Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 17
Hlíf Saltur sjórinn getur sviðið í augun og því er gott að setja hlífðargleraugun upp áður en höfuðið fer á bólakaf. Magdalena og Tinna voru í Nauthólsvík.
Brynjar Gauti Blog.is
Andrea | 9. júlí
Þyrlur á Þingvöllum
Þegar við hin erum að
spá í að skipta út litlu
sparneytnu bílunum okk-
ar fyrir reiðhjól eru „hinir“
Íslendingarnir að selflytja
byggingarefni í „litlu“
hallirnar sínar á Þingvöllum með þyrlum.
Er ekki eitthvað beyglað við nýja Ísland?
Meira: venus.blog.is
Ragnar Geir Brynjólfsson | 9. júlí
Menningarlegt
sjálfstæði
landsbyggðarinnar ...
... Menningarlegt sjálf-
stæði landsbyggðarinnar
mun ekki nást nema
landsbyggðin eignist sína
eigin fjölmiðla og menn-
ingarlegt sjálfstæði er
forsenda fyrir öðru sjálf-
stæði. Þeir sem styðja áframhaldandi
stjórnlausan vöxt borgarinnar á suð-
vesturhorninu geta haldið áfram að
styðja RÚV. Þeir sem eru á annarri
skoðun ættu að fara fram á það að
þeir peningar sem núna renni til RÚV
renni til fjölmiðla sem staðsettir eru í
þeirra eigin nágrenni.
Meira: ragnargeir.blog.is
ÞAÐ er umhugsunarvert að í
flestum almennum atkvæða-
greiðslum sem efnt hefur verið
til innan Evrópusambandsins
um málefni sem því tengjast
hefur myndast gjá á milli al-
mennings og þess sem kalla má
stofnanaveldisins. Enda þótt all-
ar helstu stofnanir í samfélaginu
– ríkisstjórnir, stjórn-
málaflokkar, aðilar á vinnu-
markaði og meirihluti fjölmiðla
– hafi sameinast um að tala fyrir
ágæti stöðlunar og samræmingar á vegum Evr-
ópusambandsins þá hefur meirihluti kjósenda
jafnan komist að gagnstæðri niðurstöðu í al-
mennri þjóðaratkvæðagreiðslu: Að þetta sé ekki
eftirsóknarlegur kostur.
Hroki?
Skýring á því að leiðir skilja með þjóð og
stofnanaveldi er eflaust margþætt. Fólki finnst,
hygg ég mörgu, að miðstýringaráráttan í Evr-
ópusambandinu sé of mikil, almenningur sé
sviptur völdum yfir eigin nærumhverfi og
kannski spilar þarna einnig eitthvað inn í tilfinn-
ing fyrir því að valdakerfið sé að gerast óþægi-
lega hrokafullt. Þannig heyrum við iðulega sagt
eftir að Brüssel-valdið verður undir í almennri
atkvæðagreiðslu, að málin hafi ekki verið skýrð
nægilega vel fyrir almenningi. Málstaður Brüs-
sel hafi orðið undir því almenningur
sé of fáfróður. Með öðrum orðum, að
Evrópusamruninn sé óskaplega
skynsamlegur og þegar honum er
hafnað eða andæft á einhvern hátt
þá sé það vegna vanþekkingar. Þar
sem fáir séu innvígðir í skynsem-
isfræði ESB séu almennar atkvæða-
greiðslur varasamar og betra að
reyna að stilla þeim í hóf eða hundsa
niðurstöðurnar.
Hópefli í Brüssel
Við þessari „vanþekkingu“ er
reynt að sporna, m.a. með fræðslu-
ferðum til Brüssel. Því fleiri til Brüssel þeim
mun betra. Það gefur þó auga leið að ekki er
hægt að koma því við að senda heilu samtökin
eða þjóðirnar til höfuðstöðvanna í hópefli. Betur
ef svo væri. En einmitt vegna þessarar takmörk-
unar skapast sú hætta að það sé bara topplagið,
svokölluð elíta, sem skilji og tali máli Brüssel, en
hinir séu dæmdir til að vaða áfram reyk.
Einhverra hluta vegna kom þetta allt upp í
hugann þegar ég sá viðbrögðin við grein-
arkornum sem ég skrifaði fyrir nokkrum dögum
í Morgunblaðið og Fréttablaðið um samskipti Ís-
lands við Evrópusambandið í gegnum EES-
samninginn. Þetta voru greinar í vangaveltustíl.
Ég minnti á að ég hefði í upphafi ekki verið
hlynntur EES-samningnum en þó ekki viljað
segja okkur frá honum því eitt er að vilja ekki
ganga inn í samning, afdrifaríkara er að segja
sig frá gerðu samkomulagi.
