Morgunblaðið - 09.07.2008, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.07.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 13 ERLENT ÓHEFÐBUNDIÐ þjófagengi herjar nú á þá íbúa San Francisco sem láta sér annt um umhverfið. Associated Press sagði í gær frá því að íbúar borgarinnar kvörtuðu í sí- vaxandi mæli yfir því að ruslið sem þeir settu út á stétt á miðvikudags- kvöldum svo endurvinnslufyrirtæki gætu hirt það, væri iðulega horfið örfáum klukkustundum síðar. Talið er að skipulögð gengi á vörubílum séu þar á ferð. Þetta er þó sýnu verra mál fyrir endurvinnslufyrirtækin sjálf því fyrir fullan vörubílsfarm af endur- vinnanlegu efni er hægt að fá í kringum 1.000 dali, eða tæpar 80.000 íslenskar krónur. Verðið sem fæst fyrir úrgang úr áli, gleri og pappa hefur hækkað að undanförnu en verð á notuðu áli hefur hækkað nær þrefalt á fimm árum og mikil eftirspurn er eftir notuðum dagblaðapappír í Kína og á Indlandi. Efnahagur almennings hefur líka dregist saman. Þetta tvennt er talið ástæðan fyrir því að þjófar ásælast nú slíkan varning. Það er nú þegar ólöglegt í nokkr- um borgum Bandaríkjanna að hnupla dósum, flöskum og öðru slíku úr ruslatunnum, þar á meðal í San Fransisco og New York. Í fyrr- nefndu borginni geta þjófar fengið sektir allt að 500 dölum og sex mán- aða fangelsi. Nokkur endurvinnslufyrirtæki hafa fengið einkarannsóknarmenn til liðs við sig og sett upp eftirlits- myndavélar en talið er að skipu- lagðir þjófahringar hafi stolið and- virði nær hálfrar milljónar bandaríkjadala, eða nær 40 millj- óna íslenskra króna, í endurvinn- anlegum vörum. Yfirvöld í Kaliforníu íhuga nú að setja ný lög um endurvinnslu, þannig að framvísa þurfi persónu- skilríkjum þegar skilað er á endur- vinnslustöðvarnar andvirði meira en 50 bandaríkjadollar. sigrunhlin@mbl.is Bíræfnir bófar stela rusli ÍBÚAR Phnom Penh, höfuðborgar Kambódíu, fagna því að umdeilt hindúahof frá 11. öld hafi verið sett á heimsminjaskrá Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði árið 1962 að Preah Vihear-hofið tilheyrði Kambódíu þótt aðalinngangur þess væri innan landamæra Taí- lands. Þrátt fyrir deiluna ákvað stjórn Taílands að styðja umsókn Kambódíumanna um að hofið yrði sett á heimsminjaskrána en taílenskur dóm- stóll úrskurðaði að stjórninni bæri að draga stuðninginn til baka. AP Umdeilt hof sett á heimsminjaskrá UNESCO FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR G8-ríkjanna sam- þykktu í gær það markmið að losun gróðurhúsalofttegunda yrði minnk- uð um a.m.k. helming í heiminum öllum fyrir árið 2050. Leiðtogarnir skildu þó eftir marga lausa enda. Evrópusambandið hafði t.a.m. beitt sér fyrir því að markmiðið yrði miðað við losunina eins og hún var árið 1990 eins og í Kyoto-bókuninni sem fellur úr gildi árið 2012. Í yfir- lýsingu leiðtoganna kemur ekkert fram um viðmiðunarárið en for- sætisráðherra Japans sagði á blaða- mannafundi að miðað yrði við los- unina „eins og hún er nú“. Segja má að leiðtogar iðnveldanna hafi með þessu fært markið nær sér til að auðvelda langhlaupið því losun gróð- urhúsalofttegunda í heiminum hefur aukist um rúman fjórðung frá 1990. Margir umhverfisverndarsinnar urðu fyrir vonbrigðum með niður- stöðu fundarins, einkum vegna þess að leiðtogarnir náðu ekki samkomu- lagi um markmið sem næðu til skemmri tíma. Evrópusambandið er hlynnt því markmiði að minnka los- unina um 25-40% fyrir árið 2020 en bandarísk stjórnvöld telja það óraunhæft. Háð framlagi annarra Í yfirlýsingunni er tekið fram að ekki verði hægt að minnka losunina um a.m.k. 50% fyrir miðja öldina nema með „hnattrænu“ átaki og „framlagi allra helstu hagkerfa heims“. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada geta því sagt að stuðn- ingur þeirra við markmiðið sé bund- inn því skilyrði að lönd á borð við Kína og Indland leggi einnig sitt af mörkum í þessum efnum. Í yfirlýsingunni kemur ekki fram hversu mikið einstök ríki þurfi að minnka losunina til að markmiðið geti náðst. Leiðtogar Evrópusambandsins fögnuðu yfirlýsingunni, sögðu hana „skýr skilaboð“ til heimsbyggðar- innar. Umhverfisverndarsamtök sögðu hins vegar niðurstöðuna alltof óskýra og rýra í roðinu. Margir endar óhnýttir  G8-ríkin samþykktu fjarlægt og óskýrt markmið um að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda um helming  Umhverfisverndarsamtök óánægð með niðurstöðuna                         !     "#$  % &''(                        !"##$   !%&&# ' (%&&#)"##$* + !' %&&#  "##,)%"* )*+ *,-+ ).-*/-0 )++-0/-0 )'-'/-. 0-0 &-++&-0 &.-0&+-. *-'0-0    ! "#$%   &'($$     ')#      ) & $  & &$ & (  *   Leiðtogar Kína, Indlands, Mexíkó, Brasilíu og Suður-Afríku skoruðu í gær á G8-ríkin að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 45% fyrir árið 2012 og allt að 95% fyrir 2050, miðað við árið 1990. Þeir sögðu G8-ríkin bera mesta ábyrgð á loftslagsbreytingum af manna- völdum og hafa efnahagslegan mátt til að samþykkja minni losun. G8-ríkin minnki losunina um 95% STARFSMENN banka í Kalkútta á Indlandi rak í rogastans þegar Laxmi Das rogaðist inn með ævi- starf sitt, meira en 90 kíló af klinki. Laxmi er sextug og hefur haft lifibrauð sitt af betli síðan hún var sextán ára. Með sparsemi og ráð- deild safnaði hún 30.000 rúpíum eða um 50.000 íslenskum krónum. Elsta myntin var frá 1961, en bankinn tók við henni þó að hún væri úrelt. Lögregla hafði ráðlagt henni að leggja peningana inn á banka, þar sem hætt væri við að þeim yrði stol- ið úr kofa hennar í fátækrahverfi skammt frá bankanum. Digur sjóður MARCUS Brauchli verður næsti ritstjóri bandaríska dag- blaðsins The Washington Post en hann var áður ritstjóri Wall Street Journal. Brauchli sem er 47 ára gamall tekur í septem- ber við af Leonard Downie sem hef- ur starfað á blaðinu í alls 44 ár. Washington Post er einkum þekkt fyrir fréttaskýringar og á sínum tíma fletti það ofan af Watergate- hneykslinu sem varð Richard Nixon forseta að falli. Líkt og aðrir rit- stjórar dagblaða stendur Brauchli frammi fyrir erfiðum verkefnum og ljóst að þungur róður er fram- undan. Breyttar neysluvenjur og ný tækni, fækkun lesenda og auglýs- inga hefur gert flestum vestrænum daglöðum erfitt fyrir. Lesendum Washington Post hefur fækkað um 200.000 frá árinu 1993 en þeir eru nú um 630.000. Brauchli tekur við stýrinu Marcus W. Brauchli KÍNVERJUM hefur gengið vel að reisa þau mannvirki sem þarf til að halda sumarólympíuleikana en þeir hefjast í næsta mánuði. Miklar um- bætur hafa einnig verið gerðar á samgöngum og öðrum innviðum í Beijing, hvarvetna hafa menn fágað og skrúbbað, múrar eru reistir til að fela fátækrahverfi. Um 8000 manna lið á að halda almenningssalern- unum hreinum en þau hafa lengi þótt illa þefjandi. En loftmengun er vandi sem sum- ir óttast að muni setja strik í reikn- inginn. Fréttamaður BBC mældi hana nýlega og var niðurstaðan að sex daga af sjö var mengun yfir gæðastöðlum sem Alþjóðaólymp- íunefndin notar sem viðmiðun. Er hætta á að þetta komi illa niður á greinum sem taka langan tíma. Svo gæti farið að fresta yrði eða fella niður keppni í þeim. En Kínverjar eru sannfærðir um að allt muni ganga vel. Tveim vikum áður en leikarnir hefjast verður mengun minnkuð með því að draga stórlega úr bílaumferð og verksmiðjum verð- ur lokað tímabundið. kjon@mbl.is Fágað og skrúbbað Enn er loftmengun of mikil í Beijing Reuters Vont loft Varla grillti í leikvanginn í Beijing í gegnum mistrið í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.