Morgunblaðið - 10.07.2008, Page 8

Morgunblaðið - 10.07.2008, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is SAGNFRÆÐIRÁÐSTEFNA um skipalestir bandamanna, The Arctic Convoys – A lifeline across the Atlantic, sem fluttu vistir og vopn til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Alþjóða- vers hefst í dag í húsakynnum háskólans. Mun hún standa í tvo daga og um helgina verður í kjöl- farið efnt til ýmissa minningaratburða. Breskt herskip við akkeri Af þessu tilefni liggur breska herskipið HMS Exeter nú við bryggju Miðbakka. Þar fór í gær fram móttaka þar sem tekið var á móti ýmsum sem að ráðstefnunni koma og tengjast umfjöll- unarefni hennar. Ráðstefnuna sækja fræðimenn víða að og eft- irlifendur sem tóku þátt í aðgerðunum en meðal þeirra eru tveir Íslendingar. Verndari þessa framtaks er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Að atburðum helgarinnar koma sendiráð Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Kanada, Noregs og Rússlands. Meðal viðburða verður sér- stök sýning um sögu skipalestanna þar sem sýnd verða kort af ýmsu tagi, málverk og töluvert af ljósmyndum, bæði frá erlendum söfnum og úr fórum þátttakenda siglinganna. Af átta Íslendingum féllu tveir Pétur H. Ólafsson, fyrrverandi sjómaður, er annar þeirra Íslendinga sem þátt tóku í aðgerð- unum og enn lifa. Hann var aðalhvatamaður þess að ráðstefnan og það sem henni fylgir færi fram hér á landi. Honum telst til að átta Íslendingar hafi ráðist um borð í skip sem sigldu með vistir til Rúss- lands. Flestir hafi þeir verið hásetar, ungir menn í ævintýraleit. Tveir þessara manna létust í leið- öngrum sínum. Annar á bandarísku flugmóður- skipi en hinn á kaupskipi þar sem hann gegndi stöðu kyndara. Þrír Íslendinganna voru í skipalestinni PQ-17 sem lenti í miklum hremmingum árið 1942. Þeir komust þó allir lífs af og einn þeirra er enn á lífi í dag. Siglt með fjórar milljónir tonna Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði við Há- skóla Íslands, heldur tölu á ráðstefnunni um hernaðarlegt mikilvægi Íslands á stríðsárunum. „Staðreyndin er sú að þetta hefur aldrei verið metið að fullu og það er ekki hægt að meta þetta nákvæmlega,“ segir Þór um mikilvægi skipalest- anna fyrir gang heimsstyrjaldarinnar. Að sögn Þórs vildu vesturveldin í kalda stríðinu gera sem mest úr hjálp sinni við hernað Sovétríkjanna og mikluðu framlag sitt fram úr hófi. Hlutfallslega, miðað við framleiðslugetu Sovétríkjanna, hafi framlagið verið hverfandi. Við fall Sovétríkjanna hafi Rússar viðurkennt mikilvægi lestanna en þær færðu þeim einar fjór- ar milljónir tonna af birgðum og búnaði. Þó hafi framlagið ekki skipt sköpum á neinn hátt segir Þór en bætir við: „Ég vil ekki nota orðin dropi í hafið, vegna þessa að þá væri ég að gera of lítið úr þessu.“ Landfræðilegt mikilvægi Þrátt fyrir að eftir hrakningar PQ-17 hafi skipalestunum ekki verið siglt frá Íslandi gegndi landið veigamiklu hlutverki fyrir þær. Skipin komu bæði til Seyðisfjarðar og Akureyrar til að sækja ýmsar nauðsynjar. Landið hélt því landfræðilegu mikilvægi sínu mun lengur og bera árásirnar á Seyðisfjörð 1942 og 1944, þegar olíubirgðaskipinu El Grillo var sökkt, því glöggt vitni. Líflínu Rauða hersins minnst  Ráðstefna í Reykjavík um sjómenn og skipalestir bandamanna í N-Atlantshafi í seinni heimsstyrjöld  Færðu hinum Rauða her Sovétmanna vistir og vopn í baráttu hans við nasista á austurvígstöðvunum Morgunblaðið/Frikki Undir byssukjafti Glatt var yfir sjómönnunum við endurfundina um borð í HMS Exeter við Reykjavík- urhöfn í gær og virtust þeir öllum hnútum kunnugir á mikilfenglegu þilfari orrustuskipsins. Ljósmynd/Imperial War Museum Hertoginn af Jórvík Risastórt orrustuskipið HMS Duke of York virðist agnarsmátt í baráttunni við sjálft Atlantshafið. „ÞÁ var ég númer eitt að hugsa um að komast til Ameríku,“ segir Pétur H. Ólafsson um það sem vakti fyrir honum þegar hann heimsótti American Sea Transport Office í Hafn- arstræti árið 1942. Þá var Pét- ur 22 ára gamall. Hann hafði þegar verið til sjós um árabil og tók við stöðu háseta á einu kaupskipanna strax morg- uninn eftir. Skipið var kaupskip og hét Ballot. Það var hluti af 37 skipa lest sem fluttu vopn og vistir til Rauða hersins á aust- urvígstöðvunum. Á skipi Pét- urs fórust 27 manns á leiðinni til Múrmansk í vélbyssuskot- hríð og sprengjuárásum úr lofti og frá kafbátum sem sátu fyrir skipalestinni. „Þegar ég sigldi þarna norð- ur og leit á grafir þessara sjó- manna sem fórust þarna þá bara klökknaði ég og grét eins og barn,“ segir Pétur um heim- sókn sína á hafsvæðið þar sem fjölda skipa var sökkt úti fyrir ströndum Noregs. Þeim sem var bjargað lifandi úr köldum sjónum misstu oft útlimi vegna kalsára og aðrir hlutu enn grimmilegri örlög. „Menn voru logandi í sjónum í bjargbeltum sem héldu þeim á floti þannig að þeir brunnu lifandi.“ Umsetnir kafbátum nasistanna SKIPALESTIN PQ-17 hélt af stað frá Reykjavík í lok júní 1942. Í henni voru 34 kaupskip, hlaðin birgðum og hergögnum. 43 fylgdarskip voru með í för og áttu að verja skipin fyrir ágangi Þjóðverja. Bretar töldu sig hafa rök- studdan grun um að orr- ustuskipið Tirpitz myndi leggja upp frá Þrándheimi í Noregi ásamt fleiri herskipum og ráð- ast gegn skipalestinni. Bretar voru minnugir þeirrar þrek- raunar sem orrustan við syst- urskip Tirpitz, orrustuskipið Bismarck, reyndist breska flot- anum. Ákváðu þeir því að kalla meirihluta fylgdarskipanna til hafnar í Scapa Flow og skipa lestinni að dreifa sér. Voru skipin talin auðveld bráð fyrir stórar og öflugar fallbyssur Tirpitz ef þau héldu hópinn. Skynsamlegast væri því að draga sem mest úr skaðanum með þessu móti. Orrustuskipið mikla kom þó aldrei og var kaupskipunum þess í stað sökkt einu af öðru af þýska flughernum og kafbáta- flotanum. Litlu breytti að skip- in væru dreifð þar sem þau voru alveg óvarin. 23 skipanna var sökkt, nokkrum í senn milli 4. og 10. júlí 1942. Aðeins ellefu skipanna náðu aftur til Íslands en Íslending- arnir þrír sem tóku þátt í leið- angrinum skiluðu sér allir. Óttuðust systurskip Bismarck

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.