Morgunblaðið - 08.08.2008, Side 13

Morgunblaðið - 08.08.2008, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ mun skoða nánar samruna Kaupþings og SPRON áður en hann verður sam- þykktur. Þetta staðfestir Páll Gunn- ar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram hefur komið samþykkti hluthafafundur SPRON samrunann í fyrrakvöld sem þó er einnig háður samþykki eftirlitsins. Samkvæmt lögum hefur Sam- keppniseftirlitið 25 virka daga til þess að ákveða hvort taka þurfi sam- runa fyrirtækja til nánari athugunar og nú er sá frestur brátt liðinn. Þeg- ar ákveðið hefur verið að skoða málið nánar hefur Samkeppniseftirlitið 70 virka daga til þess að skila niður- stöðu sinni. Páll Gunnar segir Samkeppniseft- irlitið vera að safna gögnum um mál- ið og það sé því í eðlilegu ferli. Hann segir að málinu verði hraðað eins og kostur er. Samruninn er einnig háður sam- þykki Fjármálaeftirlitsins og að sögn Írisar Bjarkar Hreinsdóttur, upplýsingafulltrúa FME, er málið þar í vinnslu. „Fjármálaeftirlitinu hefur borist formlegt erindi um sam- þykki Fjármálaeftirlitsins vegna fyr- irhugaðs samruna Kaupþings og SPRON á grundvelli 106. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Verið er að fara yfir þau gögn sem borist hafa vegna málsins. Að því loknu þarf að meta hvort ástæða sé til að kalla eftir frekari gögnum,“ segir Íris. Samruni SPRON og Kaupþings skoðaður nánar Allt að 95 dagar geta liðið þar til Samkeppniseftirlit kemst að niðurstöðu í málinu Í HNOTSKURN » Hluthafafundur SPRONsamþykkti í gær með mikl- um meirihluta samrunann. » Samruninn er háður sam-þykki Samkeppnis- og Fjármálaeftirlits. » Þá er ákvæði í samruna-áætlun fyrirtækjanna að setji eftirlitsaðilar óásættan- leg skilyrði fyrir samrunanum geti SPRON eða Kaupþing hætt við.Morgunblaðið/Kristinn Samruni Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, mælti fyrir samrunanum við Kaupþing á hluthafafundi SPRON á miðvikudaginn síðastliðinn. ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 1% í gær og var 4.180 stig við lokun markaða. SPRON hækkaði um 14,4%, Exista um 5,5% og Össur um 2,1%. Föroya Banki lækkaði um 0,7%, Landsbankinn um 0,4% og Glitnir um 0,3%. Gengi krónunnar veiktist um 1,5% í gær og var gengis- vísitalan 160,2 stig við lokun mark- aða. bjarni@mbl.is Hækkun í Kauphöll Íslands í gær ● ÓVENJUMIKIL velta var á hluta- bréfamarkaði í gær og nam hún tæpum 6,9 millj- örðum króna. Mestu munar þar um 5,9 milljarða viðskipti með bréf Kaupþings, en þar af voru ein viðskipti fyrir 4,3 milljarða króna á genginu 710. Þýðir það að 6, 06 milljónir hluta í bankanum hafi þar skipt um hendur og er það 0,82% alls hlutafjár í Kaupþingi. Ekki er vitað hver kaupandi eða seljandi var í þessum viðskiptum, en engin tilkynning barst til Kaup- hallar vegna þeirra í gær. bjarni@mbl.is Einstök viðskipti upp á 4,3 milljarða króna ● BANDARÍSK hlutabréf lækkuðu í gær en lækkanirnar má rekja til hækkandi olíuverðs og aukins at- vinnuleysis þar í landi. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 1,9% og var 11.434,93 stig við lok- un markaða. Nasdaq lækkaði um 0,95% í 2.355,73 stig. Þá lækkaði Standard & Poor’s 500-vísitalan um 1,75% og endaði í 1.266,62 stigum. Hlutabréf deCode lækkuðu um 11,27% í gær og var lokaverð deCode 1,26 dalir á hlut. bjarni@mbl.is Lækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum ● SEÐLABANKI Evrópu ákvað í gær að halda stýrivöxtum sín- um óbreyttum í 4,25%. Englands- banki ákvað einn- ig að halda sínum vöxtum óbreyttum 5,0%, og það sama gerði seðlabanki Bandaríkj- anna fyrr í vikunni, en vextir hans eru 2,0%. Seðlabankar eru víða að glíma við sama vandamálið, þ.e. að halda aft- ur af verðbólgu. Á sama tíma hefur dregið úr einkaneyslu og því þykja vaxtaákvarðanir seðlabanka jafnt í Evrópu og Bandaríkjunum ekki koma á óvart, samkvæmt fréttum erlendra vefmiðla. gretar@mbl.is Óbreyttir stýrivextir DECODE genetics, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, var rekið með 18,4 milljóna dollara tapi á öðrum fjórðungi þessa árs, sem svarar til tæplega 1,5 milljarða ís- lenskra króna á núverandi gengi. Þetta er aukning frá sama tímabili í fyrra en þá var tap félagsins 16,2 milljónir dollara. Tap af reglulegri starfsemi de- CODE var töluvert minna á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama árs- fjórðungi í fyrra þó að heildartapið hafi aukist milli ára, eða 13,5 millj- ónir dollara samanborið við 22,9 milljónir dollara á öðrum fjórðungi síðasta árs. Ástæðan fyrir því að heildartapið eykst jafn mikið og raun ber vitni milli ára er sú að í ár er bókfært tap vegna niðurfærslu á verðmæti skuldabréfaeignar 1,2 milljónir dollara samanborið við hagnað af þessum lið upp á 8,9 milljónir dollara á öðrum fjórðungi síðasta árs. Samtals hefur deCODE tapað 45 milljónum dollara á fyrri helmingi þessa árs samanborið við 38,9 millj- ónir á sama tímabili í fyrra. Tekjur deCODE námu 15 millj- ónum dollara á öðrum fjórðungi þessa árs en 7,6 milljónum á sama tímabili í fyrra. Handbært fé de- CODE nam 49,4 milljónum dollara í lok júní 2008 en 94,1 milljón um síð- ustu áramót. gretar@mbl.is DeCODE tapar Tap á árinu orðið 45 milljónir dollara Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is UNDANFARNAR vikur hafa stærstu fjármálastofnanir heims skilað hverju aftakauppgjörinu á fætur öðru. Apríl, maí og júní marka fjórða ársfjórðunginn frá því að ástandið sem kallað hefur verið hús- næðislánakreppa, markaðsórói, fjár- mögnunarvandi og lausafjárkreppa fór virkilega að gera vart við sig. Söguna má þó rekja aftur til síðari hluta ársins 2006 þegar hægja tók á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum. Í kjölfarið fylgdu gjaldþrot lánar- drottna sem þóttu margir hverjir hafa litið fram hjá greiðsluhæfi við- skiptavina sinna og í framhaldi af því hækkaði álag á skuldabréfavafninga tengdum slíkum lánum. Lítið brot af heildarmyndinni Síðan þá hafa fjármálastofnanir víða um heim afskrifað milljarða á milljarða ofan, sér í lagi tengd skuldabréfavafningum af þessu tagi. Í sumum tilfellum hafa þær riðið við- komandi félögum að fullu, svo sem Bear Stearns og Northern Rock. Taplistinn er langur og er aðeins lít- ið brot hans birtur hér. Samanlögð upphæð afskriftanna hér til hliðar nemur yfir 23 þúsundum milljarða króna, samkvæmt mati fréttastofu Reuters. Til samanburðar má nefna á sama tímabili, þ.e. frá þriðja fjórð- ungi ársins 2007, voru um 38 millj- arðar króna færðir í afskriftasjóði ís- lensku viðskiptabankanna þriggja. Athygli vekur að meginþorri bankanna hér til hliðar á rætur að rekja til Bandaríkjanna, enda er þar að finna umsvifamestu bankastofn- anir heims. Auk þess voru hinir vafasömu fjármálagjörningar iðu- lega bendlaðir við þarlend lán. Neð- ar á listanum má þó einnig finna fleiri þýska banka, franska og jap- anska. Ár afskriftanna 1 2*3   456. 