Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ólympíuleikarnir eru tákn fyrirstyrk og reisn einstaklingsins.
Þar mætast íþróttamenn úr öllum
heimshornum sem jafningjar. Allir
sitja við sama borð og verðleikar
ráða úrslitum. Í Kína gildir einu um
styrk og reisn einstaklingsins. Þar
gilda ekki sömu reglur um alla. Um
það geta Tíbetar borið vitni. Þegar
kínversk stjórnvöld kæfðu mótmæl-
in í Tíbet í mars gaf Nicolas Sar-
kozy Frakklands-
forseti í skyn að
hann kynni að
sniðganga opn-
unarhátíð Ól-
ympíuleikanna í
Peking í ágúst. Í
gær sagðist hann
ætla að fara.
Ekki orð um Tíb-
et. Ekki orð um
meinta hótun
Kínverja um að
hætta við kaup á rúmlega hundrað
Airbus-vélum kæmi Sarkozy ekki.
Ekki orð um kjarnorkuverin, sem
Frakkar vilja selja Kínverjum.
Angela Merkel, kanslari Þýska-lands, hefur lýst yfir því að hún
ætli ekki. Hans Gert-Pöttering, for-
seti Evrópuþingsins, sagði í gær að
öruggt væri að hann færi ekki.
Ástæðan? Viðræður Kínverja og
fulltrúa Dalai Lama hafa ekki borið
árangur. Fjarvera þeirra skiptir
hins vegar engu. Frakkar hafa nú
forustu í Evrópusambandinu og
Sarkozy segist vera fulltrúi þess.
George W. Bush Bandaríkja-forseti var flóttalegur er hann
sagðist ætla til Peking. Viðskipta-
hagsmunir bjóða honum að fara, en
samviskan virtist angra hann.
Íslendingar munu eiga fulltrúa úrröðum ráðamanna á opnunar-
hátíðinni. Þeir verða í góðum fé-
lagsskap leiðtoga annarra lýðræð-
isríkja, sem ætla að taka þátt í
skrautsýningu kínverskra komm-
únista. Viðvera þeirra verður lyfti-
stöng fyrir lýðræðið í heiminum og
hvatning þeim andófsmönnum, sem
berjast fyrir auknu lýðræði í Kína.
STAKSTEINAR
Kátur Sarkozy
ætlar til Kína.
Ólympíuhugsjónin
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
! !
""#!
# ""$
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
! !! " !
#
$ !
$! !#
! $"%!#!&'!'
!$((
#)!
!# !
*!
$$B *!
%&
'
(
&
(
) !(* !
<2
<! <2
<! <2
%)(' "# + "$,- #!".
2D
*
B
)#
*
!
+ !$ ! /
&*
$#!$!
* $"%#!
&,!-
<7
&*
!
+!" !
.
!)$
+
!
/#!
& !0
!!! /0## !11 "#!( 2
! !+ "$
VEÐUR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
FRÉTTIR
bjarmaland@bjarmaland.is
Sími: 770 50 60
Sími: 770 50 61
Sími: 770 50 62
www.bjarmaland.is
Sigling á milli Pétursborgar og Moskvu
í september.
Bjarmaland ferðaskrifstofa sem er frumkvöðull
á sviði siglinga á milli helstu borga Rússlands
auglýsir skemmtisiglingu á milli Pétursborgar
og Moskvu 17. - 29. september.
Ferðakynning verður í MÍR salnum
(Menningartengsl Íslands og Rússlands)
Hverfisgötu 105, Rvk. Mánudaginn 21. júlí
kl. 18:00.
Verð 268.000 kr. á mann í tvíbýli.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
KATRÍN Theodórsdóttir, lögmaður
Keníamannsins Paul Ramses, sem
Útlendingastofnun vísaði úr landi í
síðustu viku, og konu hans, kærði í
gær brottvísunina til dómsmálaráðu-
neytisins.
Samkvæmt upplýsingum úr ráðu-
neytinu barst kæran þangað á fjórða
tímanum í gærdag.
Hún verður nú tekin til meðferðar
þar en ekki er ljóst hversu langan
tíma ráðuneytið tekur í að skoða mál-
ið.
Rosemary og Fídel ekki vísað úr
landi að svo stöddu
Við fyrirspurn Morgunblaðsins til
dómsmálaráðuneytisins í gær fengust
þau svör að afgreiðsla kærumála á
grundvelli laga um útlendinga geti
tekið mislangan tíma eftir eðli þeirra
og umfangi.
