Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 1
ÓLYMPÍULEIKARNIR í Peking verða settir í dag og hefst hátíðin klukkan 12 að íslenskum tíma. Sundkappinn Örn Arnarson keppir á sínum þriðju Ólympíuleikum og er fánaberi Íslands en hann stingur sér til sunds í Pek- ing um hádegið á sunnudaginn. Örn mætir vel undirbúinn til leiks og er hér að gera sig kláran á æfingu í Peking, undir vökulum augum Harðar Odd- fríðarsonar, formanns Sundsambands Íslands. | Íþróttir Ólympíuleikarnir í Peking settir í dag Morgunblaðið/Brynjar Gauti F Ö S T U D A G U R 8. Á G Ú S T 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 214. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Má bjóða þér léttan kaffisopa? Leikhús í sumar >> 37 DAGLEGTLÍF LJÓSTRAÐ UPP UM LJÚF- FENGT LEYNDARMÁL MENNING Vegamálverk, list í hlöðum og ernir Morgunblaðið/Sverrir „ÉG fæ ekki séð hvaða hagsmunir mannsins það eru í stuttu máli aðrir en þeir að geta nálgast fyrrverandi sambýliskonu sína og jafnvel ofsótt hana,“ segir Sigþrúður Guðmunds- dóttir, framkvæmdastýra Kvennaat- hvarfs, um dóm Hæstaréttar sem í gær staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis að ekki væru fyrir hendi skilyrði til að framlengja nálgunar- bann gegn fyrrverandi sambýlis- manni konu, sem kært hafði hann fyrir líkamsárás og kynferðisofbeldi. Einn dómari af þremur skilaði sér- atkvæði og vildi framlengja nálgun- arbannið. Virti ekki fyrra nálgunarbann Fram kemur í málsgögnum að maðurinn virti ekki upphaflegt nálg- unarbann til fulls en hann hafði án nauðsynjar haft samband við konuna í tengslum við sambúðarslit þeirra. Konan hefur kært manninn vegna langvarandi og alvarlegs kynferðis- ofbeldis, sem hún segir að hafi staðið yfir frá vorinu 2005. Kynferðisbrotin eru til rannsóknar hjá lögreglu. | 2 Ofbeldismaður leystur undan nálgunarbanni Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is ÍSLENDINGAR töluðu 23% minna í fastlínusíma árið 2007 en árið 2005 og á sama tíma jókst notkun á far- símum um 28%. Farsíminn tekur því hægt og bítandi völdin af gamla snúrusímanum. Þetta kemur fram í tölfræði um íslenska fjarskiptamark- aðinn frá Póst- og fjarskiptastofnun. Alls töluðu Íslendingar í 510.288 milljón mínútur í farsíma árið 2007 sem reiknast um 1.628 mínútur, rúmlega sólarhringur, á hvern ein- stakling. Fjölgun farsímaáskrifta er einnig eftirtektarverð. Árið 2005 var heild- arfjöldi þeirra 263.628 en árið 2007 voru þær orðnar 311.785. Þess má til gamans geta að Íslendingar voru 313.376 talsins hinn 1. janúar árið 2008. Ókeypis í gegnum veraldarvefinn Þjóðin hefur ennfremur dregið töluvert úr símtölum sínum til út- landa úr fastlínusímum en aukið þau lítillega úr farsímum. Ástæða þessa er eflaust sú að fólk nýtir sér verald- arvefinn í auknum mæli til að hringja ókeypis til útlanda og senda tölvuskeyti. Þá hefur netáskriftum fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Þær voru 78.017 árið 2005 en hafði fjölgað í 97.937 árið 2007. Mikill meirihluti þeirra sem nota netið styðst við svonefnda DSL- tengingu eða 94.630. Slíkar tenging- ar voru hins vegar einungis 2.591 talsins árið 2000. Farsíminn tekur völdin Snúrusíminn á miklu undanhaldi Símtölum til útlanda fækkar milli ára       ! " # $! $ $ % HART hefur verið barist í hér- aðinu Suður-Ossetíu í Georgíu síð- ustu daga og hafa að sögn georgískra stjórnvalda 10 manns, bæði friðargæsluliðar og óbreyttir borgarar, fallið. Óttast er að styrjöld sé að brjót- ast út á svæðinu. Rússneska Int- erfax-fréttastofan sagði í gær- kvöldi að gerð hefði verið hörð skotárás á höfuðstað héraðsins, Tskhinvali, skömmu eftir að forseti Georgíu, Mikhail Saakashvili, lýsti yfir einhliða vopnahléi. Héraðið er hluti af Georgíu en margir íbúanna vilja sjálfstæði og njóta stuðnings Rússa. kjon@mbl.is Mannfall í vaxandi átökum í Suður-Ossetíu NEMENDUR í 8.-10. bekk Korpu- skóla þurfa næstu tvo vetur að sækja kennslu í Víkurskóla. Þetta var samþykkt á fundi foreldra nem- enda í gærkvöld. Hingað til hafa þeir þurft að hafast við í heilsuspill- andi bráðabirgðakennslustofum. Nú verður byggð fjölnota við- bygging við Korpuskóla sem mun rúma þessa árganga. » 2 Nemendur sendir úr Korpuskóla í Víkurskóla „ÞETTA er klárlega Íslandsmet,“ segir Jóhannes Hinriksson, veiði- vörður við Ytri-Rangá. Í liðinni viku veiddust þar 1.287 laxar og sú eystri gaf 1.111 laxa. Jóhannes segir eina vandamálið í tengslum við þessa miklu veiði vera að meira pláss vanti í frystikist- urnar! » 11 Laxinn mokast upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.