Morgunblaðið - 10.07.2008, Side 23

Morgunblaðið - 10.07.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 23 Góður vinur og fé- lagi okkar hjá Golf- klúbbi Kiðjabergs er fallinn frá langt um aldur fram. Jón gerðist félagi í GKB um það leyti er þau hjón fluttu sum- arbústað sinn í Hestland. Hann átti margar góðar stundir á vellinum sem hann var afar stoltur af og eru fótspor hans víða um völlinn og verða um ókomna framtíð. Jón var mikill keppnismaður í golfi og fékk ég að kynnast því er við lékum í und- anúrslitum í Holukeppni GKB síð- asta sumar. Leikar fóru svo að Jón vann og eftir leik í úrslitum var hann krýndur Holumeistari GKB 2007. Jón ætlaði að verja þennan titil í ár, og var kominn í 32 manna úrslit, en svo fór að ótímabært fráfall hans varð til þess að svo verður ekki en við sem spilum þar munum minnast góðs félaga sem ávallt var reiðubú- inn að rétta fram hjálparhönd hvort sem það var á vinnudegi eða við mótahald. Golfklúbbur Kiðjabergs vottar Ingigerði, afkomendum þeirra sem og ættingjum öllum okkar dýpstu samúð. F.h. Golfkúbbs Kiðjabergs, Jóhann Friðbjörnsson, formaður. Því miður voru kynni okkar Jóns ekki löng. Í lok síðasta árs var hann kjörinn til forystu fyrir Landsamtök eldri kylfinga og skömmu síðar var hann mættur niður á skrifstofu GSÍ og óskaði eftir upplýsingum er vörð- uðu þjónustu skrifstofu GSÍ við samtökin. Hann kynnti sig og lagði áherslu á að hann hefði mikinn áhuga á að efla samstarfið við sam- bandið og bauð fram krafta sína við það verkefni. Það fór því þannig að Jón var tíður gestur á skrifstofu sambandsins og vann hann ötullega að framgangi eldri kylfinga. Jón var auðvitað hálfgerður unglingur í hópi eldri kylfinga, nýkominn á þann virðulega aldur að teljast til þess hóps. Störf hans báru því ekki merki að þar færi maður sem væri kominn á virðulegan aldur því ef illa gekk að ná í hann var hann annaðhvort uppi í skíðabrekku á erlendri grund við að leiðbeina íslenskum skíðamönnum eða þá að hann var einhverstaðar í golfi á fjarlægðum stöðum. Þegar við hittumst síðast hafði hann nýlokið við að keppa á golfmóti á Jaðarsvelli á Akureyri og yfir kaffibolla sagði hann mér að senni- lega hefði hann aldrei haft eins mik- ið að gera eins og eftir að hann hætti afskiptum að fyrirtækjarekstri og hefði snúið sér að félagsstörfum, en það væri bara ánægjulegt að geta lagt lóð á þá vogarskál að efla golf- íþróttina á Íslandi. Hann var með bæklinga frá Landssamtökum eldri kylfinga sem hann ætlaði að dreifa Jón Ólafsson ✝ Jón Ólafssonfæddist í Reykjavík 15. maí 1947. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 30. júní. um Norðurland í þess- ari ferð um leið og hann ætlaði að hitta forystumenn eldri kylfinga á svæðinu. Því miður tók þessi ferð hans aðra stefnu en hann lagði upp með því kallið var skammt undan. Fyrir hönd Golf- sambands Íslands sendi ég fjölskyldu hans og öðrum að- standendum samúðar- kveðjur um leið og við með virðingu og þakklæti minnumst Jóns Ólafssonar. Hörður Þorsteinsson, Golfsambandi Íslands. Jæja, Nonni minn, þá er þetta bú- ið í bili, ég vona bara að þetta birtist bara í tíma, ég er seinn að skrifa þetta vegna þess að þú ert bróðir pabba sem er nálægt en samt ekki, ekki svo