Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 29 LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU, 26. STARFSÁR ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR, 16. STARFSÁR KLAISORGELIÐ 15 ÁRA Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU S. 510 1000 Norræn orgelhátíð HINN HEIMSÞEKKTI BÁSÚNULEIKARI Christian Lindberg OG Gunnar Idenstam ORGELLEIKARI Í HALLGRÍMSKIRK JU SUNNUDAGINN 13. JÚLÍ KL. 20. Á efnisskránni eru þeirra eigin verk og umritanir á þekktum tónverkum m.a. BOLERO eftir Ravel. l ist vinafelag. is ÞESSI prýðilega bók hefst þar sem ung- lingurinn Todd Hewitt bíður þess óþreyju- fullur að verða fullorðinn, rétt óorðinn þrettán ára og bíður þess að gangast undir manndómsvígslu. Svo vill til að hann er síð- asta barnið í bænum, sem einangraður er frá umheiminum, enda gekk skæður banvænn vírus sem lagðist á konur ekki löngu eftir fæðingu hans. Þessi vírus hafði líka þau sérstöku áhrifa á karla að þeir geta lesið hugsanir hver annars, eða réttara sagt komast ekki hjá því, þar sem hver karlmaður er eins og útvarpsstöð með stöðugri útsend- ingu og þegar margir eru saman komnir eru óhljóðin, suðið, nánast óbærilegt. Við þetta er svo því að bæta að öll dýr geta nú „talað“, eða réttara sagt – menn geta lesið hugsanir þeirra og þá um leið komist að því að þau hugsa ekki margt, og fátt gáfulegt. Sögusviðið er því skemmtilegt, en stein- inn tekur úr þegar í ljós kemur að þessi heimsmynd, svo rökrétt sem hún annars er, er alls ekki rétt, og það sem meira er, hún er svo vitlaus að þegar Todd Hewitt rekst fyrir tilviljun á þögn, á reit þar sem ekkert heyrist í hinu óstöðvandi hugsanas- uði á hann skyndilega fótum sínum fjör að launa. The Knife of Never Letting Go er gletti- lega vel skrifuð bók þó hún sé ekki nema önnur skáldsaga höfundar (The Crash of Hennington kom út 2003). Þannig er Todd Hewitt vel mótaður og leyndarmálið mikla hæfilega ógnvænlegt. Hugsanlega má setja það út á bókina að Ness er full hrifinn af hugmyndinni um „talandi“ dýr og hvað þau hafi að segja, en vel má vera að hann ætli sér að nýta það síðar í bókaflokknum, auk- inheldur sem „geimverurnar“, Spackle, (sem eru reyndar ekki geimverur) eiga örugglega eftir að hafa sitt að segja í fram- haldi bókarinnar sem er í smíðum. Óbærilegt suð The Knife of Never Letting Go eftir Patrick Ness. 479 bls. innb. Walker Books gefur út. Árni Matthíasson ERLENDAR BÆKUR» METSÖLULISTAR» 1. Sail - James Patterson & How- ard Roughan 2. Nothing to Lose - Lee Child 3. The Host - Stephenie Meyer 4. Plague Ship - Clive Cussler & Jack Du Brul 5. Love the One You’re With - Emily Giffin 6. Chasing Harry Winston - Laur- en Weisberger 7. The Broken Window - Jeffery Deaver 8. Odd Hours - Dean R. Koontz 9. Married Lovers - Jackie Collins 10. Sundays at Tiffany’s - James Patterson & Gabrielle Charbon- net New York Times 1. The Curious Incident of the Dog in the Night-time - Mark Haddon 2. The Outcast - Sadie Jones 3. The Kite Runner - Khaled Hos- seini 4. The Ghost - Robert Harris 5. The Road Home - Rose Tremain 6. Dubliners - James Joyce 7. The Uncommon Reader - Alan Bennett 8. The Forgotten Garden - Kate Morton 9. The Great Gatsby - F.Scott Fitz- gerald 10. A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini Waterstone’s 1. Making Money - Terry Pratc- hett 2. Bones to Ashes - Kathy Reichs 3. Dead Heat - Dick Francis 4. Step on a Crack - James Patter- son 5. Dark River - John Twelve Hawks 6. Bungalow 2 - Danielle Steel 7. Invisible Prey - John Sandford 8. When She Was Bad - Jonathan Nashaw 9. Hollow - Nora Roberts 10. Quest - Wilbur Smith Eymundsson Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is „ÞAÐ sem kennarar ykkar sögðu ykkur aldrei um fræga rithöfunda, skáld og leikritahöfunda“ er und- irtitill bókar sem á ensku ber heitið Secret Lives of The Great Authors. Höfundurinn er Robert Schna- kenberg og Mario Zucca myndskreytir verkið þann- ig að lesandinn tekur eftir. Bókarkápan er sett upp í líkingu við uppslátt hjá National Enquirer og álíka slúðurblöðum. Þar eru birtar myndir af nokkrum rithöfundum með tilheyr- andi stríðsfyrirsögnum: Hemingway ræðst á gagn- rýnanda! – Eiturlyfjafíkn Louise May! – Er Kafka haldinn strípihneigð? – Hin töfrandi Fitzgerald-hjón á leið í hundana! – Villta hliðin á Joyce! Á bókarkápu segir síðan að bókin sé einkennileg en sönn saga af morðingjum, framhjáhaldsseggjum og eiturlyfjasjúklingum. Innihald bókarinnar er svo í samræmi við þetta og tryggir lesandanum for- vitnilegar ánægjustundir. Leikur verður harmleikur Bókin hefst á umfjöllun um Shakespeare sem fær harðan áfellisdóm fyrir