Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 15
hönnun MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 15 Eitt nýjasta uppátækið í ferðaþjón- ustunni hér á Akureyri hefur mælst afar vel fyrir: að koma upp eins kon- ar ferðamannamiðstöð þar sem lengi var skemmtistaðurinn Oddvitinn.    Nú er þar að finna staðinn Marína, þar sem farþegar á skemmtiferða- skipunum geta litið við og keypt sér varning, glundur og handverk og fengið upplýsingabæklinga um það sem er að gerast í bænum. Hugmyndin er góð og fram- kvæmdin líka, því það er bara nokk- uð notalegt að koma við í gamla öld- urhúsinu og sjá þar lopapeysur, harðfisk, minjagripi og túristabling- bling. Sérstaklega finnst mér Fé- þúfa fyrir stofnfjáreigendur fóstur- jarðarinnar sem ekki vilja láta aðra hafa sig að féþúfu dálítið nösk.    Og Marína hefur komið sterk inn sem samkomustaður. Bæði hafa þar verið haldnir tónleikar og í kvöld verður þar sérstakt listaverkaupp- boð til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri.    Það þarf ekki að fjölyrða um hversu ömurleg tíðindi það voru að skólinn skyldi brenna. Hann hefur verið ein stoðanna í því að Akureyri gæti kall- að sig skólabæ með réttu. Nýjustu tíðindi eru þau að tjónið sé það mikið að tryggingaféð dugi ekki upp í kostnað við viðgerðir.    Því kemur styrktarkvöldið í kvöld sér afar vel. Þar munu fjölmargir tónlistarmenn leggja verkefninu lið og spila auk þess sem Júlli Júll fiski- dagshershöfðingi stýrir uppboðinu. Ég hvet skólafólk og listunnendur til að fjölmenna á uppboðið á Marína í kvöld.    Það vekur samt athygli mína að í kringum söfnunina hefur enn ekkert fjármálafyrirtæki boðist til að tvö- falda upphæðina sem mun safnast á styrktarkvöldinu í kvöld. Því er ekki úr vegi að benda fjársterkum aðilum á þetta frábæra tækifæri til að leggja góðum málstað lið.    Ég fékk á þriðjudaginn ábendingu um listaspíru sem sat uppi á auglýs- ingaturninum við Sýslumannshúsið og las upp úr bók. Við nánari athug- un kom í ljós að maðurinn las hástöf- um ljóð eftir Einar Má Guðmunds- son.    Eftir að hafa tekið augun af bókinni, greip það mig að ég kannaðist nú við kauða og kann orðið skýringu á þessu öllu saman. Þetta var semsagt ungliði í skapandi sumarstarfi Akur- eyrarbæjar. Ungt fólk mun í sumar stunda leiklistarskæruhernað til að koma lífi í bæinn. Ég veit ekki hvað verður, en það má víst eiga von á ýmsum uppátækjum í kringum þetta starf.    Ég er ánægður með Magnamenn. Þessir djöfsar á útnára fjarðarins hafa heldur betur rétt úr kútnum og stefna nú á að koma sér upp fyrir miðja deild eftir hörmungarbyrjun. Sterkir sigrar í síðustu tveimur leikjum hafa breytt gangi liðsins. Næstu leikir skipta hins vegar sköp- um fyrir tímabilið hjá liðinu. Nú fer að skilja á milli feigs og ófeigs hjá Grenvíkingunum og þá þarf að spýta í lófana.    KA/Þór stelpurnar standa sig síðan alltaf jafn glæsilega. 5-0 sigur á Keflavík í vikunni. Gerist ekki betra. AKUREYRI Hjálmar Stefán Brynjólfsson Endurnýjaðu útlitið Það er varla á nokkurn mann leggjandi að horfa á sömu kaffivélina dag eftir dag. Sem betur fer er hægt að kaupa nýtt útlit á margar gerðir kaffivéla (til dæmis Krups, Siemens og Magimix) ef ske kynni að eldhúsið sé ekki lengur í tísku. Handpressa á ferðinni Kaffisnobb- arar sem láta ekki bjóða sér hvaða sull sem er geta auðveldlega bjargað sér sjálfir með Handpresso Wild. Það eina sem þarf er heitt vatn og handhægir kaffipúðar sem eru sér- staklega sniðnir fyrir vélina. Þú sparar rafmagn því vélin er ekki í biðham allan daginn auk þess sem hún er búin til úr umhverfisvænum efnum. www.handpresso.fr Tónlist í kaffivélinni Delizio- kaffivélin frá Migros-fyrirtækinu í Sviss lífgar upp á kaffibollann með ljúfum tónum. Kaffisjúklingurinn tengir MP3-spilara við vélina og get- ur dansað frá sér allt vit þegar koff- ínið byrjar að streyma um æðarnar. www.migros.ch Lamborghini-kaffi Þetta er kannski ekki ódýrasta kaffivélin en bíla- áhugakonur- og menn ættu að slefa yfir henni. Þessi vél var framleidd í takmörkuðu magni og hægt er að kaupa sérstakar Lamborghini- kaffibaunir í hana. Fólk hefur auð- vitað misjafnan smekk og það er ekki víst að gírhnúðurinn fái sam- þykki í hvaða eldhúsi sem er en það má þá alltaf hafa hana í bílskúrnum. Þyngdarlögmálið sannreynt Vatn er sett í neðri helming könnunar og kaffi í þann efri. Þegar vatnið sýður flæðir það upp og kaffið bruggast með tilheyrandi hljóðum. Þegar slökkt er á hitanum rennur brúna gullið tilbúið aftur niður í könnuna og er klárt til drykkju. Kaffivélin er ekki bara spennandi heldur einnig fallega hönnuð af Lina Fischer. Vatn upp, kaffi niður, lögmálið virkar. Gáfaður ferða- bolli Eins og það er nú frá- bært að skella góðu kaffi í ferðabolla og sötra það á leið- inni í vinnuna eða skólann er alveg ferlega leiðinlegt að brenna sig á tungunni. Brugo-ferðabollinn er þeim eig- inleikum gæddur að þegar ferða- langurinn fær sér sopa fyllist lítið hólf innan í bollanum og kælir niður næsta sopa. Eins gott að einhver hugsi fyrir mann á morgnana áður en koffínið er farið að virka. www.brugomug.com liljath@mbl.is Kaffigræjur af bestu sort Það er algjör óþarfi að staðna í kaffimenning- unni. Kaffisnobb er ódýr- ara en venjulegt snobb. úr bæjarlífinu Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Tvær verslanir - Frábært úrval m bl 10 22 08 7 Tankini - 8.700 Sundbolur - 7.200 Bikini 8.420 Bh - 5.500 Boxer - 3.100 Tankini - 8.460 Náttföt 8.750 Bikini 8.420 Bh - 4.800 Buxur - 2.100 Bh - 5.500 Boxer - 3.100 Glæsilegur kvenfatnaður frá 30% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.