Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
ÍRANAR gerðu tilraunir með níu langdrægar eldflaugar
af gerðinni Shahab-3 við mynni Persaflóa í gær en flaug-
arnar geta borið kjarnavopn. Skýrt var frá tilraununum
rétt eftir að ráðamenn G-8 ríkjanna hvöttu leiðtogana í
Teheran til að stöðva tilraunir með auðgun úrans. Íranar
segja að þær tilraunir beinist að friðsamlegri hagnýtingu
kjarnorku en margir óttast að raunverulega markmiðið
sé að smíða kjarnorkusprengju.
„Við erum reiðubúnir að verja írönsku þjóðina,“ sagði
yfirmaður flughers Byltingarvarðarins, Hoseyn Salami
hershöfðingi. Tilraunirnar virðast vera meðvituð ögrun í
orðaskakinu sem lengi hefur staðið yfir vegna kjarnorku-
tilrauna Írana. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur
samþykkt refsiaðgerðir gegn Írönum og er talið að sum-
ar þeirra, einkum á viðskiptaviðinu, séu nú farnar að bíta.
Eignir háttsettra og spilltra ráðamanna í Íran á Vest-
urlöndum hafa verið frystar og stærsta banka landsins
bannað að starfa erlendis. En vaxandi tekjur af olíusölu
auðvelda ráðamönnum að hunsa alþjóðasamfélagið.
Ef Íran bætist í hóp kjarnorkuveldanna er talið víst að
ýmis grannríki, t.d. Sádi-Arabía, Egyptaland og Tyrk-
land, hugsi sér líka til hreyfings í þeim efnum og gæti þá
óstöðugleiki í Miðausturlöndum leitt til kjarnorkustríðs.
Talið er fullvíst að Ísraelar eigi kjarnavopn en alls hafa
átta ríki sprengt kjarnorkusprengju.
Ögra með eldflaugaskotum
Í HNOTSKURN
»Eldflaugar Írana geta bor-ið kjarnavopn og þeim
langdrægustu væri líklega
hægt að skjóta á Ísrael.
»Sérfræðingar í Ísraelsegja hins vegar að ríkið
ráði yfir kerfi varnarflauga
sem dugi gegn öllu sem Íranar
kunni að skjóta á landið.
Ráðamenn í Íran halda áfram tilraunum með langdrægar eldflaugar sem borið
geta kjarnorkuvopn og talið er að skjóta mætti á Tel Aviv og aðrar borgir í Ísrael
HELSTU vaxtarræktarkappar Afganistans
reyndu með sér í kvikmyndahúsi í Kabúl í gær.
Vöðvatröllin brugðu sér í ýmsar stellingar og að-
eins var á færi kunnugra að skera úr um hvort
keppt væri í vöðvasamanburði eða myndastyttu-
leik. Vaxtarrækt er vinsæl í Kabúl og þar hafa á
síðustu árum risið 100 stöðvar. Elst er Gold’s
Gym, en nafnið er vísun í gamla vaxtarræktar-
mynd með Arnold Schwarzenegger.
Reuters
Íturvaxnir Afganar keppa í vaxtarrækt í Kabúl
Olíubornir í Afganistan
ÞEGAR Abbie Hawkins, nítján ára
móttökudama á hóteli í Norwich á
Bretlandi, fann titring við brjóstið á
sér á leið til vinnu hélt hún að sím-
inn hennar væri að titra.
Hún kannaði ekki málið fyrr en
síðar um daginn. Þá reyndist leður-
blökuungi vera sofandi í brjósta-
haldara hennar. Honum varð svo
bilt við að hann flúði undir borð.
Abbie taldi ungann hafa komist í
brjóstahaldarann þegar hann hékk
úti á snúru daginn áður. Hún sá eft-
ir að hafa raskað ró litla angans.
Lúmskur
leðurblökuungi
VEIÐAR á fiski í þróunarlöndunum
hafa víða verið stórlega vanmetnar
og sums staðar er aflinn allt að 16
sinnum meiri en gefið er upp. Kem-
ur þetta að sögn The Guardian
fram í nýrri rannsókn stofnunar-
innar Sea Around Us í Kanada. Vís-
indamenn hennar segja að sex sinn-
um meira sé veitt við Mósambík en
opinberar tölur gefi til kynna. Í
Tansaníu hafi embættismenn sleppt
tölum frá eynni Zansíbar þótt fiski-
menn hennar taki til sín um 30%
alls afla landsmanna. kjon@mbl.is
Meira veitt en
gefið er upp
NÝR næturklúbbur í London nýtir
endurnýjanlegan orkugjafa: fætur
gesta sem stíga dans á gólfi
skemmtistaðarins.
Dansstaðurinn er í eigu auðkýf-
ingsins Andrews Charalambous,
sem lýsir honum sem fyrsta vist-
væna næturklúbbi Bretlands. Dans-
gólfið er hannað með það fyrir aug-
um að beisla orkuna í fótum
gestanna og framleiða rafmagn.
„Slíkt dansgólf getur framleitt um
60% af orkunni sem notuð verður í
byggingunni,“ hafði breska dag-
blaðið Daily Mail eftir Charalambou.
Hann kvaðst vona að eigendur ann-
arra skemmtistaða færu að dæmi
hans.
Á skemmtistaðnum verða aðeins
seldir drykkir sem framleiddir eru
með lífrænni ræktun. Þeir verða
bornir fram í bollum og glösum sem
framleidd eru með vistvænum hætti.
Ennfremur verður notað endur-
unnið vatn til að skola klósettin.
