Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 21 ✝ Jóhannes Þor-berg Krist- insson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1928. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans að- fararnótt 1. júlí síð- astliðins. Foreldrar hans voru Kristinn Jóhannesson, f. 30.9. 1898, d. 22.3. 1974 og Anna Guð- mundsdóttir, f. 12.6. 1900, d. 6.9. 1995. Bræður Jó- hannesar eru Hörður Matthías Kristinsson, f. 13.9. 1920, d. 27.1. 1983, Hilmar Gylfi Guð- jónsson, f. 9.3. 1935, d. 16.5. 2003 og Baldur Freyr Guð- jónsson, f. 7.3. 1947. Jóhannes kvæntist hinn 17. júní 1951 Önnu Jó- hannsdóttur, f. 9.5. 1931. Börn þeirra eru 1) Jóhann Þor- kell, f. 8.4. 1951; 2) Svanhildur Inga, f. 19.9. 1952, gift Guðmundi G. Krist- inssyni, f. 30.7. 1954, þau eiga 3 börn og 4 barna- börn; 3) Kristinn, f. 11.5. 1960, kvæntur Guðrúnu f. Guð- mundsdóttur, f. 6.10. 1952, þau eiga 4 börn og 6 barnabörn; og 4) Ólafur, f. 20.5. 1962, kvæntur Ingibjörgu G. Magnúsdóttur, f. 15.6. 1958, þau eiga 4 börn. Jóhannesi verður sungin sálu- messa í Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst hún klukkan 13. Síðustu vikurnar hafa verið erfið- ar fyrir þig, en nú ert þú farinn, elsku pabbi. Þú vildir alltaf vera heima í þínum veikindum og þar leið þér best. Síðustu tvær vikurnar sem þú varst heima skiptu miklu máli fyrir þig, mömmu og Jóa. Nú hefur þú fengið hvíldina eins og vinur þinn séra Georg sem féll frá aðeins um viku á undan þér. Nú sitjið þið vin- irnir örugglega saman á einhverjum góðum stað. Litlu strákarnir þínir þrír, Hinrik, Guðjón og Haraldur, skrifuðu þér kveðjubréf, en Thelma Rós litla fékk ekki að kynnast þér mikið og okkar bíður að segja henni frá þér í fram- tíðinni. Það var gaman að sjá hvað þú hresstist við þegar hún kom til þín á spítalann. Þitt framlag til lífsins lifir áfram í þínum börnum, barnabörn- um og barnabarnabörnum. Þar hef- ur þú með mömmu lagt grunn að sterkum og góðum hóp sem mun halda minningu þinni á lofti. Upp í hugann koma margar minn- ingar um þinn sterka og kraftmikla karakter sem hefur alla tíð mótað þitt umhverfi og þína nánustu aðila. Þú varst alltaf góður við mömmu og Jóa og þinn heimur síðustu áratug- ina snerist um þau og húsið ykkar sem þú byggðir með eigin höndum fyrir meira en 50 árum. Þau tvö missa líklega mest af okkur öllum, en þú varst alltaf vakandi og sofandi með þau í huga. Þú varst víðlesinn og hafðir mikla þekkingu á mannkynssögunni og ein af síðustu bókunum sem þú last var um áhrif seinni heimstyrjaldarinnar hér á Íslandi. Þú sýndir okkur öllum hversu mikils virði það er að vita hvaðan við komum og hvernig sagan getur hjálpað okkur að gera betur í framtíðinni. Þú varst mikill heims- maður og vel meðvitaður um hvað þekking og tækni getur gert mikið fyrir okkur öll. Okkur hlotnaðist sú ánægja að hafa síðasta áratuginn ferðast með þér og mömmu um Evrópu og njóta þar þinnar miklu þekkingar og fróð- leiks. Þetta voru sérstakar ferðir sem við munum alltaf minnast með mikilli gleði og ánægju. Nú sitjum við eftir með minningar um spar- sama hótelstjóra, sérkennilega konu sem rífst við sjálfa sig um miðja nótt, páfugla yfir morgunverði, bátaferð með ríka fólkinu til Salernó, eyði- merkurferð um Pompei og fleiri skemmtilegar uppákomur. Við kveðjum þig, elsku pabbi, með söknuði og virðingu. Bestu þakkir fyrir allt það sem þú hefur gefið okk- ur. Svana og Guðmundur. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast þín, elsku faðir minn, sem nú hef- ur kvatt þennan heim. Margt af því sem þú stóðst fyrir hef ég tileinkað mér og gert að mínum helstu kost- um. Það var fyrir áhuga þinn á raf- eindatækni og stöðuga hvatningu þína að ég lagði leið mína í fram- haldsnám. 12 ára var ég orðinn svo smitaður af áhuga þínum að ég ákvað að læra verkfræði. Ég minnist þess að við fórum oft í útilegur. Ég þjáðist iðulega af haus- verk og bílveiki í skröltandi bjöllunni sem hélt hvorki ryki né pústreyk. Þetta var spennandi og mikil ævin- týri fyrir ungan drengi. Það eru mörg atvik frá þeim tíma sem koma upp í hugann en okkur þótti fyndið, þegar þú notaðir þvottakúst og trjá- grein til að halda tjaldinu uppi. Eina mestu ævintýraför mína fór ég með þér þegar ég var á 13. ári en þá fékk ég að fljúga með ykkur Ómari til Vestmannaeyja þegar eldgosið stóð sem hæst. Þú varst sterk persóna í okkar lífi og hafðir þínar skoðanir. Það var svolítið erfitt fyrir sjálfstæðan tán- ing að geta ekki farið sínu fram og því fór ég að heiman tiltölulega ung- ur. Kannski átti ég ekki langt að sækja þá einurð sem til þurfti. Það kom fyrir að þú varst ekki sammála því sem ég ákvað en við áttum þó eft- ir að ná saman. Það voru nokkur at- vik sem tóku á í okkar samvistum en okkur tókst að útkljá þau ýmist með því að virða ólíkar skoðanir hvors annars eða sigra þá erfiðleika sem steðjuðu að. Það var þó að lokum að við þurftum að láta í minni pokann. Við fjölskyldan sátum hjá þér á spít- alanum síðustu dagana í lífi þínu. Af veikum mætti vildum við hjálpa þér yfir þær þjáningar sem þú gekkst í gegnum áður en yfir lauk. Mikið var erfitt fyrir son þinn að sitja hjá þér og horfa á þig skilja við. Þegar ég tók saman við Guðrúnu og þú kynntist henni tókstu henni strax vel og kunnir þú að meta glettni hennar og opinskátt viðmót. Ég veit að þú varst sáttur við okkar hjúskap og sýndir það með viðmóti þínu við okkur, stelpurnar okkar, sem við eigum þó ekki saman en telj- um okkar engu að síður og barna- barnabörnin. Fagnaðir öllum jafnan með faðmlagi og raddblæ sem var auðskilinn. Þú varst alla tíð guðrækinn maður og kirkjusækinn, meðlimur í söfnuði kaþólskra. Kirkjan og safnaðarstarf- ið átti stóran þátt í lífi ykkar mömmu. Þú áttir þína vini meðal prestanna í Landakoti og þá sérstak- lega sr. Georg. Ég veit að þú ert á góðum stað og hefur hitt afa og bræður þína sem þú nefndir svo oft síðustu dagana. Það er sárt til þess að hugsa, pabbi minn, að þú sért dáinn og að ég geti ekki lengur rætt við þig um ýmis vís- indi og önnur áhugamál sem við átt- um sameiginleg. Nýjungar hræddu þig ekki heldur þyrsti þig í að vita hvernig hlutirnir virkuðu. Það var ekki annað hægt en að verða fyrir áhrifum af því. Það sýndi hve veikur þú varst þegar fjarstýringin lét ekki að stjórn síðustu dagana heima og eins og hún hafði gert áður. Nú ertu farinn héðan og við Guð- rún biðjum Guð að blessa þig og varðveita sálu þína. Vertu sæll, pabbi minn, og þakka þér fyrir allt sem okkur fór á milli. Þinn sonur Kristinn. Elsku afi og langafi, hjörtu okkar fylltust sorg þegar við fréttum af andláti þínu, en við vitum öll að þú ert kominn á yndislegan stað