Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 33 astnefnda lagið rammar mátt og megin Weezer mjög vel inn, og að vissu leyti hafa Weezer-liðar verið að elta innblásturinn sem knýr frumburðinn allar götur síðan. Weezer tók líka „and-rokk“- ímyndina sem Nirvana undirstakk mun lengra. Nirvana var andstæð síðhærða typparokkinu sem reið röftum um 1990, leiðtoginn Kurt Cobain var „inn í sig“ og skítsama um frægð og frama (eða svo sagði hann a.m.k.). Weezer höfðu hins vegar ekki örðu af rokki í sér. Hér voru komnir bona fide nördar; álku- legir og mjóslegnir bókabéuasar sem „spiluðu með uppáhalds plöt- unum sínum á milli þess sem þeir gerðu heimaverkefni og horfðu á sjónvarp,“ eins og einn rokksagn- fræðingurinn orðaði það. Gáfumannarokk? En öfugt við Kurt og co. hefur það sýnt sig, sérstaklega á síðustu árum, að Weezer-liðar hafa alveg verið til í að spila með í bransa- leiknum. Cuomo tók að vísu nett kast í kringum aðra plötu sveit- arinnar, Pinkerton (1996), og dró sig frá plögghamagangi enda í fullu námi við Harvard á þeim tíma. Hann lagði t.d. litla áherslu á mynd- bandagerð, en frumleg myndbönd Spike Jonze í tengslum við fyrstu plötuna áttu ekki lítinn þátt í vel- gengni Weezer. Pinkerton seldist illa og var valin versta plata ársins 1996 af Rolling Stone en átti heldur betur eftir að fá uppreist æru, en þetta tormelta verk er í dag iðulega nefnt sem besta plata sveitarinnar. Í kringum Rauðu plötuna hefur hins vegar markaðssetningarhamagang- urinn verið talsverður og Cuomo og félagar spila á alla þá þræði sem hægt er. Mann grunar hálfpartinn að þetta sé gert í einhvers konar glúrnu flippi, að Cuomo hafi ákveðið að fara með þetta alla leið; selja sig upp í topp af því að hann getur það, frekar en að þetta sé örvænting- arfull tilraun hljómsveitar til að selja aðeins fleiri tugi þúsunda af plötum. Maður sér Cuomo einhvern veginn glotta í gegnum þetta allt saman. Harvardtengingin gefur nefnilega til kynna vissan gáfumannabrag, og Weezer hafa í gegnum texta og myndbönd sýnt fram á hressilegan intellektúalisma, hafa stundað póst- móderníska leikfimi sem toppar Simpsonsþættina hvað lúmskar og ekki svo lúmskar tilvísanir í dæg- urmenningarsögu varðar. Mynd- bandið við fyrstu smáskífu Rauðu plötunnar, „Pork and Beans“, var þannig frumsýnt á youtube-vefnum og það prýða margar stjörnur sem öðluðustu frægð í gegnum þann vef. Fréttir hafa nú borist þess efnis að sjöunda plata Weezer sé komin á teikniborðið, komi út í nóvember 2009 og Jacknife Lee sjái um upp- tökustjórn. Þetta hlýtur að vera Gula platan ... er það ekki? Komonn Cuomo! Þú mátt ekki láta það tæki- færi renna þér úr greipum. Þú verð- ur að klára spjaldið … Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MORGAN Freeman kvikmynda- leikari og leikstjóri er hrifinn af ís- lenskum mat og langar að kynnast honum betur. Hann á veitingahús í Mississippi og vill senda yfirmat- reiðslumeistara sinn á matarhátíð- ina Food & Fun í Reykjavík. Kynni Freemans af íslenskum mat eru nýtilkomin og tengjast út- gáfu nýrrar bókar um Nelson Man- dela og áformum um gerð kvik- myndar eftir henni. Blaðamaðurinn og rithöfundurinn John Carlin, sem er mikill Íslands- vinur og hefur oft heimsótt Ísland og skrifað mikið um landið, hefur nýlokið við að rita ævisögu Nel- sons Mandela sem Penguin gefur út. Það er eftir þeirri bók sem myndin verður gerð, þar sem Freeman leikur forsetann og fang- ann fyrrverandi. Carlin er góður vinur þeirra Baldvins Jónssonar og Sigga Hall. Hann kom því til leiðar að Penguin valdi að halda blaðamannafund um gerð kvikmyndarinnar á veitinga- húsinu Aquavit í New York. Veit- ingahúsið er í eigu Svía og hefur verið í samvinnu við Áform, sem unnið hefur að markaðssetningu íslenskra matvæla í Bandaríkj- unum. Á fundinn, sem haldinn var 1. júlí, var boðið fulltrúum helstu fjöl- miðla sem hafa höfuðstöðvar í New York. Á borðum var reykt bleikja, lambalundir, íslenskt smjör með brauði bökuðu á staðnum og skyr og íslenskir ostar í eftirmat. Morgan Freeman vildi kynnast þessum mat betur og ákváðu þeir Baldvin að hittast aftur í almenni- legri íslenskri matarveislu. Morgan Freeman og íslenski maturinn Ljósmynd/BJ Sammála Baldvin Jónsson framkvæmdastjóri, Morgan Freeman leikari og John Carlin rithöfundur eru sammála um ágæti íslensks matar. / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ WANTED kl. 8 B.i. 16 ára CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 5:40 B.i. 7 ára MAMMA MÍA kl. 8 - 10:20 LEYFÐ MEET DAVE kl. 8 B.i. 7 ára HANCOCK kl. 10 B.i. 12 ára MAMMA MÍA kl. 8 - 10:20 LEYFÐ KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 8 LEYFÐ HANCOCK kl. 10:10 B.i. 12 ára HEITASTA BÍÓMYNDIN Í SUMAR ER KOMIN! SVALASTA BÍÓMYND SÍÐAN THE MATRIX FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. ,,Mörg hasaratriðin eru afar vel útfærð og leynast inn á milli góð gamanatriði...” - V.J.V., topp5.is/Fréttablaðið eee ,,Brjálaður hasar, brútal ofbeldi, skemmtilegir leikarar og góður húmor. Þarf meira?” - Tommi, kvikmyndir.is eee SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI JACK BLACK SANNAR AF HVERJU HANN ERTALINN EINN AF FYNDNUSTU GRÍNLEIKURUNUM Í HEIMINUM Í DAG. SÝND Í ÁLFABAKKA ,,SAFAR ÍK KVIK MYND, BYGGÐ Á SANN SÖGUL EGU BA NKARÁ NI SEM KEMUR SÍFELLT Á ÓVAR T...,, - Rollin g stone s eee OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI, ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI, ÁLFABAKKA, SÝND Í ÁLFABAKKA ,,Ljúfir endurfundir” - Þ.Þ., DV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.