Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 0. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 187. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er FRÉTTIR ER NAUÐSYNLEGT AÐ KEYRA Á ÞÁ? REYKJAVÍKREYKJAVÍK Heilalögga á nokk- uð stöðugu trukki VIÐSKIPTI HLUTDEILD Kaupþings á skulda- bréfamarkaði hefur dregist veru- lega saman. Ört vaxandi velta hef- ur verið með skuldabréf síðustu mánuði. Ríkis-, íbúða- og húsnæð- isbréf eru uppistaða veltunnar. Kaupþing tapar hlut- deild í skuldabréfum HLUTABRÉFAVERÐ hefur fallið á alþjóðlegum mörkuðum síðastliðið ár. Virði Exista og Kaupþings hef- ur rýrnað um 550 milljarða króna. Það jafngildir um tveimur álverum og virkjunum á Austurlandi. Ár síðan úrvals- vísitalan toppaði KRÓNUBRÉFAÚTGÁFA er einn þeirra þátta sem geta haft áhrif á gengi krónunnar. En hverjir koma að útgáfu krónubréfa, hvernig fer útgáfan fram og í hvaða tilgangi eru gefin út krónubréf? Flókinn ferill við útgáfu krónubréfa Þú færð á öllum þjónustustöðvum N1 26 79 / IG 12 TOLLBINDINGAR á helstu land- búnaðarvörum Íslands lækka um 66-75 prósent og heimildir til framleiðsluhvetj- andi innanlands- stuðnings um 52,5%, nái langt komin samnings- drög aðildarríkja Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar um verslun með landbúnaðar- afurðir fram að ganga. Erna Bjarna- dóttir, hagfræð- ingur hjá Bændasamtökum Ís- lands, segir samtökin hafa áhyggjur af drögunum, þau geti ekki þýtt annað „en að það þurfi að koma til frekari endurskoðun á því umhverfi sem landbúnaðurinn er í“. „Það er ekki þannig að þetta komi flatt upp á okkur […] Bænd- ur og stjórnvöld hafa undanfarin ár verið að vinna í samningum, með vitneskju um hvað stefndi í. Hluti af þessum stuðningi sem þarna er verið að tala um að draga saman er í formi toll- verndar […] Við bíðum eftir sam- tali við stjórnvöld um hvernig þetta verður útfært. Á þessari stundu tel ég að það verði mjólk- urafurðir sem þetta snerti fyrst og fremst.“ | 2 Tollar lækki um 66-75% Erna Bjarnadóttir HLÁTRASKÖLL glumdu úr húsi ríkissáttasemjara seint í gærkvöldi. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga gæddu sér á vöfflum þeg- ar samningar höfðu verið undirritaðir eftir langar og strangar viðræður alla vikuna. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH, segist ekki eiga von á öðru en að hjúkrunarfræðingar verði sáttir við niðurstöðuna, nú séu þeir að uppskera eins og þeir hafa sáð. „Þetta var indælt stríð.“ | 2 Samningar náðust á elleftu stundu Morgunblaðið/Frikki Vel að vöfflunum komnar  Sala á tónlist hefur dregist saman undanfarin ár því niðurhal af net- inu vegur ekki upp á móti minni plötusölu. Nú byggja útgáfufyr- irtæki og tónlistarmenn afkomu sína í auknum mæli á annars konar tekjulindum. Þannig eru tónleikaferðir, stef- gjöld og greiðslur vegna afnota á tónlist í auglýsingum auk annars konar varnings farin að skipta æ meira máli í bankabókum tónlistar- manna. Hvort um stórstjörnur eða lítt þekkta listamenn er að ræða er hins vegar tvennt ólíkt. | Viðskipti Tónleikar nú dýrmæt tekjulind Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is GUÐMUNDUR Þóroddsson, fyrr- verandi forstjóri Orkuveitu Reykja- víkur, hyggst skila eftir helgi gögn- um, sem hann fjarlægði af skrifstofum OR skömmu áður en hann lét af störf- um sem forstjóri í lok maí. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er hér um að ræða gögn sem tengjast stjórn- arfundum OR tíu ár aftur í tímann. Þar á meðal eru viðskiptasamn- ingar og trúnaðarupplýsingar, sem fyrirtækið telur brýnt að leynd hvíli yfir. Sömuleiðis er um að ræða fund- argerðir frá sama tímabili. Heimildir Morgunblaðsins herma að hvarf gagnanna, sem voru í mörg- um kössum í skjalasafni Orkuveit- unnar, hafi uppgötvast í byrjun júní- mánaðar, þegar nálgast átti ákveðin gögn. Síðan hafi verið reynt að fá Guðmund til að skila gögnunum. Taldi gögnin persónuleg skjöl Guðmundur segist hafa tekið með sér af skrifstofu sinni möppur sem í voru gögn sem honum voru afhent á stjórnarfundum þegar hann hætti störfum. Hann hafi litið á þessi gögn sem sín persónulegu skjöl. Guðmundur sagði í gærkvöld, þeg- ar Morgunblaðið náði tali af honum: „Ég tók engin skjöl úr skjalasafni Orkuveitunnar. Þetta voru möppur sem ég geymdi á skrifstofu minni og í voru fundargögn sem ég hafði sem forstjóri fengið afhent á stjórnar- fundum Orkuveitunnar. Ég leit á þessi gögn sem mín persónulegu skjöl.“ Skil ekki moldviðrið Aðspurður hvernig hægt væri, sem forstjóri í starfi hjá hálfopin- beru fyrirtæki, OR, að líta á við- skiptasamninga og trúnaðarskjöl sem einkaeign en ekki eign þess fyr- irtækis sem hann starfaði hjá sagði Guðmundur: „Ég skil nú ekki mold- viðrið sem búið er að þyrla upp vegna þessa máls. Ég hef átt í vin- samlegum viðræðum við Hjörleif Kvaran forstjóra um þetta og á ekki von á öðru en að fáist niðurstaða sem allir geta unað við. Það er ekki rétt að reynt hafi verið að fá þessi gögn frá mér í meira en mánuð. Það hafa átt sér stað tvö samtöl um gögnin og ég hef aldrei neitað að afhenda þau. Síðast í dag fékk ég bréf frá lögfræðingi fyrir- tækisins og ég mun skila þessum gögnum eftir helgi, þegar ég er aftur kominn í bæinn.“ Hyggst skila gögnunum eftir helgi Orkuveita Reykjavíkur krefur Guð- mund Þóroddsson um gögn og bifreið Í HNOTSKURN »Guðmundur Þóroddssontók gögn af skrifstofum Orkuveitunnar traustataki skömmu áður en hann lét af störfum 30. maí. »Guðmundur mun framanaf hafa fullyrt að hann ætti gögnin, en ekki Orkuveitan. »Lögfræðingar OR krefjastþess einnig að Guðmundur skili bíl, nýjum Toyota Land Cruiser, sem hann hafði til umráða. Guðmundur Þóroddsson  Hafði á brott með sér | 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.