að hafa verið nirfill og endar á Thomas Pynchon sem hæðst er að fyrir að hafa ekki viljað láta mynda sig í fjörutíu ár. Á 300 ríku- lega myndskreyttum síðum er meðal annars rætt um skelfilega borðsiði Balzacs, ópíumfíkn Louise May Alcott, dálæti Gertrude Stein og Alice B. Tok- las á ketti sínum, Hitler, og drykkjuskap fjölmargra rithöfunda. Sagt er frá því þegar William Burroughs drap eiginkonu sína, Joan, árið 1951 þegar þau settu á svið fyrir samkvæmisgesti grobbútgáfu sína af Vil- hjálmi Tell. Joan setti glas á höfuð sér og Burr- oughs miðaði á glasið. Hann skaut konu sína í höf- uðið. Salinger drakk eigið þvag Þarna er einnig að finna sakleysislegri upplýs- ingar eins og þær að J.D. Salinger hafi drukkið eig- ið þvag sér til heilsubótar. Jean Paul Sartre er sagður hafa óttast fátt meir en að lenda í klóm kol- krabba og vera dreginn niður á hafsbotn. Ayn Rand var einlægur aðdáandi sjónvarpsþáttanna Charlie’s Angels en hafði þvílíka andstyggð á tónlist Beetho- vens að hún átti til að slíta vináttusamböndum ef hún komst að því að vinurinn hefði unun á tónlist meistarans. Og þetta eru einungis örfá dæmi úr bók sem er sneisafull af upplýsingum af þessu tagi. Slúður skilar sínu Höfundurinn segir að með því að fjalla um ævi rithöfunda á skemmtilegan hátt sé líklegt að áhugi ungs fólks aukist á verkum þeirra. Ef kennari segi nemendum sínum að James Joyce hafi lifað hug- myndaríku kynlífi þá séu nemendur líklegri til að leggja til atlögu við Ulysses með opnum huga í stað þess að gefast upp. Forvitnilegar bækur: Hið leynda líf rithöfundanna Einkennilegir siðir Samkvæmisleikur William Burroughs í hlutverki Vilhjálms Tell. Samkvæmisleikur Burroughs og eiginkona hans bregða á leik með skelfilegum afleiðingum. TEIKNIMYNDIN Kung Fu Panda hefur vakið mikið umtal í Kína. Þar hefur myndin verið sýnd fyrir full- um bíósölum um gervallt Kínaveldi og kunna þarlendir vel að meta, skv. frétt í The Guardian. En um leið hefur myndin orðið Kínverjum tilefni sjálfskoðunar: af hverju tekst Hollywood að nýta sér kín- versk minni, líkt og risapönduna sem og fleiri þekkt kínversk minni sem koma fyrir í myndinni, jafn vel og raun ber vitni – á meðan kín- verskum kvikmyndagerðarmönn- um mistekst það svona oft? „Af hverju getum við ekki búið til fyndna risapöndu?“ kalla kínversk- ir álitsgjafar og bloggarar örvænt- ingarfullir. Teiknimyndapanda á borð ríkisstjórnarinnar Og það eru ekki bara kaffihúsa- spekingar sem ræða þetta mál, ráð- gjafanefnd ríkisstjórnarinnar í menningarmálum fundaði sérstak- lega og lýsti því yfir að of strangt eftirlit og of harðar reglur stæðu kínverska kvikmyndaiðnaðinum fyrir þrifum, auk þess sem kín- verskir kvikmyndaframleiðendur væru flestir of áhættufælnir. „Þrátt fyrir að það sé engin töfrauppskrift til að góðri kvikmynd, þá ætti ríkis- stjórnin að slaka á ritskoðun sinni. Að opna fleiri gáttir fyrir kín- verska listamenn og veita þeim meira rými myndi á endanum þýða meiri nýsköpun og á endanum auka menningaráhrif Kína um heim all- an,“ segir í niðurstöðu nefndar- innar. Efasemdaraddir í minnihluta Einstaka álitsgjafar hafa vissu- lega latt fólk til þess að sjá mynd- ina, en hingað til hafa ástæður þeirra ýmist verið langsóttar eða vafasamar. Listmálarinn Zhao Bandi, sem notar pandabirni mikið í verkum sínum, kvartaði yfir því að Hollywood væri að mala gull á menningararfi Kínverja svo stuttu eftir jarðskjálftann í Sichuan á meðan aðrir benda á að myndin sé framleidd af DreamWorks kvik- myndaverinu, sem Steven Spiel- berg er meðeigandi að, en hann hætti ráðgjöf við Ólympíuleikana í Beijing sökum tengsla Kínverja við Súdan. En slíkum röddum hafa flestir Kínverjar hlegið jafnt hátt að og þeir hlæja að risapanda- birninum Po og bardagatilþrifum hans. asgeirhi@mbl.is Slagsmálapandan hristir upp í Kínverjum Bandarískur Kínverji Hér sést kung-fu pandan Po taka létta sveiflu. Kung Fu Panda hefur leitt til naflaskoðunar kínverska kvik- myndaiðnaðarins ÞRIÐJA sería Heroes er nú í undir- búningi ytra og þegar eru komnar myndir á netið af nýjum skúrki, Daphne, sem gengur einnig undir nafninu Snögg eða „The Speedster“, en eins og nafnið bendir til ferðast snótin sú um á ofurhraða. En þegar vinur okkar Hiro Nakamura stöðvar tímann þá nær hann ekki að stöðva hana að fullu, en þá ferðast hún um á eðlilegum hraða þannig að þau jafna í raun út ofurkrafta hvors annars. Daphne er leikin af Brea Grant sem áhorfendur annarra sjónvarps- þátta, Friday Night Lights, kannast vafalaust margir við sem hina bók- hneigðu Jean. Hægt á Snöggu Störukeppni Hiro og Daphne.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.