Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sími 551 9000Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum 650 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - Í ALLT SUMAR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Þú færð 5 % endurgreitt í BorgarbíóSími 462 3500 Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borga Meet Dave kl. 6:10 - 8:30 - 10:40 B.i. 7 ára Big Stan kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára The Incredible Hulk kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára The Happening kl. 10:20 B.i. 16 ára Zohan kl. 5:40 - 8 B.i. 10 ára Sex and the City kl. 10:20 B.i. 14 ára Mamma Mia kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ Hancock kl. 8 -10 B.i.12ára Big Stan kl. 6 B.i.12ára Mamma Mia kl. 6 - 8:30 - 11 LEYFÐ Hancock kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Kung Fu panda enskt tal kl. 6 - 8 LEYFÐ Big Stan kl. 10 B.i. 12 ára Sex and the City kl. 6 - 9 B.i. 14 ára SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI M. ÍSL. TALI, HÁSKÓLABÍÓI M. ENS. TALI 650kr. Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi eee ,,Unnin af natni, tónlistin frábær og undir- strikar firringuna, ofsóknaræðið og óttann við það óþekkta” - S.V., MBL eee eeee 24 stundir 650kr. eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL 650kr. Það er kominn nýr hrotti í fangelsið... af minni gerðinni! 650kr. SÝND SMÁRABÍÓI Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi Eddie Murphy er inn í Eddie Murphy í frábærri gamanmynd fyrir alla fjölskylduna! 650kr. 650kr. ÁNÆGJULEGT hefur verið að fylgjast með velgengni Garðars Thórs Cortes á Englandi undanfarin misseri. Með hógværð sinni og háttvísi hefur hann að mörgu leyti verið sómi Íslands í landi eng- ilsaxneskra, enda er hann afskaplega vandaður og glæsilegur ungur maður. En fyrir mannkosti fást víst engar stjörnur. Þessi geisladiskur Garðars veld- ur nokkrum vonbrigðum og ber þess glögglega merki að Garðar á enn langt í land með að verða söngvari á heimsmælikvarða. Rödd hans er vissulega fögur og á köflum nýtur hún sín prýðilega á plötunni. En víða er ljóðrænni túlkun stórlega ábótavant og á stundum er hrynskynið með ólíkindum slæmt. Þannig er engu líkara en að Garðar sé iðulega að ýta ár- angurslaust á undirleikinn og stöku sinnum syngur hann sig raunar fram úr honum. Lögin á When You Say You Love Me eru fjórtán talsins og fráleitt fer Garðar illa með þau öll. Honum tekst oftast nær prýðilega upp í óperuaríunum og er söngur hans í „Che Ge- lida Manina,“ úr La Bohéme, framúrskarandi góður. Hann kemst og vel frá poppsmíðunum „Lady“ og „Sacrificial Love,“ sem teljast þó ekki beinlínis ögrandi eða erfiðar til söngs. Þá er dúett þeirra Garðars og Natöshu Marsh, „The Prayer,“ til fyrirmyndar og stelur söng- konan raunar senunni með undurfagurri rödd sinni. Dægurlagið „She,“ sem Elvis Costello gerði svo frægt um árið, hljómar skelfilega í meðförum Garðars og í því endurspeglast allir þeir vankantar sem víða heyrast á plötunni. Allt frá fyrstu nótu er ákefðin í söngnum of mikil og Garðari virðist efst í huga að ljúka laginu sem allra fyrst. Blæbrigðin í flutn- ingnum eru nær engin og næmi fyrir ljóðrænu víðs fjarri, þar sem áherslurnar eru ævinlega í lok hverrar línu, algjörlega óháð því sem text- inn býður upp á hverju sinni. Þetta vandamál er sorglega áberandi á plötunni og á stundum er engu líkara en að Garðar hafi ekki lesið þá texta sem hann syngur. Útsetningar og undirleikur einkennast af fagmennsku, þótt hugmyndaauðgi og dýna- mískum blæbrigðum sé ábótavant. Hér er allt eftir uppskriftabókinni um hið auðmelta lyftu- popp og vel gert sem slíkt. Hljómur er sömu- leiðis vandaður, þótt söngur Garðars sé iðu- lega of framarlega í hljóðblönduninni. Sú er og lenskan þegar fólk syngur í „karíókí,“ en á When You Say You Love Me hallar slíkt ójafn- vægi of mikið á flatneskjulegan undirleikinn. Maður fær of sjaldan á tilfinninguna að um heildrænan flutning sé að ræða. Garðar Thór hefur fagra rödd sem á góðum degi getur hrif- ið hvern sem er. Fjölmargir annmarkarnir á plötunni koma því leiðinlega á óvart, svo að erfitt er að mæla með þessari plötu. Garðar hefur þó væntanlega og vonandi ekki sungið sitt síðasta. Garðar getur betur TÓNLIST Geisladiskur Garðar Thór Cortes – When You Say You Love Me bnnnn Orri Harðarson DÓMAR eru byrjaðir að birtast um Journey to the Center of the Earth 3D þar sem Anita Briem leikur íslenskan leiðsögumann þeirra Brendans Frasers og Josh Hutchersons. Þeg- ar blaðið fór í prentun höfðu birst 21 dómur á RottenTomatoes.com og voru 16 af þeim já- kvæðir, 76 prósent, sem telst mjög gott. Hins vegar má gera ráð fyrir að dómarnir fari vel yfir hundraðið áður en yfir lýkur. Flestir eru sammála um það að myndin sé hin prýðilegasta poppkornsskemmtun. Har- vey S. Karten á Compuserve segir raunar að myndin líkist á köflum „löngu vörupoti frá ferðamálaráði Íslands“, en merkilegt nokk meinar hann það vel. Anita Briem fær ágætis dóma víðast, Coley Smithey (colesmithey.com) segir þetta sterka frumraun (missti greinilega af Kaldri slóð) og Edward Douglas hjá Comingsoon.net segir „hin raunverulega uppgötvun myndarinnar er Anita Briem, reffileg íslensk leikkona sem skapar merkilega sætan ástarþríhyrning á milli þeirra þriggja [...] Þá er hún afskaplega hugguleg, sem ætti að halda pöbbunum ham- ingjusömum á meðan krakkarnir njóta þess að horfa á hasar og furðuverur.“ Hvort viltu Brendan eða Anitu? John Anderson, gagnrýnandi Variety, bein- tengir sig við íslenska orðræðuhefð þegar hann segir myndina líkast til hafa flest öskur miðað við höfðatölu í kvikmyndasögunni, en lengst af eru aðalleikararnir þrír einu mann- eskjurnar í myndinni. Hann er afskaplega hrifinn af Brendan Fraser en síður af Anitu, kallar hana stirðan Skandinava (landafræðin eitthvað að flækjast fyrir honum) og segir að hún sé „falleg á svipaðan hátt og jökull er fal- legur“. Mark Peikert á New York Press, einn fárra sem naut myndarinnar ekki, er hins vegar á öndverðum meiði. Honum þykir Fra- ser tilgerðarlegur og virðist hrifinn af fáu, nema ef vera skyldi Anitu. „Briem er upp- götvun myndarinnar. Fallegri og kvenlegri en nokkur leiðsögumaður á rétt á að vera, hún ein tekur myndina passlega alvarlega, alltaf einlæg með blik í augunum fyrir hina fullorðnu í áhorfendaskaranum.“ Miðjarðarhaf Anita og Fraser á sjó. Leyndardómar Snæfellsjökuls lofaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.