Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Við fráfall vinar míns og félaga Hilm- ars Jóhannessonar langar mig að minnast hans með fáeinum orðum. Við Hilm- ar höfðum þekkst og átt margvíslegt samstarf síðan hann flutti til Ólafs- fjarðar. Hann var mjög fjölhæfur og fær í sínu fagi sem í upphafi var út- varpsvirkjun. Fljótt setti hann upp verkstæði sem hann nefndi Radio- vinnustofan. Hann fékk líka réttindi til viðhalds og uppsetningar á sigl- inga- og fiskileitartækjum fyrir fiski- skipaflotann. Þegar sjónvarpið kom til sögunnar hér annaðist hann upp- setningu þeirra og viðgerðir, oft voru mörg sjónvörp og fjöldi annarra tækja á verkstæðinu því flestir leit- uðu til Hilmars ef eitthvað bilaði og honum tókst í flestum tilfellum að koma tækjunum í lag. Auk þessa hafði hann brennandi áhuga á fjöl- mörgum viðfangsefnum, var t.d. um tíma kvikmyndatökumaður fyrir Sjónvarpið. Eftir að hann eignaðist kvikmyndatökuvél notaði hann hvert tækifæri til að mynda fjölmarga við- burði og starfssemi félaga og klúbba sem hann sinnti af áhuga fram á síð- asta ævidag. Hann lætur eftir sig ómetanlegt safn heimilda um sögu og starf Ólafsfirðinga síðustu ára- tugina. Hilmar var áhugasamur og virkur í félögum og klúbbum, hann var for- maður Norræna félagsins í mörg ár, hann starfaði í Rótarýklúbbnum yfir 40 ár og var alltaf tilbúinn til að starfa. Þar liggur eftir hann mikið og óeigingjarnt starf. Fyrir 40 árum unnum við saman ásamt fleirum að því að stofna Golfklúbb Ólafsfjarðar. Þar höfum við öll árin starfað saman með mikilli ánægju. Hilmar var mjög snjall skautamaður enda stundaði hann þá íþrótt á yngri árum meðan hann átti heima á Akureyri. Eftir að hann kom til Ólafsfjarðar notaði hann hvert tækifæri á veturna til að fara á skauta. Þegar von var um ís á vatninu beið ég spenntur eftir að Hilmar kæmi og segði: „Nú held ég að hægt sé að fara á skauta, eigum við ekki að kanna það?“ Að sjálf- sögðu var ég tilbúinn, því það var svo ljúft og gaman að bruna með þessum snjalla skautamanni hringinn á Ólafsfjarðarvatni, á eggsléttum ís, og horfa svo á hann taka nokkrar listilegar æfingar sem hann hafði æft á yngri árum. Síðasti vetur var engin undantekning, við nutum þess að skauta hring á vatninu. Hilmar var ágætur teiknari, mörg undanfarin ár bjó hann til jólakort með fallegri teikningu af húsum og landslagi sem hann sendi sínum fjöl- mörgu vinum og kunningjum. Við Þórgunnur vorum ein af þeim sem fengu svona kort. Hilmar var líka gamansamur og snjall í ýmsum uppátækjum, hann kom oft við hjá okkur og drakk kaffisopa við eldhús- borðið og þá voru ýmis mál rædd. Um síðustu jól kom kort með utaná- skriftinni, Borðkrókurinn Ægisgötu 1, inni í kortinu stóð: „Með þakklæti fyrir súkkulaðibætt kaffi með rjóma og skemmtilegar umræður“. Eitt er víst að við Þórgunnur sökn- um sárt heimsókna Hilmars og ánægjulegra samverustunda. Við og fjölskylda okkar sendum Hrafnhildi, Jóhanni og Hauki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði kæri vinur. Ármann Þórðarson. Við sitjum hér hnípin, vinahópur- inn, því allt í einu höfum við misst okkar góða vin Hilmar. Allt verður svo hljótt og orðin standa föst, enda engin orð sem ná utan um sorgina. Hann Hilmar okkar var vanalega Hilmar Jóhannesson ✝ Hilmar Jóhann-esson fæddist á Akureyri 29. sept- ember 1934. Hilmar lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 24. júní síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Ólafsfjarðarkirkju 8. júlí. glaður og hress, einn af þeim sem gaf svo mikið með nærveru sinni. Hann var góður í svo mörgu eins og á