Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÖFLUGASTI stórmeistari Ung- verja, Peter Leko varð einn í efsta sæti á Sparkassen-mótinu sem lauk í Dortmund um helgina. Alls tóku átta skákmenn þátt í mótinu og hlaut Leko 4 ½ vinning af sjö mögulegum. Hann varð ½ vinningi á undan næstu mönnum. Sigur Leko kemur ekki á óvart þar sem Ungverjinn hefur ver- ið í hópi bestu skákmanna heims um alllanga hríð en er sem stendur í 5. sæti heimslistans. Hann var nálægt því að vinna Kramnik í einvígi þeirra um heimsmeistaratitilinn árið 2004 en Kramnik tókst að jafna metin í lokaskák einvígisins. Í 2.-5. sæti komu Úkraínumaður- inn Vasilí Ivantsjúk, Aserinn Shak- riyar Mamedyarov, Rússinn Jan Nepomniachtchi og Þjóðverjinn Jan Gustafsson, allir með 4 vinninga. Tveir þeir síðasttöldu eru tiltölulega lítt þekktir skákmenn en Nepomni- achtchi vann hið geysiöfluga Aero- flot-mót sl. vetur og þar með þátt- tökurétt í Dortmund, sem ásamt Linares-mótinu, Wijk aan Zee-mótinu og Melody Amber-mótinu er talið eitt það eftir- sóknarverðasta meðal skákmanna að tefla í. Vladimir Kramnik sem undirbýr sig undir heimsmeistaraeinvígi sitt við Wisvanathan Anand næsta haust varð að láta sér lynda sjöunda sætið sem er einn slakasti árangur hans á ferlinum, hann tapaði tvisvar með svörtu í sama afbrigði Petroffs-varn- ar. Kramnik hefur unnið mótið í Dortmund átta sinnum, þar af fjórum sinnum í röð á árunum 1995-1998. Hann hefur unnið tvö síðustu mótin í Dortmund svo úrslitin hljóta að hafa valdið honum miklum vonbrigðum. Eftir framgöngu Magnúsar Carlson- ar undanfarið hafa vinsældir Kram- niks og raunar Leko líka hrapað nokkuð, en báðir eru feiknalega öruggir skákmenn en dálítið litlausir á köflum. Hollendingurinn Loek Van Wely varð langneðstur og má rekja viðun- andi frammistöðu flestra annarra keppenda í þessu stutta móti til þess hversu hörmulega Hollendingnum gekk. Þó hann hlyti aðeins einn vinn- ing barðist hann vel í öllum skákum sínum en að þessu sinni var stríðs- gæfan honum ekki hliðholl. Í eftirfar- andi skák verður hann að láta í minni pokann fyrir einum besta Þjóðverj- anum í dag, Arkadij Naiditsch: Dortmund 2008; 6. umferð: A. Naiditsch – Loek Van Wely Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Rbd7 8. Bg5 h6 9. Bh4 Rc5 10. De2 Be7 Sennilega er nákvæmast að ráðast strax til atlögu á drottningarvæng með 10. .. b5. 11. O–O–O O–O 12. Bg3 Dc7 13. e5 dxe5 14. Bxe5 Da5 15. Kb1 Bd7 16. f4 b5 17. g4 b4 18. g5! Afar óþægilegur leikur sem Van Wely finnur ekki bestu vörnina við, trúlega hefur honum sést yfir 20. leik hvíts, eini möguleikinn er 18. hxg5 19. fxg5 Re8 með allgóðum varnarmögu- leikum. 18. bxc3 19. gxf6 gxf6 20. Rf5 exf5 21. Bxc3 Dd8 22. Dh5 Kh7 23. Hhg1 De8 Millileikurinn 23. Rxb3 strandar á drottningarfórn sem nú vofir yfir stöðu svarts: 24. Dxh6+! Kxh6 25. Hd3 og óverjandi mát á h3. 24. Hg3 Hg8 25. Bxf7 hxg3 26. hxg3 – og svartur gafst upp. Stóra slemma í Bilbao Nú hafa Spánverjar boðið til nýs ofurskákmóts sem halda á í Bilbao á Spáni dagana 2.