7 %8 971 :7 8;7 7 & * % 6 *2    5 <  6. 7 % ) 6 7 6 5 = 6.*> 78% 1 /  = .2 *    97? (  ' '& 33  . ' ,( - $ @ ->- 2 2 /*  -'2  (  &-@                           Stærstur hluti þúsunda milljarða króna afskrifta síðastliðins árs skrifast á fjármálafyrirtæki frá Bandaríkjunum VERÐI samruni Kaupþings og SPRON að veru- leika verður hluthöfum SPRON að hluta til greitt með hlutum í Exista. Fari svo að allir hluthafar SPRON sam- þykki að fá greitt með Exista-bréfum verður um allt að 10% af hlutafé félags- ins að ræða,“ segir Jónas Sigur- geirsson, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs Kaupþings. Hann bendir á að samþykki all- ir hluthafar SPRON að fá Exista- bréf sem hluta endurgjaldsins muni hlutur Kaupþings í Exista verða 2%, óbeint í gegnum kistu. „Þá er ekki hægt að tala um krosseignatengsl.“ Eins og fram kom í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær mun hlutur Kaup- þings í Exista verða 12% verði samruninn við SPRON og kaup bankans á 70% stofnfjár í Spari- sjóði Mýrasýslu að veruleika. sverrirth@mbl.is Greitt með Exista-bréfum Jónas Sigurgeirsson ? ?      ? 7A     <*B C* D / E      FG <%A         ?A ! ?A "                      !""#  !"!#$%&%"' % 6 .- % *& *3 .- 7 && >H *3 .- GI .-   ) & .- 9- G &3 J 2 K  / 86  /  *3 .- ; 3,2 7 & .- 4 / ) & K  / .-    .- L:?D    M7( ' F'-)- .-  5  .- N  .- ())'$!*$+!,!-&& # ! .- %   6 %B 5 %   6 L *  LF G& 7 & FO*5 7 DP.  .- 5222 ( H( .- Q  H( .- $!.$!,!/&)0 1  5 %  1*- 97  / .- 9 3(  .- 1-23& %4$-!                                                                             Q( &3  / 2  )*( *& / 2 R ; 3  "-!" !-"-#$ !-$-## $"--# $- -# -#-  #-" !--"!!-# "-#"-$! ""-#$- $! --$# #"-!$-" $-"!# !$--#$! M   M - $-$ M M M !-- -$-! M + !+"" $!+ +! !+! "+# +$ + $$+ $+ #+! +$ +#"  + M "+ ! !+ $ + #!+ M M M "#!+ + M + !+! $ + +$ !+ "+! +# + $#+! #+" #+! +#" $+# +! + + !!+ $+ #+ $+ M +" "+ +! !+ FH/ >( &3  # ! ## $ !  #  !    M M M M " M M M " $ M < 2 >( &-> ( --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ --$ !--$ !--$ --$ --$  --$ -$-$ #- -$ --$ --$ -#-$ % % % ● SVARTSÝNI á bandarískum hús- næðismarkaði jókst enn í kjölfar uppgjörs hálfopinbera íbúðalána- sjóðsins Freddie Mac fyrir annan ársfjórðung, sem greint var frá í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær. Sjóðurinn var rekinn með 821 millj- ónar dollara tapi. Í frétt í New York Times í gær segir að uppgjörið hafi valdið miklum von- brigðum hjá þeim sem hafi vonað að botninum á húsnæðismarkaðinum væri náð. Hið mikla tap Freddie Mac auki líkurnar á því að bandarísk stjórnvöld muni þurfa að koma sjóðnum til hjálpar, eins og þingið hefur veitt heimild fyrir. Þá auki upp- gjörið einnig líkur á því að íbúða- lánavextir muni hækka á næstunni. gretar@mbl.is Botninum ekki náð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.