og margir taka vel á móti þér. Við eigum margar og góðar minn- ingar um yndislegar samverustundir með þér og ömmu. Það var alltaf tek- ið vel á móti okkur í Víðihvamminum og þar fundum við hlýju og ástúð. Við munum hvað okkur fannst gam- an að vera með þér og ömmu því það var dekrað við okkur og við fengum nánast allt sem við báðum um. Þú varst alltaf með einhver tæki þér við hönd og við munum varla eftir öðru en þér að taka upp á myndbands- upptökuvélina. Það verður gaman að horfa á þessi myndbönd og rifja upp allar góðu stundirnar með þér. Þú varst fróðleiksfús og vel lesinn og þegar við sögðum þér frá fyrirhug- uðum ferðalögum okkar varstu alltaf með bækur til að lána okkur og sög- ur til að segja okkur. Það var alltaf frábært að koma með börnin okkar til þín, langafi, og langömmu, þú sýndir þeim alltaf mikinn áhuga og kærleik. Barna- barnabörnin þín vita að þú ert hjá Guði og vona að þér líði vel. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur og við kveðjum þig með miklum söknuði. Anna, Haukur, Agnes og fjölskyldur. Okkur langar til að minnast frænda okkar hans Jóhannesar Kristinssonar eða Jóa bróður eins og hann var ávallt nefndur í okkar fjöl- skyldu. Hilmar faðir okkar og Jói voru uppeldisbræður, þeir voru mjög nánir og voru miklir kærleikar þeirra á milli. Þeir voru þó ólíkir ein- staklingar en samt einstaklega sam- rýndir. Það fyrsta sem kemur í huga okk- ar varðandi Jóa bróðir er virðuleiki. Hann var alltaf fínn og vel til fara sama hvert tilefnið var. Jói var mjög vel að sér í tæknimálum og komum við aldrei að tómum kofanum hjá honum í þeim málum, vissi greini- lega hvað hann var að tala um. Jói var mjög bóngóður, til dæmis ef ekki fannst vídeórás á sjónvarpinu var nóg að hringja í Jóa, mætti hann um leið á staðinn og reddaði málunum. Hann var t.d. meðal þeirra fyrstu sem eignaðist myndbandstæki þegar þau komu á markað og ekki vantaði að bjóða okkur að koma með spólu og horfa á það sem okkur langaði til hjá honum. Hann átti fallegt heimili í Víðihvamminum ásamt Bíbí konu sinni, hann talaði fallega um börnin sín og var ákaflega stoltur af sinni fjölskyldu. Það var alltaf tekið vel á móti okkur þegar við komum í heim- sókn. Hann hafði gaman af því að ferðast og kynnast nýjum stöðum. Ákveðnar hefðir sköpuðust í kringum Jóa á heimili okkar, t.d. að í afmælum í fjölskyldunni og von var á Jóa var alltaf hitað súkkulaði fyrir hann, hann átti sinn stól í stofunni þegar þau hjónin komu í heimsókn. Í uppskriftabók móður okkar er að finna samloku sem nefnd var Jói bróðir eftir eina ferð í þeirra í Borg- arfjörðinn. Þegar faðir okkar lést 2003 reyndust þau Jói og Bíbi Þór- unni móður okkar ákafleg vel og sýndu þau berlega hvaða vinahug og kærleik þau hafa í okkar garð og vilj- um við þakka fyrir það. Við viljum þakka Jóa bróður fyrir samfylgdina í gegnum árin og vottum Bíbí og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Jói bróðir mun lifa í minningu okkar. Kristján, Guðjón, Birgir og Guðrún Hilmarsbörn. Þegar unnið var að gerð eins stærsta mannvirkis landsins fyrir nokkrum áratugum voru þrír starfs- menn Reykjavíkurhafnar meðal þeirra sem unnu að því. Er komið var að því að setja gríðarmiklar und- irstöður á sinn stað var efnt til fundahalda um þetta flókna mál und- ir stjórn lærðra manna. Eftir