-23. september nk. og hefur mótið þegar hlotið nafnið „Stóra slemma“. Aðeins sex skák- menn fá boð á mótið og vekur athygli að hvorki Leko né Kramnik eru þar á meðal. Þátttakendalistinn lítur þann- ig út: Wisvanthan Anand (Indland), Magnús Carlsen (Noregur), Vasilí Ivantsjúk (Úkraína) , Venselin Topa- lov (Búlgaría) Lev Aronjan (Armen- ía) og Teimour Radjabov (Azerbad- sjan). „Hugaríþróttir“ á Ólympíuleikvanginum í Kína Strax eftir Ólympíuleikana í Kína fer fram sérstök sýningarkeppni „hugaríþrótta“ í „Hreiðrinu“, hinum nýja Ólympíuleikvangi í Beijing. Keppnin hefur hlotið „World Mind Sport games“. Þegar liggur fyrir að Ísland mun senda skáklið til þessarar keppni en alls munu þátttakendur vera um 3000 talsins í ýmsum grein- um eins og skák, brids, go og fleiri greinum. FIDE hefur um langt skeið unnið að því að fá skák inn sem Ólympíugrein og keppnin nú er eitt skref í þá átt að „hugaríþróttir“ verði að lokum hluti alþjóðlegu Ólympíu- hreyfingarinnar. Leko sigraði í Dortmund SKÁK Dortmund, Þýskalandi Sparkassen-mótið 28. júní-6. júlí 2008 helol@simnet.is Helgi Ólafsson Afi Guðmundur, hönd guðs leiðir þig nú og minningin um þig mun lifa. Fjóla Ósland Hermannsdóttir. Elsku afi minn. Nú þarf ég að kveðja þig. Sársaukinn er yfirþyrm- andi. Þú hefur verið svo risastór hluti af mínu lífi og okkar allra. Þú hefur kennt mér svo margt og látið svo gott af þér leiða fyrir alla sem á vegi þín- um urðu. Þú hugsaðir vel til allra og allir vildu þér hið besta. Þú varst ein- stök manneskja. Merkasti maður sem ég hef kynnst. Þú ert mín fyr- irmynd í öllu sem ég geri. Það hefur verið óendanlegur heiður að fá að kynnast þér og geta kallað þig afa minn. Elsku afi minn. Þú kenndir mér snemma réttu handtökin. Þegar heilsu þinni var farið að hraka hringdirðu oft í mig og spurðir hvort ég gæti komið við og unnið í garð- inum; slegið grasið og rakað, klippt trén og málað skúrinn og skúrþakið, þegar þess þurfti. Reynt var eftir allra fremsta megni að mæta á slag- inu, enda var stundvísi eitt af þínum persónueinkennum sem þú lagðir alltaf ríka áherslu á. Þessar stundir mat ég mikils. Eyða heilum degi í garðinum með afa og spjalla. Líkami þinn var síðustu árin orðinn þreyttur og lúinn og sastu oftast á skrifborðs- stól eða kollinum góða inni í bílskúr þegar ég kom. Fagnaðarfundir voru með okkur í hvert skipti og tók ég í hönd þína og kyssti þig á kinn og enni. Þú sagðir mér síðan frá þeim verkefnum sem við áttum í vændum það skiptið. Þú tókst kollinn og sast hjá mér þegar ég var að vinna. Þú bentir stafnum ákveðið þangað sem taka þurfti hendinni til. Sólin skein hátt og sjaldnast ský á lofti. Útivið leið þér best, í hita og sól, og varst eins og grískur guð, sólbrúnn og sæl- legur. Fegursti maður þessa heims og næsta, að utan sem innan. Elsku besti afi minn. Lóa, konan mín og Ingvar Dagur, sonur minn, höfðu einstaklega miklar mætur á þér og fannst alltaf gaman að hitta þig og tala við þig. Ingvar Dagur er svo hrifinn af þér. Talar ótt og títt um langafa. Stafurinn þinn sem hann fékk alltaf að prófa fannst honum ótrúlega spennandi