Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 11 FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is VEGAGERÐIN auglýsti nýlega eftir tilboðum í gerð Suðurstrand- arvegar. Óhætt er að segja að hér sé um langþráða framkvæmd að ræða fyrir íbúa á Suðurnesjum og Suðurlandi, enda tengir vegurinn saman þessi fjölmennu svæði. Suð- urstrandarvegur hefur verið lengi á áætlun, en framkvæmdum hefur ítrekað verið frestað. Verkið felst í nýbyggingu veg- arins á 33,6 kílómetra löngum kafla ásamt 2,3 km löngum tengingum við hann, smíði 12 metra steyptrar bitabrúar á Vogsós neðan Hlíð- arvatns í Selvogi, auk ræsa, grjótvarnargarða, reiðstígs og girð- inga. Þessi hluti vegarins er á milli Krýsuvíkurvegar og Þorlákshafnar. Um er að ræða mikla vegafram- kvæmd, sem einnig er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilboð verða opnuð 12. ágúst n.k. Stefnt er að því að öllu verkinu verði lokið fyrir 15. september 2011. Suðurstrandarvegur, milli Þor- lákshafnar og Grindavíkur, er í heild 58,5 kílómetrar. Seinni hluti framkvæmdarinnar, frá Krýsuvík til Grindavíkur, er í hönnun og verður væntanlega boðinn út í haust, að sögn Svans G. Bjarnason- ar, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Sá hluti liggur í gegn- um Ögmundarhraun, sem er öllu grófara yfirferðar. Svanur reiknar með að þessum hluta verksins verði einnig lokið haustið 2011. Vegurinn er hannaður með bundnu slitlagi fyrir 90 km há- markshraða og þungaflutninga. Núverandi vegur, sem nefndur hef- ur verið Ísólfsskálavegur, er malar- vegur, mjór og hæðóttur. Til framkvæmdanna er talið þurfa um 1.450.000 rúmmetra af efni og verða um 1.000.000 rúm- metrar sóttir í 18 námur og 450.000 rúmmetrar í skeringar. Í grein- argerð Vegagerðarinnar kemur fram að stofnunin hafi í upphafi gert sér grein fyrir því að um mjög viðkvæmt landsvæði væri að ræða, enda mun vegurinn víða liggja um ósnortin hraun. Þess vegna hafi verið reynt að sneiða framhjá við- kvæmustu svæðunum og ýmsar ráðstafanir verið gerðar til að koma í veg fyrir rask lífríkis, nátt- úruminja, fornminja eða sérstakra jarðminja. Stórbrotin náttúrufegurð Markmið framkvæmdarinnar er að byggja upp varanlega og örugga vegtengingu á milli Suðurlands og Suðurnesja til hagsbóta og öryggis fyrir atvinnulíf og íbúa á þessum svæðum. Aðgengi ferðafólks verði stórbætt að svæði með stórbrotna náttúrufegurð og mikið útivistar- gildi. Auk þess gefi nýr Suður- strandarvegur fyrirtækjum í ferða- þjónustu möguleika á að bjóða upp á áhugaverða tengingu og hring- ferðir frá Keflavíkurflugvelli að mikið sóttum ferðamannastöðum á Suðurlandi. Með tilkomu Suður- strandarvegar skapist greiðfær leið sem tekið geti við umferð sem ann- ars færi um Hellisheiði og Þrengsli, oft í vondum veðrum að vetri til. Suðurstrandarvegur muni létta á umferð á Suðurlandsvegi um Hellisheiði og á stofnbrautarkerfi höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt athugunum Byggða- stofnunar er talið að Suðurstrand- arvegur muni hafa jákvæð áhrif á útgerð á svæðinu. Útgerðarmenn telja að það verði hagkvæmt að láta skip landa í auknum mæli í Þor- lákshöfn. Með því að landa þar komast áhafnir einnig fyrr heim í landlegum og möguleikar á sam- starfi við fyrirtæki í Þorlákshöfn aukast. Einnig opnast möguleiki til þess að flytja meira út af fiski með flugi vegna greiðari leiðar á Kefla- víkurflugvöll. Í þessu sambandi skipti einnig máli að Grindavík- urhöfn þykir erfið til innsiglingar og því oft þægilegra að landa í Þor- lákshöfn. Áhrif Suðurstrandarvegar á ferðaþjónustu eru talin verða mjög jákvæð. Íslendingar jafnt sem út- lendingar muni í auknum mæli aka um svæðið og heimsækja bæði Grindavík, Krýsuvík og Þorláks- höfn. Menn sjá fyrir sér fjölgun starfa í öllum greinum ferða- mennskunnar, en einkum við greiðasölu og afþreyingu af ýmsu tagi. Möguleikar aukast einnig fyrir orlofsbyggð á svæðinu og þjónustu henni tengda. Langþráður vegur boðinn út                      !" ! !" !"     ! #  $$$%&               !     " #      $ #    #       $      %##   &  ' # (  #  ' # (  Suðurstrandarvegur mun tengja saman fjölmennar byggðir á Suðurlandi og Suðurnesjum  Vegurinn mun hafa mikil áhrif á útgerð, fiskvinnslu og ferðaþjónustu á svæðinu Í HNOTSKURN »Hinn nýi Suðurstrandar-vegur mun stytta leiðina milli Þorlákshafnar og Grindavíkur um 13 kílómetra. »Leiðin milli Selfoss ogKeflavíkurflugvallar stytt- ist um 9 km. »Sunnlendingar sem leiðeiga í flug þurfa ekki að aka yfir Hellisheiði og í gegn- um höfuðborgarsvæðið eins og nú er. Ljósmynd/Vegagerðin Vegurinn í dag Hæðóttur malarvegur sem lokast fljótt að vetri til. MEÐ tilkomu Suðurstrandarvegar verða Suðurland og Suðurnes eitt atvinnusvæði, að mati Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Guðjón segir að hingað til hafi fólk ekki verið tilbúið að aka yfir fjall- vegi til að sækja vinnu, en það muni nú breytast. Að sögn Guðjóns má áætla, að á Suðurnesjum og vesturhluta Suð- urlandsins búi um 40 þúsund manns. Mikil fólksfjölgun hefur verið á þessum svæðum undan- farin ár. Guðjón segir að sveitarstjórn- armenn séu ekki farnir að velta því fyrir sér í alvöru, hvaða breytingar hinn nýi vegur muni hafa í för með sér. Áform hafi verið um að setja slíka vinnu í gang en ekkert hafi orðið af því, m.a. vegna þess að vegalagningunni hafi verið frestað aftur og aftur. Nú verði að setja þessa vinnu í fullan gang. Suðurnes og Suðurland eitt atvinnusvæði Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SKORTUR á samráði og trausti milli bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar í Grindavík, leiddi til þess að upp úr samstarfinu slitnaði í fyrrakvöld. Þetta segir Jóna Kristín Þorvalds- dóttir, oddviti Samfylkingar og verð- andi bæjarstjóri Grindavíkur. Flokk- arnir endurnýjuðu samstarf sitt frá fyrra kjörtímabili í kjölfar sveitar- stjórnarkosninganna 2006, en nú hef- ur Samfylkingin gert samkomulag við Framsóknarflokkinn um samstarf í bæjarstjórn. Sigmar Eðvarðsson, oddviti sjálfstæðismanna og fráfar- andi formaður bæjarráðs, segir að metnaður Samfylkingar til þess að komast yfir bæjarstjórastólinn hafi ráðið för. Ólafur Örn Ólafsson, sem ekki er flokksbundinn, var bæjar- stjóri á síðasta kjörtímabili og end- urráðinn 2006. Honum hefur verið sagt upp störfum, en heldur launum út kjörtímabilið, að sögn Jónu Krist- ínar. Uppsafnaður vandi Jóna Kristín segir að eftir að ágreiningur magnaðist í bæjarstjórn- inni hafi menn rætt saman. Reynt hafi verið að ná samkomulagi svo hægt yrði að halda samstarfinu áfram. Því miður hafi verið orðið of seint að treysta böndin við sjálfstæðismenn- ina. Því hafi verið gengið til fundar við framsóknarmenn í fyrrakvöld. Jóna Kristín vill ekki ræða ágrein- ingsmál milli Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks nánar. „Þetta er upp- safnaður vandi,“ segir hún. Ekki hafi endilega þurft stór mál til þess að fylla mælinn. Aðspurð segist hún ekki hafa persónulega farið fram á það að taka við embætti bæjarstjóra. Emb- ættin hafi verið samkomulag milli nýju samstarfsflokkanna. „Langaði í stólinn“ Sigmar Eðvarðsson segir að í upp- hafi kjörtímabilsins hafi verið gerður málefnasamningur og eftir honum hafi verið farið. „Samfylkinguna lang- aði bara í bæjarstjórastólinn,“ segir Sigmar, spurður um hvaða skýringar hann telji helstar á meirihlutaslitun- um. „Það er eina skýringin á þessu. Þau lögðu upp með það í síðustu kosn- ingum en fengu ekki nægilegt fylgi til þess. Þau setja fyrir sig ágreining við mig,“ segir hann. Samráð og traust skorti Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Sigmar Eðvarðsson Frá Grindavík Jóna Kristín Þorvaldsdóttir verður nýr bæjarstjóri Grinda- víkur og Petrína Baldursdóttir, Framsóknarflokki, formaður bæjarráðs. Meirihlutaslit í bæjarstjórn Grindavíkur STÓRÚTSALA Í FULLUM GANGI, SUMARYFIRHAFNIR 2-FYRIR 1 SPARIDRESS Í ÚRVALI Laugavegi 63 • S: 551 4422

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.