Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 15 MENNING Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „MANIFESTA er einn mikilvægasti myndlistarviðburður heims,“ segir Christian Schoen, forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar (CIA), um myndlist- artvíæringinn Manifesta. Manifesta 7 hefst í Trentino-héraði á Ítalíu þann 19. júlí næstkomandi. „Þetta er evr- ópsk hátíð en hefur þó alþjóðlega áherslu og margir fagmenn úr mynd- listargeiranum sækja hana.“ Manifesta er afar umfangsmikill tvíæringur og jafnast á við þann sem haldinn er í Feneyjum og Documenta í Kassel í Þýskalandi. Þrír Íslendingar, þar af eitt mynd- listartvíeyki, munu sýna á Manifesta 7, þ.e. Ragnar Kjartansson, Margrét H. Blöndal og tvíeykið Ólafur Ólafs- son og Libia Castro. „Allir þessir stórviðburðir veita listamönnunum sem sýna á þeim mikil tækifæri,“ seg- ir Schoen. Íslendingarnir muni fá sér- staka kynningu á foropnun Manifesta 7 og 17.-18. júlí, sem á þriðja þúsund manns munu líklega sækja. Ástæða þessarar Íslandsáherslu er mikill áhugi Manifesta-stjórnarinnar á því að halda tvíæringinn á Íslandi 2012. 137.000 gestir Líkurnar á því að þarnæsti Mani- festa-tvíæringur verði haldinn á Ís- landi eru góðar, að sögn Schoen, að því skilyrði uppfylltu að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir kostn- aði við skipulag og framkvæmd hans. Kostnaðurinn gæti numið um þremur milljónum evra en ávinningurinn er að sama skapi mikill. Mikil umfjöllun yrði án efa í erlendum fjölmiðlum um tvíæringinn, land og þjóð og vænar tekjur ættu að fást af ferðamennsku tengdri honum. Menningarlegur ávinningur er ótvíræður, að sögn Schoen. 137.000 gestir sóttu Mani- festa 5 í San Sebastian árið 2004, svo dæmi sé tekið um aðsókn að slíkum viðburði. „Þetta er svona útreikningur sem alltaf þarf að gera þegar verið er að kynna svona verkefni fyrir mögu- legum styrktaraðilum og stjórn- málamönnum. Auðvitað hefur þetta mikið gildi og miklar fjárhæðir sem leggja þarf til viðburðarins, sam- bærilegt við bókastefnuna í Frank- furt [en árið 2011 verður Ísland sér- stök gestaþjóð þar]. Það þarf að tryggja að þetta fjármagn verði lagt í viðburðinn.“ Fjármagn og þekking Stjórn Manifesta leggur eina millj- ón evra til tvíæringsins frá Evrópu- sambandinu og heildarkostnaður er um fjórar milljónir evra, að sögn Schoen. Kostnaður velti þó á samn- ingaviðræðum og skipulagi og því engu hægt að slá föstu um hann að svo stöddu. Efnahagslægðin á Íslandi nú um stundir hjálpi ekki til þegar sannfæra þurfi ráðamenn um mikilvægi við- burðar á borð við Manifesta. „Einmitt vegna kreppunnar ætt- um við að halda slíkan viðburð hérna,“ segir Schoen. Ekki aðeins sé ávinningurinn fjárhagslegur, þ.e. að þúsundir manna fljúgi til Ís- lands og eyði peningum hér, heldur einnig þekkingarlegur. Skipulag, hugmyndaleg forvinna og skoð- anaskipti listamanna, allt muni þetta bara ávöxt. „Því lengur sem við bíðum þeim mun erfiðara verð- ur að afla fjárins. Ef við ákveðum þetta núna höfum við fjögur ár til að dreifa milljónunum þremur á,“ segir Schoen. Tækifærið sé ein- stakt. Einstakt tækifæri Morgunblaðið/Valdís Thor Christian Schoen Í blíðunni í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hann segir vilja fyrir því hjá stjórn Manifesta að halda tvíæringinn hér árið 2012. Schumann Skissa af verki Ragnars Kjartanssonar á Manifesta 7. Hann verður þar með „hálfgerða Schumann-vél“, eins og hann lýsir því sjálfur. Forstöðumaður Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar segir ávinninginn ótvíræðan af því að halda Manifesta-myndlistartvíæringinn hér á landi Í HNOTSKURN » Manifesta þykir tilrauna-kenndur tvíæringur. For- seti International Foundation Manifesta, Hedwig Fijen, sótti Ísland heim í fyrra og sagði áhugavert að tengja alþjóð- legt myndlistarlíf við hug- myndir um sjálfbærni, um- hverfismál, vistfræði og annað sem tengist Íslandi. » Schoen segir aldrei aðvita hvað gerist á næstu árum og því þurfi að láta til skarar skríða nú og hefja samningaviðræður. » Manifesta er einn mik-ilvægasti tvíæringur Evr- ópu hvað samtímamyndlist varðar og er frábrugðinn öðr- um tvíæringum álfunnar að því leyti að hann er farand- tvíæringur. »Tvíæringurinn hefur veriðhaldinn í Rotterdam, Lúx- emborg, Ljubljana, Frankfurt og San Sebastian. Hætt var við Manifesta 6 á Kýpur. EINAR Jóhannesson klarin- ettuleikari leikur á hádegistón- leikum í