Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 19 MINNINGAR ✝ Karólína Aðal-björg Jakobs- dóttir fæddist á Skinnastað í Öx- arfirði hinn 23. júlí 1918. Hún lést á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Jónsdóttir frá Vind- belg í Mývatnssveit og Jakob Sigurðs- son frá Hólsseli á Hólsfjöllum. Systk- ini Karólínu voru Sigurður, f. 5.7. 1909, og Margrét, f. 28.9. 1913, bæði látin. Karólína ólst upp á Skinnastað til 9 ára aldurs er fjölskyldan flutti til Kollavíkur í Þistilfirði. Karólína giftist hinn 23. júlí 1949 Katli Björgvinssyni frá Borgum í Þistilfirði, f. 22. apríl 1909, d. 14. maí 1993. Þau stund- uðu búskap í Kollavík í áratugi, fyrst með foreldrum hennar og síðar með börnum sínum. Karól- ína bjó áfram í Kollavík eftir lát Ketils þar til fyrir fáeinum árum að hún flutti á dval- arheimilið Naust. Börn Karólínu og Ketils eru: 1) Krist- jana Vilborg, f. 15.11.1948, maki Skarphéðinn J. Ol- geirsson, búsett á Húsavík. Börn þeirra eru Karól- ína, Róbert Ragnar, Katla Sóley og Jóna Rún. Barnabörnin eru fimm. 2) Jak- obína Björg, f. 26.7. 1955, sam- býlismaður Hreinn Geirsson, bú- sett í Kollavík. Þau eiga einn son, Hólmgeir Rúnar og eitt barna- barn. 3) Jón, f. 21.2. 1958, sam- býliskona Jakobína S. Guðmunds- dóttir, búsett á Raufarhöfn. Börn þeirra eru Guðmundur Úlfar, Sædís Jana og Bergþóra Björg. Barnabörnin eru tvö. Útför Karólínu Aðalbjargar fer fram frá Svalbarðskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast með örfáum orðum ömmu Línu úr Kollavík, sem kvaddi þennan heim nýverið. Hjartahlýja ömmu var mikil og oft var hún búin að hugga okkur barna- börnin þegar eitthvað bjátaði á og svo ekki sé nú talað um þegar við komum inn í eldhúsið hennar með kaldar hendur og fætur, þá var hún fljót að nudda í okkur hita og gefa okkur matarbita. Í æsku þegar við Lína systir fengum að vera uppi í hjá ömmu og afa og amma las fyrir okkur svo hátt og skýrt að öll sveitin hefði getað hlustað og aldrei var hætt fyrr en bókin datt ofan á stóru lesgler- augun þín, við Lína þá oftast löngu sofnuð. Að fá að vaka með þér í sauð- burði og sjá hversu vel þú fórst að skepnunum var alveg einstakt, sýnd- ir mikla nærgætni og talaðir til þeirra og alltaf var þessi ró yfir öllu. En þeg- ar í eldhúsið var komið þá gekk nú oft meira á og þar varst þú í essinu þínu enda kannski 10–15 manns sem biðu við borðið nokkrum sinnum á dag meðan annir voru og það tók þig ekki nema nokkur andartök að drekk- hlaða borðið af heimatilbúnum kræs- ingum. Þegar gesti bar að garði í Kollavík var ekkert til sparað og amma hristi fram úr búrinu hnallþór- ur miklar, nýreyktan silung, kleinur, ástarpunga og niðurskornar tertur og hvað þetta góðgæti heitir nú allt saman, en enginn skyldi fara svangur úr Kollavík og eru þessi gildi enn í há- vegum höfð á þeim bænum. Maður gat farið að veiða niður í á á sumrin og oft var góð veiði, en alltaf þegar amma sá aflann var hún svo hissa, hvernig maður eiginlega færi að þessu alveg sama hvort aflinn var tvær eða 20 bleikjur og svo var gert að aflanum og hann eldaður alveg glænýr. Þú varst mikill snillingur í reykkof- anum í Kollavík og skipti einu hvort kjöt eða fiskur væri í reyk, enda voru vinnubrögðin þekkt víða um land líkt og enn í dag eftir að Jón og Bogga tóku við af þér. Amma var mikil hannyrðakona og gaf hún okkur barnabörnunum ófá