Morgunblaðið - 08.08.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.08.2008, Qupperneq 29
ömmu og „systir“ hennar mömmu … mjög mikilvæg grein á ættartrénu. Palla með hlýju hendurnar … sem ég hitti stundum hin seinni ár í eld- húsinu hjá mömmu. Sem nuddaði á mér veikan fót á annan klukkutíma uns mér leið langtum skár. Enginn annar bauð slíka þjónustu. Palla með góða skapið og dillandi hláturinn … sem nú drekkur kaffi með ömmu hjá Guði og kannski dálít- ið sherrítár með … ef Guð lofar … og mér finnst gott að vita af þeim saman og gott að vita að amma tók á móti henni með kostum og kynjum að hætti himnaríkis. Ég votta Sæmundi, börnum og barnabörnum mína innilegustu sam- úð. Þórey Friðbjörnsdóttir. Það var á aðventunni árið 2006 að Hafsteinn kynnti mig fyrir Pálínu móður sinni. Við vorum stödd á tón- leikum í Hafnarborg með fjölskyld- um okkar. Samskipti okkar voru frá upphafi kærleiksrík og þakka ég henni fyrir alúðina og hlýleik í minn garð. Þær voru ávallt ánægjulegar heimsóknir okkar Hafsteins í Kópa- vog til Pálínu og Sæmundar, þar sem setið var yfir kakóbolla og pönnukök- um og spjallað um líðandi stund. Þeg- ar Pálína greindist með krabbamein dáðist ég af æðruleysi hennar og skildi ákvörðun hennar um að ganga ekki í gegnum meðferð heldur lifa með veikindum sínum og njóta lífs- ins. Hún hafði upplifað krabbameins- meðferð hjá nánustu vinkonu sinni, barnabarni og tengdadóttur og mót- aði afstöðu sína út frá þeirri reynslu. Á þessu ári náði Pálína að ferðast, er- lendis sem innanlands og njóta sam- vista með ástvinum sínum. Ég kynnt- ist systrum Pálínu og fjölskyldum þeirra á ættarmóti á Skagaströnd síðastliðið sumar þar sem öll fjöl- skyldan skemmti sér saman yfir kræsingum og heimatilbúnum skemmtiatriðum. Það var fyrsta ferð mín til að heimsækja ættingja Haf- steins á Skagaströnd og núna síðast ferð með Hafsteini þar sem hann var að uppfylla kveðjuóskir móður sinnar til Bibbu systur hennar. Síðastliðið vor fórum við Hafsteinn með Pálínu og Sæmundi saman á minningartón- leika um Vilhjálm Vilhjálmsson, og vil ég kveðja Pálínu með parti úr ljóði Vilhjálms um leið og ég sendi sam- úðarkveðjur til fjölskyldu hennar og vina. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. Steinunn Guðnadóttir. Ljúfar minningar hrannast upp þegar ég hugsa til ömmu minnar, sem kvaddi okkur 22. júlí síðastliðinn. Ég er sérlega þakklátur fyrir að hafa komið í heimsókn til hennar daginn áður en hún kvaddi og átt með henni góða stund, sem seint mun renna mér úr minni. Þrátt fyrir að ég hafi séð að af henni var verulega dregið var hún spjallgóð sem alltaf áður og bauð upp á heitt súkkulaði og meðlæti. Ég mun sakna þess að fá ekki framar pönnu- kökur og kleinur, sem hún var svo ið- inn við að gefa mér þegar ég kom til hennar og einnig að senda mér þegar hún vissi að ég var að vinna. Ég minn- ist einnig samverustunda okkar á Ak- ureyri í júnímánuði þegar ég var þar staddur á „bíladögum“ en amma var þá í heimsókn hjá Lillu systur sinni. Við áttum þar notalega samveru- stund og spjölluðum heilmikið. Hún var alltaf svo ljúf og glæsileg og bar sig vel þrátt fyrir sjúkdóm sem hún barðist við tvö síðustu árin. Það var hörð reynsla að horfa