Morgunblaðið - 09.07.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 09.07.2008, Síða 26
;)Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is 26 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er miðvikudagur 9. júlí, 191. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) Þegar Víkverji var á sínum yngriárum fannst honum æðið fyrir hljómsveitinni Abba í besta falli fynd- ið, hvort sem textar hennar fjölluðu um sagnfræði eða hagfræði. Sveitin reyndist hins vegar ótrúlega nösk á smelli, sem hafa reynst ærið lífseigir. Plötur Abba seljast enn drjúgt og daglega borgar fólk rúmlega eina milljón dollara fyrir miða á söngleik- inn Mamma Mia, sem um þessar mundir er sýndur á sviði í tylft borga í heiminum og nú hefur verið gerð kvikmynd eftir. x x x Abba á sér marga aðdáendur, enþeir vekja ekki allir jafnmikla aðdáun Abba. Söngkonan Madonna vísaði til Abba í laginu „Hung Up“ og lét helming stefgjaldanna renna til hljómsveitarinnar. Þetta kunnu þeir Björn Ulvaeus og Benny Anderson að meta. Þeir voru hins vegar ekki jafn ánægðir þegar þeir fréttu að John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, notaði lagið „Take a Chance on Me“ á kosn- ingafundum því að hann bað ekki um leyfi. McCain fékk orðsendingu frá lögfræðingum hljómsveitarinnar og var fljótur að ganga frá höfundarmál- unum. x x x Kjötætur og grænmetisætur eruþekkt fyrirbæri, en nú er komið fram hugtakið „nærætur“ (á ensku locavores). Það á við um þá, sem leggja sig fram um að borða mat, sem framleiddur er í nágrenni við þá. Þeir hörðustu búa sér til ákveðinn radíus, til dæmis 200 kílómetra, og borða ekki matvæli, sem framleidd eru utan hans. Eitt markmiðið með þessari stefnu er að draga úr hinum gríð- arlegu flutningum, sem eiga sér stað á matvælum í heiminum. Það getur hins vegar orðið þrautin þyngri að fá fullvissu fyrir uppruna matarins. Matur í íslenskum umbúðum getur verið hvaðan sem er. Á Íslandi er líka erfitt að fá allar þær tegundir matar, sem nauðsynlegar eru til að þrífast, allan ársins hring. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Akranes Valgerður Alda fæddist 28. apríl kl. 9.06. Hún vó 4.055 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Heiðar Þór Gunnarsson og Sigrún Eggertsdóttir Waage. Reykjavík Sigþór Ari fædd- ist 24. apríl kl. 15.24. Hann vó 16,5 merkur og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Helgi Vattnes Þrastarson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 akkeri, 4 krani, 7 hreyfill, 8 meðulin, 9 kraftur, 11 fífl, 13 heiðurinn, 14 ládeyðu, 15 heilnæm, 17 ójafna, 20 púki, 22 spillt, 23 verðleiki, 24 hinn, 25 ávöxtur. Lóðrétt | 1 sorti, 2 stríðin, 3 sjá eftir, 4 hæð, 5 spakur, 6 út, 10 pússar, 12 reið, 13 espa, 15 refsa, 16 dáin, 18 kind, 19 fæddur, 20 aular, 21 blóðsuga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fýsilegur, 8 grund, 9 ilmur, 10 inn, 11 skarð, 13 solls, 15 flagg, 18 smátt, 21 róm, 22 tuggu, 23 áttan, 24 vitgranna. Lóðrétt: 2 ýsuna, 3 ildið, 4 efins, 5 urmul, 6 uggs, 7 hrós, 12 róg, 14 orm, 15 fáti, 16 angri, 17 grugg, 18 smára, 19 ástin, 20 tonn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 O–O 5. g3 c6 6. Bg2 d5 7. cxd5 cxd5 8. O–O Re4 9. Bf4 Rxc3 10. bxc3 Rc6 11. Dd2 He8 12. Bh6 Bh8 13. Hab1 Ra5 14. Rg5 Bf5 15. Hb5 e6 16. Df4 f6 17. e4 dxe4 18. Rxe4 e5 19. Dh4 exd4 20. cxd4 b6 21. Hd5 Bd7 22. Hc1 De7 23. Rd6 Hed8 Staðan kom upp á Boðsmóti Tafl- félags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Að þessu sinni var mótið tíu manna lokað alþjóðlegt skákmót. Danski alþjóðlegi meistarinn Jakob Vang Glud (2456) hafði hvítt gegn Daða Ómarssyni (2027). 