Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MARKAÐS-
SSTJÓRI RÚV snýr
ýmsum staðreyndum á
haus og fer frjálslega
með aðrar í Morg-
unblaðsgrein sl. sunnu-
dag. Framsetningin
kemur svo sem ekki á
óvart þar sem RÚV
hafði slegið tóninn í
auglýsingum sínum í Fréttablaðinu
vikurnar á undan. Þar eru
hlustunartölur á Rás 2 ítrekað
skrumskældar og skekktar á kostn-
að keppinautanna og borin saman
epli og appelsínur í skilaboðum til
auglýsenda.
Í fyrstu auglýsingunni, sem birtist
í Fréttablaðinu, var skífurit þar sem
klipið var af hlustun Bylgjunnar og
bætt við skífur sem áttu að sýna
hlustun Rásar 2 og Rásar 1. Í ann-
arri auglýsingu var skífuriti velt á
hlið þannig að allar stærðir afmynd-
uðust og auðvitað á kostnað keppi-
nautanna. Í þriðju auglýsingunni var
borið saman uppsafnað meðaláhorf á
Sjónvarpið og lestur dagblaða. Sam-
anburðurinn var ætlaður almenningi
og auglýsendum. Samanburðurinn
gengur á engan hátt upp þar sem sú
dekkun sem RÚV kynnir næst ein-
ungis með þvi að telja til alla þá sem
horfðu á sjónvarpið í einhverjar
fimm mínútur af útsendingatíma
hvers dags sem er á bilinu 8 til 10
klst. Því til viðbótar var borið saman
áhorf sjónvarps í maí og lestur dag-
blaða í febrúar til apríl. Hér eru á
ferðinni upplýsingar og framsetning
frá ríkisfjölmiðli sem aumasta bíl-
skúrsbatterí myndi ekki telja sér
sæmandi að senda frá
sér og varðar við lög
um óréttmæta við-
skiptahætti.
Markaðsstjóri RÚV
lætur í veðri vaka í
greininni að vinsældir
RÚV á markaði ráðist
af því að félagið fari vel
með fjármuni og nýti
það til vinsællar dag-
skrárgerðar, sem á
bilinu 40 til 50% lands-
manna kjósi að horfa á.
Hátt í helmingur heim-
ila á landinu kýs hins vegar að kaupa
sér áskrift að Stöð 2. Þegar einungis
er tekið mið af þeim sem geta valið
um á hvaða sjónvarpsstöð þeir
horfa, þ.e. áskrifendur Stöðvar 2,
kemur í ljós að þeir verja meirihluta
áhorfstíma í að horfa á Stöð 2 en ein-
ungis þriðjungi tímans í að horfa á
RÚV. Þegar horft er til meg-
inmarkhóps auglýsenda, fólks á
aldrinum 18 til 54 ára, er munurinn
enn meiri – Stöð 2 í vil.
Nýir stjórnendur RÚV hafa slegið
tóninn um það sem verða vill. Þeir
ætla sér að setja aukinn kraft í sam-
keppni við einkareknu stöðvarnar
um áhorf til að hala inn sem mest af
auglýsingatekjum. Til að það sé
hægt þurfa þeir að búa til meira af-
þreyingarefni sem höfðar til
fjöldans. Efni sem einkareknu stöðv-
arnar hafa sýnt og sannað að þær
eru fullfærar að búa til. RÚV hefur
þar þó augljóst forskot. Þeir fá kr.
3.000.000.000 meðgjöf á ári hverju í
formi skylduáskriftar. Þeir skautuðu
líka léttilega fram hjá nýjum lögum
um RÚV ohf., sem áttu að takmarka
tekjuöflun þeirra af kostunum. Ljóst
er að RÚV hefur eytt um efni fram í
dagskrárgerð og endar ná ekki sam-
an og þá grípur ríkisfyrirtækið til
uppsagna. Uppsagnirnar reynast
koma harðast niður á fréttastofunni.
