Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 28
Hafa stundað póst- móderníska leikfimi sem toppar Simpsonþættina … 33 » reykjavíkreykjavík Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í KVÖLD og annað kvöld fara fram götutónleikar í Sirkusportinu svo- kallaða í miðborg Reykjavíkur undir heitinu Aygo götublast. Fyrir þá sem ekki vita þá er Aygo bifreið sem Toyota framleiðir og tónleikarnir því henni tengdir, auk þess sem þeir eru haldnir með velvild fasteignafélags- ins Festa, sem á reitinn. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og tónlistarmaður, sér um skiplagningu tónleikanna, en hann er söngvari hljómsveitarinnar At- ómstöðin sem mun stíga á svið á tón- leikunum í kvöld. Tvær aðrar spila að auki, Tommy Gun Preachers og Vicky Pollard. Annað kvöld spila Retro Stefson, <3 Svanhvít! og So- uth Coast Killing Company. „Við gerðum þetta árið 2004 og 2005 líka. Þá vorum við reyndar að gera þetta á haustin og það var helvíti gaman, vorum að spila í öllum veðrum. Það var alltaf spilað, spiluðum einu sinni í hagléli og einu sinni í 20 gráða frosti, það var alveg magnað. Gaman að sjá gítarleikara spila með vett- linga,“ segir Guðmundur Ingi. Grasrótinni sinnt Minna þekktar hljómsveitir fá að spreyta sig á Aygo götuplasti, gras- rótin, sveitir sem selja ekki tíu þús- und plötur, að sögn Guðmundar Inga. „Það eru fjölmargar hljóm- sveitir að gera frábæra hluti en hafa ekki fjárhagslegt bolmagn og annað til að kynna sig almennilega og mér finnst það frábært framtak hjá Toyota að sinna grasrótinni í tónlist- inni,“ segir Guðmundur Ingi. „Við ætlum að halda fleiri svona tónleika, við erum búnir að skipuleggja a.m.k. ferna og undir þessum formerkj- um.“ Guðmundur Ingi rekur Fimb- ulvetur ehf., sjálfstætt listfyrirtæki sem stendur í plötuútgáfu, tónleika- haldi, uppsetningu leikrita o.fl. „Það er nóg að gera,“ segir Guðmundur Ingi, greinilega fullur af orku. Festar og Aygo bjóða í „blast“ Rokk! Guðmundur Ingi þenur raddböndin með Atómstöðinni.  Skráning stendur nú yfir fyrir dragg- keppni Íslands 2008 og gengur hún býsna vel, að því er segir á vef- síðu Samtakanna 78. Þeir sem áhuga hafa á því að spreyta sig í draggi eru hvattir til að senda tölvupóst á draggkeppni@gmail- .com. Í póstinum verður viðkom- andi að taka fram fullt nafn, fæð- ingarár og símanúmer eða tölvupóstfang. Keppnin verður haldin 6. ágúst í Íslensku Óperunni og er ætluð báðum kynjum. Þor- steinn Jóhannsson, Steini díva, hreppti titilinn draggdrottning Ís- lands í fyrra fyrir hlutverkið Blæ. Skráning hafin í Dragg- keppni Íslands 2008  Tíu milljón manns hafa nú heim- sótt vefsíðu hljómsveitarinnar Sig- ur Rósar á slóðinni sigur-ros.co.uk, að því er segir í frétt á síðunni. Um- sjónarmenn síðunnar eru að vonum hæstánægðir og þakka kærlega fyrir stuðninginn, en síðan hefur verið gerð út í rúm átta ár. Heiti síðunnar er Eighteen Se- conds Before Sunrise, eða Átján sekúndum fyrir sólarupprás, og má á henni finna allar mögulegar upp- lýsingar um sveitina og skrá sig á póstlista. 