Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra vill að rannsóknarborhola í Gjástykki fari í mat á umhverfis- áhrifum. Borholan er tilkynningar- skyld til Skipulagsstofnunar, sem tekur von bráðar ákvörðun um hvort meta skuli áhrif framkvæmdarinnar. Iðnaðarráðuneytið var eitt sjö um- segjenda um framkvæmdina, og annar tveggja, ásamt Umhverfis- stofnun, sem telur rétt að hún sæti umhverfismati. Hinir voru Orku- stofnun, Aðaldælahreppur, Ferða- málastofa, Heilbrigðisstofnun Norð- urlands eystra og Fornleifavernd ríkisins, sem telja umhverfisáhrif óveruleg að vissum skilyrðum upp- fylltum. Allar umsagnir eru sendar Lands- virkjun (LV) svo hún geti svarað þeim efnislega áður en Skipulags- stofnun tekur ákvörðun, en skv. upp- lýsingum þaðan á eftir að bregðast við umsögn iðnaðarráðuneytisins. Verður ákvörðun tekin fljótlega að því loknu. Umsagnir eru ekki bind- andi fyrir Skipulagsstofnun en vega þungt í ákvörðun hennar, ákvörðun sem skjóta má til umhverfisráðherra hvernig sem hún fellur. Framlengir óvissu um heilt ár Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi LV, segir bagalegt hversu langan tíma hafi tekið að ná ákvörðun í málinu. Tilkynnt hafi ver- ið um framkvæmdina í lok mars. Á meðal röksemda fyrir því að fram- kvæmdin eigi ekki að fara í umhverf- ismat, sem Þorsteinn nefnir, er að ummerki um rannsóknirnar megi afmá að mestu að þeim loknum. Þá eigi að skábora undir svæði sem enginn vilji raska, sem sé dýrara en að bora beint. Til þess að komast hjá frekari vegagerð þurfi að bora í júlí eða ágúst. Einungis þá sé hægt að koma tækjabúnaði upp eftir. Dragist málið mikið lengur, eða fari í um- hverfismat, gætu rannsóknir því dregist í heilt ár eða meira. „Rann- sóknir á öðrum háhitasvæðum, t.d. Kröflu II, hafa ekki leitt í ljós þá orku sem menn vonuðu. Þess vegna teljum við að fyrir verkefnið á Húsa- vík sé mjög mikilvægt að hafa vitn- eskju um orkuna í Gjástykki,“ segir Þorsteinn. Þetta geti skipt máli fyrir viljayfirlýsingu Alcoa um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa álverið. Hann leggur einnig áherslu á að ekki voru allar umsagnirnar um bor- holuna neikvæðar. Óvíst sé hvort ákvörðun um umhverfismat verði skotið til umhverfisráðherra, falli hún þannig. Ekki sé einnar niður- stöðu að vænta frekar en annarrar. Nægur tími fyrir umhverfismat Iðnaðarráðherra segir umsögn sína aðallega byggða á tvennum rök- um. Annars vegar sjaldgæfri og verðmætri jarðfræði svæðisins, en hins vegar því að Gjástykki er aftasti virkjunarkostur í röð háhitasvæða í Þingeyjasýslum, þ.e. Krafla og Þeistareykir eru framar í forgangs- röðinni á samþykktu svæðisskipu- lagi sveitarfélaganna á svæðinu. Stefna þeirra er sú að ekki verði virkjað í Gjástykki nema hin svæðin gefi ekki nægjanlega orku fyrir starfsemi og atvinnuuppbyggingu. Með því er fyrst og fremst átt við fyrirhugað álver á Bakka. Þeim rannsóknum er ólokið svo Össur segir umhverfismat á Gjástykki ekki setja álversáformin í uppnám. „Nei, fjarri því. Svo er það ljóst að orkan úr Gjástykki er minna en 10% af þeim 400MW sem þeir þurfa fyrir ál- verið á Bakka,“ segir Össur. Sérstakt og aftast í röð virkjanakosta Morgunblaðið/Ómar Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞETTA leit mjög vel út í byrjun á Snæfellsnesi, sem