Það gerist þrátt fyrir að ein megin-
réttlæting þess að hér sé haldið úti
ríkissjónvarpi sé almannaþjónusta.
Nægir peningar voru til að yfirbjóða
kaup á EM þar sem rétturinn kost-
aði yfir 100 m.kr. og er þá öll dag-
skrárgerð og annar kostnaður ótal-
inn. Þetta efni hefði verið sýnt, án
aðkomu RÚV, að mestu í opinni dag-
skrá.
Markaðsstjórinn heldur því einnig
fram að í flestum ríkjum Evrópu sé
„afnotagjald við lýði til að fjármagna
ríkisfjölmiðla.“ Enn og aftur er
sannleikurinn skrumskældur. Þar
sem ríkissjónvörp eru rekin með af-
notagjöldum eða ríkisstyrkjum eru
reistar skorður við fyrirferð miðl-
anna á auglýsingamarkaði eða hún
bönnuð, má þar nefna BBC, ríkis-
sjónvarp Svíþjóðar og Danmerkur.
Þetta er líka í takt við nýlegt álit
Samkeppniseftirlitsins sem álítur að
starfsemi RÚV eins og staðan er
orðin feli í sér markaðslega mis-
munun. Það hlýtur því að standa sú
krafa upp á stjórnvöld að leiðrétta
þessi frávik frá markmiðum sam-
keppnislaga um heilbrigðar leik-
reglur á markaði.
Staðreyndunum snúið á haus
Pétur Pétursson
svarar Þorsteini
Þorsteinssyni
markaðsstjóra RÚV
»Hér eru á ferðinni
upplýsingar og
framsetning frá ríkis-
fjölmiðli sem aumasta
bílskúrsbatterí myndi
ekki telja sér sæmandi
að senda frá sér …
Pétur Pétursson
Höfundur er framkvæmdastjóri
sölusviðs 365 miðla ehf.
Nú af nýafstöðnum
ókeypis tónleikum
Bjarkar (voru reynd-
ar borgaðir af flestum
skattgreiðendum
þessa lands) er ljóst
að um 30.000 manns
komu til að hlýða á
hana og félaga henn-
ar. Það er deginum
ljósara að þessir
„ókeypis“ tónleikar
höfðu í för með sér
óskaplega mikla
mengun, bæði frá út-
blæstri bíla, reyk-
ingum, hávaða og öllu
ruslinu, jafnvel þótt
Bjarkarliðið hafi beðið
fólk um að koma
gangandi eða hjólandi
og ganga vel um dal-
inn. Svona var nú öll
náttúruverndin það
kvöldið. Í viðtali rétt fyrir tón-
leikana hélt Björk því fram að hún
væri hvorki á móti virkjunum né
álverum, bara á móti Alcoa. En á
tónleikunum kom annað í ljós.
Í svari hennar 1.7. til Ernu Indr-
iðadóttur segir hún að sérstaða
nokkurra landa sem upp voru talin
í grein hennar, væri ekki fólgin í
óspilltri náttúru, heldur ýmsu öðru
sem hún nefndi. Þessi yfirlýsing
felur í sér að öfugt sé því farið hér
á landi, að hér sé óspillta náttúru
að finna. Þar höfum við það. Veit
söngkonan virkilega ekki enn þá að
hér á landi er spilltasta náttúra í
Evrópu og þótt víðar væri leitað,
og það af manna völdum? Ég hef
ekki komið til þeirra landa er Erna
nefndi en þó til Svíþjóðar, Noregs
og Ítalíu. Og þar er bæði fögur
náttúra og fagur gróður á öllum
þeim stöðum er ég hef komið á. Ég
hef þó heyrt að lengst
niður á Suður-Ítalíu
sé álíka mikið eyddur
gróður og hér og í
Grikklandi. Kannski
þeirra öræfi/eyðimörk
sem fólk hefur ánægju
af að heimsækja þar
sem viðkomandi lönd
virðast svo „óspillt og
ósnortin“, svona nakin
eins og Ísland? Ekk-
ert veit ég um álvers-
eign þeirra þar. En
Ítalía, Svíþjóð og Nor-
egur eru ægifögur
lönd og gróðri vafin.
