Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón Sig-urgrímsson fæddist í Holti í Stokkseyrarhreppi 7. maí 1922. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Ljós- heimum á Selfossi 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurgrímur Jónsson, f. í Holti í Stokkseyrarhreppi 5. júní 1896, d. 17. janúar 1981 og Unn- ur Jónsdóttir, f. á Íshóli í Bárðardal 6. janúar 1895, d. 4. apríl 1973. Systkini Jóns eru Hörður, f. 29. júní 1924, Ingibjörg Þóra, f. 17. júlí 1925, Áslaug, f. 30. júlí 1927, Jóhann Vernharður, f. 23. janúar 1929, d. 5 febúar 2000, Skúli Birgir, f. 11. apríl 1931, Ragnheiður, f. 21. nóvember 1933, Grímur, f. 16. ágúst 1935, og Há- kon Gamalíel, f. 15. ágúst 1937. Jón kvæntist 27. febrúar 1960 Jónu Ásmundsdóttur frá Háeyri á Eyrarbakka, f. 14. nóvember 1936. Jóna er dóttir Guðlínar Katrínar Guðjónsdóttur, f. á Gamla Hrauni í Eyrarbakkahreppi 3. febrúar 1905, og Ásmundar Eiríkssonar, f. Ingibjörg, f. 19. mars 1973, maki Ólafur Unnarsson, f. 20. júní 1973, dóttir þeirra er Kristrún Huang, f. 26. júní 2003. 6) Sigurgrímur, f. 30. maí 1974, maki Ingibjörg Vig- dís Ottósdóttir, dóttir þeirra er Karólína Ingibjörg, f. 27 apríl 2002; þau hafa slitið samvistum. Jón hlaut barnaskólakennslu í farskóla Stokkseyrarhrepps í fjóra vetur, stundaði síðan nám við héraðsskólann á Laugarvatni í tvo vetur og útskrifaðist þaðan 1943, lauk búfræðinámi frá Hvanneyri 1944 og stundaði land- búnaðarnám í Bandaríkjunum 1951. Jón vann á búi foreldra sinna og önnur störf sem til féllu, m.a. á vinnuvélum. Hann stofnaði félagsbú í Holti 1955 með for- eldrum sínum og bræðrum, þeim Herði og Vernharði. Þá hóf Jón vörubílaakstur 1946 og stundaði síðan akstur með búskapnum til 1991. Hann bjó í Holti til 1995 er þau hjónin seldu bróðursyni Jóns jörð og bú og fluttu á Selfoss. Jón sat árum saman í stjórn vörubíl- stjórafélagsins Mjölnis og var lengi varaformaður þess, sat mörg ár þing Landssambands vörubif- reiðastjóra og jafnan ritari þess. Hann var gerður að heiðurfélaga Mjölnis 1991. Jón verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í Þórðarkoti í Sand- víkurhreppi 11. febr- úar 1897. Börn Jóns og Jónu eru: 1) Unn- ur, f. 3. október 1960, maki Guðmundur Sveinn Halldórsson, f. 14. maí 1961, börn þeirra eru: a) Jó- hanna, f. 13. október 1983, unnusti Magn- ús Már Einarsson, f. 19. apríl 1981, b) Jón Elí, f. 24. október 1985, og c) Halldór, f. 16 janúar 1992. 2) Ásmundur, f. 22. ágúst 1962, maki Ufuoma Overo Tarimo, f. 25. apríl 1963, börn Ásmundar eru Thelma Dröfn, f. 31. janúar 1985, og Elv- ar, f. 25. febrúar 1988, börn Ufuomu eru: Mirhire Overo Ta- rimo, f. 11. september 1992, og Ese Overo Tarimo, f. 14. júlí 1994. 3) Guðlín Katrín, f. 14. júní 1968, synir hennar eru Hjalti Björn Hrafnkelsson, f. 29. júní 1994, og Hrafn Fróði Sveinsson, f. 27. apríl 2004. 4) Ingveldur Björg, f. 18. nóvember 1969, synir hennar eru Jón Þór Eyjólfsson, f. 2. nóvember 1991, og Guðmundur Jökull Ár- mannsson, f. 14. desember 1998. 