Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Upphaf kynlífs
Hlutfall (%)16 ára unglinga sem finnst
eðlilegt að hefja kynlíf fyrir 16 ára aldur
2001 strákar 84.9
2001 stelpur 86.3
2006 strákar 89.4
2006 stelpur 78.9
Læknablaðið
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
KÖNNUN meðal 16 ára unglinga sem gerð var
veturinn 2005-6 leiddi í ljós að tæp 70% 16 ára
unglinga töldu að hægt væri að lækna herpessýk-
ingu með sýklalyfjum. Þá töldu tæp 12% að hægt
væri að lækna HIV. Þetta kemur fram í 6. tölu-
blaði Læknablaðsins en þar eru bornar saman
kannanir á þekkingu og viðhorfum 16 ára unglinga
til kynfræðslu, kynsjúkdóma og getnaðarvarna.
Fyrri könnunin var gerð árið 2001 en sú síðari vet-
urinn 2005-6.
Rekkjunautar eigi að vera margir
Í greininni kemur fram að viðhorfsbreytingar
varðandi kynhegðun 16 ára unglinga virðast ekki
hafa verið miklar. Algengast er enn að telja að
kynlíf geti hafist á unga aldri og að rekkjunautar
eigi að vera margir. Veturinn 2005-6 fannst 67%
eðlilegt að 14-16 ára unglingar stunduðu kynlíf en
aðeins rúm 8% töldu aldurshópinn tilbúinn að taka
afleiðingum kynlífs. Í báðum rannsóknunum
fannst langflestum eðlilegt að hefja kynlíf fyrir 16
ára aldur.
Þá kemur einnig fram að efla þurfi kynfræðslu
frá foreldrum til barna en þeir ræði frekar um
tíðahring kvenna og barneignir við börn sín en
kynsjúkdóma og getnaðarvarnir. Aðspurðir sögð-
ust flestir unglinganna hafa fengið mestu
fræðsluna í skólanum. Þar á eftir komu vinir og
kunningjar en mjög fáir merktu við foreldra.
Vægi fóstureyðinga og kláms eykst
Síðari könnunin leiddi í ljós að meirihluta ung-
linga fannst að skólum bæri að veita kynfræðslu,
fræðslu um getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. 97%
fannst að kynfræðslan ætti að hefjast í 8. bekk eða
fyrr og fannst flestum að fræðslan ætti að vera í
höndum lækna- eða hjúkrunarfræðinema en í
fyrri könnuninni merktu flestir við skólahjúkrun-
arfræðinga. Þá töldu flestir líklegra að umræður
sköpuðust væri fræðarinn ókunnugur.
Milli kannana breyttust þau atriði sem ungling-
arnir vildu sjálfir leggja áherslu á í fræðslunni.
Veturinn 2005-6 fannst þeim mikilvægara að ræða
um fóstureyðingar, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir,
sam- og tvíkynhneigð og klám en árið 2001. Ekki
eins mikilvæg var fræðsla um gerð og starfsemi
kynfæra, tíðablæðingar eða samskipti kynjanna.
Sérstakir þekkingarhlutar voru í báðum könn-
ununum. Í heild var þekkingin betri 2005-6 en enn
taldi hluti unglinga að túrtappanotkun væri
hættuleg þar sem þeir gætu „týnst í leginu“. Þá
var misskilningur um að engar líkur séu á frjóvg-
un við rofnar samfarir enn til staðar. Fleiri vissu
að samfarir eru ekki nauðsynlegar til að smitast af
kynsjúkdómum en árið 2001. Tíundi hver ungling-
ur taldi pilluna veita vörn gegn kynsjúkdómum og
voru 65% strákar.