Og fer ég þangað til
að njóta þessarar
ótrúlegu náttúrufeg-
urðar sem slær allri
Íslandsfegurð út af
borðinu.
Björk segir að allur
útflutningur frá Ís-
landi byggist á því að
við séum græn! Græn
á bak við eyrun?
Meinar hún ekki grá?
Landið er jú að mestu
grátt og alveg sérstaklega á öræf-
um/eyðimörkum landsins, þarna
uppi í óbyggðum, þar sem landið
er hvað gjörspilltast.
Hún nefnir líka að maturinn sem
út sé fluttur verði að vera
„grænn“. Kíkjum á mat sem nefn-
ist lambakjöt. Flest lömb eru alin
upp, sumarlangt, á illa förnum af-
réttum, í snarbröttum gróð-
urlitlum fjallshlíðum, á mismikið
rofnum gróðursvæðum, í þessu
litla kjarri sem eftir er, eða í veg-
köntum. Í flestum tilfellum gengur
féð á þverrandi grænan gróður
landsins, þannig að smátt og smátt
verða ræturnar lélegri svo veður
og vindar eiga auðveldara með að
slíta upp restina og senda hana út í
hafsauga með dágóðum slatta af
mold í farteskinu. Auk þess borga
landsmenn beingreiðslur með
þessum dýrum og þau njóta toll-
verndar í ofanálag. Þetta er hvorki
náttúruvænt né „grænt“. Bara
grátt, grátt og aftur grátt. Grát-
legt.
Mér er persónulega sama um
hvort Björk sé á móti nýtingu auð-
linda landsins eða ekki, en hún get-
ur ekki kallað það náttúruvernd.
Náttúruvernd er fólgin í því að
friða mörg svæði, svo sem eins og
allar brattar hlíðar, allt kjarr og
alla illa farna afrétti, moka svo of-
an í alla manngerða skurði við tún,
sem áður hafa verið fylltir með
dreni, endurheimta votlendi eins
og hægt er og síðan að græða upp
landið. Draga svo úr allri hávaða-
mengun, sjónmengun og hreinsa
andrúmsloftið af fnyk og fýlu. Það
er náttúruvernd. Hvers vegna í
ósköpunum heyrir maður þetta
svokallaða náttúruverndarfólk
aldrei nefna ástand gróðurs á Ís-
landi. Hvers vegna? Heldur það
virkilega að landið sé óspillt og
ósnortið? Er það virkilega svona
grænt?
Björk vill draga úr koltvísýringi
í loftinu, alveg eins og við hin. Það
getum við með því að endurheimta
mýrar, græða upp landið, rækta
skóg, fækka flugferðum milli
landa, fækka húsdýrum, auka
grænmetisrækt og ekki hvað síst
að aflýsa stórtónleikum út um víð-
an völl. Hugsið ykkur allar flugvél-
arnar sem þarf og alla bílana. (Og
allan mannskapinn sem þarf til að
tína upp ruslið á eftir.) Já, Björk
ætti að líta í eigin barm áður en
hún reynir, í skjóli auðs og frægð-
ar, með áróðri sem á sér ekki hlið-
stæðu í víðri veröld, að koma í veg
fyrir að við nýtum þessa frábæru
auðlind, vatnið. Og lætur svo flesta
íbúa landsins (skattgreiðendur í
Reykjavík og fleiri) borga brúsann.
En byrjum við bæjardyrnar.
Hættum að nota landið sem rusla-
fötu og öskubakka.
