Morgunblaðið - 09.07.2008, Page 18

Morgunblaðið - 09.07.2008, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Grein JónsSteinarsGunnlaugs- sonar hæstarétt- ardómara í Tímariti Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, hefur vakið athygli. Annars vegar fyrir efni málsins, sem er viðkvæmt og umdeilt; sönnunarfærsla í kynferð- isbrotamálum. Hins vegar rýfur Jón Steinar þá löngu hefð að dómarar svari ekki opinberlega gagnrýni á störf sín. Það er álitamál hvort dóm- arar eigi að svara fyrir sig í op- inberri umræðu. Hingað til hef- ur sjónarmiðið verið það að dómstólar, Hæstiréttur þar með talinn, tali aðeins í dómum sín- um. Miklar deilur urðu árið 2001 eftir að þáverandi forseti Hæstaréttar svaraði efnislega bréfi forseta Alþingis um hvern- ig bæri að túlka tiltekið atriði í dómi í svokölluðu öryrkjamáli. Eiríkur Tómasson lagapró- fessor, sem Jón Steinar var að svara í grein sinni í Tímariti Lögréttu, gagnrýndi þá svar forseta réttarins. Eiríkur taldi þeirri hættu boðið heim að dóm- stólarnir vönduðu ekki nægilega til verka við uppkvaðningu dóma ef þeir ættu þess kost að útskýra þá síðar í ljósi þjóðfélagsumræð- unnar. Slíkt myndi vega að sjálf- stæði dómstólanna. Dómar ættu að vera skýrir og ótvíræðir til að á þeim væri byggjandi. En ætli Eiríkur Tómasson sé engu að síður þeirrar skoðunar að hann geti gagnrýnt harðlega einstaka dómara án þess að vænta svars? Í grein Jóns Steinars er ekki verið að útskýra niðurstöðu rétt- arins, heldur sér- atkvæði eins dóm- ara. Og sumir hafa spurt hvort ástæða sé til að múlbinda hæstarétt- ardómara og aðra dómendur í umræðum um lögfræðileg álita- efni. Á málþingi, sem haldið var til heiðurs Jóni Steinari sextugum í fyrra benti Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðu- neytinu, á að það væri skrýtið að gera færustu lögfræðinga lands- ins að dómurum og „við það hverfi þeir úr opinberri um- ræðu.“ Páll velti fyrir sér hvort taka ætti upp það fyrirkomulag að dómstólar ættu sér sérstaka talsmenn, eins og til dæmis ger- ist í Bandaríkjunum. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra velti fyrir sér svipuðum sjónarmiðum sér í ræðu á fundi Dómarafélagsins fyrir fjórum árum. Björn gerði þar að umtalsefni harða gagn- rýni sem dómstólarnir verða oft fyrir og að dómarar svöruðu aldrei, jafnvel ekki til að leið- rétta augljósar rangtúlkanir. Björn sagði „fátítt að menn komi dómurum til varna og leit- ist við að sýna fram á að hin um- deilda niðurstaða þeirra kunni nú að styðjast við efnismeiri rök en gagnrýnendur hafa talið. Velta má fyrir sér hvort ástæða sé til að leita leiða til að rétta hlut dómstóla að þessu leyti.“ Grein Jóns Steinars verður kannski til þess að menn ræði það á ný hvort ástæða sé til að dómarar sitji ævinlega þegjandi undir gagnrýni. Geta menn deilt á dómarana án þess að vænta svars?} Eiga dómarar að svara? Ákvörðunheims- minjanefndar UNESCO um að setja Surtsey á heimsminjaskrá er ánægjuleg. Fyrir á heimsminjaskrá eru Þingvellir. Surtsey er einstakt náttúrufyrirbæri. Eyjan mynd- aðist í neðansjávargosi, sem fyrst varð vart í nóvember 1963 og lauk í janúar 1964. Í apríl það ár hófust eldsumbrot að nýju og þegar þeim lauk í júní 1967 var eyjan orðin 2,7 ferkílómetrar. Strax árið 1965 var tekin lykilákvörðun um framtíð eyjarinnar með því að friða hana. Sturla Friðriksson erfða- fræðingur hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og átti þátt í að hún var friðuð. „Surtsey er alveg sérstök að því leyti að við höfðum vit til að reyna að gera hana ein- stæða í heiminum með því að láta hana vera rannsóknamið- stöð. Það var sérstakt að halda frá mikilli umferð svo hægt yrði að fylgjast með framvindu náttúrunnar,“ segir Sturla í Morgunblaðinu í dag. „Mestu skiptir á þessari stundu að fagna þeirri við- urkenningu, sem í þessu felst fyrir þá sem hafa vaktað Surtsey til þessa og þar með tryggt að unnt reyndist að skrá hana,“ segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og for- maður heimsminjanefndar Ís- lands. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra segir að tilnefningin geti haft mikla þýðingu. Þótt ferðamenn megi ekki stíga í land í Surtsey þurfi að gera eyjuna sýnilega, eins og ætlunin sé með gosm- injasýningu í Vestmanna- eyjum. Skráning Surtseyjar á heimsminjaskrá mun vekja at- hygli á Íslandi og gera þarf ferðamönnum fært að kynna sér eyna og skoða. Þar eiga Vestmannaeyingar tækifæri. Engin ástæða er þó til að opna hana fyrir umferð ferðamanna. Friðun Surtseyjar var for- sendan fyrir því að hún var sett á heimsminjaskrá og hún á áfram að vera friðuð. Friðun Surtseyjar var lykillinn}Eyja reis úr hafi Þ að er ekki langt síðan ég hnaut um stein í götu fyrir framan útidyra- hurð á húsi einu í Berlín. Þegar nánar var að gáð var þetta reynd- ar messingafsteypa af venjulegum götusteini. Einn fjögurra sem lagðir höfðu ver- ið saman í gangstéttina þar sem glampaði á þá logagyllta innan um þessa venjulegu stein- gráu. Á hvern var grafið eitt nafn og tvö ártöl og saman voru þessir fjórir steinar tákn lítillar fjölskyldu; föður, móður og tveggja ungra barna þeirra. Steinana höfðu núverandi íbúar hússins látið steypa til minningar um fjöl- skylduna sem yfirvöld í Þýskalandi höfðu handtekið á heimili sínu í húsinu og flutt nauð- uga úr landi. Þau létu lífið snemma árs 1945 í búðum þar sem venjulegu fólki sem þeim var safnað saman. Slíkir steinar eru út um alla borg í Berlín og þeim fjölg- ar stöðugt. Hver og einn þeirra lýsandi dæmi um nagandi særindi í þjóðarvitund nútímafólks sem finnur sig knúið til að minnast þeirra sem hvergi áttu sér griðastað í vel menntuðu samfélagi afa þeirra og ömmu – þeirra sem urðu tortímingu að bráð vegna siðblindu samborgara sinna og markvissrar útrýmingar mannúðar. Ég minnist þess hvað ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur í sögustund fyrir margt löngu þegar kenn- arinn minn sagði okkur nemendum sínum frá mun- aðarlausum gyðingadreng sem hingað rataði árið 1921 á vegum góðs fólks, en fékk ekki griðastað. Honum var vís- að úr landi – yfirskinið var augnsjúkdómur. Ég velti því fyrir mér hvort það væri að bera í bakkafullan lækinn að hafa fleiri orð um brottvísun Pauls Ramses frá Íslandi í pistli. Niðurstaðan var sú að mér bæri siðferðisleg skylda til að taka afstöðu, annað væri skortur á virðingu fyrir fólki. Mannkynssagan segir mér að sú afstaða eigi að vera byggð á mann- úðarsjónarmiðum – það er svo auðvelt að nota regluverk (eða augnsjúkdóma) sem yfirskin við kerfisbundnar ákvarðanir. Sjálf hef ég tvisvar þurft að sækja um land- vistarleyfi erlendis. Í báðum tilfellum var það auðsótt – þrátt fyrir að ég ætti í hvorugt skiptið nokkuð undir mér annað en fjölskyld- una mína. Mér þykir það afkáraleg þversögn að sennilega hefði verið erfiðara fyrir mig að fá landvistina ef ég hefði átt líf mitt undir því, en ekki bara þá hugdettu að hleypa heimdraganum. Við, sem búum á auðugustu svæðum heims höfum reist margfalda múra í kringum okkur til að halda þeim sem minna mega sín í burtu. Það er óþægilegt þegar einn og einn kemst í gegnum múrana og við stöndum augliti til auglitis við ógnir í daglegu lífi stórs hluta hinnar fram- andi heimsbyggðar; þá ógn sem nú blasir enn á ný við lít- illi fjölskyldu frá Kenía. Kannski er tímabært að láta steypa messingstein með nafni gyðingadrengsins sem vísað var úr landi forðum og setja í Suðurgötuna til að minna okkur á skyldurnar í samtímanum? fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Augliti til auglitis við ógnina FRÉTTASKÝRING Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is U MRÆÐA um verndun hella á Íslandi hefur löngum ekki farið hátt. Í slíkri vernd felst þó bæði mikið verk og tímabært hafi fólk á annað borð áhuga á að standa vörð um merkar fornmenjar Íslendinga og stórbrotin náttúrufyrirbrigði. Hellavernd er örðugt viðfangsefni enda fram- kvæmdin erfið og eftirlit með hellum torsótt. Ýmsar hellategundir Líkt og sagði í Morgunblaðinu á sunnudag er að finna fjölmarga manngerða