Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Surtsey á heimsminjaskrá FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SURTSEY hefur verið samþykkt á heims- minjalista Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna (UNESCO). Tilnefning Surts- eyjar var samþykkt einróma í fyrrakvöld á 32. fundi heimsminjanefndarinnar sem nú er hald- inn í Quebec í Kanada. Samþykktin var gerð á grundvelli vöktunar og rannsókna á þróun eyj- arinnar. Í rökstuðningi segir m.a. að það sé einna merkilegast að Surtsey hafi verið vernduð frá því hún myndaðist. Skráningunni fylgdi hvatn- ing um að Ísland hugaði að endurtilnefningu Surtseyjar sem hluta af fjölþjóðlegri raðtil- nefningu staða á Atlantshafshryggnum eða sem hluta raðtilnefningar íslenskra eldfjalla og rekbeltisins. „Það er mikið gleðiefni að okkur skuli hafa tekist að fá aðra tilnefningu okkar á heims- minjaskrá,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra. Þingvellir voru samþykktir sem menningarminjar árið 2004. Hún sagði að tilnefningin gæti haft mikla þýð- ingu. Þótt ferðamenn mættu ekki stíga í land í Surtsey þyrfti að gera eyjuna sýnilega, eins og ætlunin væri með gosminjasýningu sem kynnt var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Þor- gerður Katrín kvaðst telja að taka þyrfti alvar- lega hvatningu heimsminjanefndarinnar um að tilnefna fleiri staði hér á landi og við landið. Önnur íslenska skráningin Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra og formaður heimsminjanefndar Íslands, segir að skráning Surtseyjar á heims- minjaskrána þýði að við framgang mála á Surtsey verði að hafa skilyrði skráningarinnar í huga. „Mestu skiptir á þessari stundu að fagna þeirri viðurkenningu, sem í þessu felst, fyrir þá, sem hafa vaktað Surtsey til þessa og þar með tryggt að unnt reyndist að skrá hana.“ Að sögn Björns eru helstu verkefni heims- minjanefndar Íslands á næstunni raðskráning víkingaminja í mörgum löndum austan hafs og vestan, skráning Mið-Atlantshafshryggjarins og skráning íslenska torfbæjarins, þ.e. skrán- ing á torfbænum sem heimsminja í húsgerð- arlist og til verndar honum, þar sem það er unnt. Surtsey var friðuð árið 1965 meðan enn gaus. Friðunin var þá bundin við eyjuna ofansjávar og var tekið fyrir mannaferðir þangað nema með sérstöku leyfi. Við tilnefningu Surtseyjar á heimsminjaskrána 2006 var friðlandið stækkað verulega og nær það nú yfir alla eldstöðina, of- an sjávar og neðan. Náttúrufræðistofnun hefur frá upphafi haft umsjón með rannsóknum og reglubundinni vöktun í eynni í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Surtseyjarfélagið. Nú eru rúmlega 900 minjar á heims- minjaskrá UNESCO. Langflestar, eða um þrjár af hverjum fjórum, eru menning- arminjar, um fimmtungur náttúruminjar og síðan blandaðar minjar. Nú hafa 185 ríki sam- þykkt heimsminjasáttmálann. Surtseyjarsýning stendur yfir Í Þjóðmenningarhúsinu stendur yfir sýning Náttúrufræðistofnunar Íslands, Surtsey – jörð úr ægi. Þar er rakin myndunar- og þróun- arsaga Surtseyjar frá upphafi og spáð fyrir um framtíð hennar næstu 120 árin. Upphafið Neðansjávargossins varð fyrst vart 14. nóvember 1963 um 18 km suðvestur af Heimaey í Vestmannaeyjum. Eyja Nýtt land sást þegar 15. nóvember og í lok janúar 1964 var eyjan orðin 174 metra há eða rúmlega 300 m frá hafsbotni. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Hraun Hraungos hófst 4. apríl 1964. Gosinu lauk í júní 1967 og þá var Surtsey orðin 2,7 km2 að stærð. Surtsey á heimsminjaskrá Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Langt gos Surtseyjareldar eru með lengstu eldgosum á Íslandi frá landnámi. Surtsey hefur mikið breyst. Haf og veður hafa mótað landslagið og lífið numið þar land í margvíslegum myndum. Með friðun eyjarinnar 1965 var stuðlað að því að þessi þróun yrði sem mest án áhrifa manna. Vöktun og rannsóknir á þróun Surtseyjar frá því hún myndaðist lögðu grundvöllinn að því að eyjan er komin í hóp einstakra náttúruminja veraldar „Mér finnst það vera stórkostleg tíðindi,“ sagði dr. Sturla Friðriksson erfða- fræðingur um við- urkenningu Surts- eyjar á heimsminjaskrá. Hann hefur rann- sakað Surtsey frá upphafi og m.a. rit- að tvær bækur og fjölda greina um eyna. Sturla átti þátt í því að eyjan var friðuð þegar árið 1965. „Surtsey er alveg sérstök að því leyti að við höfðum vit til að reyna að gera hana einstæða í heiminum með því að láta hana vera rannsóknamiðstöð. Það var sérstakt að halda frá mikilli umferð svo hægt yrði að fylgjast með fram- vindu náttúrunnar,“ sagði Sturla. Hann sagði að í Surtsey hefði verið fylgst með jarðfræðilegri mótun landsins og eins því hvernig ýmsar lífverur hefðu numið land þar sem var lífvana eyðiey. Stórkostleg tíðindi Sturla Friðriksson „Þetta breytir heil- miklu og er heilmikil viðurkenning á Surts- ey sem friðlandi,“ sagði Lovísa G. Ás- björnsdóttir, sérfræð- ingur friðlandsins í Surtsey. „Nú verður lögð áhersla á að koma upp gestastofunni til að taka á móti þeim ferðamönnum sem vilja kynna sér Surts- ey.“ Lovísa taldi að lokun Surtseyjar fyrir umferð yrði ekki breytt. Fremur að hennar yrði nú gætt enn betur. Heim- ilt er að sigla í kringum Surtsey og eins að fljúga þar yfir. „Ég tel að hefði Surtsey ekki verið friðuð strax 1965 væri hún ekki komin á heimsminjaskrá,“ sagði Lovísa. Heilmikil viðurkenning Lovísa G. Ásbjörnsdóttir „Það var sérstakt fyr- ir okkur að vera hér þegar þetta gerðist,“ sagði dr. Borgþór Magnússon, for- stöðumaður hjá Nátt- úrufræðistofnun Ís- lands. Hann fer fyrir sex líffræðingum sem taka þátt í árlegum rannsóknarleiðangri til Surtseyjar. Vísindamennirnir mæla plöntur, stunda skordýrarannsóknir, safna sveppum og mosum auk þess sem hugað er að fuglalífi. Einnig eru þrír kvik- myndatökumenn í eynni. Í fyrrakvöld var efnt til veislu í Surtsey þar sem kaka, kleinur og kaffi var á borðum. Veisla í Surtsey Borgþór Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.