Allt er vænt sem vel er grænt
Margrét Jónsdóttir
gerir athugasemdir
við málflutning
Bjarkar Guðmunds-
dóttur
» Veit söng-
konan virki-
lega ekki enn þá
að hér á landi er
spilltasta nátt-
úra í Evrópu og
þótt víðar væri
leitað, og það af
manna völdum?
Margrét Jónsdóttir
Höfundur býr á Akranesi og er
aðstoðarmaður húsamálara.
ENN á ný láta and-
stæðingar ál- og orku-
iðnaðarins að sér
kveða og berjast gegn
uppbyggingu grein-
arinnar með tónleika-
haldi, skýrslugerð og
innan skamms mun
mynd byggð á bók
Andra Snæs, Drauma-
landið, líta dagsins
ljós. Sem betur fer
höfum við fullan rétt á
að hafa ólíkar skoðanir
á hlutum og þetta
ágæta fólk hefur aðrar
skoðanir en við sem
berjumst fyrir hags-
munum iðnaðarins.
Röksemdir okkar um
skynsamlega nýtingu
náttúruauðlinda til at-
vinnusköpunar, auk-
inn útflutning og
gjaldeyristekjur,
breikkaðan útflutn-
ingsgrunn, vel launuð
störf og öflugan iðnað um allt land
skipta þau litlu. Líklega munu eng-
in rök breyta skoðunum hörðustu
andstæðinga stóriðjunnar. Á sama
hátt er ekkert sem fær suma til að
líka við tónlist Bjarkar eða Sigur
Rósar. Við þetta er ekkert að at-
huga því þessar skoðanir byggja að
stærstum hluta á huglægu mati.
Afstaða meirihlutans til uppbygg-
ingar atvinnulífsins verður hins
vegar að byggjast á hlutlægu og
raunhæfu mati og við þurfum að
átta okkur á að valkostirnir sem við
stöndum frammi fyrir fela ekki í
sér að bygging ál- og orkuvera úti-
loki nánast allt annað. Þvert á
móti.
Ótti við hagvöxt
Vandséð er hvernig nýtt álver
sem eingöngu er knúið raforku frá
jarðvarmavirkjun hafi alvarleg og
skaðleg umhverfisáhrif, sér-
staklega ef horft er til umhverf-
ismála í alþjóðlegu samhengi og
þess góða árangurs í umhverf-
ismálum sem áliðnaðurinn á Ís-
landi hefur náð. Enn síður eru
skiljanleg þau sjónarmið að hafna
beri slíkum verkefnum af ótta við
þenslu og hagvöxt – það er jú hag-
vöxturinn sem eykur velmegun í
landinu. Þau sjónarmið að atvinnu-
leysi sé svo lítið að rétt sé að
staldra við eru einnig fjar-
stæðukennd. Aðstæður í efnahags-
lífinu geta breyst hratt en meg-
inatriðið er að við viljum góð störf
sem borga góð laun. Þau störf sem
áliðnaðurinn býður upp eru dæmi
um slíkt. Rök um að uppbygging
stóriðju sé skaðleg fyrir ferða-
mannaiðnaðinn standast heldur
ekki skoðun. Bláa lónið, sem er í
raun affall af jarðvarmavirkjun, er
vinsælasti ferðamannastaður
landsins og stöðugur straumur
ferðamanna er á Nesjavelli, í
Hellisheiðarvirkjun, Kröflu og nú
síðast hafa borist fregnir af mikl-
um straumi ferða-
manna að Kára-
hnjúkavirkjun.
Arðrán og nið-
urgreiðsla
Röksemdir þess efnis
að erlent auðvald sé að
arðræna þjóðina með
kaupum á ódýru og
jafnvel niðurgreiddu
rafmagni eru einnig
býsna fyrirferðamiklar.
Slík rök eru í besta falli
dæmi um vanþekkingu.