5) Ég á margar góðar minningar frá æskuárum mínum í Holti, það var nóg að gera við búskapinn og pabbi hafði mikla vinnu á vörubílnum. Ég fékk oft að sitja í þegar hann fór í styttri ferðir heima við, sérstaklega þegar hann var að keyra upp á Stokkseyri, ná í fisk út í Þorlákshöfn, ná í áburð eða önnur aðföng fyrir búið. Pabbi lék stórt hlut- verk í mínu lífi á þessum árum, kátur og hress, ég man að ég hlakkaði alltaf til þess að hann kæmi heim á kvöldin, því flesta daga var hann að vinna út í frá á vörubílnum. Þegar hann var bú- inn að borða þurfti oft að dytta að bílnum og gekk ég gjarnan til þeirra verka með honum. Við áttum þá oft góðar stundir saman, það þurfti að dæla olíu á bílinn, gera við dekk og ýmislegt annað smálegt. Mamma var heimavinnandi og hélt utan um stóran systkinahóp af mikl- um myndarskap og verður henni seint fullþakkað fyrir að skapa okkur ynd- islegt heimili. Á heimilinu var pabbi góð fyrir- mynd og hafði lag á að hvetja okkur áfram á jákvæðan hátt með því til dæmis að segja dæmisögu til að fá okkur á sitt band. Af skemmtisögum og vísum kunni hann mikið og sagði þær við ýmis tækifæri, svo spilaði hann á píanó og tók oft mörg lög á kvöldin áður en farið var í háttinn en það voru ógleymanlegar stundir. Hann hafði gaman af að ferðast og þá ekki síst um hálendið, hápunkturinn var að fara norður Sprengisand og koma að Sandhaugum í Bárðardal til Sigurðar og Steinunnar. Það var mikið mannlíf í Holti á þessum árum, þar bjuggu þrjár stór- ar fjölskyldur ásamt afa og ömmu. Við vorum 16 krakkar, frændsystkini, sem ólumst þar upp saman í leik og starfi. Eitt það skemmtilegasta sem við gerðum var að fara á hestbak; í minningunni fórum við á hestbak á hverju kvöldi yfir sumarið, yfirleitt í skemmri útreiðatúra en í lengri ferðir á sunnudögum. Þá var oft riðið niður að Knarrarósvita eða annað um sveit- ina. Amma og afi léku stórt hlutverk, þau fóru reglulega á milli bæja og borðuðu með hverri fjölskyldu, yfir matnum töluðu afi og pabbi yfirleitt um eitthvað tengt búskap, jarðnæði eða útgerð því það var sterk tenging að Stokkseyri þar sem útgerð gekk vel á þessum árum. Ég minnist pabba með söknuði og þakklæti fyrir liðna tíð, hann hefur alla tíð leikið stórt hlutverk í mínu lífi og systkina minna en ég geri mér jafnframt grein fyrir að það var kom- ið að leiðarlokum hjá honum. Líkam- inn var farinn að gefa sig og það var í rauninni blessun fyrir hann að fá að fara úr dauðlegum líkama og flytjast á annað tilverustig. Guð veri með þér. Ásmundur. Hann pabbi minn er dáinn! Við er- um búin að eiga von á því en samt er það vont. Hann var nú einu sinni pabbi minn og þegar ég var stelpa þá áttu flestir bara einn. Það er hafsjór minninga sem streymir fram, allar góðar. Manni hættir til að taka hlut- um sem sjálfsögðum og áttar sig stundum ekki á því hvað maður er heppinn. Það var ekki fyrr en góð vin- kona mín benti mér á þetta og talaði um hve erfitt hefði reynst henni að takast á við allt sem kom upp, ekki allt gott, þegar faðir hennar dó að ég áttaði mig á því hve lánsöm við erum og að það er virkilega ekkert sem skyggir á. Við ólumst upp í sveit og við áttum pabba sem var alltaf í góðu skapi og sneri flestu upp í grín sem upp á kom. Ef hann þurfti að ganga smá-spöl þá gekk hann ekki heldur hljóp iðulega. Hann var svo léttur í lund og sinni. Hann kunni líka hafsjó af sögum og er mér minnisstætt á ferðalögum okkar um landið að hann