Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður BenÞorbjörnsson fæddist á Kirkjubóli í Höfnum 1. júní 1937. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 4. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Magnea Friðriksdóttir hús- móðir, f. 27.1. 1907, d. 10.11. 1993 og Þorbjörn Bene- diktsson útvegs- bóndi í Höfnum, f. 21.3. 1902, d. 26.12. 1985. Systkini Sigurðar voru Þor- gerður húsmóðir, f. 8.2. 1930, d. 8.9. 2004, og Friðrik Ben vélstjóri, f. 31.10. 1931, d. 24.4. 2008. Sigurður kvæntist 8.8. 1959 Maju Sigurgeirsdóttur versl- unarmanni, f. 12.7. 1938. For- eldrar hennar voru Sigurgeir Sig- urðsson sjómaður, f. 14.9. 1916, d. 10.9. 1997, og Ástrós Sigfinns- dóttir húsmóðir, f. 8.8. 1909, d. 7.6. 1971. Börn Sigurðar og Maju eru: 1) Eyjólfur Ben, f. 15.9. 1964, d. 5.10. 1985. 2) Ásta Ben, f. 7.6. 1967, gift Erlingi Bjarnasyni, f. 23.4. 1959. Börn þeirra eru María Ben, f. 8.11. 1988, og Eyjólfur Ben, f. 10.5. 1993. Dóttir Erlings er Stefanía Lórý, f. 6.11. 1980. Sigurður lærði vélvirkjun í Vél- smiðju Magnúsar Kristinssonar í Njarðvík 1956-1960. Hann varð meistari í vélvirkjun og starfaði sín fyrstu ár í Vélsmiðjunni Óðni í Keflavík. Síð- ustu 25 ár starfaði Sigurður hjá Olíufélaginu á Keflavíkurflugvelli. Sigurður var einn af stofnendum Björg- unarsveitarinnar Stakks og var virkur þátttakandi í björg- unarstörfum sveitarinnar fyrr á árum. Sigurður og Maja bjuggu fyrst á Vesturbraut 9 í Keflavík en byggðu sér síðan hús á Fax- abraut 80 í Keflavík, þar sem þau bjuggu frá 1969 til 2006. Það ár fluttu þau í Pósthússtræti 1 í Reykjanesbæ. Útför Sigurðar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri tengdapabbi, við fjölskyldan stöndum væng- brotin eftir að þú fórst frá okkur. Ekki átti ég von á því þegar við fór- um úr bústaðnum fyrir 3 vikum á spítalann að þú ættir svona stutt eft- ir. Það sem eftir stendur hjá okkur hjónum eru ótal góðar og skemmti- legar minningar um samverustundir okkar og einlægan vinskap. Þú varst okkur Ástu svo hjálplegur og góður, alltaf tilbúinn að hjálpa mér þó svo að þú hafir haft nóg að gera í þínum sumarbústað. Það er nákvæmlega þannig sem þú varst, alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öðrum. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum í sumarbústaðinn saman þeg- ar börnin voru yngri en svo fækkaði þeim þegar þau stækkuðu og byrj- uðu í skóla og íþróttum. Börnin okk- ar munu geyma allar góðu stundirn- ar sem þau áttu með þér enda þótti þeim mjög vænt um afa sinn. Alltaf varstu eitthvað að gera í sumarbú- staðnum í Skorradal, stækka hann og betrumbæta. Ýmis vandamál komu upp í gegnum tíðina svo sem þegar hitaveitan gaf sig og leiddi til vatnsskemmda en þú leist einfald- lega á þessi vandamál sem verkefni sem þurfti að leysa af hendi og gerðir það ávallt einstaklega vel eins og þín var von og vísa. Ykkur Maju fannst alltaf gaman að fara í Skorradalinn enda leið ykkur vel þar, þó svo að lið- in séu 27 ár síðan þú byrjaðir að byggja sumarbústaðinn ykkar. Ég man alltaf þegar lítill drengur sagði einu sinni við pabba sinn þegar hann sá Sigga Ben: „Er þetta mað- urinn í sumarbústaðnum sem er allt- af að smíða.