Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SENNILEGA telur meirihluti kjósenda Ís- lendinga hafa staðið sig með viðunandi hætti við að axla ábyrgð á flótta- mönnum frá átaka- svæðum undanfarna áratugi. Hingað hafa komið skipulagðir hóp- ar frá nokkrum löndum og ekki annað að sjá en að flestum hafi vegnað vel, hér eða í næsta bú- setulandi. Eigum við ekki að segja að með því hafi tekist að gera líf margra bærilegt og að mörgum börnum hafi um leið tekist að búa sér bjarta framtíð? Þegar kemur að ým- iss konar hælisleit- endum og fólki sem hingað kemur í leit að öruggri höfn er annað uppi á teningnum. Nán- ast undan- tekningarlaust er þeim vísað til komulandsins samkvæmt alþjóða- samkomulagi sem heimilar slíkt en skyld- ar ekki. Sumir bíða ár- um saman eftir brott- vísunni og „hafa víst ósköp lítið við að vera“ ef trúa má orðum um- sjónarfólks í Reykja- nesbæ þar sem „svona fólk“ er vistað. Síðasta dæmið af þessu tagi er öllum kunnugt og gildir einu, nú eins og áður, hvað karlar, konur eða börn hafa sér til mann- úðarmálsbóta. Reglur og heimildir eru nýttar út í ystu æsar. Um leið vita allir sem vita vilja að fólk flýr ekki heima- land sitt allslaust fyrr en fokið er í flest skjól. Allir vita líka hvað orðið mannúð merkir. Margir hafa látið í sér heyra vegna máls Pauls Ramses og fjölskyldu hans og er engu við þau orð að bæta. Í staðinn ætla ég að biðja íslenska stjórn- málamenn, einkum þá sem nú halda um stjórnartaumanna, að svara vin- samlegast eftirfarandi spurningum: 1. Er það mörkuð stefna að sem allra fæstir eða helst engir hælisleit- endur fá skjól á Íslandi? (ég er ekki að biðja um útskýringar á lögum og reglum heldur á pólitískri afstöðu til málefnisins). Ef svo er, af hverju? Ef svo er ekki, af hverju? 2. Hvaða rök eru fyrir því að hæl- isleitendur fá almennt þá meðferð sem virðist gilda á Íslandi? (ég er ekki að biðja um tilvísanir í lög og reglur heldur pólitísk og siðferðileg rök). 3. Hver er munur á flóttamönnum, t.d. frá Kosovo, og stjórnmálamönn- um sem ekki treysta sér til þess að finna örugga framtíð í ríki þar sem stjórnmálabarátta er blóðug? 4. Hvernig hyggjast stjórnvöld axla þá heimsábyrgð sem kallar á að- stoð við milljónir flóttamanna, um- fram aðstoð við flóttamenn í öðrum löndum og komur skipulagðra flótta- mannahópa til Íslands? Stundum er sagt að stjórnmál séu málefni fjöldans og svo er vissulega en hin hliðin er jafn-augljós: Stjórn- mál kristallast í vegferð einstaklinga, jafnt þolenda stjórnmálanna sem þátttakendanna og ekki hvað síst ein- stakra stjórnmálamanna. Stjórnmál kristallast í einstaklingum Ari Trausti Guðmundsson leggur spurningar fyrir stjórn- málamenn Ari Trausti Guðmundsson »Nánast und- antekning- arlaust er hælis- leitendum vísað til komulandsins samkvæmt al- þjóðasam- komulagi sem heimilar slíkt en skyldar ekki. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. ÉG fór og heimsótti vin minn Steingrím Hermannsson á 80 ára afmæli hans þar sem fram fór málþing um starfsferil hans. Þetta var mjög skemmtilegt afmæl- ismót. Málþingið hófst með því að formaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, flutti opnunarræðu um Steingrím og konu hans Eddu og tildrög að samkomunni. Mælt- ist Guðna mjög vel að vanda. Hann tilnefndi Guðmund son Stein- gríms til að stjórna samkomunni sem Guð- mundur gerði með prýði. Helga Jónsdóttir flutti mjög góða ræðu um kynni hennar af Steingrími í langri samvinnu þeirra en hún var aðstoðarmaður Steingríms í mörg ár. Hún minntist á þátt Stein- gríms í leiðtogafundi og setu hans á þingi Sameinuðu þjóðanna þar sem rætt var um Barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna. Þar fluttu tveir ræður sínar blaðalaust, Steingrímur og járnfrúin frá Bretlandi og báru ræð- ur þeirra af. Sérstaklega athygliverð fannst mér ræða Birgis Guðmundssonar stjórnmálafræðings frá Akureyri þar sem hann ræddi um persónuna Steingrím, sem mann sem náði mönnum og flokkum til samstarfs um menn og málefni. Var málflutn- ingur hans mjög upplýsandi. Hann ræddi einnig um þátt hans í þjóðar- sátt og þau vinnubrögð er þar voru viðhöfð og voru einkennandi fyrir Steingrím. Júlíus Sólnes flutti ágæta ræðu um þátt Steingríms í stofnun Um- hverfisráðuneytisins og sagði að það ráðuneyti hefði ekki verið stofnað ef Steingríms hefði ekki notið við. Hann ræddi einnig um umhverf- ismál yfirleitt og framþróun þeirra og var ræða hans mjög fræðandi. Á milli atriða söng Karlakórinn Fóstbræður og tókst þeim vel upp að vanda. Að lokum tók Steingrímur til máls og þakkaði gestum fyr- ir komuna og gott mál- þing. Guðni flutti síðan ræðu og bauð mönnum upp á kaffi og létta drykki. Hann þakkaði mönnum fyrir komuna og þeim sérstaklega sem mest höfðu unnið að því að gera mál- þingið að veruleika. Síðan var afhjúpað málverk af Steingrími sem kona hans Edda gerði að beiðni Guðna. Hann þakkaði Guð- mundi sérstaklega og sagði við hann sem var Guðna líkt: „Mundu það, Guðmundur, að hver vegur að heiman er vegurinn heim“. Var þeim orðum vel tekið. Sleit hann síðan mál- þinginu. Fyrir afmælið skrif- uðu formenn stjórn- málaflokka vinsam- legar afmælisgreinar um Steingrím og hældu honum fyrir hans þátt í að koma á þjóðarsátt- inni. Staksteinahöf- undur Morgunblaðsins var ekki ánægður með þau skrif og taldi að Guðmundur jaki og Einar Oddur hefðu átt mestan þátt í því samkomulagi og þáttur Steingríms væri þar ofmetinn. Agnes Bragadóttir skrifaði síðan grein um ábyrgð fjölmiðla er hún nefndi „Sagan sögð“ og tók þar und- ir málflutning Staksteina. Þar segir: „Blaðamenn og frétta- menn setur alls ekki niður við að leiðrétta það sem þeir hafa farið rangt með. Þeir gerðu það í góðri trú, en þegar þeir komast að „hinu sanna“ og sannleikurinn er á skjön við þá frásögn sem blaðamaðurinn hefur látið frá sér fara, þá á hann að- eins einn leik í stöðunni, að leiðrétta frásögn sína og biðjast afsökunnar“. Nú geri ég ráð fyrir að Agnes hafi að athuguðu máli aftur lesið frásögn Steingríms í ævisögu hans um tilurð þjóðarsáttar og komist að „hinu sanna“ í málinu. Við lesendur Morg- unblaðsins og þátttakendur í mál- þingi um Steingrím bíðum því eftir leiðréttingu eða afsökunarbeiðni frá hinum virta blaðamanni Agnesi Bragadóttur svo hún sé sjálfri sér samkvæm. Steingrímur átt- ræður, Staksteinar og þjóðarsáttin Gunnar Sveinsson skrifar um afmæli Steingríms Hermannssonar, þjóðarsátt o.fl. Gunnar Sveinsson » Við lesendur Morg- unblaðsins og þátttakendur í málþingi um Steingrím bíð- um því eftir leið- réttingu