Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 19 Hvíldinni fegin Ljósmæður áttu erindi við ríkisstjórnina í gærmorgun og hér er ein þeirra á tali Ingibjörgu Sólrúnu í hlaðvarpanum við Stjórnarráðið. Brynjar Gauti Blog.is Hlini Melsteð Jóngeirsson | 8. júlí Réttur manns til vinnu Grundvallarmannréttindi er að menn geti stundað vinnu og séð fyrir sínum. Að nota atvinnuleysi sem hagstjórnunartæki sýnir úrræðaleysi og vöntun á sýn. Það sem ríkistjórnin á að vera að gera er að auka nýsköpun um margfalt það sem hún er í dag. Ný- sköpun og hátækniiðnaður eru þær stoðir sem munu vera hagsælast að styrkja til lengri tíma og ríkið getur gert margt til að stuðla að vexti. En til þess þarf að hafa sýn, að Íslendingar verði í fremstu röð þegar kemur að hugbún- aðar og vélbúnaðarþróun. ... Meira: hlini.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 8. júlí Gamalkunnar yfirlýsingar Leiðtogafundur átta helstu iðnríkjanna fer nú fram á Hokkaídó-eyju í Japan. Eins og síðustu ár- in eru umhverfismál og þróunaraðstoð aðalmál fundarins að þessu sinni og greinilegt að vilji er meðal leiðtog- anna til að staðfesta ákvarðanir síðustu ára, en þar var náð merkilegum áföngum bæði í Þýskalandi í fyrra og Rússlandi fyrir tveim árum. Mikilvæg mál eru þó að mörgu leyti í biðstöðu. Beðið er þess hver verði kjörinn 44. forseti Bandaríkj- anna í nóvember og því líklegt að fund- urinn að ári á Ítalíu muni verða mun öfl- ugri þar sem þá mætir nýr forseti með sterkara umboð frá Bandaríkjunum. ... Meira: stebbifr.blog.is NÝTING orkulindanna og ímynd Íslands er sígilt og mikilvægt umræðuefni. Því miður gerist það stundum, þegar fólk flytur mál sitt af miklu kappi að gripið er til rangra fullyrðinga. Hér á eft- ir nefni ég til sögunnar nokk- ur sýnishorn um slíkt. Jafn- framt velti ég fyrir mér hvort ekki sé hægt að sameina þjóð- ina um uppgræðslu landsins, en það er án efa brýnasta viðfangsefnið í um- hverfismálum líðandi stundar. Hagvöxtur og há laun Því er haldið fram að áhrif álframleiðslu á þjóðarbúið séu lítil í raun, jafnvel neikvæð. Staðreyndin er hins vegar sú að áhrifin á hagvöxt eru mikil og útflutningsverðmæti áls, þegar tekið hefur verið tillit til erlends kostnaðar, samsvarar a.m.k. tveimur þriðju útflutningsverðmæta sjávarafurða. Sjávar- útvegur og orkuiðnaður verða áfram und- irstöðuatvinnugreinar hér á landi. Því er haldið fram að orkufrekur iðnaður komi í veg fyrir að fólk geri eitthvað annað í atvinnumálum. Þetta er auðvitað alrangt. Enginn bannar fólki að gera eitthvað annað. Það er hins vegar afar mikilvægt að fá erlent áhættufjármagn inn í íslenskt atvinnulíf þótt einhverjum kunni að hugnast aðrar atvinnu- greinar. Orkufrekur iðnaður er ekki manna- flsfrek atvinnustarfsemi. Laun í greininni eru hins vegar umtalsvert hærri en meðallaun í landinu og geta því rutt út láglaunastörfum. Starfræksla álvera leysir að sjálfsögðu ekki allan vanda í efnahags- og atvinnulífi lands- manna, en skapar hins vegar tækifæri til sóknar í fjölbreytta atvinnustarfsemi. Lágt raforkuverð og hátækni Því er haldið fram að stóriðja sé niðurgreidd hér á landi. Stað- reyndin er allt önnur. Orku- og álfyrirtæki greiða skatta með sama hætti og önnur fyrirtæki í landinu. Orkufyrirtækin greiða eigendum sinum ábyrgðargjald vegna lántöku. Arðsemiskrafa Landsvirkjunar miðast við að fyr- irtækið starfi án ríkisábyrgðar. Á sama tíma og mikill vöxtur hefur verið í orkufrekum iðnaði hefur raforkuverð til heimila og minni fyrirtækja lækkað að raunvirði. Raforkuverð til almenn- ings á Íslandi er eitt hið lægsta á Vest- urlöndum og raforkukerfið er öruggara en víðast hvar. Hvort tveggja er m.a. vegna stóriðjunnar en ekki þrátt fyrir hana. Ís- lenskir skattgreiðendur og raforkunotendur hagnast af orkufrekum iðnaði, sem hefur auk þess sannanlega bætt lífskjör lands- manna. Því hefur verið haldið fram að orkufyr- irtækin vilji aðeins virkja fyrir álver, en skoði ekki önnur tækifæri. Þessi fullyrðing er fjarri sanni. Orkufyrirtækin virkja fyrir þá starfsemi sem getur greitt nægjanlega gott verð og ábyrgst viðskipti í tiltekinn tíma til að draga úr áhættu