vissi hvað allir bæ- ir hétu og fjöll. Við systurnar vorum ekki alltaf áhugasamar, sérstaklega ekki á unglingsárunum og man ég að þá vorum við stundum með bækur að lesa aftur í þegar hann var að fræða okkur. Bækurnar urðum við nú samt að passa fyrir pabba því hann las allt og það gat orðið snúið þegar margir voru að lesa sömu bókina. Pabbi keyrði vörubíl og voru ófáar ferðirnar sem ég sat í rauðu fínu Scaniunni hjá honum, að sækja möl og keyra. Við þessa iðju kynntist hann mörgum upp um allar sveitir og það var til dæmis tafsamt að fara með honum í kaupfélagið vegna þess að hann var alltaf stopp að spjalla, hann bara hitti svo marga sem hann þekkti. Hann var líka mikill ferðalaga maður, var alltaf til í að fara eitthvað og tók urmul af myndum. Hann á þannig stórt slidesmyndasafn og var oft fenginn til að vera með myndasýn- ingar. Man ég að þar slæddust oft með innan um myndir af fjölskyld- unni og öðru fólki, myndir af ýmsu sem hann hafði séð á ferðum sínum, af sveitabæjum, gröfum, vörubílum, krönum og heyvinnuvélum alls konar auk vegavinnumynda. Hann hafði nefnilega mikinn áhuga á öllum vinnuvélum og framförum almennt. Hann gat smíðað allt úr járni og var ófáar stundir í skemmunni að gera við heyvinnuvélarnar eða bara dytta að vörubílnum. Pabbi var mikill músíkmaður. Hann spilaði á böllum á harmonikku á sínum yngri árum og svo á píanó. Þegar pabbi settist við píanóið þá var gaman. Hann spilaði hvert lagið á fætur öðru af miklu fjöri. Við syst- kinin sex nutum öll tilsagnar hans. Einnig tók hann okkur sér á hné þeg- ar við vorum lítil og kenndi okkur að syngja. Umhyggja hans var tak- markalaus og ávallt stutt í grínið. Hann var líka natinn og góður við barnabörnin sem voru svo lánsöm að kynnast honum áður en hans heilsu fór að hraka. Hann var til dæmis ólat- ur að segja syni mínum Hjalta sögur, m.a. úr Bretavinnunni á stríðsárun- um og hafði þar áhugasaman hlust- anda. Núna vildi ég að ég hefði stund- um hlustað betur á það sem hann hafði að segja. Elsku pabbi, takk fyrir allar ógleymanlegu stundirnar og hvíl í friði. Kveðja. Guðlín. Þegar mér bárust fréttir af því að heilsu pabba hefði hrakað mjög mikið og í framhaldi af því, að hann væri dá- inn, varð ég ekki hissa en sorgmædd og full saknaðar. Því þó svo að dauð- inn sé fullkomlega eðlilegur þegar fullorðið fólk kveður, skilur fólk sem manni þykir vænt um eftir sig tóma- rúm sem ekki verður fyllt aftur. Eftir standa þó minningar og þær hverfa aldrei og hann pabbi minn skilur eftir endalaust flóð af góðum og skemmti- legum minningum þar sem hlátur, músík og sögur skipa stóran sess. Pabbi var sérstakur maður og enda- laust vænn og góður. Hann var glað- vær, skemmtilegur og uppátækja- samur, söngelskur og músíkalskur. Hann var víðlesinn, fróður og verk- laginn. Síðast en ekki síst var hann okkur systkinunum góður faðir og fyrirmynd. Pabbi var mikill áhugamaður um sögur og kveðskap og kunni ógrynni af gömlum íslenskum vísum sem hann svo romsaði út úr sér þegar að- stæður buðu upp á það. Hann þekkti líka landið mjög vel og þegar við vor- um á ferðalögum, gat hann talið upp bæjarnöfn og örnefni og sagt sögur af fólki eða um tröll og vætti í þessari og hinni sveitinni. Sem unglingi fannst mér grautfúlt að fá ekki að lesa bækurnar mínar í friði í aftur- sætinu fyrir þessari visku pabba. Aft- ur á móti er ég ákaflega þakklát fyrir þessar kennslustundir í dag því ég bý að þeirri þekkingu sem hann tróð inn í unglingaveikan kollinn á mér. Pabbi var snillingur í að snúa út úr setningum og koma fyrir sig orði. Fyrsti orðaleiks-brandarinn hans sem ég man eftir er: „Af hverju heitir heita vatnið heita vatnið? Nú, eitt- hvað verður það að heita vatnið!