Aðgangurinn kostar 10 pund eða
um 1.500 krónur, en er ókeypis fyrir
þá sem geta sannað að þeir hafi
komið fótgangandi, á hjóli, strætis-
vagni eða lest. Áður en gestunum er
hleypt inn eru þeir beðnir um að
skrifa undir loforð um að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda til að
stemma stigu við loftslagsbreyting-
um í heiminum. bogi@mbl.is
Dansarar
framleiða
rafmagn
! "
"!
#
"
!"
# !
$
!"%
$
!"#$%&'()#$!*$*+),#!-$. /$0&+1 )2(
13"'!$4$156"16&)(*$!-6/(*$7$8%&2(*9
:/$!62)$8#),#&7!'&#$.7! ),#*#))#
2-(&$%&'#);$!*$*+),#!-$<2#&$1=-
&$!-#>>#/;$.& /$(*$?@A$5B"9
C2#&$23"1 /$.&/(&$1+& &$<&D!- )2
8+&5#$ ), &)#&$#/$1"=/#$41&#*;
8B#$- "$$54'.=/#$%2$) '.=/#
0"/!"(;$<#)) 2$#/
!-&#(*(&
*+),#!-9
$$$E&(*2&/$#1
*B2%&'(8B $01(&$<2#&
.& /$>&31(/$4$"!-#!-6/$7
F3&7)3$4$G-#"7(9
$$$H%''&#&$"!-#!-6/.#&$7$I#>#)
1&#*" /#$*#2)$*/$<.7$#/$8 !"#
%&'()#$!*$*+),#!-$<2#&$13"'$1&$7
22)(*$!)B) )2!0" /$. /$ ))2#)2#9
J3"1 /$&$B&
2%&*(*$%2$>"6-(*
!*$*+),#$%&'(9
%&'()*+,-)
K"6-(&)#&$&($B&
'& !-6""(*$%2$>%!-("7) 9
C=&$*+),#$
"/!"(
<2#&$<=&$<&D!-#!-
!#*#)9
L#1!-&#(*(& ))$1&$7

"6/(&$%2$1("")=2 &
(*$MNO$#1$%&'(</&1
!'**- !-#/#& )!9
EKKI þarf lengur að giska á hvern-
ig löngu útdauð dýr og fuglar gætu
hafa verið á litinn því leifar litar-
efna hafa fundist í allt að 100 millj-
óna ára gömlum steingervingum.
Vísindaritið Biology Letters birti
nýlega niðurstöður rannsókna sem
sýndu að frumulíffæri sem kallast
sortukorn (e. melanosome) og gefa
til kynna lit fjaðra og felds geta
varðveist mun lengur en talið var.
Samanburður við fjaðrir núlif-
andi fugla staðfesti að efnið sem
hafði fundist í steingerðu fjöðrun-
um væri í raun slíkt litarefni. Borin
hafa verið kennsl á brúnan, rauðan,
svartan, drapplitan og glitrandi
ljósan lit. Litir og munstur dýra eru
talin geta varpað ljósi á hegðun
þeirra, einkum tilhugalíf og mökun.
sigrunhlin@mbl.is
Steingerðir
fuglar sýna lit
ÞRIGGJA daga fundi leiðtoga G8-
ríkjanna lauk í Japan í gær með lof-
orðum um ráðstafanir til að stuðla að
lægra matvæla- og olíuverði. Ekki
tókst að jafna djúpstæðan ágreining
iðnveldanna og þróunarlanda um að-
gerðir til að stemma stigu við lofts-
lagsbreytingum af mannavöldum.
Leiðtogar iðnveldanna ræddu við
leiðtoga Kína, Indlands og þrettán
annarra landa. Aðeins þrjú þróunar-
landanna, sem áttu fulltrúa á fund-
inum, studdu yfirlýsingu G8-
ríkjanna frá deginum áður um að
stefna bæri að því að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda um a.m.k.
helming fyrir árið 2050.
Leiðtogar hinna þróunarlandanna
sögðu að yfirlýsingin væri óskýr og
innantómt orðagjálfur. Hu Jintao,
forseti Kína, sagði að miðað við
höfðatölu væri losun gróðurhúsaloft-
tegunda enn tiltölulega lítil í Kína.
Ekki væri hægt að fórna hagvexti í
þróunarlöndunum. „Meginverkefni
Kína er núna að bæta efnahaginn og
lífskjör þjóðarinnar.“
Leiðtogar G8-ríkjanna – Banda-
ríkjanna, Bretlands, Frakklands,
Ítalíu, Japans, Kanada, Rússlands
og Þýskalands – sögðu í lokayfirlýs-
ingu fundarins að þótt hagvöxturinn
í heiminum hefði minnkað væru
horfurnar bjartar í efnahagmálum.
Ofbeldið í Simbabve fordæmt
Þeir hétu aðgerðum til að lækka
olíuverðið, sem hefur fimmfaldast
frá árinu 2003, og sögðu að auka
þyrfti „gegnsæi á olíumörkuðum“.
Þeir hvöttu öll ríki heims til að af-
nema hömlur á matvælaútflutning til
að hægt yrði að senda matvæli til
landa þar sem skorturinn er mestur.
Leiðtogarnir fordæmdu einnig of-
beldi stuðningsmanna Roberts Mu-
gabe, forseta Simbabve, og hétu því
að refsa þeim sem bæru ábyrgð á of-
beldisverkunum. bogi@mbl.is
Markmiði G8-
ríkjanna hafnað
Deilt um loftslags-
mál á leiðtogafundi
Reuters
Mótmæli Leiðtogafundinum mót-
mælt í japanska bænum Sobetsu.