Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 14
daglegtlíf
Björn S. Gunnarsson,vöruþróunarstjóri fyrirneytenda- og hollustu-
mál hjá Mjólkursamsölunni,
segir fyrirtækið vera á réttri
leið með krakkaskyri.
„Við viljum mæta óskum
neytenda og þær hafa verið í
þessa átt að minnka sykurinn.
Hendur okkur eru dálítið
bundnar, við getum ekki bara
tekið sykur alveg út því hann
er mikilvægur í bragðupp-
byggingunni, hann maskar
súrbragðið og lyftir undir
ávaxtabragðið. Það er samt al-
mennt markmið okkar hjá
Mjólkursamsölunni að hafa
sem minnstan viðbættan sykur
í þeim vörum sem við erum að
þróa,“ segir Björn
Hreina krakkaskyrið er
mildara og örlítið fituríkara en
venjulegt skyr. „Við notum að-
eins mildari gerla sem gerir
það að verkum að það verður
mildara súrbragð en í öðru
skyri, án þess að skyr-
karakterinn tapist. Það er líka
aðeins meiri fita en í venjulegu
skyri og hún gefur örlítinn,
jafnvel rjómakenndan keim
þótt hún sé í mjög litlu magni,
helmingi minni en í nýmjólk.
Getur séð þessa nálgun
á aðrar skyrvörur
Ávaxtahlutfallið er 20% en
það er mun hærra en í sam-
bærilegum vörum.“ Að sögn
Björns eru ávextirnir maukaðir
til að koma til móts við krakk-
ana. „Við höfum enga bita í
krakkaskyrinu því það virðist
sem börnin séu ekki í bitadeild-
inni,“ segir hann og hlær.
Þeir sem eru ungir í anda
geta litið framhjá nafninu á
krakkaskyri og gætt sér á því ef
þeim sýnist svo. „Ég get alveg
séð fyrir mér að við skoðum
þessa nálgun á aðrar skyrvörur,
ég tala nú ekki um ef það koma
óskir um það, þá erum við
áhugasöm um að víkka þetta út.
En þó krakkaskyr beri þetta
nafn er það ætlað fólki á öllum
aldri,“ segir Björn.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Vöruþróunarstjóri Björn S. Gunnarsson
hjá Mjólkursamsölunni segir ekki hægt
að sleppa viðbættum sykri fullkomlega.
„Börnin ekki
í bitadeildinni“
Eftir Lilju Þorsteinsdóttur
liljath@mbl.is
G
ervisæta og viðbættur
sykur. Það er ekki svo
ýkja langt síðan að
þættir á borð við þessa
vöktu litla athygli í
innihaldslýsingu matvæla. Svo er
hins vegar ekki lengur. Þeim gagn-
rýnisröddum hefur fjölgað á undan-
förnum misserum sem ekki eru
sáttar við notkun þessara efna.
Mjólkursamsalan er í hópi þeirra
framleiðenda sem sætt hefur gagn-
rýni vegna þessa. Nýjasta afurð
þeirra Krakkaskyr, sem inniheldur
30% minni sykur og 20% af hreinum
ávöxtum, virðist hins vegar ætlað að
mæta breyttum kröfum neytenda.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, doktor í
næringarfræði og dósent við mat-
væla- og næringarfræðideild Há-
skóla Íslands, kveðst nokkuð ánægð
með nýja krakkaskyrið. „Þetta er
gott framtak, þeir hjá Mjólkursam-
sölunni eru að leggja sig fram við að
reyna að komast eins langt niður í
sykrinum og þeir geta, en ég trúi
því samt að hægt sé að gera aðeins
betur.“
Að sögn Ingibjargar er hreina
krakkaskyrið góður kostur fyrir
börn og fullorðna. „Ég myndi vilja
að fólk smakkaði hreina krakka-
skyrið, það er góður kostur fyrir
börn og fullorðna. Mjólkursamsalan
setur í það nýmjólk til að milda
bragðið og notar auk þess milda
skyrgerla. Fituinnihaldið er samt
sem áður innan við 2% og það er
bragðgott. Það þarf engan við-
bættan sykur í það og er gott beint
úr dósinni. Ég á þrjá drengi sem
sögðust um daginn hafa fengið sér
vanilluskyr en hreina krakkaskyrið
er eina skyrið sem var til í ísskápn-
um. Það er vísbending um að skyrið
er ekki súrt á bragðið. Það er
reyndar ekki mælt með því að
yngstu börnin borði mjög prótein-
ríkar afurðir eins og skyr, en fyrir
eldri börn sem eru mikið á ferðinni
er þetta afar góður kostur.“
Færast nær skráargatinu
Það virðist sem Mjólkursamsalan
sé á réttri leið með krakkaskyrið og
vonast Ingibjörg til að haldið verði
áfram á sömu braut. „Skyrið ætti
ekki að heita krakkaskyr, það er
gott fyrir unglinga, fullorðið fólk og
einnig þá sem eru að hugsa um lín-
urnar því skammturinn er aðeins
minni heldur en í sambærilegum
dósum.
Samkvæmt hollustuskilgrein-
ingum sem norrænu þjóðirnar eru
að sameinast um, sænska skráar-
gatinu, er miðað við að heildarmagn
kolvetna í sykruðum mjólkurvörum
fari ekki yfir 9 grömm í 100 grömm-
um af vöru. Í krakkaskyrinu eru 9.5
grömm af kolvetnum í 100 grömm-
um. Mjólkursamsölumenn eru þar
af leiðandi að nálgast þær hollustu-
kröfur sem gerðar eru til sykraðra
mjólkurvara sem geta borið skráar-
gatið þegar litið er til kolvetnainni-
halds. Þó er rétt að geta þess að
stór hluti kolvetna í krakkaskyrinu
kemur úr ávöxtum sem settir eru í
skyrið, en þeir innihalda kolvetni og
mér skilst að það geti verið flókið að
ná jafnvægi á milli ávaxta og sykurs
við framleiðsluna. Þetta er samt
fyrsta skrefið, það þarf að þrýsta
sykrinum niður og passa upp á að
varan verði ekki of feit.