“ Ég man hvað mér, sem lítilli stelpu, fannst þetta sniðugt hjá honum pabba mínum. Við systkinin lærðum öll á hljóð- færi og pabbi passaði að við æfðum okkur á hverjum degi, sat hliðina á okkur og sagði okkur til. Ég hafði stutta putta og takmarkaðan áhuga á að æfa mig. Það stoppaði pabba þó ekki og hann eyddi jafnmiklum tíma í að kenna mér og Gullu systur sem fæddist með löngutöng á hverjum putta og mun meiri sjálfsaga en ég. Hann bjó yfir endalausri þolinmæði og vilja til að hjálpa okkur að ná tök- um á tónlistinni. Pabbi bauð okkur oft á vortónleikana þegar hann var að syngja. Við Gulla systir hlustuðum dolfallnar og á eftir rifjuðum við upp textana og lögin. Á þennan hátt lærð- um við lög eins og „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti“ sem okkur fannst yndislega rómantískt og „Brennið þið vitar“ sem kallaði fram gæsahúð því krafturinn og dramað í dynjandi karlakórnum var svo mikið. Pabbi hjálpaði okkur ef minnið brást og við sungum lögin allt sumarið. Undanfarna daga höfum við systk- inin og mamma eytt miklum tíma saman við undirbúning, skipulagn- ingu og frágang. Á þeim tíma höfum við rifjað upp minningar og sagt hvert öðru sögur af honum pabba okkar. Það lýsir honum best að þetta hafa verið yndislegar stundir og við hlæjum saman í gegnum tárin því hann pabbi var svo kátur og skemmtilegur og góður. Okkur getur ekki liðið öðruvísi en vel þegar við töl- um um hann og þannig mun hann lifa í minningum okkar. Ingveldur Björg Jónsdóttir. Núna þegar hann afi Jón er dáinn langar okkur bræðurna að skrifa nokkur orð til minningar um hann. Að koma að Holti er eitt af því skemmtilegasta sem við gerum. Þar ólst hún mamma okkar upp og sá eldri af okkur bjó þar í nokkra mán- uði þegar hann var lítill, það hefði ekki verið eins ef afi hefði ekki verið þarna. Það var alltaf svo gaman að koma þangað og leika sér í hlöðunni. Það var líka gott að koma í heimsókn til þeirra í Seftjörnina og afi var alltaf svo kátur og góður við okkur bræð- urna, grínaðist og stríddi okkur kannski pínulítið. Eftir að hann flutti á Ljósheima heimsóttum við hann þangað og fengum þá stundum að leika okkur í hjólastólnum, sem var mjög skemmtilegt. Við eigum eftir að sakna afa Jóns en hann var orðinn gamall og þreytt- ur og við vitum að hann er kominn á betri stað núna. Jón Þór og Guðmundur Jökull. Kæri bróðir, það eru forréttindi sem fáir kynnast í þjóðfélagi nú- tímans að fá að alast upp í níu systk- ina hópi eins og við gerðum. Þú varst elstur en ég yngstur og það að vera yngstur voru að sjálfsögðu sérstök forréttindi. Þú varst orðinn fulltíða maður þegar ég komst á legg og því ekki um að ræða neinar minningar um bernskuleiki okkar. Ég bar hins vegar mikla virðingu fyrir þessum