Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 28
Matargestir munu án efa skella upp úr, verðið er svo hlægilega hátt. … 35 » reykjavíkreykjavík „ÞAU komu hingað tvö, blaðamaður og ljósmyndari frá ítalska Rolling Stone og fylgdu mér eftir í nokkra daga,“ segir Barði Jóhannsson tón- listarmaður, en plata hans Ghost from the Past kemur út í Ítalíu á næstu vikum og viðtalið sem verður á fjórum síðum í blaðinu birtist í næsta eða þarnæsta tölublaði. „Ég sýndi þeim hljóðverið mitt og landið, fór með þau um Gullna hringinn, Boston og allt þetta helsta,“ segir Barði og vísar til skemmtistaðarins Boston við Laugaveg, en þar sást einmitt til hans um síðustu helgi með blaðamennina í eftirdragi. Það er ekki á hverjum degi sem viðtal við íslenska tónlistarmenn birtist í Rolling Stone og líklega er það sjaldgæfara að ítalskir tónlistar- blaðamenn þefi upp íslenska popp- ara fyrir ítalska útgáfu tímaritsins, sem þó hefur verið starfrækt síðan 2003. Tónleikaferð í haust Barði vill ekki kannast við að spurningar ítalskra poppskríbenta séu á neinn hátt frábrugðnar spurn- ingum blaðamanna annarra landa. „Nei, þetta er allt voða svipað og það virðist ekki skipta máli hvaðan fólk kemur. Að vísu spurði þessi til- tekni blaðamaður mig mikið um það hvort íslensk menningarsaga hefði áhrif á tónlistarsköpun mína.“ Gerir hún það? „Ég veit það ekki.“ Þrátt fyrir þessa góðu kynningu sem Barði og Bang Gang fær í Roll- ing Stone innan tíðar, ættu ítalskir tónlistaráhugamenn að þekkja Barða og tónlist hans ágætlega. Síð- asta plata Bang Gang, Something Wrong, kom út þar í landi á sínum tíma og lagið „Stop in the Name of Love“ fór á toppinn á MTV á Ítalíu. En hvernig gengur nýja platan í Evrópu? „Það gengur allt bara mjög vel. Platan er komin út í Frakklandi, Þýskalandi og í einhverjum löndum þar í kring. Svo kemur hún út í öðr- um Evrópulöndum í sumar og haust og í kjölfarið fer ég á tónleika- ferðalag um Evrópu.“ hoskuldur@mbl.is Með Ítali í eftirdragi Morgunblaðið/Golli Stór á Ítalíu Barði og Keren Ann fyrir tónleika með Sinfó á Listahátíð. Tveggja opnu umfjöllun um Barða í ítalska Rolling Stone  Lítið hefur farið fyrir Em- ilíönu Torrini að undanförnu og margir ís- lenskir aðdá- endur hennar urðu afar von- sviknir þegar hún afboðaði komu sína á Bræðsl- una, sem fram fer í Borgarfirði eystri í lok mánaðarins. Þeir hinir sömu ættu að geta tekið gleði sína á ný í september þegar nýjasta plata Emilíönu, Me and Armini, kemur út. Á plötunni er Emilíana enn í slagtogi við upptökustjórann og samstarfsmann sinn til margra ára Dan Carey og á MySpace-síðu Emil- íönu má heyra titillag plötunnar (myspace.com/emilianatorrini). Lagið er í skemmtilegum ska-stíl og heldur hressara en maður á oft að venjast frá Emilíönu. Fyrsta smá- skífa plötunnar, „Jungle Drum“, kemur svo út í lok september en hinn 19. ágúst verður hægt að hala niður plötunni í gegnum iTunes. Æ, alveg rétt! Það getum við náttúrlega ekki gert hér uppi á Ís- landi. Ný plata væntanleg frá Emilíönu Torrini  Fréttablað- ið sagði frá því í gær að stórleikarinn Sam Shepard hefði bæzt í fríðan leik- arahóp kvik- myndarinnar Run for Her Life sem Baltasar Kormákur tekur nú upp í Nýju Mexíkó. Haft var eftir Baltasar að Shepard hefði litist svo skrambi vel á handritið að annað hafi ekki komið til greina en að hann tæki að sér hlutverk í myndinni. Eins og margir vita er Shepard virt leikritaskáld og því má gera ráð fyrir hörku handriti, en nú er hins vegar spurning hvort Baltas- ar launi Shepard ekki greiðann og leikstýri eins og einu leikriti eftir hann hér á næsta leikári. Sam Shepard á ís- lenskum fjölum að ári?Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is BORGARLEIKHÚSIÐ hefur tryggt sér sýning- arréttinn á Rautt brennur fyrir, leikriti eftir Heið- ar Sumarliðason, glænýtt leikskáld sem útskrif- aðist úr námsbrautinni „fræði og framkvæmd“ í leiklistardeild Listaháskólans í vor. Gengið hefur verið frá því að Kristín Eysteinsdóttir leikstýri verkinu og stefnt er að því að það fari á svið haust- ið 2009. Fleiri en eitt leikhús sýndu leikritinu áhuga, en Heiðar valdi Borgarleikhúsið. „Mér líst mjög vel á þá nýju stjórn sem þangað er komin og þeir voru alveg sammála mér um það að Kristín væri rétta manneskjan til þess að leikstýra. Hún er eiginlega eina manneskjan fyrir utan sjálfan mig sem ég treysti til þess að gera þetta almennilega,“ segir Heiðar, sem vinnur nú að því að tryggja sér pláss í framhaldsnámi í leikstjórn í Bretlandi. Leikritið fjallar um fólk sem vill stytta sér leið að ýmiskonar nautnum. „Þetta fjallar um tvö ís- lensk pör sem virðast við fyrstu sýn ekkert tengd, en svo skarast leiðir þeirra með óvæntum hætti,“ segir Heiðar. „Verkið fjallar um þrá fólks eftir því að fá 100 prósent upplifun en engar afleiðingar. Það vill fá kókbragð, en enga fitu sem fylgir öllum sykrinum.“ Fékk loks uppreisn æru Heiðar er 28 ára og settist á skólabekk í Listahá- skólanum eftir að hafa prófað ýmislegt annað og meðal annars lokið námi í Kvikmyndaskóla Ís- lands. „Mér fannst kvikmyndaiðnaðurinn svo of- boðslega lokaður. Það kostar svo mikið að gera allt og það eru svo fáar myndir gerðar að það er erfitt að komast að. Ég prófaði að fara í ensku, sálfræði og bókmenntafræði í Háskólanum og líkaði ekkert af því,“ segir hann. Það var síðan fyrir hálfgerða tilviljun að Heiðar komst á snoðir um nýtt nám hjá Listaháskólanum fyrir þremur árum og gerðist einn af nemendunum í fyrsta árganginum í „fræð- um og framkvæmd“. Þau útskrifuðust nú í vor og leikritið var útskriftarverkefni Heiðars sem fékk hæstu einkunn fyrir það. „Það var einskonar upp- reisn æru eftir eftir að hafa verið fastur í 7,5 í tvö ár. Það var alveg sama hvað ég gerði, alltaf fékk ég 7,5 og var í miðjum einkunnaskalanum,“ segir Heiðar. 100 prósent upplifun  Barist um sýningarréttinn á lokaverkefni Heiðars Sumarliðasonar  „Góð spegilmynd af ákveðinni kynslóð ungs fólks á Íslandi,“ segir leikstjórinn Morgunblaðið/G.Rúnar Óákveðinn „Ég prófaði að fara í ensku, sálfræði og bókmenntafræði í Háskólanum og líkaði ekkert af því,“ segir Heiðar Sumarliðason leikskáld. „MÉR finnst ofboðslega gaman að fá að leikstýra fyrsta verki höfundar,“ segir Kristín Eysteins- dóttir leikstjóri. „Þetta er líka sterkt verk og hann hefur gott vald á þessu formi sem leikrit eru, það er afar vandmeðfarið. Persónu- sköpunin er góð og samtölin flæða vel. Þetta er góð speg- ilmynd á ákveðna kynslóð ungs fólks á Íslandi.“ Hún segir að verkið hafi höfðað til sín við fyrsta lestur. „Það er einhver orka í þessu verki sem fangaði mig, stundum myndast ein- hver óútskýranleg tengsl strax við fyrsta lestur og þá er maður ekki í rónni fyrr en maður fær að vinna verkið. Ég reyni að miða við það, að finna þessa tengingu.“ Hún á enn eftir að ákveða útlit verksins en það eru þó e-r hugmyndir að gerjast. „Ég sé þetta fyrir mér frekar einfalt og laust við tilgerð. Ég vil gera þetta svolítið satt og hrátt.“ „Satt og hrátt“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.