Morgunblaðið - 09.07.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.07.2008, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Heimilislæknar hafa lengi búiðvið það, einir sérfræðilækna, sem starfa samkvæmt samningi við ríkið, að mega ekki opna sjálfstætt reknar læknastofur, heldur verið skyldaðir að starfa á heilsugæzlu- stöðvum.     Þetta hefurrýrt kjör heimilislækna og leitt til þess að ungir læknar fara í sérnám í öðrum greinum en heimilislækn- ingum.     Afleiðingin afþví er skortur á heimilislækn- um. Sumir fá engan heimilislækni. Aðrir fá heimilislækni en eru ann- aðhvort búnir að leita annað eða þeim er batnað þegar þeir loks fá tíma hjá honum!     Guðlaugur Þór Þórðarson heil-brigðisráðherra hefur nú loks- ins staðið við gamalt fyrirheit sem framsóknarmenn í heilbrigðisráðu- neytinu gáfu en efndu ekki um að heimilislæknar fái að starfa sjálf- stætt.     Seinna á árinu verður boðin úteinkarekin heilsugæzlustöð eða læknastofa nokkurra heimilislækna að því er Sjónvarpið greindi frá í gærkvöldi.     Sjúklingarnir munu áfram borgaþað sama og á heilsugæzlu- stöðvum hins opinbera. Sömu kröf- ur verða gerðar og til opinberra heilsugæzlustöðva.     Afleiðingin verður væntanlegameiri samkeppni, meiri afköst og betri þjónusta í heilsugæzlunni. Einkarekstur, sem heilbrigðisráð- herra hefur beitt sér fyrir, hefur nú þegar stuðlað að meiri skilvirkni og styttingu biðlista í heilbrigðiskerf- inu. STAKSTEINAR Guðlaugur Þór Þórðarson Samkeppni í heilsugæzlunni                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                  ! !" ##$  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              "# #"      :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   &% %& &% &  %& & %& %&                                  *$BC             !  "  #    $ !  % &' ''  (   !     !   #  )   !  *! $$ B *! ' (!  ! !   )  *  <2 <! <2 <! <2 ')( #" !+ #$,!- "#.   D2E                  /    %  ! *     ! * "+   #    ! %  &,   <7  %     $-  ./ !     $ !    $ /   #     ! *! % &0 &  (  . #  )   !  <             !   "# -    $ !     #    ! % &0 '0  (  *   /0"" !!11  #"! !2   !+ #$ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson KRÆKLINGARÆKT getur orðið samkeppnishæfur atvinnuvegur á Íslandi, líkt og í Kanada. Þetta er niðurstaða nefndar sem kynnt var á blaðamannafundi á Akureyri í gær. Einar Kr. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra skipaði nefndina til að meta stöðu og möguleika kræklingaræktar á Ís- landi. Í skýrslu sem gefin hefur verið út leggur nefndin til að stjórnvöld hjálpi til við að efla atvinnugrein- ina og stuðla að vexti og viðgangi kræklingaræktar hér á landi. Í skýrslunni kemur fram að þetta verði gert með „almennum aðgerð- um“ sem snerta styrkingu innviða, rannsókna og aukna „þjónustu opinberra aðila við greinina.“ Til lengri tíma litið eru markmiðin m.a. þau að laða fjármagn að greininni. „Ég tel að niðurstöður nefndar- innar séu bæði hóflegar og raun- hæfar og að svo miklu leyti sem það er á færi ráðuneytisins munum við hrinda þessum tillögum í fram- kvæmd,“ segir Einar Kr. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra. Hann segir næstu skref vera þau að skipa samráðshóp í kringum nauð- synlegar framhaldsrannsóknir. Rannsóknir sem gera verður eru til dæmis á því hversu mikið af efn- inu kadmíum finnst í kræklingi sem ræktaður er hér á landi, en á sumum ræktunarsvæðum hér á landi hefur styrkur þess verið yfir viðmiðunarmörkum ESB. „Þetta eru ekki kostnaðarsamar tillögur,“ segir Einar um tillögur nefndarinnar, „og rúmast innan fjárveitinga ráðuneytisins. Ég held að þær muni ekki leiða til þess að opinber útgjöld til greinarinnar aukist, heldur séu til þess fallnar að draga fjárfesta að greininni. Það er ljóst að uppbygging grein- arinnar mun standa og falla með því hvort það tekst að draga fjár- magn inn í greinina. Þess vegna er mjög þýðingarmikill liður í þessu að fækka áhættuþáttum með frek- ari rannsóknum. Tillögurnar fela ekki í sér ríkis- afskipti heldur að búa til grunn- gerð sem kræklingarækt getur byggt á. Þannig verður til alvöru atvinnugrein.