24. He5! og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 24… Dxd6 25. Bd5+. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sambandsslit. Norður ♠82 ♥G5 ♦D8432 ♣DG64 Vestur Austur ♠D974 ♠G105 ♥82 ♥K109763 ♦ÁK97 ♦5 ♣873 ♣K52 Suður ♠ÁK63 ♥ÁD4 ♦G106 ♣Á109 Suður spilar 3G. Hollendingurinn Bas Drijver var eini keppandi Evrópumótsins sem vann 3G, en hann hafði tvennt með sér umfram aðra sagnhafa: hjartasögn úr austrinu og hagstætt útspil – tígulás. Eftir sem áður þurfti Bas að spila vel. Til að byrja með lét Bas ♦10 undir ásinn til að stífla ekki litinn. Vestur skipti yfir í ♥8, sem Bas drap strax og spilaði nú smáum spaða í bláinn! Til- gangurinn var að einangra austur með því að rjúfa samband varnarinnar í spaðanum. Vörnin hamraði á hjartanu, en Bas drap strax, tók ♠ÁK og spilaði ♦G. Við því átti vestur ekkert svar. Hann dúkkaði í reynd, en það var að- eins stundarfriður. Vestur fékk næsta slag á ♦K, gat tekið fjórða varnarslag- inn á ♠D en svo var komið að skulda- dögum – að vekja borðið til lífsins með laufi eða tígli. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Byrjendaheppni og að vera fyrst- ur í mark er einkennandi fyrir þig. Þú ættir að nýta þér tækifærið því allt nýtt sem þú gerir veitir þér meiri orku og ger- ir þig meðvitaðri. (20. apríl - 20. maí)  Naut Of fá verðlaun í lífi þínu hafa leitt til þunglyndis. Þú hefðir gott af smá-dekri. Skrifaðu lista og byrjaðu að njóta alls sem lífið býður upp á – hins stóra sem smáa. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Óþolinmæði skilar sér í höfnun á „núinu“ sem er einmitt eini tíminn sem þú raunverulega lifir í. Þú hafnar því lífinu á ákveðinn hátt. Vertu þolinmóðari. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú lendir í einhverju sem virðist með ólíkindum; það leiðir þér fyrir sjónir að þú ert á réttri leið að einhverju sem er stærra en þú getur útskýrt eða skilið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Stjörnurnar sýna þér nokkuð sem er ekki beint nýtt, en þú sérð það á nýjan hátt sem reynist gagnlegt. Þú gætir t.d. komist að öllu því sem af þér er vænst og það veitir þér persónulegt öryggi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert örlátur að eðlisfari. Í dag gefur þú og gefur og þú hefur ekkert fyr- ir því. Þetta er stórmerkilegt og þú veist ekki einu sinni hvernig þú ferð að þessu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða mjög dýrmætir fyrir einhvern ann- an. Táknin segja að þú munir leyfa öðrum að njóta visku þinnar, og það ber ávöxt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú munt eiga í samræðum við fólk sem þú þekkir ekki neitt. Þú beislar þinn persónulega styrk með því að pæla í hvað þú vilt fá út úr samtölunum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert það sem þú vilt vera. Í dag er þemað að endurskapa þig. Þú hef- ur það á valdi þínu en þarft ekki að gera það einn. Sporðdreki yrði hjálpsamur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þau góðverk eru ekki til sem ekki bæta heiminn að einhverju leyti. Þú sérð kannski ekki árangur af þínum en þú mátt trúa að þau hafa góð áhrif. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vinalegt eðli þitt kemur að góð- um notum í dag. Bara það að hitta eina manneskju mun opna þér hundrað tæki- færi sem stefna þér á spennandi stað. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú mátt vera viss um að allir hafa sínar efasemdir, líka þeir sem virðast mjög sjálfsöruggir. Ef þú vinnur í þínum efasemdum munu þær að lokum hverfa. Stjörnuspá Holiday Mathis 9. júlí 1855 Mikil „regnsteypa“ var á Ak- ureyri og heyrðust þá meira en þrjátíu „reiðarþrumur,“ eins og sagði í Norðra, og „með mörgum þeirra brá eld- ingum fyrir“. 9. júlí 1916 Vopnaður enskur togari tók farþegaskipið Flóru, sem var á leið frá Reykjavík til Siglu- fjarðar með rúmlega eitt hundrað farþega. Flóru var skipað að sigla til Englands og farþegarnir voru sendir heim með öðru skipi síðar í mán- uðinum. Heimsstyrjöldin fyrri stóð sem hæst um þessar mundir. 9. júlí 1946 Skemmtigarðurinn Tivoli var opnaður í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Þar voru meðal annars bílabraut, hringekja, parísarhjól og danspallur. Starfseminni var hætt árið 1964. 9. júlí 1976 Mesti hiti í Reykjavík á tutt- ugustu öld, 24,3° C, mældist þennan dag. Hitinn var meiri en tuttugu stig frá hádegi og fram á kvöld. Aðalfyrirsögn Vísis daginn eftir var: „Íslensk hitabylgja.“ 9. júlí 1994 Síldarminjasafn var formlega opnað í Roaldsbrakka á Siglu- firði, en safngripir höfðu um skeið verið til sýnis í öðru húsi. „Það ríkti hátíðarstemn- ing á Siglufirði,“ sagði í Degi. 9. júlí 1998 Leikritið Hellisbúinn var frumsýnt. Rúmu ári síðar höfðu 57.106 leikhúsgestir séð það, sem var aðsóknarmet hér á landi. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… Bryndís Schram er ekki þekkt fyrir að hafa logn- mollu í kringum sig en óhætt er þó að segja að af- mælisdagur hennar verði óvenjulega ævintýra- legur í ár. Hún er nú stödd í borginni Lilongwe í Malaví ásamt eiginmanni sínum, Jóni Baldvini Hannibalssyni. Þar verða þau næstu tvær vikur hjá syni sínum, Glúmi Baldvinssyni, en hann stýrir nýju verkefni á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Ís- lands, Iceade. Markmiðið er að byggja 230 brunna til að sjá íbúum svæðisins fyrir vatni. Þegar blaðamaður talaði við Bryndísi í gærkvöldi sat hún á veröndinni við Malavívatn, sem er jafn- stórt og hálft Ísland og myrkrið var nýskollið á. Hún hafði um daginn heimsótt skóla í borginni, en börnin þar fögnuðu gestunum og var mik- ið í mun að koma kveðju til barnanna í Mýrarhúsaskóla á Seltjarn- arnesi. Skólarnir tveir eru vinaskólar og börn af Seltjarnarnesinu höfðu sent ritföng og annað til vina sinna í Malaví. Á sunnudaginn fór Bryndís síðan til kirkju, en þá var haldið upp á sjálfstæði Malaví en landið var undir stjórn Breta. Þar var sungið og dansað og sessunautur Bryndísar heimtaði að hún færi og dansaði með kvennakórnum: „Og ég bara dansaði með og þær trylltust alveg við að sjá mig dansa með þeim!“ Í staðinn ætla konurnar að koma og syngja fyrir Bryndísi í afmælinu hennar í dag og grillað verður við Malavívatn- ið þar sem stjörnurnar skína skært alla nóttina. sigrunhlin@mbl.is Bryndís Schram fagnar sjötugsafmæli í Malaví „Og ég bara dansaði með!"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.