“ Þegar ég hugsa um allar góðu stundirnar sem þú veittir mér og okkur, finnst mér eins og ég hafi misst besta vin minn. Þú varst mér góður tengdapabbi og kær vinur sem ég gat alltaf leitað til og treyst. Ég mun sakna þín sárt, kæri vinur og tengdapabbi. Ég veit að það verður vel takið á móti þér Siggi minn enda áttir þú marga góða vini og varst góður maður sem allir vildu eiga að og þekkja. Ég kveð þig nú, kæri tengdapabbi, með innilegu þakklæti fyrir allar góðu stundirnar. Blessuð sé minning þín. Þinn tengdasonur, Erlingur Bjarnason. Elsku afi, núna hefur þú yfirgefið heiminn. Þetta gerðist alltof hratt, elsku afi, og grunaði okkur ekki að þú myndir fara frá okkur svona snemma. Hver verður fyrstur til að hringja í okkur eftir leikina og hver verður fyrstur til mæta upp á flugvöll að sækja okk- ur? Þú varst alltaf að hugsa um okk- ur og varst alltaf svo ánægður með okkur. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín og okkur leið alltaf vel með þér því að þú varst alltaf svo hress og glaður. Bestu minningar okkar með þér eru þegar við fórum upp í Skorradal í sumarbústaðinn þinn og áttum góðar stundir með þér. Þú varst alltaf að vinna í sumarbústaðnum og heyrð- ust hamarshöggin snemma á morgn- ana. Þú kenndir okkur svo margt í lífinu að við erum mjög þakklát fyrir það, við vildum óska þess að árin hefðu verið fleiri. Þú hugsaðir alltaf um aðra áður en þú hugsaðir um sjálfan þig. Þú vildir alltaf að öllum liði vel í kringum þig. Við gátum allt- af leitað til þín þegar okkur vantaði hjálp með hvað sem er. Þú varst allt- af að bjóða okkur eitthvað með þér og þú vildir alltaf hafa okkur með þér. Amma sagði okkur að þú værir alltaf að tala um okkur og rifja upp sögur og atvik með okkur. Það verð- ur skrítið að hafa engan afa hjá okk- ur á aðfangadag, um áramótin, um páskana, á afmælisdaginn og uppi í sumarbústað. Þú ert besti afi sem hægt er að hugsa sér. Þú hefur alltaf verið fyrirmyndin okkar og munt alltaf vera. Núna vitum við að þú ert kominn til himna og ert hjá syni þín- um. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði, elsku afi. María Ben og Eyjólfur Ben. Það voru þung sporin er ég frétti af því, kæri vinur, að þú værir mikið veikur, en að ég skildi ekki fá tæki- færi að hitta þig aftur var mér mjög þungbært. Almættið vildi ekki að þú værir lengi veikur og gaf þér burt- fararleyfi strax, það ber að virða og eflaust er hann með skýringu á því eins og öllu, mig grunar hins vegar að það hafi vantað laginn mann í himnaríki. Okkar fyrstu kynni koma í Björg- unarsveitinni Stakkur þar sem að þú lagðir inn ríkulega af þínum visku- brunni, hvort sem var í vinnu eða í gleði og sögustundum til okkar hinna sem urðum þess aðnjótandi að vera félagar í þeim samhenta hópi sjálf- boðaliða sem vildu samfélaginu vel á raunarstundum. Útköllin voru mörg en útkallið í október 1985 var erfiðasta útkallið og missirinn mikill er sonur þinn og félagi okkar drukknaði á æfingu. Sú raunarstund sýndi svo ekki varð um villst hversu samfélagið okkar var samtaka um að koma Eyjólfi okkar aftur heim til ykkar Maju og hinztu hvílu. Megi endurfundir ykkar feðg- anna lýsa himinhvolfin af gleði. Í Vélsmiðjunni Óðni unnum við saman í 4 ár. Það voru okkur lærling- unum forréttindi að hafa þig og alla hina meistarana í vél og rennismíði til trausts og halds. Ekki hafði ég þessa náðargáfu frá Guði eins og þú og þið hinir að geta gert allt í hönd- unum, ég reyndi þó mitt besta og kláraði námið. Ég man þegar við sömdum um það í smiðjunni að ég mætti hlusta á Kanann í eina klukku- stund og svo yrði Gufan sett á í klukkustund og ef eitthvað útvarps- erindi var merkilegt þá varð að hlusta á það. Ef ég hafði hlustað eitt- hvað aðeins of mikið á Kanann kom eitthvert stykki yfirleitt fljúgandi í áttina til mín og ég varð að