prjónuð vettlinga- og sokkapörin sem við gatslitum svo við skíðaiðkun eða aðra útiveru, en handbragð ömmu var afar fallegt og vandað allt fram á síðustu ár. Ég veit þú varst fegin að fá loks hvíldina og afi á eftir að taka vel á móti þér og þá getið þið byrjað að rökræða um allt og ekkert og brosað bæði út í annað. Róbert Ragnar Skarphéð- insson og fjölskylda. Í dag kveð ég ömmu Línu sem hefði orðið níræð núna í þessum mán- uði. Hún var orðin ansi lasin sína síð- ustu daga. Ég, mamma og pabbi fór- um að hitta ömmu á dvalarheimilið á Þórshöfn hinn 17. júní og þá fann ég þegar ég hélt í höndina á henni að þetta yrði í síðasta skipti sem ég sæi hana á lífi. Sem varð svo raunin, því hinn 27. júní fengum við þær fregnir til Noregs, þar sem við vorum stödd, að amma væri látin. Það var svolítið skrýtið að vera ekki heima á Íslandi þegar amma dó. Margar á ég nú samt minningarnar um það sem við amma gerðum saman og ekki síst alla spila- mennskuna. En við tókum alltaf upp spilin þegar amma kom og dvaldist hjá okkur á sumrin. Og það lifnaði heldur betur yfir ömmu gömlu þegar Ásthildur vinkona mín kom í heim- sókn og fór að spila við okkur. Amma var mikil handavinnukona og oft sátum við saman við hannyrðir eða bara spjölluðum og horfðum á Leiðarljós. Þegar ég kom heim frá Ítalíu 2006 frá því að hafa verið að keppa þar, var haldið af stað á Naust- ið til að sýna ömmu gullverðlaunin mín. Hún hafði óskaplega gaman að þessari heimsókn og samgladdist mér innilega eins og hún gerði alltaf þegar vel gekk. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (G.J. frá Brautarholti) Takk fyrir allt elsku amma mín, nú ertu farin til afa og guð veri með ykk- ur. Þín dótturdóttir Jóna Rún. Karólína Aðalbjörg Jakobsdóttir Elsku pabbi minn, ég verð að fá að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég átti með þér. Þú varst ótrúlega góður pabbi og við söknum þín rosalega mikið, elsku hjartað mitt. Þú varst alltaf heiðar- legur og það var alltaf gott að tala við þig, sama hvernig stóð á. Þú varst al- veg ótrúlegur faðir, þú varst svo mikil fyrirmynd okkar. Við eigum svo mikið af góðum og skemmtileg- um minningum saman. Ég veit ekki hvernig ég get þakkað þér fyrir allt sem þú ert búinn að gera fyrir mig og hjálpa mér í gegnum ævina. Þú varst minn klettur, alltaf stóðstu við Halldór Þórðarson ✝ Halldór Svein-björn Þórðarson fæddist í Fagra- hvammi í Garði 17. september 1941. Hann lést aðfara- nótt 1. júlí 2007 og var útför hans gerð frá Keflavík- urkirkju 10. júlí. bakið á mér og fjöl- skyldunni. Takk fyrir yndis- lega tíma, pabbi minn. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Þín dóttir Sveinbjörg. Elsku afi, ég átti yndislega stundir með þér. Þú varst minn besti afi. Við brölluð- um ýmislegt saman á góðum stundum. Ég, þú og amma fórum oft saman í Reykjavík og skemmtum okkur rosalega vel. Ég trúi ekki ennþá að afi á Kross- holti sé farinn. Afi er duglegast mað- ur sem ég hef þekkt, vann mikið og hafði gaman að því. Afi var líka rosalega góður við alla og þótti ofboðslega vænt um fjöl- skyldu sína. Svo hefur afi átt nokkra báta í gegnum ævina sem hafa alltaf heitið Freyja og er ég skírð í höfuð á bátn- um hans (Guðrún Freyja) enda þykir mér rosalega vænt um nafnið mitt. Afi var alltaf rosalega fínn til fara og mjög skynsamur maður. Ég man eft- ir seinustu Reykjarvíkurferðinni