Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Mörkin á milli tölvuleikja ogkvikmynda eru alltaf aðverða óljósari. Fjórir nýir leikir hafa komið út á síðustu vikum sem byggja meira á gagnvirkum og „sínematískum“ söguþræði en hefð- bundnum þrautum og skotbardög- um.    Er ekki nóg með að söguþráður-inn sé farinn að spila æ ríkara hlutverk í upplifuninni af leiknum, heldur eru gæði grafíkurinnar orð- in slík að bráðum verður heimurinn innan tölvunnar orðinn næstum óþekkjanlegur frá heiminum utan hennar.    Grand Theft Auto IV kom, sá ogsigraði í byrjun sumars. Hinn grófgerði en heillandi Niko Bellic hrífur spilarann með sér. Hann er dæmigerður austantjaldsfauti, en viðkunnanlegur og með mikla dýpt sem persóna, óravegu frá tvívíðum fjörboltum á borð við Maríó-bræður eða bláa broddgöltinn Sonic, fræg- ustu söguhetjum tölvuleikjasög- unnar.    GTA IV býður upp á nær algjörtfrelsi í nánast raunverulegum heimi, en leikmaðurinn getur einnig fylgt grípandi söguþræði þar sem dramatískt uppgjör Niko við drauga fortíðarinnar nær nokkrum mergj- uðum hápunktum sem hrært er saman við hæfilega léttan gálga- húmor. Þar sem ég fylgdi Niko í gegnum hans persónulega ferðalag stóð ég eftir hálfvankaður á þeim stað í sögunni þar sem hann þarf að taka ákvörðun um hefnd eða fyr- irgefningu: þar sem hann stendur andspænis sínum innri djöflum og ömurleika fortíðarinnar. Áhrifin eru þau sömu og í bestu kvikmynd- um og bókmenntum, og meðvirkur áhorfandinn er snortinn, jafnvel fyr- ir lífstíð.    Í júní komu svo Battlefield: BadCompany, The Bourne Conspi- racy og sú mikla bomba Metal Gear Solid 4. Bad Company fylgir Battlefield- skotleikjahefðinni, en djúp persónu- sköpun og söguþráðarleg nálgun og kvikmyndasenur í anda klassískra stríðskvikmynda er strax áberandi í byrjun leiks.    Bourne Conspiracy má kallatölvuútgáfu af kvikmyndunum (og bókunum) vinsælu um ofurher- manninn minnislausa. Strax má þekkja bæði umhverfi og klæðnað aðalsöguhetjunnar úr bíómyndun- um, söguþráðurinn er sömuleiðis mikið til sá sami og jafnvel bardaga- brögðin líka. Þó er einhverju aukið við það sem aðdáendur Bourne þekkja úr mynd- unum. Bourne Conspiracy veitir ekki jafnmikið frelsi og fyrrnefndu leik- Leikur og kvikmynd renna saman AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson » Og svo er það bar-dagi Raiden við Gekkóana. Nokkurra mínútna löng vídeósena í miðjum leik sem er al- veg hreint ótrúlegt bar- dagaatriði. Lognið á undan storminum Bardagaatriði Raidens í Metal Gear Solid 4 jafnast hæglega á við svakalegustu senurnar í Matrix-kvikmyndunum: Gekkó-vélmennin nálgast neó-samúræjan gráhærða og eitursvala. / ÁLFABAKKA WANTED kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5 B.i.12 ára INDIANA JONES 4 kl. 8 B.i. 12 ára THE BANK JOB kl. 10:20 B.i. 16 ára / KRINGLUNNI MAMMA MÍA kl.3:40D-5:40D-8D-10:20D LEYFÐ DIGITAL MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ LÚXUS VIP KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ HANCOCK kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára MEET DAVE kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára WANTED kl. 8D - 10:20 B.i. 16 ára DIGITAL KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 6D LEYFÐ DIGITAL CHRONICLES OF NARNIA kl. 6 - 9 B.i. 7 ára OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! ,,Ævintýramynd Sumarsins” - LEONARD MALTIN, ET. ,,Besta spennumynd ársins” - TED BAEHR, MOVIEGUIDE. ,,Stórsigur. Aðdáendur bókanna munu elska þessa” - MEGAN BASHAN, WORLD MAGAZINE. BYGGT Á EINUM VINSÆLASTA SÖNGLEIK ALLRATÍMA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.