skipta. Kaffistofan var iðandi af sögum frá þér, Dodda, Ella, Brynjari, Höskuldi og Stjána. Þegar svo leiðir okkar skildu og þú fórst að vinna hjá pabba í Essó og ég á borpalli í Norðursjón- um hafði ég gaman af þeim sögum sem við sögðum frá er við hittumst á ný. Stundum voru þær svo hressandi að liðið lá í kringum okkur grenjandi af hlátri, stundum þurftum við að hvíla okkur til að byrja aftur. Einhverju sinni er ég kíkti við í Essó og vann þá í slökkviliðinu vor- um við í miðri sögustund þegar að það kom útkall og ég slökkti á stöð- inni til að klára að hlusta á söguna og þaut svo af stað og þú fékkst ekkasog af hlátri, ég gleymi þessu aldrei, heimurinn snerist um það að segja skemmtilega frá og hlusta af innlif- un. Þér var svo margt til lista lagt, segja sögur, smiður á járn og tré, gera upp bíla, vera hrókur alls fagn- aðar og stoð og stytta fjölskyldunn- ar. Essótrukkurinn J-44 og þú og Bóbó bróðir aðalnúmerið í hringferð- inni 1987 með fornbílaklúbbnum. Þið langflottastir í einkennisfatnaði og allt. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér í smiðjunni, fyrir frábæran félagsskap og sögu- stundir og manngæsku og vinarþel í yfir 30 ár, þín verður sárt saknað og rennibekkurinn sem þú gerðir svo fínan og ég á verður lagaður aftur og notaður, því er lofað hér og nú. Elsku Maja, Ásta, Elli og fjöl- skylda, Guð styrki ykkur í sorg ykk- ar, „bless you“ Siggi Ben. Tómas J. Knútsson. Siggi Ben, vinur okkar, kemur ekki oftar vestur og hjálpar okkur með ýmsar framkvæmdir. Svo ótrú- lega fljótt er hann fallinn fyrir skæð- um sjúkdómi. Við viljum með þess- um kveðjuorðum, þakka honum vináttu og hjálpsemi liðinna ára. Það var oft glatt á hjalla þegar þeir voru að vinna hér á Deildará saman, Garðar og Siggi, þeir höfðu alltaf margt að segja við hvorn ann- an. Sérstaklega er okkur minnis- stætt eitt fagurt sumarkvöld fyrir ári síðan, þegar þeir voru að setja nýjan vask í eldhúsið, vask sem minnir á vin okkar Sigga, í hvert sinn sem við vöskum hér upp. Við hugsum því oft til hans þessa daga og finnum hvað allt er fljótt að breytast. Við munum ekki eiga fleiri sam- verustundir í þessu lífi og ótrúlegt að við höfum ekki orðið vör við veikindi hans í fyrrasumar, nema þau sem hann hafði alltaf við að stríða á seinni árum. Við biðjum góðan Guð að vernda góðan vin. Innilega samúð vottum við þér elsku Maja, Ásta, Elli og börn. Megi góður Guð vernda ykkur og styrkja í sorg ykkar og söknuði. Garðar og Ásta. Ekki óraði okkur fyrir því þegar við kvöddum Sigga og Maju 7. júní sl. að þetta væri síðasta faðmlagið og kossinn sem við fengjum frá Sigga. Við hjónin vorum á leið í vikuferð til útlanda. Við kynntumst Sigga og Maju þegar við festum kaup á sumarbú- stað í Skorradal í byrjun árs 2001. Þar höfðu þau byggt sér sælureit, „Bensabæ“, fyrir tæpum 20 árum og vorum við svo heppin að eignast þessa frábæru nágranna. Þau tóku okkur ástfóstri, leiðbeindu okkur og hjálpuðu á allan hátt. Siggi var ávallt tilbúinn að aðstoða, hvort sem um bilaðan miðstöðvarofn var að ræða eða pallasmíði. Hann smíðaði t.d. fyrir okkur þær flottustu tröppur sem til voru í Skorradal eða það fannst okkur öllum og kallaði þær prinsessutröppurnar. Daglega var boðið í kaffi og heimabakað brauð og annað bakkelsi sem Maja töfraði fram. Siggi hafði alltaf nóg að gera í Bensabæ. Fyrir 6 árum flæddi heitt vatn og olli miklum skemmdum á bú- staðnum þeirra. Siggi bretti upp ermarnar og endurbyggði Bensabæ, breytti og bætti. Nú nýlega hafði hann lokið við