Ekki er ákvæði í lögunum sem set-
ur ráðuneytinu tímamörk. Því gildir
hið almenna ákvæði 1. mgr. 9. gr.
stjórnsýslulaga þar sem segir:
„Ákvarðanir í málum skulu teknar
svo fljótt sem unnt er.“
Meðan kærumálið er til meðferðar
í dómsmálaráðuneytinu verður Rose-
mary Atieno Athiembo, eiginkona
Pauls Ramses, og Fídel Smára, ung-
um syni þeirra, ekki vísað úr landi að
því er Ragnheiður Böðvarsdóttir, for-
stöðumaður stjórnsýslusviðs Útlend-
ingastofnunar, staðfesti í gær.
Óvíst hve langan tíma tekur
að skoða kæru í máli Ramses
Morgunblaðið/Valdís Thor
Kært Katrín Theodórsdóttir, lögmaður hjónanna, fór með kæru vegna
brottvísunar Pauls Ramses af landinu í dómsmálaráðuneytið í gær.
SUMARHÁTÍÐ Vinnuskóla Reykja-
víkur fer fram í dag, fimmtudaginn
10. júlí, kl. 11-14 á Miklatúni.
Þar verður m.a. á dagskrá tísku-
sýning Fatalínunnar, skapandi sum-
arstarf tíu stúlkna sem síðastliðnar
fimm vikur hafa staðið í ströngu við
að hanna og sauma föt úr gömlum
flíkum. Afrakstur Fatalínunnar mun
verða boðin upp að tískusýningu lok-
inni og mun ágóði uppboðsins renna
óskertur til Rauða krossins.
Uppboð hjá
Fatalínunni
Talnagögn misfórust
49,5% verðbólga í apríl 2008, 512
milljarða viðskiptahalli árin 2006 og
2007, 15,5% stýrivextir og 42%
gengisfall síðustu 8 mánuði.
Í grein sem birtist í Morg-
unblaðinu í gær eftir Helga Hjálm-
arsson láðist að birta ofangreind
talnagögn. Greinarhöfundur telur
að í ljósi þess að Seðlabanki Íslands
hafi að meginmarkmiði að stuðla að
stöðugu verðlagi og virku og
öruggu fjármálakerfi og að stjórn
bankans hafi mistekist jafn hrapal-
lega og kemur fram í tölum, eigi
stjórn stofnunarinnar að víkja.
Frekari rökstuðningur birtist í
greininni í gær.
LEIÐRÉTT
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
GUÐMUNDUR Þóroddsson, sem var forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur þar til 30. maí sl. að hon-
um var sagt upp störfum, tók með sér trún-
aðargögn fyrirtækisins til tíu ára, skömmu áður
en hann hætti störfum hjá OR.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er hér
um að ræða gögn sem tengjast stjórnarfundum
Orkuveitunnar tíu ár aftur í tímann. Þar á meðal
eru viðskiptasamningar og trúnaðarupplýsingar,
sem fyrirtækið telur brýnt að leynd hvíli yfir.
Sömuleiðis fundargerðir frá sama tímabili, en
forsvarsmenn fyrirtækisins munu ekki telja að
sé jafnviðkvæmt að þær hafi horfið.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins upp-
götvaðist brottnám gagnanna, sem voru í mörg-
um kössum í skjalasafni Orkuveitunnar, í byrjun
júnímánaðar, þegar nálgast átti ákveðin gögn.
Við eftirgrennslan kom á daginn að Guðmund-
ur hafði flutt gögnin með sér, áður en hann
hætti. Í heilan mánuð, hefur verið reynt, með
góðu, að fá Guðmund til þess að skila gögnunum,
en hann mun framan af hafa fullyrt að hann ætti
gögnin, en ekki Orkuveitan.
Í síðustu viku mun Guðmundur hafa fallist á
að skila gögnunum aftur til fyrirtækisins, en þó
áskilið sér rétt til þess að afrita það sem honum
sýndist af þeim. Þetta féllst Orkuveitan ekki á,
heldur krafðist þess að öllum gögnum væri skil-
að og engin afrit tekin. Við því var ekki orðið.
Lögfræðingar OR hafa nú fengið málið í hend-
ur og hafa þeir sent Guðmundi Þóroddssyni bréf,
þar sem þess var krafist að hann skilaði gögn-
unum eigi síðar en í gær og sömuleiðis að hann
skilaði bifreið þeirri sem hann hafði til umráða
sem forstjóri fyrirtækisins, nýjum Land Cruiser
jeppa. Bifreið sem lögfræðingar fyrirtækisins
telja að Guðmundi hafi borið að skila til fyr-
irtækisins, um leið og hann hætti störfum hjá
OR.
Hafði á brott með sér
trúnaðargögn til tíu ára