skautum og var frá- bært að horfa á hann leika listir sínar á ísi- lögðu Ólafsfjarðar- vatni hvenær sem færi gafst. Hann var til í að prófa eitthvað nýtt og spennandi og kanna ókunnar slóðir. Hann var alltaf til í að rétta fram hjálparhönd þeg- ar eitthvað bjátaði á eða okkur vant- aði aðstoð. Þá var hann kominn að vörmu spori kátur og léttur í lund. Hópurinn okkar hittist við hin ýmsu tækifæri. Þá var alltaf glatt á hjalla, spjallað, dansað, hlustað á tónlist og sungið. Hilmar hafði sér- staklega gaman af söng og músík. Við ferðuðumst saman og þá var Hilmar með vídeóvélina og myndaði. Einnig á stórum stundum í lífi okkar var myndað og gjarnan gefin spóla af atburðunum. Það eru ómetanlegar allar þær stundir sem við sátum hjá Öbbu og Hilmari og horfðum á vídeó frá ferðunum okkar. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir að hafa átt Hilmar að vini og fé- laga. Með ótímabæru fráfalli hans erum við minnt á að við getum ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut að við hittum vini okkar á ný, en minning- arnar um hann munu lifa hjá okkur. Þær eru góðar. Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. Þú ert einn sem leggur líkn með þraut á lífsins örðugustu þyrnibraut. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti) Við sendum Hrafnhildi og fjöl- skyldunni samúðarkveðjur og biðj- um góðan guð að styrkja þau í sorg- inni. Guðrún og Valdimar, Brynja og Þór, Gréta og Óskar. Við erum oft minnt á að næsta fátt er sjálfsagt í heimi hér. Það er ekki sjálfsagt að eignast góða vini og eiga með þeim skemmtilegar og notaleg- ar stundir. Hitt er víst að „innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið“. Hafi ég ekki þá þegar gert mér ljósa merkingu þeirra orða séra Hall- gríms þá skildi ég þau til hlítar þegar mér var sagt að Hilmar væri dáinn. Enginn annar kostur en taka því. Það er ekki létt en missirinn þó létt- bærari þegar fyrir liggur að batavon var tæpast nokkur þótt lifað hefði af áfallið. Hilmar og Hrafnhildur eiga 20 ára brúðkaupsafmæli þann 23. júlí næst- komandi. Þau fundu hvort annað eft- ir þá sáru reynslu beggja að missa maka frá ungum börnum. Þegar maður syrgir kæran vin og félaga þá er huggun í því að kalla fram í hugann liðnar samverustund- ir. Við Bogga áttum því láni að fagna að eignast vináttu þeirra beggja, Hilmars og Hrafnhildar, og ekki spillti fyrir að áhugamál voru lík, ekki síst hvað ferðalög snerti. Fyrsta ferðin, sem við fórum í saman, var hópferð Ólafsfirðinga til Austur- Evrópu sumarið 1988 sem lauk á vinabæjamóti í Hillerød í Danmörku. Þá voru þau nýgift og mátti vel kalla brúðkaupsferð. Hilmar var alla tíð óþreytandi að „dokúmentera“ ferðir og taldi ekki eftir sér að bera stóra og þunga vídeóvél og skrá ferðasög- una í myndum. Vélinni tókst honum, þrátt fyrir þýska nákvæmni, að smygla upp í sjónvarpsturninn í Austur-Berlín til að festa útsýnið á band! Hópferðirnar urðu fleiri og allar prjónaðar við norræn vinabæjamót. Hilmar var lengi formaður Norræna félagsins í Ólafsfirði og hafði orð fyr- ir fulltrúum þess á vinabæjamótum. Það hlutverk leysti hann af hendi með stakri prýði. Við sem með hon- um unnum í Norræna félaginu í Ólafsfirði um árabil minnumst hans með hlýju og þakklæti. Hilmar hafði brennandi áhuga á vinabæjasam- starfinu og eignaðist fjölda góðra vina í Norrænu félögunum í vinabæj- um Ólafsfjarðar. Þá vináttu ræktaði hann og átti frumkvæði að því að senda fréttir frá Ólafsfirði. Minningar eigum við Bogga líka í sjóði frá tveimur ferðum með þeim Hilmari og Hrafnhildi einum. Þar var stutt í grín og gaman því