fyrsta daginn leist starfsmönnum þremur ekkert á blikuna og sýndist stefna í margra daga óþarfamálþóf. Morgun- inn eftir þegar menn hugðust halda áfram, kom í ljós að undirstöðurnar voru þegar komnar á sinn stað. Þre- menningarnir höfðu vaknað fyrr um morguninn og klárað verkið! Einn þessara manna var Jóhann- es Kristinsson, kranamaður, og þetta er eitt af fjölmörgum lýsandi dæmum um það hvernig hugvit hans og hæfileikar nutu sín á flókn- ustu sviðum, þótt hann hefði ekki hlotið framhaldsmenntun. Hygg ég að leitun hafi verið að manni, sem var fróðari um hvers kyns tækni og fylgdist betur með framförum vís- indanna. Hann var einn af hinum fyrstu hér á landi sem fékk sér sjón- varp og önnur tækniundur og ef tækin voru ekki á boðstólum, smíð- aði hann þau sjálfur. Einstakur áhugi hans og þekking smituðu út frá sér, hrifu alla og urðu hvatning fyrir afkomendur hans. Þau hjónin Jóhannes og Anna Jó- hannsdóttir, jafnan kölluð Bíbí, reistu sér snemma hús í Víðihvammi 15 í Kópavogi. Einhverjar björtustu minningar mínar tengjast þessu húsi og sæmdarfólkinu þar, því að í kjallaranum bjó um tíma unnusta mín, síðar mágkona Jóhannesar, og fyrstu mánuði samvista okkar lá leið mín þangað hvenær sem því var við komið. En nú hefur Jóhannes kvatt þessa jarðvist og haldið á vit óra- vídda bylgjulengda sem menn fá ekki numið í þessari jarðvist. Hygg ég að sál hans verði öðrum fljótari að kanna þær og tileinka sér. Glaðar stundir í flugferðum okkar fyrr á tíð ljóma í huga mínum. Flug- tækni var honum hugleikin og í lok glímu sinnar við skæðan sjúkdóm hóf hann að setja saman stórt heimasmíðað flugvélarmódel sem afkomendur hans munu fullgera með upphafsstöfum nafns hans sem kallmerki og fljúga á næstunni í minningu mannsins sem öðrum fremur gat lyft sér í huganum til hærra flugs en aðrir og miðlað því til annarra af ljúfmennsku. Eftir situr söknuður, þökk og bjartar minningar um einstakan mann. Ómar Ragnarsson. Jóhannes Þorberg Kristinsson                          ✝ Elskuleg systir okkar, ANNA SIGRÍÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR, Langholtsvegi 187, Reykjavík, lést sunnudaginn 29. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bestu þakkir til allra sem tóku þátt í umönnun hennar síðustu æviárin. Hulda Þórhallsdóttir, Nanna Þórhallsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN HAUKSSON lögmaður, Vestmannabraut 11, Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 6. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Svala Guðný Hauksdóttir, Haukur Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Bjarki Jónsson, Ósk Gunnarsdóttir, Jóhanna Inga Jónsdóttir, Hólmgeir Austfjörð og afabörn. ✝ Föðursystir okkar, UNNUR MAGNÚSDÓTTIR, Hrauntungu 50, Kópavogi, áður til heimilis í Stóragerði 18, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 3. júlí í Skógarbæ. Útförin fer fram frá Garðakirkju 14. júlí kl. 11.00. Jarðsett verður á Stóra-Núpi, Hreppum, kl. 15.00 sama dag. Rútuferð austur í Hreppa verður frá félagsheimilinu Garðaholti kl. 13.00. Bernharður Guðmundsson, Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Margrét P. Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson, Margrét Hjaltadóttir, Þórhallur Guðmundsson, Herdís Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.