minni með afa. Hún var ótrúleg ef ég hugsa til baka þá er eins og hann hafi verið að kveðja mig. Ég man vel eftir því þegar við vorum komin heim og ég var að kveðja, hann kyssti mig á kinnina og sagði: Rosalega var gam- an að hafa þig með í Reykjavík, mér þykir rosalega vænt um þig, mundu það. Mér fannst þetta pínu skrítið því afi hafði aldrei sagt neitt svona eftir Reykjavíkurferð, þó að ég vissi auðvitað að afa þótti alltaf vænt um mig og fjölskylduna sína. Ég man það seinasta sem ég sagði við hann, það var takk fyrir mig. Það er ótrú- lega erfitt að hugsa svona til baka um þetta. En ég átti ótrúlega góðar stundir með afa, var oft með honum og að hjálpa honum sem mér þótti rosalega gaman, oft spurði ég mömmu hvort ég mætti fara heim til afa og ömmu bara vegna þess að mér fannst svo gaman með þeim, afi var alltaf hress og skemmtilegur. Ég er ákaflega þakklát fyrir hvað ég fékk að vera með afa mikið, en auðvitað myndi ég vilja að þær stundir sem ég fékk með honum væru miklu fleiri. Ég verð líka að segja hvað amma er búin að standa sig vel, ótrúlega dugleg og hún hjálp- aði afa rosalega mikið eftir að hann missti aðra höndina. Mamma og amma eru líka búnar að vera dugleg- ar að hugsa um leiðið hans afa enda er það mjög fallegt. Ég á ofsalega mikið af minningum með afa sem mér þykir rosalega vænt um. Blessuð sé minning hans. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Freyja. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist. Minningargreinar Nú er ástkær amma mín fallin frá og hún skilur eftir sig góðar minningar í huga mér. Amma var óeigingjörn kona og það var alltaf efst í hennar huga að hugsa um börnin sín, barna- börn og fjölskyldu enda má segja að hún hafi verið miðpunkturinn í allri stórfjölskyldunni alla sína ævi. Ég var fyrsta barnabarn ömmu og afa en þau léku stórt hlutverk í mínu lífi alveg frá því ég var ungbarn. Ætli ég hafi ekki á einhvern hátt með árun- um verið hvort tveggja í hlutverki barnabarns þeirra og í hlutverki Kjartans sonar þeirra (og föður míns) en hann dó ungur að aldri. Ég man eftir því að þegar ég var á heim- ili ömmu og afa og var kominn á ung- lingsárin þá tók vinafólk ömmu mig oft fyrir Kjartan föður minn og við amma vorum ekkert alltaf að hafa fyrir því að leiðrétta það, enda var þegjandi samkomulag um að það væri í lagi að rugla okkur saman. Ég veit að það gladdi ömmu mína mikið þegar ég eignaðist Kjartan son minn og að hann skyldi bera nafn föður míns. Þar með var aftur í lagi að kalla barnið á heimilinu Kjartan. Rétt áður en móðir mín dó fyrir skömmu átti ég við hana gott spjall um uppvaxtarár mín og þá sérstak- lega þau ár sem ég man ekki mikið eftir sjálfur. Þar sagði móðir mín mér margar skemmtilegar sögur af því hvað amma og afi höfðu verið henni mikil stoð og stytta í lífinu eftir að Kjartan eiginmaður hennar féll frá. Mamma sagði mér frá því hvern- ig amma hefði hvatt hana til að klára skólagöngu sína þó svo að hún sæi ofsjónum yfir því á þeim tíma hvern- ig það ætti að vera hægt. Amma og Jónína Halldórsdóttir ✝ Jónína Halldórs-dóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. júní síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Bústaðakirkju 8. júlí. afi aðstoðuðu við að sækja mig á leikskól- ann og á einhverjum tímapunkti ákváðu amma og afi að gefa móður minni bíl til að hún kæmist yfir