Dómkirkjunni á morg- un ásamt Douglas A. Brotchie orgelleikara. Tónleikarnir hefj- ast kl. 12.15, og eru haldnir í samvinnu Félags íslenskra organleikara og Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgríms- kirkju. Á tónleikunum leika þeir fjórar Kirkjusónötur eftir Mozart, útsettar fyrir klarin- ettu og orgel af Yonu Ettlinger. Þá leika þeir Ex- ultavit Maria, sem Jónas Tómasson samdi fyrir þá, og að lokum leikur Douglas tvo kafla úr org- elverkinu Dýrð Krists sem einnig er eftir Jónas. Tónlist Einar Jóhannesson í Dómkirkjunni Einar Jóhananesson Í TILEFNI af Húnavöku sem haldin verður á Blönduósi um helgina, verður hátíðardagskrá í Hafíssetrinu á sunnudaginn. Kl. 14 verða lesnar skemmti- legar sögur af ísbjörnum fyrir börnin, en kl. 15 verður farið um Hafíssetrið undir leiðsögn Þórs Jakobssonar veðurfræð- ings. Á Hafíssetrinu er fjallað um hafís á fjölbreyttan og fræðandi hátt. Veðurathug- unartæki Gríms Gíslasonar heitins eru á setrinu og eru framkvæmdar veðurathuganir á hverjum degi. Hafíssetrið er opið alla daga í sumar frá kl. 11 til 17. Fræði Ísbjarnasögur og leiðsögn í Hafíssetri Þór Jakobsson SUMARTÓNLEIKARÖÐIN Bláa kirkjan á Seyðisfirði hefst í kvöld með tónleikum þeirra Páls Óskars Hjálmtýssonar og Moniku Abendroth hörpuleik- ara. Í fréttatilkynningu um há- tíðina segir, að þar sem hún fagni nú tíu ára afmæli, sé við hæfi að hefja tónleikaröðina með hörpuleik í minningu Muff Worden, annars stofnanda tón- leikaraðarinnar. Muff lék á hörpu og kenndi hörpuleik við Tónlistarskólann á Seyðisfirði. Hún lést langt um aldur fram í ágúst árið 2006. Tónleikar eru alltaf á miðvikudags- kvöldum kl. 20.30, allt til 21. ágúst. Tónlist Hörpuleikur í minningu Muff Bláa kirkjan „EF ég væri stúlka, væri ég angistarfull. Það er miklu meira framboð á góðum konum en karl- mönnum sem verðskulda þær.“ Þessi tilvitnun í enska ljóðskáldið Robert Graves þótti eftirtekt- arverð á sínum tíma. Varla hefur nokkurn grunað þá að með þeim orð- um væri skáldið ekki að upphefja konur, heldur að dæma sjálfan sig. Í ljós hefur komið að Robert Gra- ves stal ritverkum bandarískrar ást- konu sinnar, Lauru Riding Jackson, og birti sem eigin verk. Robert Graves er metinn með mestu skáldum Breta á síðustu öld. Ljóð hans frá stríðsárunum, sem lýsa átökum í víglínunni og ljóð byggð á grískri goðafræði, innsigl- uðu stöðu hans sem eins af stór- skáldum bókmenntasögunnar. Bókmenntafræðingurinn dr. Mark Jacobs, sem hefur í tvo áratugi stundað rannsóknir á þeim 700 sendibréfum sem fóru á milli skálds- ins og Lauru Riding sem og ritverk- um hennar, segir að þegar hún hafi fundið óþægileg líkindi með kveð- skap hans og sínum eigin, hafi hún kallað hann þjófsbaróninn. Laura hafði fyrst orð á þessu í bréfi sem hún sendi dr. Jacobs fyrir um þrjá- tíu árum, þegar hann var í dokt- orsnámi og að hefja rannsóknir á verkum hennar. Hún sakaði Graves meðal annars um að hafa stolið frá sér hugmyndum sem hann notaði í stórvirki sitt um skáldskapinn, The White Goddess frá 1948, þar sem hann líkir guði við konuna. Tók bæði hugmyndir og texta Dr. Jacobs segir að nákvæmlega sömu hugmyndir sé að finna í rit- gerðinni The Idea of God and Her Book, The Word Woman, sem Laura Riding skrifaði árið 1930. Parið flutti til Spánar, en við upphaf borg- arastyrjaldarinnar árið 1936 varð Laura Riding að skilja handrit sitt eftir er þau neyddust til að flýja stríðsátök. Handritið komst aftur í hendur Graves ásamt öðrum föggum þeirra. Dr. Jacobs segir að eftir að parið skildi að skiptum, árið 1939, hafi Laura Riding beðið Graves að brenna það handrit, en það hafi hann augljóslega ekki gert. „Á árunum 1926–39 sat hann og stúderaði það sem hún sagði, hugs- aði og skrifaði,“ segir dr. Jacobs í viðtali við breska blaðið Independ- ent. „Hann tók hugmyndir hennar og rannsóknir og skóflaði því ein- faldlega inn í eigin verk.“ Dr. Jacobs segir að meðal texta sem Graves hafi tekið ófrjálsri hendi frá Lauru Riding séu fjórar línur í ljóði um gríska guðinn Herkúles, en ljóð hennar hafði verið gefið út tutt- ugu árum áður en hann birti sitt ljóð, „Ogmian Hercules“, um sama efni. Dr. Jacobs segir að í ljósi rann- sókna sinna sé tímabært að end- urmeta skáldskap þeirra beggja. begga@mbl.is Skáld eða þjófur? Robert Graves Graves sakaður um stuld Átti Laura Riding hugmyndina að Hvítu gyðjunni? Laura Riding Jackson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.