“ „Alvöru at- vinnugrein  Kræklingarækt samkeppnishæf  Rannsaka þarf kadmíum Neysla kræklings í Evrópu fer vax- andi og nemur nú um 700 þús. tonnum. Verð á ferskum kræklingi hefur farið hækkandi og er nálægt þremur evrum á kílóið. Skortur er á rými fyrir ræktunarstöðvar í Evr- ópu. Hins vegar er nægilegt rými fyrir kræklingarækt hér á landi. Lít- ið er um mengun, t.d. hefur lítið fundist af þungmálmum og kadmí- um í sýnum sem rannsökuð hafa verið. Gæðin á kræklingi sem rækt- aður er hér á landi eru mikil og jöfn. Reynslan af atvinnugreininni er hins vegar lítil og þekkingin tak- mörkuð. Þannig hefur orðið mikið tjón á búnaði sem notaður er og kræklingur hefur hrunið af rækt- unarböndum. Þar að auki er fjar- lægðin til markaða meiri hér landi en hjá samkeppnislöndum og flutn- ingskostnaður hærri. Því skiptir miklu máli að kanna hagkvæmni ólíkra leiða við útflutn- ing á ferskum kræklingi en það er eitt af því sem lagt er til að sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytið veiti fé til. Kræklingarækt – framtíðaratvinnugrein? FLATEY á Breiðafirði býður upp á ýmsa afþreyingu hvort sem er fyrir augu eða huga. Hægt er að fara í siglingu um Breiðafjarðareyjar með eyja- bátnum Særúnu en í slíkum ferðum er plægt fyrir skel og öðrum sjávar- dýrum og hópum leyft að smakka á því sem nægtaborð hafsins býður upp á. Á vegum Verkalýðsfélags Vestfjarða var fyrr í sumar farið í hópferð í Flat- ey og 70 manns, alls staðar að af Vestfjörðum, tóku þátt í ferðinni. Við það tækifæri var skoðað fuglalífið í eyjunum, auk siglingarinnar með Særúnu. Særún á ferðinni um Breiðafjörð Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson Nægtaborðið dregið upp Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GRÁSLEPPUVERTÍÐIN er langt komin og hefur ekki verið betri síð- an 2004. Örn Pálsson, framkvæmda- stjóri Landssambands smábátaeig- enda, segir að tölur um heildarafla liggi ekki fyrir á öllum stöðum en ganga megi út frá því að veiðin hafi verið á milli 10.000 og 11.000 tunnur og aflaverðmætið um 700 milljónir króna miðað við 10.500 tunnur. Veiðarnar hafa verið takmark- aðar undanfarin ár í þeim tilgangi að ná upp verðinu. Samvinna hefur verið með Íslendingum, Kanada- mönnum, Grænlendingum og Norð- mönnum um að halda veiðunum undir 30.000 tunnum. Þrjár fyrstu þjóðirnar hafa miðað við um 8.000 tunnur hver og Noregur 3.000 til 4.000 tunnur. Örn segir að þetta fyr- irkomulag hafi tekist ljómandi vel og árangurinn sé að koma í ljós, því jafnvægi sé á milli framboðs og eft- irspurnar. Stefnt að hærra verði Örn segir að þjóðirnar hafi veitt allt of mikið 2004 eða um 43.000 tunnur en með því að takmarka aflann, m.a. með því að stytta veiði- tímann, hafi verðið hækkað. „Veiði- mennirnir hafa á þessu mikinn og góðan skilning,“ segir Örn. „Við telj- um að þetta eigi að vera dýr vara.“ Að sögn Arnar hefur hæsta verðið að undanförnu verið um 80 þúsund krónur fyrir tunnuna en hann segir að miðað við allan tilkostnað ætti tunnan að vera komin í um 100 þús- und. „Við stefnum að sjálfsögðu að því að hækka verðið á grásleppu- hrognunum mun meira en orðið er.“ Örn segir að almennt hafi veið- arnar gengið vel. Veðrið hafi helst strítt mönnum á Norðurlandi og þar hafi verið erfiðar brælur í mars og apríl. Grásleppuvertíðin ekki betri í 4 ár Í HNOTSKURN » Í fyrra var veiðin um6.700 tunnur og aflaverð- mætið upp úr sjó um 250 til 300 milljónir króna. » 105 kg af söltuðum hrogn-um eru í einni tunnu. » Þrjár verksmiðjur á Akra-nesi, í Kópavogi og Reykjanesbæ búa til kavíar úr grásleppuhrognum. Kavíarinn er einkum seldur til Frakk- lands, en söltuð hrogn til Sví- þjóðar og Þýskalands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.