eða af- sökunarbeiðin frá hinum virta blaðamanni Agnesi Braga- dóttur Höfundur er fv. kaupfélagsstjóri í Keflavík. EINHVERN TÍMA í kreppunni fyrir miðja seinustu öld fékk lítið þorp úti á landi kart- öfluútsæði og girðing- arefni úthlutað frá hinu opinbera til að milda áhrif erfiðs árferðis til lands og sjávar. Ná- grannar þeirra sökuðu þá um að hafa étið út- sæðið og brennt staurana og því hafi langtímaávinningur gjafanna orðið enginn og neyðin enn verri eftir en áður. Ekki fullyrði ég neitt um sann- leik ofangreindrar sögu en hins vegar dettur mér hún æ oftar í hug þegar hlustað er á stóriðju- og virkjana- áform stjórnvalda. Ég tel að áform um virkjun auðlinda landsins til þess eins að byggja upp stóriðju eða aðra orkufreka erlenda atvinnustarfsemi hér- lendis sé gríðarleg tímaskekkja sem lýsi fyrst og fremst græðgi sem gagnist einungis fáum aðilum til skamm- tímagróða. Með þessu séum við í raun að éta útsæðið og brenna staurana. Það er öllum ljóst að orkuverð í heiminum á ekki eftir að lækka, aðeins að hækka. Þessi stað- reynd kallar á algjöra umbreytingu í orkubúskap þjóðarinnar. Samgöngu- tækin, fiskiskipa- og kaupskipaflot- inn þarfnast nýrra orkugjafa eins fljótt og kostur er. Til þess að mæta þessari kröfu þurfum við Íslendingar að margfalda þá fjármuni sem lagðir eru í orkurannsóknir í því skyni að verða sjálfum okkur nógir í meg- inatriðum fyrir samgöngutækin og flotann. Við erum enn með forskot á margar aðrar þjóðir þar sem vatns- og varmaorkan er. Við höfum tæki- færi á að framleiða okkar eigin hreinu orku með endurnýjanlegum orkugjöfum svo fremi sem okkur beri gæfa til að sóa henni ekki til erlendr- ar stóriðju. Það er vægast sagt öm- urlegt að þurfa að hlusta á ráðamenn þjóðarinnar grenja á erlenda stóriðju sem bjargráð í núverandi þreng- ingum. Þetta er ömurlegt vegna þess að þarna kalla þeir á, að þjóðin legg- ist á útsæðið í stað þess að sá því. Þeir aðilar sem hugsa um framtíð þjóðarinnar, lengra en sem nemur líf- tíma þeirra sjálfra, telja að nú eigi að leggja til hliðar öll áform um virkj- anir fyrir erlenda stóriðju og að það þurfi að setja kraft í orkurannsóknir og vinna nýjar virkjanaáætlanir og nýjar áætlanir um hvernig sé farsæl- ast að nýta þá orku sem framleidd verður með það að markmiði að taka upp innlenda orkugjafa í stað jarð- efnaeldsneytis. Áætlanir af þessu tagi myndu breyta mjög afstöðu fjölda fólks til virkjana almennt. Það skiptir auðvit- að höfuðmáli til hvers á að nota orkuna. Fjöldinn getur ekki hugsað sér að fórna íslenskri náttúru í þágu erlendrar stóriðju. Hins vegar gegndi öðru máli í mörgum tilfellum ef nýta ætti framleidda orku til að knýja samgöngutækin og losna við alla mengun sem fylgir olíu og bens- íni. Með því að binda stóran hluta af virkjanlegri orku í álbræðslu og aðra erlenda stóriðju, erum við um leið að binda okkur á klafa innflutts jarð- efnaeldsneytis til framtíðar. Hug- myndafræði í orkurannsóknum, sem byggðist á að þjóðin yrði sjálfri sér nóg með eldsneyti, myndi setja um- ræðuna um umhverfis- og nátt- úruvernd í nýtt og skapandi kastljós. Menn myndu þá hætta að berja hausnum við stóriðjusteininn og sæju nýjar víddir og möguleika fyrir okkar þjóð. Auðvitað gæti það kostað ein- hvern þann gróða sem