gripur. Þig lang- aði til að hann fengi að eiga staf sem þú notaðir og hafðir sjálfur búið til. Hann er alltaf að spyrja um langafa sinn. Fannst honum afar spennandi að fá að koma í heimsókn, fá stafinn lánaðan, fá að sitja á göngugrindinni þinni á meðan þú keyrðir hann um íbúðina og að leika með allt dótið. Sama dag og þú kvaddir okkur úr þessum heimi spurði hann mikið um þig og ætluðum við feðgarnir að heimsækja þig. Ég segi honum núna að langafi sé á betri stað, þar sem all- ar góðar vættir verði með honum alla tíð. Mér þykir afskaplega vænt um þessi orð en þau sagðirðu afar oft við mig. Elsku afi minn. Sorg og söknuður fá ekki lýst þeim tilfinningum sem nú berast um í brjósti mér. Ég kveð þig því, góði vinur minn, og hugga mig við það að vita af þér á betri stað. Við munum hittast aftur og hlæja og gleðjast saman. Ég segi því nú við þig, elsku afi minn, megi englarnir vaka yfir þér og allar góðar vættir fylgja þér alla tíð. Ég mun alltaf hugsa til þín og veit að þú munt verða hjá okkur hverja stund. Hvíldu í friði. Gunnar Narfi. Ég var svo lánsamur að kynnast afa mínum mjög vel. Bernskuminningar úr Litlagerði eru angurværar og hlýjar. Þegar ég hafði fengið mér ristað brauð og kakó á morgnanna fylgdi ég afa út í skúr og horfði á hann smíða. Það var góð lykt í skúrnum, lykt af spýtum og lakki. Ég man hvað hann var vand- virkur og fumlaus í því sem hann tók sér fyrir hendur. Strax sem barn varð ég mjög hændur að afa mínum. Mér leið vel nálægt honum. Þegar við vorum búnir að vinna í skúrnum sett- umst við inn í risherbergi, afi setti þá gjarnan Richard Clayderman á fón- inn, lagðist á legubekk, lygndi aftur augunum og flautaði með. Ég sat gjarnan á stól við hliðina og ræddi við hann. Hann var ánægður þegar hann skilaði góðu dagsverki. Þegar ég varð eldri tókst með okkur sterk og mikil vinátta. Þegar ég var búinn í læknanámi bjó ég í kjallaranum hjá afa og ömmu í tvö ár. Við áttum saman ótal stundir í eld- húsinu í Litlagerði yfir vel löguðu kaffi, þar sem við skeggræddum og krufðum þjóðfélagsmálin. Afi minn hafði sterkar skoðanir á hlutunum og voru þær vel ígrundaðar og skyn- samar. Afi minn var kominn af fá- tæku alþýðufólki. Fyrir honum var vinnan dyggð. Hann hafði alltaf eitt- hvað fyrir stafni, og ef komið var í heimsókn leið ekki langur tími þar til hann var búinn að finna einhver verkefni fyrir mann í garðinum eða í bílskúrnum. Hann sagði mér frá tím- unum í gamla daga þar sem óvissa var með næstu máltíð sökum fátækt- ar, þar sem langafi minn og fleiri góð- ir menn voru í daglegri óvissu með vinnu. Hann sagði mér frá því þegar hann fór sem ungur maður til náms á Ak- ureyri í lánsfötum og með skóhlífar. Þessar og fleiri sögur frá því í gamla daga eru mér í dag ómetanlegar. Afi minn var sterkur persónuleiki og einstakur maður. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn sem kynntist hon- um varð ósnortinn. Þegar ég var ung- lingur skynjaði ég það og það kom yf- irleitt bros á varir og blik í augu fólks þegar ég sagðist vera barnabarn Guðmundar L. Þ. Hann var einstak- lega hlýr og með töfrandi nærveru. Greiðviknin og viljasemin voru ein- stök. Hann var ósérhlífinn og setti hag annara ætíð fremri sínum eigin. Ég heyrði afa minn aldrei tala illa um nokkurn mann, því hjartalag hans var eins hreint og tært og bergvatns- lindin á heiðinni. Nægjusemi hans var slík að það var honum nóg að vita að sólin risi á hverjum morgni. Seinni ár var hann líkamlega veikur. Þrátt fyrir háan aldur og lúinn líkama var hann andlega frískur og klár í koll- inum. Bakið var bogið og snúið eftir áralanga erfiðisvinnu og hjartað var tekið að þreytast. Ótal spítalalegur hefðu reynt á þrek okkar sem teljum okkur til venjulegs fólks. Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir hlutskipti sínu. Hann bjó yfir einhvers konar innri ró og stillingu sem ég gat aldrei almennilega skilið. Ég var heima í stuttri heimsókn þegar heilsu hans hrakaði skyndilega. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera við rúm- stokkinn hjá honum þegar hann skildi við. Afi minn, ég sakna þín sárt. Guðmundur Gunnarsson. Elsku Guðmundur, nú er kvöl þín á enda og bjart og fallegt himnaríki býður þig velkominn inn í ljósið. Það var sérstakur heiður að fá að kynnast þér, þú hafðir nærveru sem var svo einstaklega hlý og góð. Börn og barnabörn þín og Dúddu bera ykkur fagurt vitni. Þið eigið yndislega fjölskyldu sem ég er stolt af að vera orðin hluti af. Þú stráðir fræjum kærleikans og góðvildar allt um kring og minntir mann á það mik- ilvæga í lífinu. Þú skipaðir afar stór- an sess í hjarta Gunnars Narfa sem hélt óendanlega mikið upp á þig. Saman munum við viðhalda minn- ingu sonar okkar um elsku langafa sinn sem hann spyr svo oft um. Vertu kært kvaddur, yndislegi Guðmundur minn. Lóa Ingvarsdóttir. Hver stórfjölskylda er eins og marglitur vefnaður. Þar eru börn, feður og mæður, afar og ömmur, frændur og frænkur. Í okkar fjöl- skyldu skipaði Guðmundur L. Þ. Guðmundsson, bróðir Salóme móður okkar, viðamikið hlutverk. Hann var að öðrum ólöstuðum hinn stóri frændi, alltaf kallaður Gummi frændi. Hann rækti sitt hlutverk af einstakri alúð, eiginlega af hreinni snilld. Eitt orð stendur upp úr varðandi Gumma frænda, orðið ræktarsemi. Oft hringdi hann til að spyrja frétta. Hann setti sig inn í öll mál og lét sér mjög annt um velferð okkar bræðra sem og annarra fjölskyldumeðlima. Alltaf var gaman að gera honum grein fyrir einhverju nýju og skemmtilegu. Gummi frændi tók svo innilega þátt í gleðinni og spurði upp- byggilegra spurninga. Við fórum allt- af glaðir frá samtölum við hann. Annað sem setti mark á okkur alla var hin gagnkvæma virðing sem pabbi okkar Jón Ö. Bárðarson og Guðmundur L. Þ. sýndu hvorir öðr- um. Pabbi bar mikla virðingu fyrir Guðmundi sem manni og svo einnig hans fallega handverki. Og Guð- mundur lét alltaf í ljós mikla virðingu fyrir honum og sköpunargáfu hans. Þá voru samverustundir fjölskyldna okkar alltaf fagnaðarfundir. Nú þegar komið er að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt svona dásamlegan frænda sem greiddi götu okkar allra og lét sér annt