er stórt varpsvæði kríunnar, og kríurnar byrjuðu snemma að verpa, yfirleitt tveimur eggj- um en oft þremur. Það gefur til kynna að kríurn- ar hafi verið í góðu ásigkomulagi og hugsað sér gott til glóðarinnar. Núna sér maður samt tölu- vert um ungadauða,“ segir Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi í líffræði sem hefur fylgst með krí- unni undanfarið. Freydís segir ungadauða ekki vera algjöran á Snæfellsnesinu og þeir ungar sem komist á legg séu pattaralegir og líti ágætlega út. Þeir ungar sem drepist séu nokkurra daga upp í vikugamlir. „Það gilda sömu lögmál um fugla eins og önnur dýr jarðar, ef fuglinn er í góðu ásigkomulagi til að verpa og skynjar hagstætt umhverfi þá eru fugl- arnir bjartsýnir og verpa frekar. Það er vísir að auknu heilbrigði kríunnar ef hún er að verpa tveimur til þremur eggjum, en það er lykilatriði að fæðan sé enn þá til staðar þegar unginn kemur upp. Hvort skortur á fæði sé skýringin á auknum ungadauða eða ekki, verður að koma í ljós. Ástand og aðgengi að fæðu skiptir miklu máli í þessu samhengi, en síli eru til dæmis næringarrík fæða fyrir ungana,“ segir Freydís. Kemur niður á stofninum með tímanum Víða erlendis er veðurfar notað sem skýring á ungadauða en veðurfar hefur verið gott hér við land það sem af er sumri, svo það er ólíkleg skýr- ing. Vísbendingar eru um að magn marsíla í sjó sé hátt, en sílin eru talin mikilvæg fæða fyrir kríuna. „Það er meira af ungum í ár en í fyrra og það gæti að einhverju leyti gert ungadauðann í ár slá- andi í augum manna. Ef nóg er af síli í sjónum og veðurfar gott er mjög erfitt að átta sig á hvað veldur,“ segir Jón Einar Jónsson, vistfræðingur hjá Háskólasetrinu á Snæfellsnesi. Spurður um vistfræðilegar afleiðingar mikils ungadauða segir Jón að það sé margt á huldu um kríuna, en fækk- un hennar sé slæm. „Ef fáar kríur komast á legg í ár og framhaldið verður með svipuðu móti þá er- um við að sjá fram á fækkun kríunnar innan 10 ára,“ segir Jón, en krían getur orðið 15-20 ára gömul. Hann segir jafnframt að krían sé mjög mikilvæg því hún sé dugleg að verja varpið og aðrar fuglategundir sæki í að verpa nálægt henni. Óljósar ástæður fugladauða undir jökli VERKAMENN eru sjaldan jafn sýnilegir og á sumrin. Þá hafa flestir í nógu að snúast og má sjá þá víða um borgina í margvíslegum verkefnum. Eitt þessara verkefna lýtur að Ölgerðinni á Fosshálsi en verið er að byggja 12.500 fermetra vöruhús og skrifstofuhúsnæði sem mun hýsa nánast alla starfsemi fyrirtækisins í Reykjavík, sem er á sjö mismunandi stöðum. „Þetta gengur ljómandi vel,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Öl- gerðarinnar, um framkvæmdirnar. Hann segir verkið vera lítillega á eftir áætlun en vonast sé til þess að það verði unnið upp í sumar. Verklok eru áætluð í haust og er þess vænst að starfsemin verði flutt í húsnæðið í febrúar eða mars á næsta ári. Andri viðurkennir að bygging sem þessi kosti skildinginn en með henni náist fram ákveðin hagræðing sem vonandi stuðli að lokum að lægra vöru- verði. „Endanlegt markmið okkar er að geta boðið vörurnar á betra verði.“ Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Þekktustu vörurnar eru líklega Maltið og Appelsínið sem mörgum Íslendingnum þykir ómissandi – að minnsta kosti af og til. ylfa@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Unnið hörðum höndum að nýju húsi Ölgerðarinnar Sumarið er tími framkvæmda ÁTJÁN ára pilt- ur var nýlega dæmdur í Hér- aðsdómi Norður- lands eystra í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða rúmlega 400 þúsund krónur auk vaxta fyrir stórfellda líkamsárás. Atvik málsins eru þau að í apríl 2007 losaði ákærði skrúfur á fram- dekki reiðhjóls, sem stóð fyrir utan skóla á Akureyri. Þegar eigandi hjólsins hélt af stað fór framdekkið af þannig að hann féll af hjólinu og braut olnboga. „Fræðilega séð er ekkert að- finnsluvert við þessa niðurstöðu, sérstaklega með tilliti til játningar ákærða. Þá viðurkennir hann að hann hafi gert þetta með þeim ásetningi að valda líkamstjóni,“ segir Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild HÍ. „Með því að búa til einhverja hættu er það líkamsárás þótt maður beiti ekki sjálfur ofbeld- inu.“ Jón segir að hefði ákærði neitað sök hefði ákæruvaldinu líklega reynst erfiðara að sanna ásetning til líkamsárásar, og hefði það getað valdið því að atvikið hefði verið fellt undir vægara lagaákvæði. Ákærði hlaut í febrúar sl. skil- orðsbundinn dóm fyrir þjófnað og var sá dómur tekinn upp og dæmd- ur hegningarauki. Þá var annars vegar litið til ungs aldurs brota- manns og hins vegar til þess hversu ófyrirleitið brotið var. Með stórfelldri líkamsárás er átt við brot sem felld eru undir 218. gr. hegningarlaga, en 217. gr. nær al- mennt yfir aðrar minni háttar lík- amsárásir. Þumalputtareglan um skilsmuninn á þessum ákvæðum er sú að hafi árás valdið beinbroti er hún sögð stórfelld líkamsárás. Þorsteinn Davíðsson kvað upp dóminn. andresth@mbl.is Með lausa skrúfu á Akureyri Hvað er Gjástykki? Háhitasvæði á mörkum Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu, norðaustur af Mývatni. Rannsóknir á svæðinu benda til þess að þar sé að finna allt að 280 gráðu heitt vatn í jörðu. Af nálægum háhitasvæðum má nefna Þeistareyki, Kröflu og Bjarnarflag. Hverjir eru að rannsaka svæðið? Fyrirtækið Þeistareykir ehf. í sam- vinnu við Landsvirkjun. Þeistareykir eru í eigu Landsvirkjunar, Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku og sveitarfé- laga á svæðinu. Hvað er þetta stór framkvæmd? Gera á rannsóknarborholu, sem verður þó hönnuð eins og vinnslu- hola. Í kringum hana verður 3.500 fermetra borteigur með svarfþró. Gróðri verður ekki raskað, en áætluð efnisþörf er 1.500-2.500 rúmmetrar. Vegagerð er talin óþörf. Hvert á orkan að fara? Það er óvíst því önnur háhitasvæði gætu nægt fyrir álver á Bakka, en ál- verið er sú starfsemi sem helst er horft til. Gjástykki nægir þó bara fyr- ir litlum hluta af orkuþörf álversins. S&S BJÖRGUNARSVEIT af Suðurlandi leitaði í gær að erlendum ferða- mönnum sem létu lögreglu á Hvols- velli vita af því að bíll þeirra sæti fastur í skafli. Fólkið, sem var á illa útbúnum jepplingi, fannst heilt á húfi um klukkan sjö í gærkvöldi, norðan Heklu. onundur@mbl.is Festust við Heklurætur KARLMAÐUR fannst látinn í svo- nefndum Krappa, milli Fiskár og Eystri-Rangár, í gærmorgun. Maðurinn hafði verið einn á ferð á hestbaki, en veiðimenn í Rangá komu að honum. Ekki er hægt að gefa upp nafn hans að svo stöddu. Fannst látinn við Rangá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.