horft er á í dag, en það er bara gott, vegna þess að gróðafíkn stóriðjufíklanna er eyð- andi og á kostnað óborinna kynslóða og umhverfisins. Ég skora á allan almenning, sem nú heyr barátáttu við efnahagserf- iðleika, sem er að hluta til afleiðing stóriðjustefnu stjórnvalda á umliðn- um árum, að rísa upp og krefjast þess að íslensk orka sé einungis nýtt til að útrýma olíu- og bensínbrennslu á ís- lenskum vegum og innan íslenskrar landhelgi. Þjóð sem er sjálfbær varð- andi orkugjafa er rík þjóð, sem getur búið þegnum sínum örugga og gæfu- ríka framtíð. Þegar menn éta útsæðið og brenna staurana Jón Hjartarson fjallar um stóriðju og orkunýtingu Jón Hjartarson » Þjóð sem er sjálfbær varðandi orkugjafa er rík þjóð, sem getur búið þegnum sínum örugga og gæfuríka framtíð. Höfundur er bæjarfulltrúi Vg í Árborg. Forsætisráðherra og seðlabankastjóri hafa komið glaðbeittir fram í fjölmiðlum und- anfarið og talað um fjárhagsvanda þjóð- arinnar, að nú eigi all- ir að draga saman seglin, spara og eyða ekki í óþarfa. Nú síð- ast kom seðlabankastjóri og til- kynnti að þessum lægðum yrði lok- ið eftir tvö ár og ættu því allir að halda niðri í sér andanum þangað til. En ég spyr hvort þeir sofi vel, þar sem það eru þúsundir Íslend- inga sem eru í miklum fjárhags- vandræðum eftir „góðæri“ síðustu ára, þar sem nokkrir græddu fullt af peningum á einfaldleika margra. „Almúginn“ fékk hvert gylliboðoð á fætur öðru frá bankanum og farið var í endurfjármögnun á endur- fjármögnun á ofan. Nú sitja þessir sömu bankar og raka saman vöxtum og bráðlega eignum þessa sama „almúga“. Fólk í dag á aldrinum 20–40 ára situr í súpunni og getur ekki beðið og haldið niðri í sér and- anum í tvö ár. Það er ekkert eftir til að spara, það er hvergi hægt að draga saman seglin. Launin hafa hækkað örlítið en lán- in, matur og bensín hefur margétið upp þessa smánarlegu hækkun á laun- um. Ungt fólk í dag er að borga af húsnæðislánum (því sjaldnast er um eitt lán að ræða), námslánum, bílaláni, barnameðlögum eða með- lagi, er að koma upp barni eða börnum með þeim kostnaði sem því fylgir. Hvað munu þessi tvö ár kosta þjóðfélagið, forstætisráðherra og seðlabankastjóri? Hversu margar fjölskyldur gefast upp; upplausn, skilnaðir, ofdrykkja, lyf, þunglyndi og sjálfsmorð. Já, því þeir sem eru veikari fyrir, þurfa ekki svo mikið til að brotna alveg, því tvö ár eru langur tími í huga manns, þegar allt er í rúst. Þjóðin kaus þig, Geir, til að stjórna landinu. Er ekki kominn tími til að þú sýnir hvað í þér býr og þú takir við stjórninni? Þú fékkst gullsæti í arf, Davíð. Er ekki kominn tími til að standa upp úr því, horfa á fólkið í landinu sem getur ekkert gert og gera það sem þú getur til að hjálpa því við að koma lífi sínu á réttan kjöl? Það getur verið að þið sofið vel í þessu ástandi en það geri ég ekki. Sefur þú vel, forsætisráðherra, en þú, seðlabankastjóri? Sonja Dröfn Helgadóttir vill að forsætisráðherra og seðlabankastjóri axli ábyrgð Sonja Dröfn Helgadóttir » Þeir sem eru veikari fyrir, þurfa ekki svo mikið til að brotna al- veg, því tvö ár eru lang- ur tími í huga manns, þegar allt er í rúst. Höfundur er grunnskólakennari og í meistaranámi í lestrarfræðum við HA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.