Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 9 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is KATRÍN Theodórsdóttir, lögmað- ur Paul Ramses, Keníamannsins sem Útlendingastofnun vísaði úr landi í síð- ustu viku, leggur í dag fram kæru til dómsmálaráðu- neytisins vegna brottvísunarinnar. Hún segir fyrstu kröfu sína þá að ákvörðun Útlend- ingastofnunar verði ógilt og mál- inu vísað til nýrrar meðferðar. Sú krafa styðj- ist við þau rök að allar reglur um góða stjórnsýslu og stjórnsýslulög hafi verið brotin í máli Pauls. „Í stjórn- sýslulögum segir að tilkynna eigi og birta ákvörðun hratt og örugglega,“ bendir Katrín á. Í máli Pauls hafi ákvörðun um brottvísun, sem tekin var 1. apríl í vor, ekki verið birt honum fyrr en 2. júlí. Þá hafi hann verið kom- inn í varðhald lögreglu og verið sendur úr landi nokkrum klukkutímum síðar og því ekki getað varist ákvörðuninni. Vissi ekki um ákvörðun ÚTL Sjálf hafi hún sem lögmaður Pauls ekki fengið að vita að búið væri að taka ákvörðun í málinu. Þegar Paul hefði tilkynnt henni ákvörðun Út- lendingastofnunar hefði verið komið fram á seinnipart dags og búið að loka öllum stofnunum ríkisins. „Ég gat ekki með nokkru móti brugðist við til þess að koma hugsanlega í veg fyrir brottvísun mannsins úr landi. Heldur einhver að þetta séu eðlileg vinnu- brögð?“ spyr Katrín. Fá ekki gjaldfrjálsa lagaaðstoð Hún segir að þess verði krafist til vara að dómsmálaráðherra breyti ákvörðun Útlendingastofnunar. Katrín hefur verið lögmaður Pauls og Rosemary, konu hans, frá því í mars- byrjun en Paul kom hingað í janúar og sótti þá um hæli. Katrín gagnrýnir að hælisleitend- um skuli ekki tryggð lágmarks lög- fræðiaðstoð á fyrstu stigum. „Þegar fólk sækir um hæli hér eru fyrstu skrefin þau að útlendingayfirvöld skoða málið með tilliti til Dyflinnar- samningsins. Þá er verið að athuga hvort hugsanlegt sé að annað land beri ábyrgð á umsókninni,“ segir hún. Komi slíkt í ljós eru yfirvöld í viðkom- andi landi spurð hvort þau séu reiðubúin að taka við viðkomandi. Sé það staðfest er fólk sent til þess lands. Meðan á þessu stendur á umsækjandi ekki rétt á endurgjaldslausri lög- fræðiráðgjöf og heldur ekki þegar yf- irvöld hafa tekið ákvörðun um end- ursendingu,“ segir Katrín. Eftir að Katrín tók við máli hjónanna útbjó hún umsókn til Útlendingastofnunar þar sem óskað var eftir því að íslensk stjórnvöld fjölluðu um umsókn Pauls hér á landi. „Ég rökstuddi það með tengslunum við Ísland og fjölskyld- unni sem hann á hér á Íslandi,“ segir hún. Til vara hafi þess verið óskað að Paul yrði ekki sendur úr landi fyrr en tryggt væri að Ítalía fjallaði um um- sókn hjónanna beggja. Þetta hefði allt legið fyrir 1. apríl s.l. Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses Katrín Theodórsdóttir Paul Ramses Var sendur úr landi til Ítalíu síðastliðinn fimmtudag. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segist ekki hafa verið með í ráðum þegar Útlendingastofn- un sendi Paul Ramses til Ítalíu, að því er ráðherrann sagði við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í gær að loknum rík- isstjórnarfundi. Björn sagði að ráðuneytið gæti tekið málið til efnislegrar meðferðar yrði það kært þangað. Fjallað var um mál Pauls á fundinum í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist eftir fundinn telja að farið hefði verið að lögum og reglum í því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði aðal- atriðið að dómsmálaráðherra fengi málið á sitt borð og hún treysti honum ágætlega til að fjalla um það. Aðspurð um hvort það hefðu verið mistök að senda Paul Ram- ses úr landi áður en fjallað væri um mál hans sagði hún að farið hefði verið í öllu að settum reglum en skort hefði á að matskenndir þættir málsins væru skoðaðir betur. Treystir dómsmálaráðherra fyrir málinu MANNRÉTTINDAFULLTRÚI Evrópuráðsins, sem hingað kom til að skoða stöðu mannréttindamála árið 2005, gagnrýndi í skýrslu skort á lagaaðstoð til handa hælisleit- endum. Um þetta skrifar Margrét Stein- arsdóttir, lögfræðingur Alþjóða- húss, í Morgunblaðið í mars 2006. Fulltrúinn segir að flestum um- sóknum um hæli sé synjað fljótt. Fái þær hins vegar frekari meðferð, sé hælisleitandinn aftur yfirheyrður í viðurvist fulltrúa RKÍ. Sá geti þá veitt honum ráðgjöf og vísað á lög- menn. Um ókeypis lögfræðiaðstoð sé ekki að ræða nema ákvörðun Út- lendingastofnunar sé kærð til dómsmálaráðuneytis. Fulltrúanum hafi verið tjáð að umsóknum sé oft ábótavant en með ókeypis aðstoð megi bæta þær og minnka kostnað. Gagnrýndi lagaaðstoð Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Stórútsala                    !"#$% &%$' () &*+!' ! &,#)- ' .  /01 +1'$% 1!'$0    !0'$'$&, &*+!'$$' #2 $3  )$ ! &,#)- '  4555555555 ) * $2 !/)) '$&, &' $$%'  6555555 )     *+!'$  7&, 8%%, /% ' )) &+  (,# 7! 9'  ', $0%,' * $$ %,#! . !/)'%:'!00'%' 9'$$ ; :3!* 455< =' #2 %:'!00'%' &*+!'$$'  -- . *0'%  --%:(#0'% 9' 9'$$ > :3!* 455< ,)$$ !/))#$# .  /01 +1'$% 1!'$0    5< 5?; /%    555556<<        /01 +1'$% 1!'$0  2$ ')' &*+!'$' ! &,#)- ' 9'$$ @ :3!* 455< A2#:7$ 2, #(! &*+!'$$' /% () ! &,#)- ' .  /01 +1'$% 1!'$0   ! $ '$) B ):#'$0 4B 66 8):'&*) "#$%$' /% ($$ %(%$ #2 & $',  ! * $$  C% ', $.!%'# :.  B '!&% 5D>B 45 7-'&/% /% . 2'#*,   EEE$# '2 ! !/)'0'%# &*+!'$$' 8):'&*)B @ :3!* 455< F     SIGHVATUR Borgar Hafsteinsson kartöflu- bóndi lést á krabba- meinsdeild Landspítal- ans í gær, 8. júlí. Sighvatur fæddist 8. júlí 1953 í Miðkoti í Þykkvabæ. Foreldrar hans voru Sigurjóna Sigurjónsdóttir hús- móðir, f. 1930 á Hóli í Stöðvarfirði, og Haf- steinn Sigurðsson bóndi, f. 1931, í Miðkoti í Þykkvabæ. Sighvatur lauk versl- unarprófi frá VÍ 1973 og ýmsum nám- skeiðum eftir það. Árið 1981 stofnaði hann ásamt öðrum Kartöfluverk- smiðju Þykkvabæjar hf. Upp frá því var hann kartöflubóndi, sat í full- trúaráði Landssam- bands kartöflubænda 1987-1995, var formað- ur 1995-2004, og stofn- aði og rak ýmis fyrir- tæki í þeirri atvinnugrein. Þá gegndi hann margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir Djúpárhrepp. Eftirlifandi eigin- kona hans er Una Aðal- björg Sölvadóttir kenn- ari, f. 1952. Hann lætur eftir sig fjögur börn. Sindra Snæ, Sölva Borg- ar, Sigurborgu Sif og Sigurjón Fjalar. Andlát Sighvatur B. Hafsteinsson Stjórnsýslulög sögð hafa verið brotin og krafist ógildingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.