að byggja sólstofu fyrir Maju sína eins og hann sagði alltaf. Margs er að minnast. Allar sam- verustundirnar í Skorradalnum, allir bíltúrarnir sem við fórum í, einnig lengri ferðir svo sem ferð okkar síð- astliðið sumar til Önnu og Hauks í Grunnavík. Það er tómlegt og hljóðlátt um að litast við Bensabæ eftir að Siggi var fluttur fárveikur á spítala og aðeins 3 vikur liðu þar til hann var allur. Við og fjölskylda okkar vottum Maju, Ástu, Ella, Maríu og Eyjólfi okkar innilegustu samúð. Megi minning hans lifa. Margrét Böðvarsdóttir og Sigurgeir Sveinbergsson. Kæri vinur og félagi, með mjög stuttum fyrirvara kvaddir þú okkur. Eftir sitjum við og rifjum upp minn- ingarnar um Sigga Ben, eins og þú varst ávallt kallaður. Alltaf svo hress og kátur, hrókur alls fagnaðar. Okkar kynni hafa staðið í hartnær 40 ár. Leiðir okkar lágu fyrst saman hjá Björgunarsveitinni Stakki, þegar þessi handlagni og reynslumikli járniðnaðarmaður kom til starfa við uppbyggingu bílaflota björgunar- sveitarinnar. Það var sama að hverju hann kom, vandvirkni, útsjónarsemi og áræðni voru hans aðalsmerki. Það voru forréttindi að fá að starfa með svona reynslubolta eins og Sigga Ben, hvort sem það var í bíla- deild björgunarsveitarinnar eða á ferðalögum. Siggi Ben naut þess að fara í óbyggðaferðir með félögum sínum í Björgunarsveitinni Stakki, ekki síst í vetrarferðir. Oftast var farið í Þórs- mörk þar sem ferðir voru oft ansi erfiðar og bilanatíðni mikil enda bíla- flotinn gamlir hertrukkar af gerðinni Dodge Weapon. Þá kom þekking hans og reynsla sér oft vel. Í yfir 25 ár vorum við bræður vinnufélagar hans hjá Esso á Kefla- víkurflugvelli. Hann starfaði þar við bílaviðgerðir og nýsmíði, enda snill- ingur í höndunum. Hann hannaði og smíðaði ýmsan búnað sem létti störf við flugeldsneytisafgreiðslu, og oft vakti nýsmíði hans athygli erlendra eftirlitsmanna sem komu með reglu- legu millibili. Eitt af verkefnum hans hjá Esso var að endurbyggja gamlan GMC- tankbíl sem fara átti hringferð um landið með Fornbílaklúbbi Íslands. Það tókst að klára verkefnið á til- settum tíma og var Siggi Ben feng- inn til að fara með til öryggis ef eitt- hvað skildi bila. Tankbílinn gekk vandræðalaust en Siggi gat miðlað af reynslu sinni og aðstoðað samferð- armenn sína. Starfsmenn Esso voru samheldinn hópur og þar undi Siggi Ben hag sín- um vel. Hann var ákaflega greiðvik- inn og hjálpsamur félagi. Það var sama hvað bjátaði á hjá okkur vinnu- félögunum, alltaf gat hann gefið sér tíma og liðsinnt okkur. Helsta áhugamál hans var sælu- reitur þeirra hjóna við Skorradals- vatn. Þar byggðu þau sér sumarhús þar sem allt handbragð bar vott um þá vandvirkni sem honum einum var lagið. Nú kveðjum við félaga okkar og samferðamann og vottum Maju og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Vilhjálmur og Rúnar Ragnarssynir. Sigurður Ben Þorbjörnsson Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar ✝ Elskulegur sonur minn, bróðir, faðir, afi og hjartkær vinur, BJÖRN JÓNSSON, lést fimmtudaginn 26. júní. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Katrín S. Karlsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og systir, NÍNA Á. PÉTURSDÓTTIR ANDREWS, lést á heimili sínu í Chicago mánudaginn 7. júlí eftir baráttu við krabbamein. Stephen J. Andrews, Diane E. Andrews, Cathy L. Andrews, John W. Andrews, Hulda E. Pétursdóttir, Ellert H. Pétursson, Guðmundur Pétursson, Haraldur Hafsteinn Pétursson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.