Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FYRIRHUGAÐAR breytingar á styrkjum og toll- um í landbúnaði aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar (WTO), sem 152 ríki eiga aðild að, munu hafa umtalsverð áhrif á íslenskan matvörumarkað og aukið magn erlendra matvara leiðir til verðþrýst- ings á innlendar matvörur. Þetta er mat sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við um samningsdrög landbúnaðarþáttarins í Doha-viðræðum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sem ýtt var úr vör í Doha, Katar, í nóvember 2001. Drögin, sem tekin voru til umræðu á fundi rík- isstjórnarinnar í vikunni, eru langt komin og allt út- lit fyrir að ráðherrar stærstu aðildarríkja stofnun- arinnar taki þau til meðferðar 21. júlí nk. Meðal þess sem þar er lagt til er að heimildir til framleiðsluhvetjandi innanlandsstuðnings til land- vörur „viðkvæmar“, með staðbundnum rökum í að- ildarríkjum WTO sem munu geta valið milli þriggja kosta í þeim efnum. Í fyrsta lagi að lækka tollbindingu um einn þriðja af almennu lækkuninni (66-75%) gegn því að veita aukinn markaðsaðgang fyrir sömu vöru um sem samvarar 4-6% af meðalneyslu innanlands eins og hún var árin 2004 til 2006. Í öðru lagi að lækka tollbindinguna um helming af almennu lækkuninni með útgáfu nýs 3,5-5,5% kvóta og í þriðja lagi að heimila lækkun tvo þriðju hluta al- mennu lækkunarinnar og 3-5% tollkvóta. Rætt hefur verið um setja þak á tollbindingu og að miðað verði við 100% eftir almennu lækkunina, hver útfærslan verður á eftir að skýrast. Það á einnig eftir að koma í ljós í hvaða tilvikum íslensk stjórnvöld taka ákvörðun um að heimila al- menna 66 til 75% lækkun tollbindinga á tilteknum vörum, ellegar að fara þá leið að skilgreina vörur sem viðkvæmar, í staðinn fyrir að greiða fyrir aukn- um innflutningi í hluta tilvika. Þá þýðir sú staðreynd að sökum þess að heimild til tollbindinga er ekki fullnýtt í mörgum tilvikum að almenna lækkunin, um 66 til 75%, þarf ekki að leiða til raunlækkunar á matvöruverðinu „við kassann“. búnaðar muni lækka um 52,5% (á við um Ísland og öll önnur aðildarríki WTO, að Japan, Bandaríkj- unum og ríkjum Evrópusambandsins, ESB, frá- töldum, en þeim verður gert að ganga lengra) og að í tilviki Íslands muni tollbindingar lækka um 66 til 75%. Þýða þessi hlutföll að íslenskum stjórnvöldum verður gert að draga úr beinum stuðningi við land- búnað, að því gefnu að ekki verði farnar hjáleiðir og greiðslum breytt í stuðning sem hefur minni mark- aðsáhrif, líkt og gert hefur verið innan ESB. Enn er of snemmt að segja til um hver áhrif breytinganna verða að teknu tilliti til fríverslunar- samnings aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og tvíhliða samnings Íslands og ESB. Heimildir til undanþága auka óvissuna Fyrir hendi er flókið regluverk tolla með land- búnaðarvörur og er það til að auka óvissuna um áhrif breytinganna á raunverð matvara enn frekar að Ísland, ásamt Noregi og Sviss, hefur heimild til undanþága, með því að skilgreina til viðbótar 2% vara sinna sem viðkvæmar, umfram það 4-6% svig- rúm sem önnur aðildarríki WTO hafa. Undanþágurnar fela í sér heimild til að skilgreina Mun þrýsta á um verðlækkanir  Samningsdrög Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Doha-viðræðunum um landbúnaðarvörur á lokastigi  Breytingarnar munu leiða til aukinnar samkeppni íslenskra landbúnaðarafurða við erlendar matvörur Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „AUÐVITAÐ ná ekki báðir aðilar öllu sínu fram í samningaviðræðum en við vorum með þetta verkefni sem við urðum að landa og það gerð- um við,“ segir Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, en nýir kjara- samningar félagsins og samninga- nefndar ríkisins (SNR) voru und- irritaðir á ellefta tímanum í gærkvöldi. Yfirvofandi yfirvinnu- banni var því aflýst en það hefði annars hafist kl. 16 í dag. Veruleg hækkun á daglaunum „Við lögðum allt í það að halda áfram og jafnvel þótt maður sé mis- ánægður með hlutina þá töluðum við okkur í gegnum þá og komumst að ágætu samkomulagi sem ég held að báðir aðilar geti verið mjög sáttir við.