stóra bróður sem farinn var að vinna í Bretavinnunni í Kaldaðarnesi, fór í Héraðsskólann á Laugarvatni, vann við að múra stórhýsi Kaupfélags Ár- nesinga á Selfossi og spilaði auk þess á harmóníku. Síðar á lífsleiðinni kynntumst við betur og margar góð- ar stundir áttum við í þessum stóra systkinahópi. En það er tvennt frá þessum fyrstu árum sem ég vil þakka þér sérstak- lega að skilnaði. Það var áið 1942 þeg- ar verið var að byggja nýja fjósið. Ég var þá fimm ára og fannst mikið til um þessa framkvæmd. Mikið féll til af smáspýtum, afsagi hjá smiðunum, þegar verið var að setja þakið á fjós- ið. Þetta voru skínandi fallegar spýt- ur úr nýjum, ilmandi viði og safnaði ég þeim saman til að nota í húsbygg- ingar á mínum vegum. Eitt sinn sá ég ljómandi fallega spýtu sem fallið hafði ofan í haugstæðið. Ég teygði mig eftir henni en missti jafnvægið og stakkst á höfuðið ofan í forina. Mér vildi það til lífs að þú varst þarna nærstaddur og dróst mig upp. Þetta var heldur ógeðfellt bað en þú skol- aðir af mér undir fjósdælunni og fórst með mig inn í bæ til mömmu. Vafalít- ið hefði þetta orðið mitt síðasta ef þú hefðir ekki verið þarna nærstaddur og forðað mér frá því að drukkna í fjóshaugnum. Hitt sem ég vil þakka þér er að þú vaktir tónlistaráhuga minn. Þú varst um tvítugt þegar þú eignaðist harmónikuna og þótt þú fengir ekki mikla tilsögn varst þú fljótt mjög liðtækur á harmónikuna og spilaðir á böllum út um allar sveit- ir. Þegar þú varst að æfa þig í stráka- herberginu uppi á loftinu heima stóð ég undir glugganum sem dáleiddur og hlustaði. Það var þarna sem tón- listaráhugi minn vaknaði og man ég enn sum lögin sem þú spilaðir. Fyrir þetta vil ég sérstaklega þakka þér því tónlistin hefur verið mitt annað líf síðan. Þessum orðum fylgja innilegar samúðarkveðjur til Jónu og krakk- anna frá fjölskyldunni á Kársnes- braut 99. Þinn bróðir Hákon. Jón Sigurgrímsson Hulda Gunnlaug- dóttir hjúkrunarfræð- ingur var jarðsungin 4. júní sl. Þar kvödd- um við skólasystur hennar er útskrifuðumst frá Hjúkr- unarskóla Íslands haustið 1953 góð- an félaga. Hulda var þeim fágætu eiginleik- um gædd að hún var rólynd og vönd- uð manneskja, það geislað af henni góðmennskan. eftir rúmlega 29 ára starf við aðhlynningu aldraðra skjól- stæðinga hennar mundu sjálfsagt fleiri taka undir orð mín hér, sem Hulda Gunnlaugsdóttir ✝ Hulda Gunn-laugsdóttir fæddist á Ökrum í Miðneshreppi 15. desember 1929. Hún lést á Landakoti 23. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Digranes- kirkju 4. júní. nutu umönnunar starfa hennar. Hulda eignaðist góð börn sem bera sterkan svip hennar, Þórhallur Þorsteinsson eigin- maður Huldu lést 1988 eftir 30 ára sambúð. Lífshlaup Huldu var þyrnum stráð, fyrir 20 árum fór að bera á minnisleysi og vágest- urinn Alzheimer hafði gert strandhögg. Hulda stóð meðan stætt var og áttum við skólasystur hennar góðar stundir með henni, okkur var hún kær. Við erum allar komnar á efri árin, við vorum aðeins níu í okkar „holli“ þrjár eru nú horfnar. En við sem eftir lifum blessum minningu góðs félaga og sendum fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Guð blessi þau öll. Pálína Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.