10.000.000 gestir  Innipúkar, sem ætla að eyða verslunarmannahelginni í félagi við sína líka á Nasa, geta í dag tryggt sér miða á herlegheitin í forsölu á midi.is, en hún hefst klukkan 10. Meðal hljómsveita sem hafa stað- fest þátttöku sína á Innipúkann eru Hjaltalín, FM Belfast, Hjálmar, Sprengjuhöllin, Megas og Senuþjóf- arnir og Benni Hemm Hemm. Miðasala hefst í dag á Innipúkann Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „MIG langar að kalla næstu plötu 11,“ segir Jón Björn Ríkharðsson, trommuleikari Brain Police, yfir kjúklingavængjunum sem hann og blaða- maður snæða í sameiningu. „Á næsta ári eigum við nefnilega ellefu ára afmæli. Lögin yrðu ellefu – og svo þarftu auðvitað að hækka upp í ellefu til að njóta hennar!“ (og vísar með þessu í hina frægu grínheimildarmynd This is Spinal Tap, sem fjallar um ólánlega rokksveit). Aufúsugestir Hin tíu ára gamla Brain Police er á nokkuð stöðugu trukki um þessar mundir og það er hug- ur í mönnum. Gítarleikarinn Gunnlaugur Lár- usson er aftur genginn í raðir sveitarinnar („kominn heim,“ eins og Jónbi orðar það) og það er margt jákvætt í spilunum. Einna helst er samningur sem sveitin gerði nýlega við útgáfuna Small Stone Records í Bandaríkjunum, en varn- arþing hennar er í sjálfri höfuðborg rokksins, Detroit. Á þess vegum kom nýjasta plata Brain Police, Beyond The Wasteland (2006), út á geisladisk og vínyl fyrir stuttu og aðrar plötur sveitarinnar, Electric Fungus (2004) og Brain Police (2003), eru og væntanlegar. Brain Police eru þá nýkomnir úr Þýskalandstúr, sem er þeirra helsta bakland um þessar mundir. „Það var fyrir hreina tilviljun hvernig það æxlaðist,“ segir Jónbi og veltir einu stykki væng á milli fingranna. „Þýsk vinkona okkar setti saman túr þar í landi fyrir nokkrum árum og það hefur gengið það vel að við erum alltaf aufúsu- gestir þar; vel er mætt á tónleika o.s.frv. Í ár fór- um við með sænskum vinum okkar í hljómsveit- inni Dozer, en þessar miklu vinasveitir ætla svo að fara í Evróputúr í nóvember og þá verður far- ið til Þýskalands, Sviss, Austurríkis, Belgíu, Hol- lands, Spánar og Ítalíu.“ Í burðarliðnum er þá rokktúr um Íslands- strendur, sem færi fram í upphafi hausts. En Ameríka hlýtur að heilla líka? „Já, vinur okkar hjá Small Stone vinnur nú í því og það er þegar búið að bóka okkur á South by Southwest á næsta ári,“ svarar Jónbi áður en hann klárar úr ölglasinu. „Það eru bjartir tímar framundan, útgáfan er með fína dreifingu og sambönd. Þetta eru engar grillur eða skýjaborg- ir – þetta er allt að fara að gerast og þetta eru mál sem er búið að ganga frá.“ Rokkið togar Allir meðlimir Brain Police vinna fulla vinnu meðfram rokkinu en Jónbi segir að alla tíð hafi hljómsveitin verið nr. 1. „Mér finnst við alltaf hafa verið á uppleið,“ segir hann að lokum, spakur. „Góðir hlutir ger- ast hægt. Ég geri ekki þær kröfur að geta lifað á þessu einu. Ég er alveg raunsær með það. En það væri gott að geta spilað án þess að þurfa sífellt að borga með sér. Einn túr er helv… dýr. En við megum alveg eiga það að við höfum aldrei gefist upp. Við höldum alltaf áfram – rokkið togar ein- faldlega það sterkt í.“ Átján hjól undir trukknum  Rokksveitin Brain Police gerir samning við bandarískt útgáfufyrirtæki  Þýskalandstúr að baki og Evróputúr framundan í nóvember Morgunblaðið/Árni Sæberg Brain Police Kampakátir enda allt að gerast hjá sveitinni. Þegar er búið að bóka sveitina á South by Southwest-hátíðina á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.