fjárfesting- arinnar. Gerðir hafa verið samningar við afl- þynnuverksmiðju og gagnaver. Verið er að skoða kísilhreinsun vegna sólarrafala, kol- trefjaverksmiðja er í undirbúningi o.s.frv. Forsenda þess að gagnaver verði starfrækt hér á landi er að leggja nýjan ljósleið- arastreng til Evrópu. Orkufyrirtækin hafa fjárfest og eignast meirihlutann í E-Farice til að tryggja að slíkur strengur verði lagð- ur. Sú aðgerð er jafnframt mikilvægt fram- lag til fjölbreyttrar hátæknistarfsemi hér á landi til viðbótar við orkufrekan iðnað, sem auðvitað er mjög tæknivæddur. Sjálfbærni og framlag Íslands Því er haldið fram að orkufrekur iðnaður á borð við álver eyðileggi ímynd Íslands. Þetta er ekki rétt sé litið til viðhorfa þeirra fjöl- mörgu erlendu gesta, sem heimsækja ís- lensku orkufyrirtækin og kynna sér starf- semi þeirra. Í aðdraganda Kyotosamningsins var hvatt til þess að orkufrek fyrirtæki eins og álver settu starfsemi sína niður, þar sem orkan er endurnýjanleg. Þetta sést m.a. í niðurstöðum Ríó-ráðstefnunnar 1992. End- urnýjanlegar orkulindir Íslendinga, jöklar og jarðvarmi, vekja hvarvetna athygli og eru órjúfanlegur hluti ímyndar Íslands, þar sem sjálfbærni ræður í orkuvinnslunni. Því er haldið fram að Íslendingar njóti sérréttinda í Kyotosáttmálanum og hafi kraf- ist aukalosunarkvóta eingöngu í eiginhags- munaskyni. Hér gleymist að horfa til þess að alþjóðasamfélagið samþykkti aukalos- unarkvóta fyrir Ísland og önnur ríki, þar sem aðstæður eru samsvarandi, vegna þess að það var talið æskilegt í því skyni að ná settu marki enda er lofthjúpurinn sameig- inlegur. Alþjóðasamfélagið taldi aukakvóta Íslendinga ekki hluta vandans heldur þátt í lausn hans. Stærsti þjóðgarðurinn Stundum heyrist að gengið sé á rétt nátt- úruverndar hér á landi með orkuvinnslu. Þegar þessu er haldið fram virðist horft fram hjá því að hér á landi er unnið að undirbún- ingi virkjana með mjög vönduðum hætti. Um þessar mundir vinna sérfræðingar að gerð nýrrar rammaáætlunar og stefnt er að ljúka henni í lok næsta árs. Í slíkri áætlun eru verndar- og nýtingarsjónarmið skoðuð sam- tímis til að tryggja að nýtingin verði skyn- samleg og gangi ekki gegn eðlilegri nátt- úruvernd. Þá ber þess að geta að hvergi í Evrópu eru hlutfallslega stærri svæði vernd- uð með tilliti til náttúrunnar en á Íslandi. Nýjasta dæmið er Vatnajökulsþjóðgarður, sem nær til 12% landsins og er stærsti þjóð- garður í Evrópu, en u.þ.b. 30% af landinu eru nú skilgreind sem einhvers konar nátt- úruverndarsvæði. Samstaða um uppgræðslu Í umræðunni um náttúru Íslands, orkunýt- inguna og ímynd Íslands hefur stærsta um- hverfismálið stundum gleymst að mínu mati. Á Íslandi er stærsta eyðimörk Evrópu. Gróð- urþekjan hefur minnkað öldum saman vegna ágangs manns og náttúru. Hér er því verk að vinna. Landgræðsla og skógrækt geta skilað mikilvægum árangri til að hefta fok og endurheimta landgæði auk þess sem upp- græðslan bindur verulegt kolefni. Orkufyr- irtækin á Íslandi hafa unnið mikið starf í þessum efnum. Hvernig væri að frægustu og bestu listamenn þjóðarinnar legðu málinu lið? Hvernig væri að halda tónleika til að vekja athygli á þessu mikilvægasta umhverf- is- og náttúrverndarviðfangsefni þjóðarinnar? Hvernig væri að byrja á að sameinast um að endurgreiða þá skuld sem varð til við ofbeit og skógartekju til orkuvinnslu á liðnum öld- um þegar þjóðin reyndi að halda í sér lífi? Er það ekki verðugt verkefni, sem getur bætt ímynd Íslands? Eftir Friðrik Sophusson » Íslenskir skattgreiðendur og raforkunotendur hagn- ast af orkufrekum iðnaði, sem hefur auk þess sannanlega bætt lífskjör landsmanna. Friðrik Sophusson Nýting orkulindanna og ímynd Íslands Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Rósa Harðardóttir | 8. júlí Gott en ekki nóg Það er þörf á því að sporna við offitu barna og unglinga með breyttu matarræði en það er ekki nóg. Við þurfum að hvetja börn og unglinga til að hreyfa sig meira og gera hreyfingu aðgengilegri. Í þeim hraða sem ríkir í þjóðfélaginu þá er oft erfitt að koma hreyfingu barna fyrir. ... Meira: rosa.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.