kímni- gáfa allra fjögurra er lík. Í annarri ferðinni var farið nokkuð vítt yfir; um Danmörku, Þýskaland, Holland og Belgíu og sveigur tekinn inn í Lúxemborg til að geta sagst hafa komið þar! Hin ferðin var róleghei- tadvöl í viku við Gardavatnið á Ítalíu. Hilmar var frábær fagmaður og gat fengið hljóð og mynd úr tækjum sem nú myndi hent. Þegar ég lít á sjónvarpstæki hússins dettur mér alltaf Hilmar í hug. Myndin varð allt í einu óeðlilega rauð og þá var hringt í Hilmar sem kom að bragði með tól sín og tæki og framdi með rafsegul í höndum eins konar særingadans framan við sjónvarpið. Við náttúr- lega sprungum af hlátri – en myndin varð eðlileg og er enn. Margs er að sakna en minningin um góðan dreng og kæran vin yljar um hjartarætur. Megi Guð styrkja og hugga Hrafnhildi og aðra að- standendur í sorginni. Þórir og Aðalbjörg. Þriðjudagsmorguninn 24. júní berst okkur sú frétt að félagi okkar Hilmar Jóhannesson sé látinn. Gat þetta verið satt, hann sem var að leika golf á vellinum síðdegis í gær, jú þetta var ískaldur veruleiki. Hilmar var einn af stofnendum Golfklúbbs Ólafsfjarðar fyrir 40 ár- um. Hann var ágætur golfleikari og starfaði mikið fyrir klúbbinn öll þessi ár. Mörg ár sat hann í stjórn og sinnti ýmsum störfum fyrir klúbbinn af áhuga og samviskusemi. Hann hafði mjög gaman af að leika golf, alltaf hafði hann ákveðna bók í golf- pokanum sem hann skrifaði mjög samviskusamlega niður í, í hvert sinn þegar hann fór hring á vellinum, veð- ur, vind og hitastig ásamt því hve mörg högg hver í hópnum notaði á hverja holu. Hann sagði oft, það verður gaman þegar við verðum komnir á elliheimili að fletta þessari bók og rifja upp margar ánægju- stundir á golfvellinum. En kallið kom allt of snemma, því miður. Við félagarnir þökkum Hilmari af alhug öll störf hans fyrir klúbbinn og sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur F.h. félaga í Golfklúbbi Ólafsfjarðar, Rósa Jónsdóttir formaður. Kveðja frá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar Við félagar í Rótarýklúbbi Ólafs- fjarðar kveðjum nú einn okkar virk- asta og traustasta félaga, Hilmar Jó- hannesson. Hilmar var félagi í klúbbnum í 46 ár og upphaflega fulltrúi fyrir starfsgreinina rafeinda- virkjun. Á þessum árum gegndi hann öllum embættum við stjórnarborðið og sumum þeirra margsinnis, enda gjarnan kallaður til verka þegar mik- ið lá við og svaraði hann ávallt kalli. Mér telst til að hann hafi sex sinnum verið gjaldkeri og átti mestan þátt í að reisa við fjárhag klúbbsins sem daprast hafði um skeið. Einnig var hann margoft formaður nefnda klúbbsins og árum saman formaður skiptinemanefndar sem staðið hefur fyrir nemendaskiptum við önnur lönd, bæði á ársgrunni og sumarbúð- um unglinga. Jóhann, sonur Hilm- ars, varð fyrsti skiptinemi Rótarý- klúbbs Ólafsfjarðar þegar hann dvaldi árlangt í Chicago í Illinois 1977-1978, og á sama tíma dvaldi hjá Hilmari í Ólafsfirði Glen Jaross frá Illinois sem enn heldur góðu sam- bandi og leggur metnað sinn í að samskipti fari fram á íslensku. Þessi ungmennaskipti, sem mestmegnis hafa verið við Ástralíu, hafa haldið áfram æ síðan og var Hilmar virkur í þeim til hinstu stundar. Hilmar var góður málamaður, var vel mælandi á norrænar tungur, ensku og sleipur í þýsku. Sendi hann oft greinar og myndir úr starfi klúbbsins til birtingar í tímaritinu Rotary Norden. Hann hafði yndi af ferðalögum og festi gjarnan ferðir sínar á filmu og var kvikmyndatöku- maður Sjónvarpsins lengi vel. Skilur hann eftir sig mikið safn heimildar- mynda. Rótarýferðir eru flestar geymdar á filmu auk sameiginlegra