Ég vona að krakkaskyrið eigi eft-
ir að kalla á fleiri vörur þar sem
hollustusjónarmið eru höfð að leið-
arljósi.“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Doktor Ingibjörg Gunnarsdóttir segir skyrið færast nær sænska skráar-
gatinu, hollustuskilgreiningu sem norrænu þjóðirnar eru að sameinast um.
Nálgast norræna
kolvetnakvótann
Skyrið ætti ekki að heita
krakkaskyr, það er gott
fyrir unglinga, fullorðið
fólk og einnig þá sem eru
að hugsa um línurnar.
|fimmtudagur|10. 7. 2008| mbl.is
Bónus
Gildir 10. júlí - 13. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Pepsi max í dós, 500 ml................... 59 69 118 kr. ltr
Appelsín í dós, 500 ml ..................... 59 69 118 kr. ltr
Innfluttar nautalundir ........................ 2.998 3.598 2.998 kr. kg
Innflutt ungnautafillet, 800 g............. 1.998 0 2.498 kr. kg
Innfluttir ungnautahamb., 10x120 g... 1.258 0 1.048 kr. kg
Ferskt lambafillet, ókryddað ............... 2.359 2.998 2.359 kr. kg
Bitaharðfiskur, 200 g ........................ 1098 1.298 5.490 kr. kg
Bónus grill svínakótilettur .................. 998 1.359 998 kr. kg
KF heimilispylsur ............................... 476 572 476 kr. kg
Hagkaup
Gildir 10. - 13. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Lambalæri úr kjötborði ...................... 986 1.565 986 kr. kg
Lamba-innralæri úr kjötborði.............. 2.400 3.428 2.400 kr. kg
Ungnauta-fillet úr kjötborði ................ 2.379 3.398 2.379 kr. kg
Lambaprime m/kryddsmjöri ............... 2.158 2.878 2.158 kr. kg
Caj́Ṕs folaldavöðvar........................... 1416 1.888 1.416 kr. kg
Siggi sterki hamborgari 2 stk. ............ 679 849 679 kr. pk.
Nautapiparsteik ................................ 2.099 2.998 2.099 kr. kg
Ferskar kjúklingalundir í western ........ 1.721 2.459 1.721 kr. kg
Krónan
Gildir 10. - 13. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Móa kjúklingabringur......................... 1.769 2.949 1.769 kr. kg
Danskar grísalundir, frosnar ............... 1.299 2.598 1.299 kr. kg
Ungnautaborgari, 175 g .................... 351 468 351 kr. pk.
Goða Bratwurst-grillpylsur .................. 943 1.257 943 kr. kg
SS Hunts BBQ-svínakótilettur............. 1.341 1.788 1.341 kr. kg
Emmess Skafís-súkkulaði, 1 ltr .......... 298 420 298 kr. ltr
Pepsi/Pepsi Light, 2 ltr ..................... 109 148 54 kr. ltr
HD 100% safar, 3 teg., 2 ltr ............. 279 339 139 kr. ltr
Nóatún
Gildir 10. júl - 13. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Lambalærissneiðar............................ 1.498 1.998 1.498 kr. kg
Lambakótilettur................................. 1.398 1.898 1.398 kr. kg
Lambalæri........................................ 998 1.498 998 kr. kg
Lambainnralæri................................. 2.398 3.398 2.398 kr. kg
Lambafillet Napoli ............................ 2.798 3.698 2.798 kr. kg
Laxasneiðar ...................................... 598 1.169 598 kr. kg
Smálúða í sneiðum........................... 1.498 1.998 1.498 kr. kg
Móa kjúklingur ferskur 1/1................ 539 899 539 kr. kg
Baskabrauð ...................................... 199 335 199 kr. stk.
Þín Verslun
Gildir 10. júl - 16. júlí verð nú verð áður mælie. verð
Egils Pepsi og Pepsi Light, 2 ltr.......... 149 198 75 kr. ltr
Brazzi, allar teg................................. 119 139 119 kr. ltr
Myllu-fjölkornabrauð 1/1................... 259 365 259 kr. pk.
Emmess-hnetutoppur ........................ 149 229 149 kr. stk.
Caj P. grillolía, 250 ml ...................... 169 209 676 kr. ltr
Oreo-kex með hjúp, 264 g ................ 298 389 1.129 kr. kg
Pataks sweet mango chutney, 340g ... 379 519 1.115 kr. kg
Pataks tikka masala, 540 g............... 319 445 591 kr. kg
Pataks naan brauð, 280 g ................ 298 398 1.065 kr. kg
helgartilboðin
Gosdrykkir, grillkjöt og útilegufæði
Það er viðkvæmur línudans að sögn
Björns að blanda saman ávöxtum,
sykri og súrri mjólkurvöru.
„Ávaxtasykurinn vegur upp á móti
náttúrulegri sýru ávaxtana og því
er ekki endilega nóg eftir af sætu
úr ávöxtunum til að leggja til höf-
uðs súrsins í mjólkurvörunni. Helsta
undantekning frá þessu eru ban-
anar, en þeir eru það sætir að
minna er af viðbættum sykri í ban-
anaskyrinu en hinum bragðbættu
tegundunum. Ávaxtainnihaldið
skiptir því almennt ekki miklu máli
fyrir sætleikann.“
Umframsæta
ávaxtanna ekki næg