Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er fimmtudagur 10. júlí, 192. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Víkverji veltir því fyrir sérhvaða áhrif efnahagslægðin muni hafa á skemmtanalíf landans á næstu misserum. Mun drykkja og djamm aukast, minnka eða standa í stað? Ef um aukningu verður að ræða, mun það þá eiga sér skýringar í því að fólk er að flýja ástandið með því að henda sér í djamm – jafnvel þótt ekki sé til peningur? Eða mun fólk spara við sig? Og hvernig mun ástandið verka á pirring fólks um helgar? Mun bera á meiri ofbeldisbrotum og skyrpingum í átt að lög- reglumönnum? Skemmdarverk? x x x Hvernig mun næsta verslunar-mannahelgi verða, sú fyrsta í mörg ár sem fagnað verður í skugga kreppunnar? Fá færri hljómsveitir samning? Kemur færra fólk á útihátíðir og þeir sem koma, munu þeir eyða minna? Hvað með fíkniefni? Mun fólk (aðrir en stórnotendur) hætta á þeim sisvona og þar með ýta undir vaxandi framboð með lækkandi verði? Mun innbrotum fjölga í þrengingum fólks? Og mun fram- koma okkar í garð útlendinga breytast, þegar atvinnuleysi bank- ar uppá? Þetta eru allt áhugaverðar spurningar sem tíminn mun svara. x x x Víkverji las skemmtilegt viðtalvið Bjarka Friis Síríusvarð- liða í síðasta sunnudagsmogga. Þarna var ungur maður í óvenju- legu starfi sem hafði áhugaverðar sögur að segja, öfugt við sumar „stjörnur“ sem sífellt eru til við- tals í fjölmiðlum og eru jafnan með „mörg járn í eldinum“ en gera fátt annað en að vekja at- hygli á engu, nema þá kannski sjálfu sér. Nóg um það, viðtalið við Bjarka var hressandi og það hafði að sjálfsögðu engin áhrif að Víkverji er mjög áhugasamur um útivist og vetrarbarning af ýmsu tagi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 steins, 8 kvenmenn, 9 starfið, 10 greinir, 11 blóms, 13 endast til, 15 sól, 18 borða, 21 skúm, 22 róin, 23 skriðdýrið, 24 hryssingslegt. Lóðrétt | 2 nirfill, 3 nemur, 4 eyddur, 5 korn, 6 bjartur, 7 ilma, 12 beita, 14 bókstafur, 15 bráðum, 16 hrakyrðir, 17 nabbinn, 18 högg, 19 heiðarleg, 20 hófdýrs. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dreki, 4 hegri, 7 mótor, 8 lyfin, 9 afl, 11 asni, 13 æran, 14 logns, 15 holl, 17 arða, 20 ári, 22 rotin, 23 gildi, 24 annar, 25 akarn. Lóðrétt: 1 dimma, 2 ertin, 3 iðra, 4 hóll, 5 gæfur, 6 inn- an, 10 fægir, 12 ill, 13 æsa, 15 hirta, 16 látin, 18 rolla, 19 alinn, 20 ánar, 21 igla. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 O–O 6. Bg5 Ra6 7. Dc2 c5 8. d5 e6 9. Hd1 Rc7 10. f4 h6 11. Bh4 g5 12. fxg5 Rh7 13. Bg3 e5 14. gxh6 Bxh6 15. Rf3 Be3 16. Hd3 Bd4 17. Bh4 De8 18. Rxd4 cxd4 Staðan kom upp í Boðsmóti Tafl- félags Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Danski alþjóðlegi meistarinn Espen Lund (2420) hafði hvítt gegn Daða Ómarssyni (2027). 19. Bh5! dxc3 20. O–O! Dd7 21. Hg3+ Kh8 22. Bf6+ og svartur gafst upp enda stutt í að hann verði mát eftir 22… Rxf6 23. Hxf6 Kh7 24. Dc1. Ingvar Þór Jóhann- esson og Guðmundur Kjartansson stóðu sig best Íslendinga á mótinu en þeir fengu báðir sex vinninga af níu mögulegum og deildu þriðja sætinu með Espen Lund. Jakob Vang Glung varð efstur á mótinu með 7 vinninga. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Borðtilfinning. Norður ♠ÁK64 ♥D6 ♦Á104 ♣Á762 Vestur Austur ♠G9752 ♠103 ♥K ♥G753 ♦G765 ♦KD983 ♣543 ♣G8 Suður ♠D8 ♥Á109842 ♦2 ♣KD109 Suður spilar 6♣. Keppendur Evrópumótsins fóru unnvörpum niður á sex laufum. Spila- mennskan var í grunninn sú sama: Tígulútspilið drepið með ás, trompin tekin í þremur umferðum og ♥D látin svífa til vesturs. Síðar var ♥Á lagður niður, en með eitt tromp eftir í borði var nú engin leið ráða við ♥G fjórða í austur. Þessi spilamennska er ekki óeðlileg og hitt er síst betra að svína ♥10 síðar, eins og einstaka maður gerði. En Geir Helgemo sýndi hvernig best er að standa að málum. Hann byrjaði eins og aðrir á því að taka trompin og spila svo ♥D úr borði. Austur lét lítið átakalaust og Geir reri fram í gráðið drjúga stund. Loks stakk hann upp hjartaás og var verð- launaður með kóngnum. Geir treysti borðtilfinningunni – að austur ætti ekki ♥KGxx. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert með fulla skrifblokk af markmiðum og ert að endurskoða þau, henda út og bæta við nokkrum nýjum og spennandi. Steingeit styður þig í þessu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert upptekinn af að leita að nokk- urs konar heilögum kaleik. Eins og oftast í þannig leit skiptir fólkið sem hjálpar þér meira máli en fundurinn sjálfur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Verkefni þitt er á góðu róli. Samt er upphaflega áætlunin gleymd. Kannski á hún ekki við lengur, en þetta er góður dagur til að athuga málið og vera viss. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert upptekinn af þörfum ann- arra. Af hverju? Af því að þú elskar. Þú gerir þér grein fyrir að ást en meira en tilfinningaleg yfirlýsing, hún er um- hyggja fyrir öðrum. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er auðvelt að fá letikast á verstu stundu. Náðu sjálfstjórn. Hoppaðu upp og niður. Öskraðu. Sýndu eldmóð, jafnvel þótt hann sé uppgerð í upphafi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þegar þú bætir við eignir þínar, bætir þú við ábyrgðina. Áður en þú borg- ar, skaltu íhuga hvort kaupin bæti ein- hverju vð reynsluheim þinn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þér gengur betur þegar þú reynir ekki að stjórna öllum þínum gjörðum af hörku eða tilheyrir hóp þar sem reglur ráða ríkjum. Hugur þinn þarfnast rýmis. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þegar sinnt er stóru verkefni er orkan oft tvístruð. Það er bara tíma- bundið ástand. Þú þarft að staldra við og íhuga. Þögnin safnar kröftunum saman. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Kannski eru fáir sem skilja verkin þín í raun. En fólk þarf ekki að skilja til að kunna að meta þau og virðir þig fyrir að framkvæma þau. Haltu því áfram án útskýringa. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ert með allnokkur verkefni á prjónunum. Það getur verið yfirþyrmandi að stoppa og hugsa um það, svo ekki stoppa, ekki hugsa, haltu áfram. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er mikil vinna framundan og þú ert ákveðinn í að vinna vel. Hluti af því að vera seigur er að viðurkenna þegar kemur að því að þiggja þarf hjálp. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er auðvelt að sitja og kvarta yfir ringulreiðinni. Ef þú ert meiri mann- eskja en það, sem þú ert, og foringinn, er það þitt hlutverk að koma reiðu á hlutina. Stjörnuspá Holiday Mathis 10. júlí 1815 Hið íslenska Biblíufélag var stofnað í Reykjavík. Það er elsta félag landsins og hefur einkarétt á útgáfu Biblíunnar hér á landi. 10. júlí 1875 Haglél gerði í Biskupstungum og stóð það í þrjá tíma. Élinu fylgdi ofsastormur með þrumum og eldingum. „Hagl- kornin voru á stærð við titt- lingsegg og mörg þrjú föst saman,“ að sögn Þjóðólfs. 10. júlí 1937 Danskur maður sem var á ferð austan við Dettifoss féll um sjö- tíu metra niður í grjóturð þeg- ar hann fór fram á brúnina til að taka myndir. Hann lifði fall- ið af. 10. júlí 1951 Íslendingar sigruðu með yf- irburðum í norrænni sund- keppni sem stóð í tæpa tvo mánuði. Fjórði hver lands- maður hafði þá synt tvö hundr- uð metra. 10. júlí 1970 Ráðherrabústaðurinn á Þing- völlum brann. Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra, Sig- ríður Björnsdóttir kona hans og Benedikt Vilmundarson dóttursonur þeirra fórust í brunanum. Tæpu ári síðar var reistur minnisvarði á staðnum. 10. júlí 1980 Viðskipti með greiðslukort frá Eurocard hófust hér á landi á vegum Kreditkorta hf. Fyrstu Visa-kortin voru gefin út árið eftir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist þá… „Ég finn nú ekki mikinn mun á því að vera fimm- tugur eða fertugur. Maður heldur sér svo spræk- um í golfinu,“ segir Ragnar Pétur Hannesson, framkvæmdastjóri, en hann er fimmtugur í dag. Ragnar er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, með viðkomu í Reykjavík og Garðabæ, en hefur búið sl. 25 ár í Hafnarfirði. „Ég orðinn nokkuð mikill Hafnfirðingur þó ég líti nú alltaf á mig sem Gróttumann,“ segir Ragnar. Hann rekur flutningafyrirtækið Laxaflutninga sem stendur í flutningi á lifandi fiskum og þá að- allega eldisfiski. „Þetta er stór vörubíll og 40 tonna farmur og sérsmíðaðir tankar fyrir fiskana,“ segir Ragnar. Hann segir reksturinn ganga vel en hann er búinn að vera í brans- anum í 20 ár. Aðspurður segir Ragnar golf og sjóstangaveiði vera meðal helstu áhugamála en hann er meðlimur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er með 20 í forgjöf. „Golfið er númer eitt, tvö og þrjú. Eiginkonan segir að ég spili mikið en mér finnst ég aldrei spila nóg,“ segir Ragn- ar, léttur í bragði. Sumarbústaðasmíði er einnig meðal áhugamála en Ragnar og fjölskylda eru að smíða einn slíkan austur á Rangárvöllum. Ragnar ætlar að bjóða nánustu fjölskyldu í mat á afmælisdaginn en hann er kvæntur Margréti Sigurbjörnsdóttur og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. thorbjorn@mbl.is Ragnar Pétur Hannesson fimmtugur Golfið númer eitt ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.