hella hér á landi; einkum á Suðurlandi. Yngstu hellarnir eru frá um 1920 en þeir elstu eru jafnvel taldir hafa verið klappaðir í berg fyr- ir norrænt landnám. Ýmsar frum- legar kenningar hafa litið dagsins ljós um eiginlegan uppruna þeirra og taldi Einar Benediktsson skáld til að mynda fullvíst að írskir Papar hefðu grafið hellana út. Ástand þessara merku menja er oft mjög slæmt. Hér er þó einnig að finna marga hella sem náttúran sjálf hefur mótað af mikilli íþrótt án þess að mann- skepnan hafi átt þar hlut að máli. Hraunhellar eru til dæmis merkileg fyrirbæri sem myndast þegar hraun tekur að kólna við lok eldsumbrota. Í hellunum undir yfirborðinu geta myndast mikil undraverk á borð við dropstrá og dropasteina sem þar geta varðveist ósnortin í jafnvel þús- undir ára. Auðséð er að umferð manna hefur áhrif á umhverfi hellanna. Margir girnast hin fíngerðu sköpunarverk náttúrunnar, sem finna má í hellun- um, til eignar og sum þeirra verða skemmdarvörgum að bráð. Upp úr miðri síðustu öld var til dæmis búið að brjóta, skaða eða fjarlægja næst- um allt sem hægt var í Surtshelli, Stefánshelli og Raufarhólshelli. Hellarnir, manngerðir eður ei, eru þó auðvitað misjafnlega áhugaverðir og sérstakir. Óvöktuð söfn Leiðin að því að gera hellana að- gengilega almenningi og tryggja jafnframt varðveislu þeirra um leið er vandfetuð. Margir hella- áhugamenn aðhyllast þá skoðun að fara eigi varlega í umræðu um við- kvæma hella enda leiði slíkt til ásóknar almennings í þá og slíkt leiði til tortímingar þeirra. Í nýlegri grein Árna B. Stef- ánssonar hellakönnuðar í Tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags lík- ir Árni opnum og óvörðum helli við opið og óvaktað safn – smám saman hverfi allt sem hönd á festi. Því sé mikilvægt að loka viðkvæmum hellum og gera þá óaðgengilega þar til varðveisla þeirra hefur verið tryggð. Um slík úrræði eru þó skipt- ar skoðanir enda sjá sumir lítinn til- gang í verndinni geti enginn borið það augum sem hennar nýtur. Merkingarlaus friðlýsing Friðlýsing er önnur leið til að vernda hinar merku fornleifar mann- gerðu hellanna á Suðurlandi og nátt- úrumenjar hraunhellanna. Slík lausn kann að hljóma fallega en virðist, þegar allt kemur til alls, ekki hafa neina sérstaka þýðingu. Dropa- steinar eru svo dæmi sé tekið friðlýst náttúrufyrirbrigði en það eitt virðist engan veginn duga til enda eru þeir einatt brotnir og fjarlægðir. Mann- gerðu hellarnir voru friðlýstir árið 1927 og því er hlutverk Forn- leifaverndar ríkisins að halda þeim í viðunandi ástandi. Þær upplýsingar fengust hjá Fornleifavernd að mikið fjármagn skorti til verksins. Styrkur fékkst þó til úttektar á hellunum eft- ir Suðurlandsskjálftann árið 2000 og var hann að mestu nýttur í smávægi- legar lagfæringar á þeim. Verndun hella er krefjandi verkefni Morgunblaðið/RAX Hellar Ástand margra sögulegra hella hér á landi er mjög slæmt. Árni B. Stefánsson hellakönn- uður skrifar grein sem ber heitið Um verndun og varð- veislu íslenskra hraunhella í nýjasta tölublað Tímarits Hins íslenska náttúrufræðifélags. Þar fjallar Árni um hversu illa hefur verið gengið um ís- lenska hraunhella í gegnum tíðina og segir „óbreytt ástand engan veginn ásætt- anlegt fyrir afkomendur okk- ar“ og að aðgerðaleysi í þess- um málum sé ámælisvert. Hann leggur ennfremur áherslu á að gera valda hella almenningi aðgengilega að því tilskildu að komið sé í veg fyrir skemmdir á þeim. Þá segir Árni að lengi hafi sú hugsun verið viðtekin í hella- fræðum að fjalla ekki um við- kvæma hella nema varðveisla þeirra sé trygg. Hann gagn- rýnir af því tilefni Björn Hró- arsson jarðfræðing fyrir að birta GPS-hnit um 500 hellis- op á landinu í nýlegri bók sinni sem heitir Íslenskir hell- ar. Margir hellanna séu í við- kvæmu ástandi og megi ekki við mikilli umferð manna. Árni segir varðveisluaðgerðir flóknar og mikilvægt sé að „skerpa á ábyrgðartilfinningu“ fólks gagnvart náttúrumenj- um. Viðkvæmir hellar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.