Varla þekkjast þau ríki
sem ekki fagna og bein-
línis hvetja til beinnar
erlendrar fjárfestingu
inn í landið. Erlend
fjárfesting er jafnan
talin auka efnahags-
legan styrk og í henni
felst viss traustsyfirlýs-
ing. Með því að selja og
framleiða rafmagn til
erlendra fyrirtækja á
Íslandi erum við sem
þjóð að sérhæfa okkur í
því sem við gerum best
og nýta auðlindir okkar
með umhverfisvænum
hætti. Með þessu móti
flytjum við út vistvæna
raforku með óbeinum hætti en
vegna landfræðilegrar legu eigum
við enga aðra möguleika á að flytja
út orku.
Því er stundum haldið fram að raf-
orkusala til almenna markaðarins
niðurgreiði raforkuverð til stóriðju.
Þetta er fjarstæðukennt. Í reynd
nota stórnotendur a.m.k. 70% af því
rafmagni sem framleitt er í landinu.
Hvernig má það vera að rafmagn til
almennra notenda, sem er með því
lægsta í heiminum geti niðurgreitt
70% framleiðslunnar? Það stenst
enga skynsamlega skoðun. Raunar
hefur raforkuverð til almennra not-
enda lækkað jafnt og þétt að raun-
gildi eftir því sem vægi stórnotenda
hefur aukist síðustu ár.
Miklir endurvinnslueiginleikar
Í leit að rökum gegn áli hafa and-
stæðingar iðnaðarins reynt að benda
á skort á endurvinnslu. Fregnir af
miklu rusli, einkum áldósum, eftir
Náttúrutónleikana í Laugardalnum
leiða hugann að eiginleikum áls til
endurvinnslu. Endurvinnsla á áli
gegnir lykilhlutverki í sjálfbærri
þróun en ál má endurvinna hvað eft-
ir annað án þess að það tapi eig-
inleikum sínum. Endurvinnsla áls
sparar mikla orku vegna þess að ein-
ungis þarf að nota um 5% af þeirri
orku sem þarf til að frumvinnsl-
unnar. Því má með gildum rökum
halda því fram að við framleiðslu áls
á Íslandi með endurnýjanlegum
orkugjöfum sé í reynd verið að
geyma orku til framtíðar. Endur-
vinnsla áls er vaxandi og raunar er
talið að um 75% af því áli sem fram-
leitt hefur verið frá upphafi sé enn í
notkun.
Veigamestu rökin
Mat manna á því hvað sé góð tón-
list er afar mismunandi. Erfitt er að
setja fram hlutlægan mælikvarða á
gæði tónlistar og kannski má segja
að vinsældir tónlistarmannsins séu
eini raunhæfi mælikvarðinn. Þó er
hæpið að fullyrða að listamenn sem
ekki njóta almennrar hylli geti ekki
verið afbragðsgóðir.
Það er skortur á góðum efnis-
legum rökum gegn uppbyggingu ál-
iðnaðar á Íslandi. Veigamestu rök
andstæðinga ál- og orkuiðnaðar eru
tilfinningaleg og í því tilliti hin sömu
og þeirra sem þola illa að hlusta á
Björk og Sigur Rós flytja tónlist
sína. Þeim finnst hún einfaldlega
leiðinleg. En afstaða okkar til upp-
byggingar atvinnulífs og nýtingu
náttúruauðlinda má tæpast byggja á
slíkum rökum.
Sótt að áliðnaði
með veikum rökum
Bjarni Már Gylfa-
son kallar eftir efn-
islegum rökum
gegn uppbyggingu
áliðnaðar
Bjarni Már Gylfason
» Það er skort-
ur á góðum
efnislegum rök-
um gegn upp-
byggingu áliðn-
aðar. Afstaða
okkar til nýt-
ingu nátt-
úruauðlinda
verður að
byggja á hlut-
lægum rökum.
Höfundur er hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins.
Sími 551 3010