mikið hjá okkar stoltu fjöl- skyldu. En þegar ég sá þig í hinsta sinn þá kviknaði gamalt í huga mér, aftur til áranna þegar þú bjóst í Stangarholtinu hjá ömmu og Gústu frænku og vannst hjá Alberti Guð- mundssyni hf. þá gerðum við með okkur samkomulag um að hittast heima í Stangarholtinu kl. 18:00 og tippa í getraunum sitt hvorn miðann og fórum svo í Tómstundahöllina á horni Nóatúns og Laugavegar, að keppa í kappakstri á rafmagnsbíla- braut, endurtókum svo leikinn aftur næsta miðvikudag og fórum yfir getraunaseðlana. Um helgar þegar við systkinin fengum að vera hjá ömmu og Gústu þá höfðum við líka samning um að ég eða Sirrý systir burstaði skóna þína þegar þú varst að fara að á stefnumót með Gerðu og varðst að vera flottur, við fengum 500 kall fyrir (einn rauðan bréfpen- ing, vá, maður var alsæll). Þetta og allt hitt sem þú varst að reyna að miðla til okkar sem fór nú yfirleitt inn um annað og út um hitt, en það sést á þínu lífshlaupi og fjöl- skyldu að þú vissir þetta og þetta tókst allt og er bara yndislegt, átt fallega, sterka og samhenta fjöl- skyldu. Þegar maður byrjar þá er hægt að tala endalaust, við geymum það bara með okkur sem muna það. Guð geymi þig og þína fjölskyldu. „Help your brothers boat across the lake, and before you know it yours will be there to.“ Magnús Garðarsson. Hann Nonni frændi er dáinn. Það er enn ótrúlega óraunverulegt. Við Nonni vorum alltaf góðir vinir og hann kenndi mér margt. Sem er í raun alveg met því ég var ekki há í loftinu þegar ég þóttist vita allt! Ég var ung þegar Nonni var svo hepp- inn að ná í hana Gerðu sína, og varð hún algjör uppáhaldsfrænka í mín- um augum. Ég dáði hana frá fyrsta degi og geri enn. Þau voru alla tíð mjög samhent og mikil fyrirmynda- hjón í mínum augum. Ég var nú svo heppin að fá að passa hjá þeim; fyrst Láru mína, og svo þær báðar systur þegar Ásta var komin. Það var gam- an að passa hjá þeim, því þótt maður fengi ekki mikið borgað (Nonni minn var ekki þekktur fyrir að bruðla neitt) þá var alltaf til svo spennandi amerískt gotterí að mað- ur hafði aldrei séð annað eins. Flugfreyjan sá til þess. Þegar Pétur Marínó fæddist, var ég komin til útlanda í nám og sáu systur hans um að passa hann. Maðurinn minn hann Þormóður kynntist Nonna vel, enda áttu þeir sameiginleg áhuga- mál, þ.e. golf og veiði. Bar aldri skugga á þeirra kynni. Nonni var yngstur fjögurra systk- ina, og eru einungis níu mánuðir síð- an Gústa mín, elsta í röðinni lést úr krabbameini. Nú er pabbi einn eftir. Nonni var ákaflega hamingjusam- ur maður, ánægður með konu og börn og sagði það oft. Þegar hann grobbaði sig af þeim (sem hann gerði iðulega) var ég alltaf fljót til og benti honum á að þetta væri allt Gerðu að þakka. Hún væri svo vel gerð hún Gerða. Börnin væru svona vel gerð, því hún væri svo vel gerð hún Gerða. Þessu reyndi Nonni að mótmæla en mátti sín lítils þegar Sirrý frænka tók til máls. Þetta var nú samt allt í gríni því alltaf var stutt í brosið og kímnina hjá Nonna. En samt, það var líka alvara í þessu. En auðvitað á Nonni mikið í þessum fallegu börnum. Fallegu augun þeirra allra eru hans, og Pétur Marinó er lifandi eft- irmynd hans, bara hærri og grennri! Ég gleymi aldrei deginum sem