Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 35 3.-24. júlí í Kringlunni Bandarískur hermaður hvílist upp við skotbyrgi í Korengal-dalnum í Afganistan, 16 september Tim Hetherington, UK fyrir Vanity Fair Skipholt 55 Reykjavík 4ra herbergja m/bílskúr Stærð: 118 fm Fjöldi herbergja: 4 Byggingarár: 1963 Brunabótamat: 15.860.000 Bílskúr: Já Verð: 25.900.000 ÚTBORGUN KR. 1.250.000 GREIÐSLUB. KR. 103.000 P.M. SKIPHOLT, REYKJAVÍK. Mjög góð 4ra herbergja endaíbúð á 1. hæð auk sérbyggðs bílskúrs. Hús er í góður ástandi.Mjög góð staðsetning. ÍBÚÐIN ER LAUS. GREIÐSLUBYRGÐI KR. 130.000 P.M. BÍLSKÚR Í LEIGU FYRIR KR. 30.000 P.M. Eignastýring Erlendur Davíðsson Lögg. fasteignasali elli@remax.is 95 prósent lánamöguleiki 534 4040 - kemur þér við Hjartaþræðingar á einkastofum lækna Eiga dómarar síðasta orðið? Samfylking velur á milli Bakka og Helguvíkur Mál Paul Ramses enn óleyst Dósum skilað fyrir milljarð Milljarðakostnaður vegna útblásturs flugvéla Hvað ætlar þú að lesa í dag? DAGSKRÁIN um helgina er bor- in uppi af tveimur hljómsveit- um, Bláum skuggum og Kvart- ett Hauks Gröndal, sem bland- ast og taka á sig ýmsar myndir.  Félagsheimilið Fossbúð ann- að kvöld klukkan 21: Ragnheiður Gröndal og kvartett Hauks Gröndal.  Byggðasafnið í Skógum laug- ardag klukkan 13 til 17: Tríó Sig- urðar Flosasonar, Tríó Ara Braga Kárasonar, Tríó Birkis Freys Matthíassonar og Kvartett Hauks Gröndal.  Félagsheimilið Fossbúð laugardagskvöld klukkan 21: Bláir skuggar. Hljómsveitablanda Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is DJASSTÓNAR blandast niðinum af Skógarfossi um helgina þegar fimmta Djasshátíðin í Skógum undir Eyjafjöllum verður haldin. Sigurður Flosason saxófónleikari er listrænn stjórnandi hátíðar- innar og segir áhersluna fyrst og fremst á góða tónlist. „Ef það er einhver stefna hjá okkur þarna þá má segja að hún sé sú að hafa breitt aldursbil. Þarna koma fram ungir og upprennandi tónlistar- menn á borð við Ara Braga Kára- son trompetleikara, en líka fulltrú- ar elstu kynslóðar íslenskra starfandi djasstónlistarmanna, t.d. Pétur Östlund trommuleikari og Jón Páll Bjarnason gítarleikari.“ Á fyrstu tónleikunum mun andi Billie Holiday svífa yfir vötnum og Ragnheiður Gröndal og Kvartett Hauks bróður hennar gera tónlist hennar skil. Seinni part laugardags verða haldnir fjögurra tíma langir tón- leikar á Byggðasafninu þar sem aðgangur er ókeypis og fólki er velkomið að koma og fara að vild. Tónleikarnir á safninu eru orðnir fastur liður í dagskrá hátíðar- innar. „Það er mjög gaman að spila þarna, þetta er frábært byggðasafn og meðal þess sem varðveitt er þar eru hljóðfæri Við- ars Alfreðssonar trompetleikara sem var ættaður undan Eyjafjöll- um.“ Tónleikarnir í safninu eru sérstaklega helgaðir minningu hans. Bláir skuggar ljúka síðan hátíð- inni og flytja tónlist eftir Sigurð af tveimur nýlegum plötum sveitarinnar. „Ég kalla þetta djassmengaða blústónlist eða blússmitaða djasstónlist,“ segir Sigurður. Gestir úr ýmsum áttum Hátíðin hefur fest sig í sessi á síðustu árum og segir Sigurður gesti koma úr ýmsum áttum, sum- ir komi af höfuðborgarsvæðinu á hátíðina, heimamenn séu duglegir að mæta og sömuleiðis erlent og innlent ferðafólk sem statt er í Skógum. Hann segir djassinn alltaf eiga sína tryggu aðdáendur og fleiri bætist í hópinn með hverju árinu. „Það hefur verið svona jafn stíg- andi í þessu síðustu ár. Það er visst hlutfall þjóðarinnar sem hef- ur gaman af þessari tónlist og þannig hefur það haldist.“ Morgunblaðið/hag Í sveiflu Sigurður Flosason skipuleggur djasshátíðina í Skógum undir Eyjafjöllum um helgina, fimmta árið í röð. Djassað við fossinn Fulltrúar elstu og yngstu kynslóðar djasstónlistarmanna sameinast í Skógum undir Eyjafjöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.