allt sem gera þurfti á hverjum degi. Ég veit að öll þessi umhyggja og hjálp gladdi hjarta móður minnar allt fram á síðasta dag enda voru þessi fyrstu ár eftir fráfall föður míns erfið öllum. Amma var mikil húsmóðir og góð- ur leiðbeinandi í uppeldi. Ég varði miklum tíma með ömmu frá því ég var lítill og ólst upp að hluta til hjá henni og afa. Amma kenndi mér að vinna með sér og ég hjálpaði henni í garðinum og svo í Apakoti alveg frá því að ég gat gengið. Amma vissi líka alltaf hvernig átti að fá mig til að ræða málin við sig og það var ósjald- an að ég og amma sátum við eldhús- borðið og spjölluðum og spiluðum á spil. Ég held að þær stundir hafi gef- ið okkur báðum mikið en ég tel að það hafi á margan hátt mótað mig hvað um var rætt og hvað mér var kennt þarna við eldhúsborðið. Eft- irminnilegustu samverustundir mín- ar með ömmu og afa voru þó í Apa- koti. Þar var gaman að koma og fyrir mér var það einn ævintýraheimur. Allt frá því að fara í siglingu á vatn- inu og til þess að klifra upp í efri koj- una í bústaðnum var ævintýri. Í Apa- koti var líka oft mikið af gestum hjá ömmu og þar kynntist ég mörgum af bestu vinum þeirra á allt annan hátt en hægt væri að gera í bænum. Ég veit að það verður erfitt fyrir hvern sem er að taka við hlutverki ömmu í fjölskyldunni þar sem hún lék hlut- verk fyrirliða en ég veit líka að hún skilur eftir sig mikið af skemmtileg- um minningum sem munu hlýja okk- ur í framtíðinni. Með söknuði þakka ég ömmu minni allt sem hún hefur gefið mér á sinni lífsleið og kveð hana í hinsta sinn. Þórir Kjartansson. Elsku afi Hilmar, við bræðurnir kveðj- um þig með söknuði, en hlýjum okkur við allar góðu minningarnar og sam- verustundirnar sem við áttum sam- an með þér. Við vitum að amma Sísí tekur vel á móti þér og þér líður bet- ur núna. Við kveðjum þig nú og þökkum fyrir að hafa átt þig fyrir afa. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mætti. (Höf. ók.) Megi góður Guð geyma minningu þína elsku afi. Þínir sonarsynir, Ragnar og Daði Björnssynir. Sit uppi í Skorradalnum og rita þessi orð, til að minnast afa míns Hilmars Þórs Björnssonar sem dó þann 28. júlí. Afa þótti vænt um Hilmar Þór Björnsson ✝ Hilmar ÞórBjörnsson fædd- ist á Ísafirði 1. apríl 1929. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 28. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 8. júlí. Skorradalinn og fóru þau amma, alnafna mín mikið þangað í bú- staðinn þeirra. Amma dó þó fyrir 10 árum síðan og má segja að afi hafi misst mikið þá. Þau hafa loksins feng- ið að sameinast að nýju. Ég minnist afa míns sem afar merks manns sem lagði mik- ið til samfélagsins í gegnum Oddfellow- félagið. Afi var með hjarta úr gulli, vildi öllum vel og átti fjölskyldan sérstakan stað í hjarta hans. Hann var mjög stoltur af af- komendum sínum sem eru alls 18, börn, barnabörn og barnabarna- börn. Synir hans höfðu svo einstakt lag á föður sínum, en hann átti það til að vera fremur þrjóskur. Það kom greinilega í ljós í baráttu hans við krabbameinið. Hann bar sig svo vel, lét oft ekki vita af vanlíðan sinni og hélt virðingu sinni alveg fram á síð- ustu stundu. Gott að hann þarf ekki að þjást lengur en hans verður sakn- að og minnst af hlýhug. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (H. Pétursson.) Kveðja, Sigurveig Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.