ég fékk bílpróf. Ég var orðin 19 ára, því ég átti ekki fyrir prófinu fyrr, og Nonni frændi kom óumbeðinn og bauð mér bílinn sinn um kvöldið (sá fyrsti, sá einasti og sá síðasti). Ég þáði litla sæta gul-græna Austin- Mini-inn og klukkutíma seinna var ég búin að klessa hann. Þetta var hörmulegt í mínum huga. Hér hafði góður frændi minn sýnt mér traust, og ég brást. Þar sem þetta var snemma um kvöld, þau hjón í veislu þá þurfti ég að bíða lengi þar til ég sagði Nonna frænda frá þessu hræðilega atviki. Mér leið eins og svikara og fyrirgaf mér aldrei. Auð- vitað lét ég gera við bílinn sjálf og borgaði en fannst alltaf alveg öm- urlegt að hafa svikið Nonna, sem treysti mér en ég brást. En aldrei lét hann mig finna það. Elsku Gerða mín, við Þormóður þökkum þér fyrir allt sem þú varst Nonna, og mér, og mundu að þú ert enn þá uppáhalds- frænka mín. Ég votta ykkur öllum, Gerða, Lára, Gingi, Ásta og Pétur Marinó og afabörnunum Helgu Maríu og Jóni Skúla mína dýpstu samúð. Takk fyrir allt og allt. Sigríður Garðarsdóttir (Sirrý frænka). Góður drengur er fallinn frá. Okkar kynni voru stutt en góð og skilja eftir spor í sálu okkar. Ljúf- mennska, hægverska, glaðvært og hlýtt viðmót einkenndu þína fram- göngu. Umtalsgóður og jákvæður. Góðar stundir í leik og starfi, á skíð- um, í golfi og frístundum koma í hugann. Engin veit hvenær kallið kemur, það er alltaf sárt og óvænt en minningin um góðan dreng með blik í auga og hlýjan hug er huggun á erfiðum stundum. Við þökkum þér vináttu og samveru þann stutta tíma sem við þekktumst kæri vinur og Guð blessi þig um alla tíð. Elsku Gerða, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úð og biðjum góðan Guð að veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Blessuð sé minning Jóns Ólafs- sonar. Einar Sigfússon, Anna K. Sigþórsdóttir. Niðurlag greinarinnar féll niður á útfarardegi. Það er erfitt að missa kæran vin. Það er varla hægt að trúa því, að Nonni sé dáinn. Við sem ætluðum að gera svo margt saman öll góðu árin þegar um hægðist hjá okkur. Ég hitti Nonna fyrst, dag einn haustið 1962, þegar lesið var inn í fyrsta bekk í Versló. Ég hafði sest við aftasta borðið í einni kennslu- stofunni, þegar snaggaralegur strákur kom að borðinu og sagði: „Sæll, ég heiti Nonni, má ég sitja hjá þér.“ Þetta var upphafið að ævi- langri vináttu okkar. Nonni var alla tíð athafnamaður. Hann átti gott með að umgangast fólk, skemmti- legur, hrókur alls fagnaðar og það var gott að vera með honum. Hann var lífsnautnamaður, ákveðinn og fylginn sér, duglegur, ósérhlífinn, þrjóskur og gafst aldrei upp. Hann var vinur vina sinna, hreinskilinn og sagði meiningu sína. Í þessi 45 ár hefur aldrei fallið skuggi á góða vin- áttu. Sjálfstæði var rík tilfinning í fari Nonna og stundaði hann sinn eigin rekstur mestalla sína starfs- ævi. Hann hóf störf hjá Heildversl- un Alberts Guðmundssonar að loknu námi. Það var mikið lán í tvennum skilningi. Þar lærði hann kaupmennsku og þar hitti hann Gerðu sína. Hann var strax ákveð- inn í því að krækja í þessa glæsilegu stúlku og honum tókst það eins og svo margt annað sem hann ætlaði sér. Það var mikið gæfuspor í lífi Nonna að kvænast Gerðu. Það var eftirtektarvert hvað mikið jafnræði