70 prósent töldu herpes læknanlegt
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„HLUTIRNIR gerast mjög hratt,
enda bílarnir á gríðarlegri ferð
framan af en við höfum hlotið góða
þjálfun í sérsveitinni hvernig á að
snúa bílum og stöðva þá á sem væg-
astan hátt á réttum tímapunkti, þeg-
ar þeir hafa hægt á sér. Svo er ég
með félaga í bílnum sem fór í gegn-
um þjálfunina með mér og það hjálp-
ar mikið,“ segir Sveinn Ægir Árna-
son, liðsmaður sérsveitar
ríkislögreglustjóra, en hann hefur
tvívegis stöðvað bifreiðar í ofsa-
akstri með skömmu millibili. Fyrst
jeppa á Vesturlandsveginum og síð-
an fólksbíl á Ásbraut í Hafnarfirði.
Í báðum tilvikum var um eftirför að
ræða þar sem ökumenn virtu ítrekað
að vettugi stöðvunarmerki lögreglu.
Á Ásbraut var ökumaður sem sætti
eftirför nálægt íbúðabyggð og því
var mikil mildi að hættu var afstýrt.
Aðeins yfirvarðstjóri getur gefið
heimild til slíkrar stöðvunar og þarf
mikið að hafa gengið á svo henni sé
beitt, samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur
gefið út verklagsreglur til lögreglu-
manna um hvernig þeir eigi að bera
sig að við þessar aðstæður.
„Það er ekki hægt að setja fram
algildar reglur um þetta, lögreglan
metur hverju sinni þá hagsmuni sem
eru í hættu. Í þessum tilfellum
[Stöðvun á Vesturlandsvegi og Ás-
braut] þá var skýr almannahætta
fyrir hendi. Aksturinn var þannig,“
segir Guðmundur Ómar Þráinsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá sér-
sveit ríkislögreglustjóra. Guð-
mundur segir það matskennda
ákvörðun í hverju tilviki þegar tekin
er ákvörðun um stöðvun. Ef öku-
maður bifreiðar hunsar ítrekað
stöðvunarmerki lögreglu og áð-
urnefnd almannahætta er fyrir
hendi, þá er metið hvort stöðva þurfi
bifreiðina. „Ef ökumaður keyrir yfir
hringtorg, gangstéttir og ekur á
móti umferð, rauðu ljósi og virðir
ekki stöðvunarskyldu og sýnt þykir
að ökumaður ætli ekki að stöðva af
sjálfsdáðum, þá er ekkert annað í
stöðunni,“ segir Guðmundur.
Stöðvun ökutækja hluti
af þjálfun sérsveitarinnar
Stöðvun ökutækja hefur verið
hluti af þjálfun sérsveitarinnar í
mörg ár. Eru þær aðferðir sem eru
notaðar að erlendri fyrirmynd.
Klesst er á aftari hluta bifreiðar til
að tryggja öryggi farþega þeirrar
bifreiðar sem sætir eftirför. Er tjón
á bifreiðum einnig takmarkað veru-
lega með þeirri aðferð. Liðsmenn
sérsveitarinnar unnu í umdæmi lög-
reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu
í báðum tilvikum er ofsaakstur var
stöðvaður og vakthafandi yfirvarð-
stjóri veitti heimild til stöðvunar í
samræmi við starfsreglur. Á end-
anum var það snarræði og tækni við-
komandi sérsveitarmanns sem réð
úrslitum þegar bifreiðarnar voru
stöðvaðar.
Tækni sérsveitarmanns
réð úrslitum við stöðvun
Skýr almannahætta þarf að vera fyrir hendi við stöðvun í kjölfar eftirfarar
Í Morgunblaðinu í gær birtist
mynd, tekin á vettvangi á Ásbraut í
Hafnarfirði í kjölfar handtöku, af
lögreglumanni, ekki liðsmanni sér-
sveitarinnar, sem stendur með
annan fót ofan á farþega bifreiðar
sem liggur á grúfu í jörðinni. „Við
erum ekki ánægðir með þessi
vinnubrögð. Þetta er ekki viðtekin
venja og ekki í samræmi við
starfsreglur. Lögreglumanni er
heimilt að setja hné í bak þegar
handtaka á sér stað og til þess að
tryggja flutning hins handtekna,
en þessi háttsemi er slæm, enda á
að koma fram við hinn handtekna
af virðingu,“ segir Guðbrandur
Sigurðsson, aðalvarðstjóri um-
ferðardeildar lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu. „Það er leið-
inlegt að þetta varpi að einhverju
leyti skugga á mál sem var í alla
staði vel unnið af lögreglumönnum
sem komu að því,“ segir Guð-
brandur jafnframt.