Er hugsanlegt að Brüssel-valdið sé farið að
færa sig svo upp á skaftið að jafnvel verði ekki
lengur við unað? Þessu velti ég upp í tilnefndum
greinum og nefndi dæmi þar sem tilskipanir frá
Brüssel ganga þvert á þjóðarvilja, sbr. kröfu um
að leggja niður Íbúðalánasjóð. Þarna eru farin
að rekast á annars vegar markaðshyggja og
miðstýring Evrópusambandsins og hins vegar
lýðræðislegur vilji okkar. Ef lýðræðið og skerð-
ing á því er ekki stórmál sem kallar á umræðu í
okkar samfélagi er ég illa svikinn. Enda er það
svo að þótt stofnanaveldið sé afundið hafa við-
brögð við greinum mínum almennt í samfélaginu
verið afar sterk og jákvæð.
Mín heimska?
Nema hvað. Sennilega er ekki tekið nægilega
djúpt í árinni að tala um að menn hafi orðið
afundnir. Við þessar hugleiðingar mínar vökn-
uðu til lífsins margir þeir sem á undanförnum ár-
um hafa kallað eftir því að Evrópumál verði
„tekin á dagskrá", eins og það heitir, og þau
rædd í þaula; fólkið sem hefur sagt: Enga þögg-
un, takk!
En skyldi þetta fólk hafa fagnað tilraun til að
víkka og dýpka umræðuna? Ekki beinlínis. For-
maður Evrópusamtakanna, Andrés Pétursson,
spurði í forundran á hvaða öld sá maður lifði sem
dirfðist að tala á þann veg sem ég gerði. Fram-
lag varaformanns Samfylkingarinnar, Ágústs
Ólafs Ágústssonar, var að lýsa þessu tali sem
„mestu heimsku“ sem hann hefði orðið vitni að
um dagana; leiðarahöfundur Fréttablaðsins
sagði að maður sem svona talaði þyrfti að skýra
mál sitt miklu betur ef hann á annað borð vildi
láta „taka sig alvarlega“. Staksteinar Morg-
unblaðsins sögðu að nú væri búið að jarða sam-
starf Samfylkingar og VG. Það var hins vegar
helst að þingflokksformaður Samfylkingar, Lúð-
vík Bergvinson, virtist halda stillingu sinni.
Í Evrópuumræðunni á allt að vera undir
Hvað þýðir það annars að taka Evrópumálin á
dagskrá? Felur það í sér það eitt að vera já-
maður og vilja ganga inn í Evrópusambandið,
helst í gær? Eru allar efasemdir um ESB
ómarktækar í umræðunni? Og eru það helgi-
spjöll að leyfa sér að efast um ágæti EES-
samningsins?
Ef þetta á að vera svona fer ég að skilja hvers
vegna stofnanaveldið verður alltaf undir í lýð-
ræðislegum kosningum innan Evrópusam-
bandsins. Það er skorturinn á virðingu fyrir lýð-
ræðinu og hrokinn sem þessu veldur. Mér finnst
við hafa fengið af þessu nasasjón síðustu dagana.
Eitt er víst að ekki er viðmótið sem við efasemd-
armenn finnum fyrir fordómalaust. Staðreyndin
er sú að það eru gagnrýnir efasemdarmenn eins-
og ég og mínir samherjar sem raunverulega vilj-
um Evrópumálin á dagskrá. En þar á líka allt að
vera undir.
Eftir Ögmund Jónasson »Ef lýðræðið og skerðing á
því er ekki stórmál sem
kallar á umræðu í okkar sam-
félagi er ég illa svikinn.
Ögmundur Jónasson
Fordómalaus umræða um EES?
Höfundur er alþingismaður.
TVÆR athygl-
isverðar greinar birt-
ust í nýjasta tölublaði
Læknablaðsins þar
sem læknar fjalla um
umferðarmál. Annars
vegar um syfju og
akstur og hins vegar
um börn í umferðinni.
Um leið og ég þakka
greinarhöfundum vil
ég nota tækifærið og
leggja orð í belg.
Gunnar Guðmundsson, sérfræð-
ingur í lungnalækningum, fjallar
um syfju og akstur og segir að
læknar þurfi að vera á varðbergi
fyrir þeim vanda sem syfja við
akstur sé. Minnir hann á að árin
1998 til 2006 hafi 16 manns látist í
10 umferðarslysum þar sem öku-
menn hafi sofnað undir stýri.