um okkur og fjölskyldur okkar. Minningarnar um hann munu gleðja okkur um ókomin ár og efla okkur til dáða. Blessuð sé minning hans. Grétar Guðmundur Steinsson, Örn Bárður og Friðrik Ragnar Jónssynir. Elskulegur frændi og mikill mann- vinur er horfinn á braut eftir langa, farsæla ævi. Eftir lifir minning um ljúfan dreng. Gummi frændi var fallegur maður og yndisleg manneskja sem ræktaði vel garðinn sinn með Dúddu sér við hlið og synina sem hann var svo stolt- ur af. Á efri árum leit hann þakklátur um öxl og tók erfiðum veikindum sín- um af æðruleysi og reisn, umvafinn hlýju og umhyggju fjölskyldunnar. Þá sérstaklega Dúddu eiginkonu sinnar sem hugsaði svo vel um hann af aðdáunarverðu þreki hvort heldur var líkamlegu eða andlegu. Það var mikil gleðistund og dásamlegt að fá að halda með þeim upp á demantsbrúðkaup og 85 ára af- mæli frænda árið 2006 þar sem þau hjón nutu dagsins með sínum nán- ustu og rifjuðu upp góðar minningar og stórar stundir í máli og myndum. Heimsóknir í Litlagerðið, Keflavík- urferðir þeirra til okkar og sameig- inleg ferðalög með afa á Ísafirði eru skínandi perlur í festi minninganna. Þannig hafa Gummi og Dúdda verið hluti af lífi okkar alla tíð. Gummi frændi hafði einstaklega jákvætt og bjart yfirbragð og frá honum stafaði mikil góðvild. Hann sýndi börnum sérstaka alúð, tók gjarnan litlar hendur og lagði í sínar, horfði í augu barnanna og spurði þau um líf þeirra og áhugamál. Börnin fengu klapp á kollinn, hvatningarorð, stroku á vangann og fundu að þau voru dýrmæt í návist hans.Hann sagði þeim að þau væru falleg og góð. Hann ávarpaði þau með þeim hætti að þau nutu þess að vera til. Oft laumaði hann seðli í lítinn lófa eða góðgæti að börnum í kveðjuskyni. Þannig man ég hann. Gummi sýndi okkur systurdætrum sínum alla tíð mikla artarsemi og fylgdist með ættboganum breiða úr sér. Hann þekkti nöfn þeirra allra yngstu sem er óvenjulegt fyrir svo aldraðan mann en sýnir hvað hann lét sig varða frændgarðinn allan nær og fjær. Frændi hafði þannig nær- veru að frá fundum hans fór maður endurhlaðinn ástúð og elsku sem að- eins þeir sem eru sannir og hafa kær- leikann að leiðarljósi geta fyllt mann af. Gummi var fróður og minnugur á menn og málefni og sýndi öllu já- kvæðan áhuga. Hann var ótrúlega fær að tengja fólk og engu líkara en hann hefði ættfræðiforrit í kollinum. Frásagnir hans af fólki báru vott um hlýju og virðingu. Við ræddum sorgir og sigra og hann miðlaði mér af reynslu sinni og tengdi mig við upp- runa minn og fjölskyldusögu. Oft komst hann við og þá sérstaklega þegar hann talaði um móður sína Guðbjörgu sem dó langt fyrir aldur fram og var öllum harmdauði. Ekki er hægt að minnast Gumma án þess að nefna æskustöðvar hans á Ísafirði, Sólgötu 8, húsið sem þau byggðu saman afi, amma og börn og kallað var Höllin. Þá talaði hann gjarnan um fjölskyldulífið, húsmóð- urina, hefðirnar, verklagið og æsku- daga í faðmi fjalla blárra. Gummi var hamingjusamur maður og þau Dúdda áttu miklu barnaláni Guðmundur L. Þ. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.