Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 13 MENNING EITT af stærstu söfnum New York- borgar, Brooklyn-listasafnið, hefur játað að þriðjungur koptískra skúlp- túra í eigu þess sé falsaður. Engu að síður verða verkin sett á sýningu á næsta ári, og verður hún all sérstök að sögn forsvarsmanna safnsins. Dr. Edna Russmann, sýning- arstjóri við Brooklyn-safnið, sagði í samtölum við fjölmiðla vestra að fyr- ir fjórum árum hefði hún farið að renna í grun að ekki væri allt með felldu með koptísku stytturnar, en aðeins eitt safn í Bandaríkjunum á stærra safn koptískra listmuna en Brooklyn-safnið. Hún sagði jafn- framt að hún hefði engar efasemdir um að opinbera sannleikann nú. Þótt efnagreiningu á styttunum sé ekki að fullu lokið segir hún að tíu af þeim þrjátíu styttum sem um ræðir séu beinlínis falsaðar og að við helm- ing hinna styttnanna hafi verið átt á einhvern hátt. Tilgangur safnsins með að setja verkin á sýningu er sá að vekja önn- ur söfn til umhugsunar um þann möguleika að þau kunni einnig að sitja uppi með falsaða listmuni. Þau koptísku verk sem víst er talið að séu ekta verða einnig á sýningunni. Koptar voru kristin þjóð sem bjó í Egyptalandi en talið var að stytt- urnar, sem höggnar eru í kalkstein, væru allar frá 3.-7. öld. Fram hefur komið að sérfræð- ingur í býsanskri list, Gary Vikan, hafi fyrst vakið máls á því snemma á áttunda áratugnum að koptísku verkin gætu verið fölsuð en aldrei gert það álit sitt opinbert. begga@mbl.is Falsaðir Koptar í Brooklyn Sýndir til viðvörunar Kopti Ein af fölsuðu styttunum. HLJÓMSVEITARSTJÓRINN James Levine, sem jafnframt er list- rænn stjórnandi elstu og þekktustu tónlistarhátíðar Bandaríkjanna, Tanglewood-hátíðarinnar í Massachusetts, veiktist skyndilega í gær, fáum dögum eftir að hátíðin hófst. Hátíðin hófst formlega um helgina með flutningi á óperunni Trójumönnunum eftir Berlioz, undir stjórn Levines sjálfs. Í tilkynningunni um veikindin kom fram að hann gæti ekki tekið frekari þátt í hátíðinni í ár, en henni lýkur í ágústlok. Sagt var að Levine þyrfti að gangast undir uppskurð og að fjarlægja þyrfti annað nýra hans. Meinið er sagt læknanlegt án frekari inngripa og mun stjórnandinn geta náð sér að fullu. James Levine er listrænn stjórnandi Metropolitan- óperunnar og sinfóníuhljómsveit- arinnar í Boston, en hún hefur sum- araðsetur í Tanglewood. begga@mbl.is Levine lasinn Í KVÖLD kl.20 flytur Hljóm- eyki Náttsöngva (Vesper) eftir Sergjej Rachmaninov undir stjórn Magnúsar Ragn- arssonar á sumartónleikum í Skálholtskirkju. Árið 1986 tók Hljómeyki upp samvinnu við Sumartónleika í Skálholti og hefur síðan þá lagt meg- ináherslu á flutning nýrrar ís- lenskrar tónlistar. Í Skálholti hefur Hljómeyki flutt ný verk eftir mörg helstu tónskáld landsins. Eftir hlé leik- ur þýski Ishum-kvartettinn strengjakvartett eftir Giuseppi Verdi, en kvartettinn skipa Lisa Immer og Elfa Rún Kristinsdóttir á fiðlur, Adam Römer á víólu og Michael Römer á selló. Tónlist Hljómeyki syngur Náttsöngva Magnús Ragnarsson VISTARVERUR veru- leikans heitir sýning Margrétar Zóphónías- dóttur sem nú stendur yfir í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg. Verkin eru olíumálverk á striga, unnin á síðustu tveimur árum. Margrét á rætur að rekja til tveggja landa, Íslands og Danmerkur. Á sýningunni fléttar Margrét saman minningarbrotum sem mynda munstur og tengjast þessum tveimur löndum sem hún rekur uppruna sinn til. Margrét lauk forskóla Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands 1977 og útskrifaðist úr Danmarks Design í Kaupmannahöfn árið 1981. Myndlist Vistarverur veru- leikans hjá Ófeigi Eitt verka Margrétar. RAGNHILDUR Þóra Ágústsdóttir opnar sýninguna „Leit sankti Húberts“ í Norska hús- inu í Stykkishólmi á laugardag kl. 13.30. Þetta er fyrsta einka- sýning Ragnhildar, en hún tók einnig þátt í samsýningunni „Í bláum skugga“ á sama stað nú í sumar. Myndefni hennar eru dýr í ýms- um stellingum, lifandi eða dauð, máluð á hör með útþynntri olíu. Innblásturinn sækir hún til leit- ardýrlingsins Sankti Húberts að hinum full- komna hirti og samfélags mannsins við náttúr- una. Myndlist Sankti Húbert leit- ar í Norska húsinu Verk eftir Ragnhildi Þóru. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG er gríðarlega ánægð með hvernig til hefur tekist með þessa sýningu,“ segir Sigrún Sandra Ólafsdóttir galleristi í Gallerí Ágúst. Þar stendur nú yfir sum- arsýning með verkum þeirra sjö myndlistarmanna sem hafa sýnt þar á því ári sem liðið er frá opnun gallerísins. Eitt ár er kannski ekki langur tími í slíkum rekstri en Sig- rúnu Söndru fannst þó tímabært að líta um öxl. „Það er snúið að setja saman samsýningu. Þetta eru mál- verk, ljósmyndir, teikningar, skúlp- túrar og vídeóverk en þetta kemur mjög vel út. Þetta er ekki eins og einkasýningarnar þar sem ákveðið þema er í gangi, listamaðurinn að vinna í rýmið eða unnið út frá kons- epti. Þetta er einfaldlega yfirlits- sýning sem segir: „Sjáiði! Hér eru frábærir samtíma myndlistarmenn að sýna og þetta er það sem þeir eru að gera í dag,“ segir Sigrún Sandra. Á sýningunni eru bæði verk frá einkasýningum listamannanna en líka ný verk. „Andrea Maack, sem sýndi hér á Listahátíð við mjög góðar undirtektir gerði glænýtt verk fyrir þessa sýningu. Það er teikning af hjarta og einkennandi verk fyrir hana. Hún er líka með handlóð úr HiMax-efni, alveg gull- fallegir skúlptúrar. Erlendi listamaðurinn á sýning- unni er Rakel Bernie frá Argent- ínu, sem sýndi á opnunarsýningu gallerísins í fyrra með Ásdísi Sif Gunnarsdóttur. Ég er með teikn- ingu og skúlptúr eftir Rakel. Margir listamannanna hafa verið að taka þátt í sýningum erlendis. Hulda Stefánsdóttir er á samsýn- ingu í Scandinavian House í New York. Verkin sem hún sýnir þar eru þau sem voru á sýningu hennar í Gallerí Ágúst og eru nú í eigi Listasafns Íslands. Ásdís Sif er líka að sýna í New York; í Luhring Augustine-galleríinu,“ segir Sigrún Sandra ánægð með sitt fólk. Sýn- ingunni lýkur 26. júlí. Gallerí Ágúst á horni Nönnugötu og Baldursgötu sýnir verk sjö listamanna Sýning sem segir: Sjáiði! Sýndarmálverk Virtual Painting heitir þessi ljósmynd eftir Ásdísi Sif Gunnarsdóttur frá árinu 2007. Andrea Maack Ásdís Sif Gunnarsdóttir Davíð Örn Halldórsson Hulda Stefánsdótti Magnea Ásmundsdóttir Rakel Bernie Sara Björnsdóttir Listamennirnir Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „HLJÓMURINN er bara svo falleg- ur í kirkjunni, hver tónn verður svo fagur og manni líður vel,“ segir Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari um tilhlökkunina yfir að spila í Skálholti um helgina. Elfa Rún er komin hingað til lands með heilan kvartett, Ishum Kvart- ett, efnilegt ungt tónlistarfólk sem hún hefur kynnst í Þýskalandi þar sem hún býr. „Þau eru ótrúleg öllsömul og ég lít upp til þeirra,“ segir Elfa Rún þegar hún er beðin að lýsa hópnum. Öll eru þau virk og frjó í tónlistarlífinu heima fyrir, t.d. stofnaði sellistinn kammersveit sem nýlega gaf út sinn fyrsta disk hjá Sony Classic. Auk Elfu samanstendur hópurinn af Lísu Immer á fiðlu, Adam Römer á víólu og Michael Rauter á selló. Árið 2006 vann Elfa J. S. Bach keppnina í Leipzig en hún hefur nú lokið námi í Freiburg og verið búsett í Berlín um nokkurt skeið. Elfa segist enn finna fyrir jákvæð- um eftirköstum sigursins árið 2006, hún fái af og til boð um að halda tón- leika og á næsta ári er væntanlegur diskur hennar með hljómsveit á veg- um 12 tóna. Ung, flink og fjölhæf Elfa Rún Kristinsdóttir heldur tónleika um helgina með Ishum Morgunblaðið/Valdís Thor Þrír fjórðu Meðlimir Ishum Kvartetts nýlentir á landinu: Michael Rauter, Elfa Rún og Adam Römer. Á myndina vantar Lísu Immer. Fimmtudagur 10. júlí 20.00 Hljómeyki, stj. Magnús Ragnarsson. S. Rahmaninov: Náttsöngvar op. 37 21.30 Ishum Kvartett. G. Verdi: Strengjakvartett. Laugardagur 12. júlí 14.00 Erindi um tónlist Sveins Lúð- víks Björnssonar. 15.00 Hljómeyki stj. Magnús Ragn- arsson, Sigurður Halldórsson selló, Ishum Kvartett. Verk eftir Svein Lúðvík Björnsson stað- artónskáld. 17.00 Ishum Kvartett. Beethoven: Harfen kvartettinn op 74. Verk frá miðöldum, endurreisn og nú- tíma. Sunnudagur 13. júlí 15.00 Ishum Kvartett. Endurt. dag- skr. laugardags. 17.00 Guðsþjónusta. Hljómeyki flytur messu Sveins Lúðvíks Björnssonar. Dagskrá helg- arinnar í Skálholti Sigrún Sandra Ólafsdóttir: „Í mínum huga snerist þetta fyrsta ár gallerísins að miklu leyti um það hvernig því yrði tek- ið. Móttökurnar hafa verið gríð- arlega góðar. Ég er í góðum tengslum við aðrar liststofnanir og það var mikilvægt að svona ungt gallerí fengi að taka þátt í Listahátíð. Fyrsta árið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.