Hann segir að rætt verði við við-
komandi lögreglumann, sem er þó
alla jafna traustur og vinnusamur
lögreglumaður og þekktur að góðu
einu.
Hinum handtekna skal virðing sýnd
MORGUNBLAÐIÐ mælist með
mestu hlutdeild dagblaða í magni
innlendra frétta, eða 33%, sam-
kvæmt fjölmiðlamælingu Credit-
info Ísland. Hefur fjöldi frétta í
helstu fjölmiðlum aukist um tæp-
lega þriðjung síðan árið 2005, fyrst
og fremst vegna aukinnar dag-
blaðaútgáfu. Mest eykur 24 stundir
við sína hlutdeild, fer úr 12% í 17%,
en Viðskiptablaðið og DV auka
einnig sína hlutdeild enda hafa
bæði blöð fjölgað útgáfudögum sín-
um á milli ára. Á móti hefur hlut-
deild bæði Morgunblaðsins og
Fréttablaðs minnkað frá því í fyrra,
en hlutdeild Fréttablaðs er nú 30%.
Í ljósvakamiðlum hefur þróunin
ekki breyst eins mikið á milli ára og
mælist Fréttastofa Útvarps sem
fyrr með mesta hlutdeild innlendra
frétta, eða 40%.
Morgunblaðið
með mesta
magn frétta
„ÞAÐ hvorki
gengur né rek-
ur,“ segir Guð-
laug Ein-
arsdóttir,
formaður Ljós-
mæðrafélags Ís-
lands um kjara-
deiluna við
samninganefnd
ríkisins, en um
40 mínútna fund-
ur hjá ríkissáttasemjara í gær var
árangurslaus.
Guðlaug segir að sem fyrr
strandi viðræðurnar á kröfu ljós-
mæðra um að fá sex ára há-
skólanám metið að verðleikum og
til jafns við annað háskólanám. Af
24 stéttarfélögum innan BHM séu
ljósmæður með sjöundu lægstu
launin þrátt fyrir að vera annað af
tveimur félögum með mestu mennt-
unarkröfurnar. Sex efstu félög
BHM séu með 73.511 kr. hærri með-
algrunnlaun en ljósmæður að með-
altali og krafa Ljósmæðrafélagsins
sé að ljósmæður verði í hópi þess-
ara félaga eftir næstu samninga.
Guðlaug leggur áherslu á að fé-
lagið hafi alla tíð verið tilbúið að
skrifa undir sama samning og önn-
ur félög BHM, þ.e. 20.300 kr. hækk-
un allra grunnlauna, að því gefnu
að ljósmæður yrðu settar á réttan
stað í launatöfluna. Næsti samn-
ingafundur verður 6. ágúst. Guð-
laug ítrekar að mikilvægt sé að ná
samningum sem allra fyrst.
steinthor@mbl.is
Hvorki
gengur
né rekur
Guðlaug
Einarsdóttir
Frestað til 6. ágúst
STÖÐVUNIN á Ásbraut var mjög nærri íbúða-
byggð. Því hefði börnum, sem voru að leik í
grenndinni, geta verið bráð hætta búin ef ekki
hefði tekist að stöðva bifreiðina í tæka tíð. „Í
báðum tilfellum [stöðvun á Vesturlandsvegi og
Ásbraut] var búið að reyna ítrekað að fá öku-
mann til að stoppa af sjálfsdáðum án árangurs.
Við reynum að gera þetta á stað þar sem hraðinn
er sem minnstur því það er útilokað að stöðva og
snúa bíl á 160 kílómetra hraða því þá verður
stórslys,“ segir Sveinn Ægir Árnason, liðsmaður
sérsveitarinnar sem stöðvaði bílana.
Morgunblaðið/Júlíus
Skammt stórra högga á milli hjá sérsveitarmanni