“ Samkomulagið verður birt í heild sinni á vef hjúkrunarfræðinga í dag en að sögn Elsu náðist fram það meginmarkmið að menntun og dagvinna hjúkrunarfræðinga verði metin að verðleikum svo vægi yf- irvinnu minnki. „Við náðum veru- legri hækkun á dagvinnulaunum, semjum um grunninn 20.300 kr. á töflum en náðum síðan til viðbótar verulegri prósentuhækkun á töfl- una.“ Að öðru leyti felast í samningun- um þrjár meginbreytingar og taka þær til lækkunar yfirvinnuprósentu, breytinga á vaktaskrá og breytinga á réttindum hjúkrunarfræðinga 55 ára og eldri. „Ég held að við getum verið mjög ánægð með þetta, búin að leggja í þetta vit og strit og nú er- um við að uppskera eins og við sáð- um,“ segir Elsa. Nú tekur við kynn- ingarstarf fyrir félagsmenn og undirbúningur atkvæðagreiðslu, sem mun fara fram rafrænt líkt og þegar kosið var um yfirvinnubannið í júní. Búist er við að kosningum verði lokið fyrir 20. júlí. „Þá ætti að liggja fyrir hvort félagsmenn muni samþykkja, sem ég vona sannarlega og trúi ekki öðru,“ segir Elsa. Indælt stríð en stríð þó Gunnar Björnsson, formaður SNR, segir mikinn létti að samn- ingar hafi náðst í tíma fyrir yfir- vinnubannið og það sé ekki síst að þakka samninganefnd hjúkrunar- fræðinga. „Ég held að það megi þakka þeim fyrir að þetta náðist fyr- ir bannið, því þau lögðu sitt af mörk- um til að þetta yrði uppbyggileg um- ræða.“ Hann segir báða aðila geta vel við unað en nú sé gott að þessu sé lokið. Og þegar Elsa skýtur því glettilega inn að þetta hafi verið „in- dælt stríð“ bætir hann við, „en stríð þó“. Veruleg hækkun á dag- launum í samningunum HLAUP er hafið úr Grænalóni við Skeiðarárjökul skv. upplýsingum frá Vatnamælingum Orkustofnunar og Veðurstofu Íslands. Samkvæmt sjónarvotti sem staddur var á brúnni yfir ána Súlu í gær var áin mórauð. Að sögn lögreglumanns á Hvols- velli stafaði fólki ekki hætta af hlaup- inu í gærkvöldi, ekki þurfti að loka vegum eða bregðast við á annan hátt en að hafa eftirlit með því. Hins veg- ar var leiðin inn í Núpsstaðarskóg lokuð. Síðast hljóp úr Grænalóni árið 2005, en það gerist á nokkurra ára fresti og stendur að jafnaði í þrjá til fimm daga. Algengt er að rennsli í þessum hlaupum nái 2.000 rúmmetr- um á sekúndu. Súla sameinast Núpsá í Núpsvötnum. Eins og er sameinast árnar niður undir brú á hringveginum. Í hlaupum getur far- vegur Súlu breyst og hún sameinast Núpsá mun ofar en hún gerir nú. onundur@mbl.is Hlaup úr Grænalóni hættulaust ÚTIVINNA er dásamleg í brakandi sumarblíðunni þessa dagana, ekki síst þegar hægt er að kasta frá sér hrífum eða skóflum og kæla sig niður eftir mesta púlið eins og þessir krakkar úr Vinnuskóla Reykjavíkur gerðu í Elliðavatni í gær. Að vísu fannst þeim vatnið heldur kalt en þá má alltaf vinna sér til hita aftur. Í dag er sumarhátíð vinnuskólakrakka sem munu flykkjast á Klambratúnið klukkan 11 og gera sér glaðan dag. Hádegispása í Elliðavatni Morgunblaðið/G.Rúnar Nái breytingar fram að ganga Dregið verður úr ríkisstyrkjum Heimildir til framleiðsluhvetjandi innanlandsstuðnings lækka um 52,5% Fjölgar skörðum í tollmúrinn Tollbindingar á helstu land- búnaðarvörum Íslands lækka um 66-75%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.