ferða klúbbsins, Norræna félagsins, sem hann veitti forystu um áratuga- skeið, og Kirkjukórs Ólafsfjarðar- kirkju sem farnar hafa verið í tengslum við vinabæjamót á Norð- urlöndum árum saman, einkum til Austur-Evrópu fyrir og eftir fall járntjaldsins, Rússlands og Eystra- saltslanda. Þegar Hilmar ferðaðist á eigin vegum ók hann jafnan sjálfur um lönd og álfur. Sérstakt yndi höfðu þau hjónin, Hrafnhildur og hann, af því að aka suður Þýskaland, dvelja í Moseldalnum og skreppa inn í ná- grannalöndin. Þau hjónin ferðuðust einnig um þvera og endilanga N-Am- eríku og minnist ég þess sérstaklega er þau óku frá Los Angeles norður til Vancouver í Kanada haustið 1994 á sextugsafmæli Hilmars til að hitta okkur sem þá bjuggum þar. Þá ætl- aði hann einnig að hitta gamlan kennara sinn frá Akureyri, Sverri Magnússon í Blaine, Washington, sem hann hafði ekki séð síðan 1948. Ekki tókst það þá en nú í vor, örfáum vikum fyrir andlát sitt, fór Hilmar gagngert ásamt öðrum nemanda Sverris aftur á þessar slóðir og hitti Sverri. Það varð Hilmari til mikillar gleði að hafa lokið þessu ætlunar- verki sínu sem er dæmigert fyrir tryggð hans og ræktarsemi. Þótt alþjóðleg samskipti heilluðu Hilmar mjög fór hann einnig fremst- ur í samfélagsverkefnum Rótarý- klúbbsins heima fyrir og nægir að nefna forystu hans við lýsingu kirkjugarðanna í Ólafsfirði um jóla- leytið ár hvert. Við félagarnir kveðjum Hilmar með söknuði og þakklæti. Minningin um einstakan félaga lifir og við mun- um halda áfram að njóta myndefnis úr safni hans og er það nokkur hugg- un. Hrafnhildi og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Fráfarandi forseti Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar, Óskar Þór Sigurbjörnsson. Bærinn okkar skartaði sínu feg- ursta þegar við nokkrir gamlir Ak- ureyringar ásamt mökum söfnuð- umst saman við Akureyrarkirkju 3. maí síðastliðinn, til að fagna því að 60 ár voru liðin frá fermingu okkar. Það voru fagnaðarfundir en stundum þurftum við að hnippa í næsta mann og spyrja „hver er þetta“, enda höfðu sumir ekki sést þessi 60 ár. Eftir ljúfa stund í kirkjunni okkar ókum við um Akureyri og upp í skíðahótel þar sem við horfðum á bæinn okkar baðaðan í sólskininu og fannhvítar skíðabrekkurnar þar sem við rennd- um okkur forðum. Við enduðum í Sveinbjarnargerði þar sem við áttum saman yndislegar stundir. Þar ríkti kærleiksandi, tíminn fór úr sam- bandi og við fundum eirð til njóta augnabliksins. Við fengum yndisleg- an mat og skemmtum okkur fram að miðnætti. Í vetur boðuðum við þá sem bjuggu í bænum á fund til und- irbúnings. Þetta var í þriðja sinn sem við komum saman til að minnast fermingarinnar og Hilmar hafði tek- ið upp atburðina. Það fyrsta sem okkur datt því í hug var að biðja hann að sýna myndirnar. Það var auðsótt mál og klippti hann saman valda kafla af atburðunum. Því miður fékk hann ekki þann búnað sem búið var að lofa honum, myndirnar sáust en hljóðið vantaði. Við ráðgerðum að koma saman norðanbúar í vetur á myndakvöld og biðja Hilmar að sýna okkur myndirnar. Því miður verður það ekki og stórt skarð er komið í hópinn. Á fundi þegar við ætluðum að skipuleggja samkomuna vorum við fá og sérstaklega andlaus. Var ákveðið að halda annan fund og reyna að fá fleiri og andríkari til að mæta. Þá datt okkur Hilmar í hug, að vísu bjó hann í Ólafsfirði og þang- að er ansi langt en þegar við töluðum við Hilmar var það sjálfsagt mál enda miklu styttra frá Ólafsfirði. Við töluðum líka við Jóa Sig. og hann kom og kveikti á kertum fyrir okkur og þá komust heilasellurnar í lag. Við stelpurnar vildum halda tískusýn- ingu og láta strákana sýna kjólana okkar. Það gekk ekki vel að fá þá til að sýna, en þegar talað var við Hilm- ar hló hann og sagði „ekkert mál.