Gunnar segir að um 4% karla og
2% kvenna séu með kæfisvefn sem
geti valdið tvöfaldri til þrefaldri
hættu á umferð-
arslysum. Hann spyr
hvort syfjuðum at-
vinnubílstjórum
hætti frekar til að
lenda í umferðar-
óhöppum og segir er-
lendar rannsóknir
staðfesta það.
Nauðsynlegt
að kanna
Gunnar varpar því
fram hvort ástæða sé
til að skima fyrir
dagsyfju hjá atvinnubílstjórum á
Íslandi og meðhöndla þá sem
þjást af henni. Segir hann að þetta
megi gera með ýmsu móti, til
dæmis að leggja spurningalista til
að kanna dagsyfju og kæfisvefn
fyrir þá sem fá aukin ökuréttindi
og þegar þau eru endurnýjuð.
Þetta finnst mér athyglisverð hug-
mynd sem ég mun láta kanna
hvort unnt er að hrinda í fram-
kvæmd með skipulegum hætti.
Í grein sinni minnir Gunnar
einnig á reglur Evrópusambands-
ins um aksturs- og hvíldartíma at-
vinnubílstjóra og að samgöngu-
ráðuneytið hafi sótt um
undanþágur frá þeim. Bendir hann
réttilega á að nauðsynlegt sé að
hafa góð hvíldarsvæði við þjóðveg-
ina en að því er einmitt unnið. Í
lokin segir læknirinn: ,,Læknar
ættu að muna eftir að spyrja sjúk-
linga um syfju við akstur og gera
viðeigandi rannsóknir ef þörf kref-
ur. Með því má fækka umferð-
arslysum.“
Hina greinina ritar Sigurveig
Pétursdóttir bæklunarskurðlæknir
og segir hún meðal annars að 17
ára unglingar séu skilgreind sem
börn, þau séu hvorki lögráða né
fjárráða. Þau geti þó öðlast öku-
réttindi og með því að veita þeim
próf til að aka um á hvaða fólks-
bíl sem vera skuli séum við að
,,útsetja þau fyrir mikilli hættu
og einnig láta þau axla ábyrgð á
lífi og limum annarra,“ segir Sig-
urveig og segir lækna sem hitta
þessi börn eftir að alvarleg slys
vita að þau séu ekki í stakk búin
til að taka þessa ábyrgð. Segir
hún að mögulega geti enginn axl-
að slíka ábyrgð.
Aðhald með
bráðabirgðaskírteini
Þetta er vissulega umhugs-
unarefni. Á að hækka bílpróf-
saldur eða á að setja þröngar
skorður við ökuréttindum á
fyrsta árinu? Frumvarp til laga
um breytingu á umferðarlögum
var lagt fram á Alþingi vorið
2007. Þar var meðal annars gert
ráð fyrir að ráðherra gæti sett
reglur um takmarkanir á heimild
handhafa bráðabirgðaskírteinis til
aksturs við ákveðinn tíma sólar-
hrings, ákveðinn fjölda farþega í
bílnum og við ákveðið afl hreyfils.
Þessi málsgrein frumvarpsins var
hins vegar ekki samþykkt en sett
var í lögin ákvæði um að hafi
handhafi bráðabirgðaskírteinis
brotið umferðarlög og fengið fjóra
punkta verði að setja hann í akst-
ursbann. Gildir bannið þar til
hann hefur sótt námskeið og stað-
ist ökupróf að nýju.
Með þessu er hert á aðhaldi á
ungum ökumönnum og hugs-
anlega þarf að gera betur. Hins
vegar tel ég að við sjálf, foreldrar
og fyrirmyndir unglinganna,
ásamt ökukennurunum ráðum
miklu um það hvernig hegðan
þeirra er við stýrið. Við verðum
að innprenta þeim ábyrgð þeirra
við stýrið og þýðingu þess að fara
að lögum og aka eftir aðstæðum.
Með það að leiðarljósi er unnt að
draga úr slysahættu.
Sautján ára unglingur er vissu-
lega ekki orðinn fullorðinn og ber
ekki fjárhagslega ábyrgð. En
hann er nógu þroskaður til að
höndla þau réttindi sem bráða-
birgðaökuskírteini veitir ef hann
sér ekki annað en góðar fyr-
irmyndir í umferðinni. Þar liggur
ábyrgð okkar.
Eftir Kristján L.
Möller » Við verðum að inn-
prenta unglingum
ábyrgð þeirra við stýrið
og þýðingu þess að fara
að lögum og aka eftir
aðstæðum.
Kristján L. Möller
Höfundur er samgönguráðherra.
Um svefn og börn og akstur