaður og Ólafur Jóhann Ólafsson stjórnarformaður kampakátir að loknum hluthafafundi, þótt mikið verk sé framundan. Í HNOTSKURN »Helstu eigendur GeysisGreen Energy eru: Atorka, (Renewable Energy Resources) 39,7%, Glacier Renewable Energy Fund (Glitnir o.fl.) 38,6%, VGK In- vest (Mannvit) 8,8%, Wolfen- sohn & Co. 3,9%, Geodynamics 2,8% og Ólafur Jóhann Ólafs- son, 2,6%. »Hlutafé Geysis GreenEnergy hefur að und- anförnu verið aukið um 5 milljarða króna. Í undirbún- ingi er enn frekari fjár- mögnun fyrirtækisins á veg- um fyrirtækjaráðgjafar Glitnis. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is JANÚAR 2007 FL Group, Glitnir og VGK-Hönnun stofna fjár- festingarfélagið Geysi Green Energy (GGE). Tilgangurinn að fjárfesta í sjálfbærri orku- framleiðslu víðs vegar um heiminn. Fjárfestar leggja í upphafi fram 100 milljónir Bandaríkjadala. GGE eignast liðlega fjórðung í útrásarfyr- irtækinu Enex, þriðjung í Enex Kína og liðlega helming í Ex- orku. FEBRÚAR 2007 Reykjanesbær eignast 2,5% hlut í GGE. Höf- uðstöðvar settar upp í Reykja- nesbæ. MARS 2007 GGE er þátttakandi í uppbyggingu háskólasamfé- lags við Keflavíkurflugvöll. Hlutafélagið Keilir stofnað sem miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. JÚNÍ 2007 GGE eignast 32% hlut í Hitaveitu Suðurnesja. GGE eignast hlut í filippseyska orkufélaginu PNOC-EDC. JÚLÍ 2007 Gengið frá samn- ingum um kaup GGE á tæp- lega 20% hlutafjár í kanadíska jarðhitafyrirtækinu Western GeoPower Corporation (WGP). Hlutafjáraukningin er liður í að fjármagna jarðvarmavirkj- un í Kaliforníu. ÁGÚST 2007 Gengið frá samn- ingum GGE við dótturfélag Atorku Group um kaup á öllu hlutafé í Jarðborunum hf. Kaupverð hlutafjár 14,3 millj- arðar kr. Renewable Energy Resources, dótturfélag Atorku, verður annar stærsti hluthafi GGE með 32% hlut. OKTÓBER 2007 Kynnt sam- komulag stjórnar REI, dótt- urfélags Orkuveitu Reykjavík- ur og GGE, um sameiningu. Harðar deilur rísa um REI og samrunanum hafnað í borg- arráði. GGE verður eigandi 70% í Enex og er einnig orðið meirihlutaeigandi í Exorku. FEBRÚAR 2008 FL Group selur 43,1% eignarhlut sinn í GGE til Glitnis, Atorku Group og fleiri aðila. Hlutur Glitnis er í höndum Glacier Renewable Energy Fund. Söluverðið er um 10,5 milljarðar kr. Atorka á nú um 44% og eignarhlutur VGK-Invest hefur aukist í 11%. MARS 2008 Hlutur GGE í Wes- tern GeoPower aukinn í 25%. JÚLÍ 2008. Eigið fé GGE aukið um fimm milljarða. Ólafur Jó- hann Ólafsson og Wolfensohn & Company verða nýir hlut- hafar. Ný stjórn GGE er þannig skipuð: Ólafur Jóhann Ólafs- son formaður, Adam Wolfen- sohn, Einar Þorsteinsson, Eyj- ólfur Árni Rafnsson, Magnús Jónsson, Magnús Bjarnason og Þorsteinn Vilhelmsson. Stiklað á stóru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.