“ Þannig var hann alltaf, glaður, já- kvæður og elskulegur. Það voru þrír „kjallaradrengir“ sem sýndu fallegu kjólana hennar Dúfu við mikinn fögnuð viðstaddra. Kennari „kjall- aradrengjanna“, Sverrir Magnús- son, er enn á lífi og býr í Bandaríkj- unum. Á fermingarbarnamótinu tilkynntu þeir Hilmar og Magnús Lórenzson að þeir ætluðu að fara og heimsækja hann. Það færi hver að verða síðastur að hitta hann þar sem hann væri háaldraður. Þeir fóru og áttu með honum og konu hans ynd- islegar stundir, en 11 dögum eftir heimkomuna var Hilmar allur. Við kveðjum Hilmar með miklum söknuði og þökkum Hrafnhildi frá- bæran dag í maí um leið og við send- um henni og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Einnig senda Sverrir og Erla kveðjur og þakkir fyrir ógleymanlega daga í vor. Þeir sem gefa mikið af sjálfum sér skilja eftir mikinn söknuð og dýrmætar minningar. F.h. fermingarsystkina, Guðrún Sigurðardóttir. Hilmar Jóhannesson vinur minn er látinn. Ekki átti ég von á því að hans tími hér væri á enda runninn. Mín fyrstu kynni af Hilmari voru þegar ég kom til náms hjá Friðriki A. Jónssyni í Útvarpsvirkjun janúar 1959. Hilmar hafði þá nýlokið námi hjá Friðriki. Þetta var á þeim árum sem fiskileitartækninni fleygði mjög fram, ný tæki og stöðugar endurbæt- ur á þeim. Síldarflotinn var á þessum árum búinn þessum nýju tækjum. Friðrik A. Jónsson var þar fremstur í flokki með Simrad-tækin frá Nor- egi. Hilmar vann hjá Friðriki í nokk- ur ár að námi loknu og vann við upp- setningar og viðhald á þessum tækjum í fiskiskipaflotanum. Einnig vann Hilmar mikið við viðgerðir á Cossor-radar í togaraflotanum. Hann var stundum kallaður „Greif- inn af Cossor“ þar sem hann kom þessum gömlu tækjum alltaf í gang aftur, enda frábær fagmaður. Á sumrin var hann á Siglufirði til að þjóna síldarflotanum. Hilmar fluttist til Ólafsfjarðar, stofnaði þar heimili og bjó þar til dauðadags. Eftir að Hilmar fluttist til Ólafsfjarðar þjónaði hann síldar- flotanum áfram dyggilega og var með aðstöðu á Eskifirði þegar líða tók á sumarið. Með komu skuttog- aranna varð vinnan meira staðbund- in við Ólafsfjörð og nágrannabyggð- ir. Á vetrum gat oft verið erfitt að fara um Múlann inn á Dalvík eða yfir Lágheiði til Siglufjarðar í viðgerðar- ferðir. Það var snemma á síðasta ári, sem Hilmar hafði samband við mig og reifaði þá hugmynd að kalla saman sem flesta af gömlu viðgerðarmönn- unum sem þjónuðu síldarflotanum á síldarárunum fyrir norðan og aust- an. 26. nóvember 2007 náðist að ná saman velflestum af þessum mönn- um og áttum við góðan eftirmiðdag þar sem mikið var spjallað um þá gömlu góðu daga. Manni er ekki ör- grannt um að hann hafi fundið eitt- hvað á sér. Hilmar átti ýmis áhugamál, hafði gaman af að teikna myndir og ljós- myndun. Hann var meðal annars myndatökumaður sjónvarpsins á Ólafsfirði í mörg ár. Hann starfaði að ýmsum félagsmálum, stundaði skauta og skíðaíþróttir á vetrum og golf á sumrin. Við hjónin áttum ánægjulegan dag með honum á golfvellinum á Ólafs- firði fyrir tveimur árum og vorum í góðu yfirlæti hjá honum og Hrafn- hildi. Hilmar var einstaklega hlýr og nærgætinn maður, gott að umgang- ast hann bæði sem vinnufélaga og vin. Hann var alltaf tilbúinn að skoða nýjar hugmyndir og sérlega bóngóð- ur. Hrafnhildi og bræðrunum Jóhanni og Hauki og þeirra fjölskyldum vott- um við okkar dýpstu samúð. Jón Már.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.