ríkti í sambúð þeirra hjóna. Hún tók hann niður á jörðina þegar hann fór á flug og stóð eins og klettur við hlið hans þegar á móti blés. Sameigin- lega tókst þeim að búa sér gott og fallegt heimili. Velferð fjölskyld- unnar skipti Nonna miklu máli og er missir hennar mikill. Minningarnar hrannast upp í hugann og þá ekki síst það sem brallað var á skólaár- unum í Versló. Ég minnist stund- anna í Stangarholti þegar við hlust- uðum á jazz, ég tala nú ekki um „Take Five“. Þá eru minnisstæðar skíðaferðirnar í Skálafell og skíða- ferðin til Akureyrar eitt sinn um páska þegar Nonni og Gerða trúlof- uðu sig. Minnisstæð er golfferðin til Skotlands í maí 1997 þegar við fjög- ur héldum sameiginlega upp á fimmtugsafmælin okkar Nonna í Murrayshall. Golfið hefur átt hug og hjarta Nonna síðustu 30 árin. Það hafa verið margar gleði- og ánægjustundir sem við félagarnir höfum átt á golfvellinum, sérstak- lega við gömlu vinirnir, Nonni, Júlli og Jón Ásgeir. Strax á skólaárunum í Versló þróaðist kær vinátta með okkur fjórmenningunum og hefur samvist okkar verið mikil í gegnum árin. Það var þó höggvið stórt skarð í vinahópinn þegar Júlli féll frá fyrir níu árum. Við erum sextán skóla- bræður úr Versló sem höfum haldið hópinn og hist mánaðarlega á vet- urna, farið í ferðalög saman og átt góðar stundir. Með árunum hefur þessi vinahópur orðið mikilvægur í lífi okkar. Nú eru tveir þessara skólafélaga látnir, vinirnir Júlli og Nonni og finnst mér alveg óskilj- anlegt að þeir skulu báðir vera farn- ir. Okkar síðasta samvera var viku áður en hann veiktist, þegar við, ell- efu skólabræðurnir, héldum okkar árlega golfmót. Að venju skipulagði Nonni mótið. Snöggt fráfall hans hefur minnt okkur skólabræðurna rækilega á það hvað góð vinátta er dýrmæt. Með þessum orðum langar mig að kveðja góðan vin og þakka honum samfylgdina og vináttuna í gegnum árin. Hann er tekinn frá okkur alltof snemma. Ég á eftir að sakna hans mikið. Við Þórhildur færum Gerðu, Láru, Ástu og Pétri og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Eggert Á. Sverrisson. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali SENDUM MYNDALISTA ✝ Útför okkar ástkæru KATRÍNAR ELSU JÓNSDÓTTUR, Espigerði 8, Reykjavík, sem andaðist á heimili sínu föstudaginn 4. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. júlí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, félag langveikra barna. Bjarni Ragnarsson, Kristbjörg S. Gísladóttir, Melíssa Katrín, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas, Alma Eydís Ragnarsdóttir, Brynja Björk Baldursdóttir, Anna María Sverrisdóttir, Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Sigurður Sverrir Sigurðsson. ✝ Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum Fossvogi sunnu- daginn 29. júní, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 11. júlí kl. 13.00. Oddfríður Lilja Harðardóttir, Þórður Guðmannsson, Guðmundur Þ. Harðarson, Ragna María Ragnarsdóttir, Kristján Harðarson, Ruth Guðbjartsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SÆVAR GUÐMUNDSSON, lést laugardaginn 5. júlí. Útför hins látna fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Jakobína Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.