upp á ömmu fara úr sama sjúkdómi og ég missti móður mína úr fyrir tveimur og hálfu ári. Um leið og ég færi frændfólki mínu samúðarkveðjur bið ég fyrir ömmu minni og vonast til að hún eigi eftir að fá góðar móttökur á nýju tilverustigi. Daníel Þór Hafsteinsson. Elsku Pálína, þó að við vissum að hverju stefndi þá er sú stund alltaf erfið þegar hún kemur. Við vorum svo lánsöm að kynnast þér þegar þú og Sæmundur tengdafaðir minn urðu ástvinir og miklir félagar og eigum við margar góðar minningar frá þeim tíma. Þið voruð svo dugleg, fóruð saman að dansa, fenguð sumarbústað á leigu og fóruð einnig saman til Spánar. Eitt sinn komuð þið til okkar Gunna þegar við vorum á Flúðum í fellihýs- inu okkar og voruð eina nótt og skemmtuð ykkur konunglega þó svo að það væri pínu kalt. Elsku Pálína mín, ég veit að hann Sæmi hefði ekki getað fengið betri ástvin en þig og verður þín sárt sakn- að. Elsku Sæmi minn, ég veit að þetta verður erfitt en við hjálpumst að. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra fjölskylda, við vottun ykkur okkar dýpstu samúð. Sigríður Stefánsdóttir, Gunnar Sæmundsson og fjölskylda. Nú hefur hún Palla mín hefur kvatt þennan heim og er nú horfin til æðri starfa. Hún var einstök kona, fáguð og glæsileg og vönd að virðingu sinni. Hún bar stóran persónuleika og yfir henni var alltaf mikil reisn. Hún hafði stórt hjarta og bar einstaka um- hyggju fyrir öllum sem á vegi hennar urðu og hlýja hennar, ást og elskuleg- heit voru hennar aðalsmerki. Hún var mér ekki bara einstök móðursystir heldur líka dýrmætur og góður vinur sem ég gat ætíð leitað til ef eitthvað bjátaði á. Þær voru ófáar gleðistundirnar sem við áttum sam- an. Í minningunni er ég sérstaklega þakklátur fyrir ferðalagið okkar fyrr í mánuðinum. Þar nutum við þess að vera saman, hún var svo mikill félagi og var alltaf til í allt. Efst í huga mér nú er þakklæti fyr- ir alla þá elsku og gleði sem hún gaf mér . Ég kveð Pöllu mína með sökn- uði og þykir þungt að horfa á eftir henni en veit að við munum hittast á ný. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald. hinum megin birta er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér (Sigurður Kristófer Pétursson.) Guð blessi minningu elskulegrar vinkonu og gefi okkur öllum styrk sem söknum hennar sárt. Karl Berndsen. Í dag verður til grafar borin elsku vinkona mín hún Palla, eins og hún var ávallt kölluð. Við Palla erum æskuvinkonur, við kynntumst þegar við vorum báðar kaupakonur í Grímstungu, ég 18 ára og Palla 14 ára, með okkur myndaðist einstaklega góður vinskapur, sem hélst órofinn alla tíð. Elsku Palla mín, þú varst stoð mín og stytta gegnum árin, þú komst og hjálpaðir mér þegar ég þurfti á þér að halda, mættir ávallt glöð með þitt fal- lega bros og þitt fallega hjarta. Núna ertu farin eftir erfiða baráttu við ill- vígan sjúkdóm, farin yfir móðuna miklu. Ég bið þig, almáttugi guð, um að umvefja hana, elskulegu vinkonu mína, friði og kærleik, láttu ljós þitt skína í hjörtum ástvina hennar á þessum erfiðu tímum. Með þessum orðum kveð ég þig mín hjartans vinkona. Þín, Sigþrúður Blöndal (Sissa). Það er ekki slæmt að manns sé minnst þannig að hafa ávallt verið fín og flott en þannig munum við alltaf eftir þér. Alltaf svo fín og flott og ekki hár á röngum stað. Þó svo þú hafir verið sem veikust þá léstu það aldrei sjást. Þó mann langi að vera smá sjálfselskur og hafa þig lengur þá vit- um við að þér líður betur þar sem þú ert núna, það er bara svo sárt að missa þig, að missa svona yndislega manneskju úr lífi manns. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Guð geymi þig, elsku frænka, þú verður ávallt í bænum okkar. Við viljum votta fjölskyldu Pálínu okkar dýpstu samúð og megi guð hjálpa ykkur í gegnum þessa erfiða tíma. Hörður Aðils Vilhelmsson og Linda Þráinsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 29 sterkar skoðanir á þeim sem hann gat látið í ljós tæpitungulaust. Hann hafði ákveðna sýn og markmið í sínu ræktunarstarfi sem hann missti aldr- ei sjónar á. Hann naut þess líka að Bergur sonur hans kom ungur af heilum hug inn í þetta starf og marg- oft hefur Bergur sýnt Ketilsstaða- hross sem bera merki þessarar stefnu – mikill vilji og flugarými á öll- um gangi. Þó við værum hvor af sinni kyn- slóðinni leit ég á Jón frænda minn sem vin og félaga. Við ræddum vissu- lega oft um hesta en líka margt fleira. Hann var frændrækinn og kom oft í heimsókn fullur af glaðværð og hlýju og börnin mín hændust líka að hon- um. Maður kom heldur aldrei svo í Ketilsstaði að ekki þætti ástæða til að drífa mann inn í kaffi og það var ekki bara molakaffi hjá henni Elsu. Það er mikið búið að spjalla í eldhúskrókn- um á Ketilsstöðum og hlæja aldeilis óskaplega og naut þar orðheppni og skemmtilegrar frásagnargáfu hús- bóndans. Þegar Jón var kominn í góð- an félagsskap hestamanna og svolítið haft á glasi, sem ávallt var þó í hóf stillt, naut hann sín hvað best. Hann var afar skemmtilegur félagi og reið- túrar með honum voru yfirleitt hin besta skemmtun. Síðustu árin voru Jóni erfið sökum heilsubrests, en mér fannst aðdáunarvert að sjá af hve mikilli reisn og æðruleysi hann tók þeim veikindum. Ég hef oft hugsað um það hvort hans einstaki húmor hafi ekki hjálpað honum í þeim erf- iðleikum eins og kannski stundum áð- ur. Við Vigdís og börn okkar kveðjum Jón frænda minn og vin með söknuði og þökk fyrir allt og sendum fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Gunnar Jónsson, Egilsstöðum. V i n n i n g a s k r á 14. útdráttur 7. ágúst 2008 Mercedes Benz + 5.600.000 kr. (tvöfaldur) 2 0 2 0 0 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 1 7 9 8 1 8 4 2 7 2 1 6 9 7 6 9 4 7 2 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6668 21642 28739 55163 66889 68938 19267 26313 51993 64527 67515 69672 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 2 1 8 1 8 7 7 0 1 8 6 4 6 3 1 7 3 5 4 4 0 9 8 5 2 7 4 7 6 8 3 7 7 7 3 8 1 6 2 5 8 1 9 0 3 4 2 1 2 4 7 3 4 5 4 0 4 4 6 1 1 5 5 3 9 2 6 9 0 1 6 7 4 0 8 6 2 9 9 3 9 0 5 7 2 1 6 3 3 3 6 0 0 9 4 5 0 2 0 5 6 5 9 6 6 9 2 3 2 7 4 6 2 4 3 3 6 4 1 0 9 5 8 2 2 4 3 3 3 6 3 2 5 4 6 4 0 5 5 7 8 2 8 7 0 0 8 7 7 4 7 0 4 3 4 8 8 1 2 9 2 5 2 2 7 4 2 3 6 6 5 7 4 6 4 2 7 5 7 8 5 0 7 0 4 2 9 7 5 7 4 0 5 5 7 9 1 2 9 5 3 2 3 8 3 6 3 7 1 3 8 4 6 9 8 4 5 9 7 3 9 7 0 6 5 9 7 6 1 8 8 5 6 4 1 1 3 3 8 1 2 4 4 0 6 3 8 6 8 7 4 7 3 5 1 6 2 0 4 6 7 1 2 4 5 7 6 7 3 3 6 1 8 1 1 5 5 0 5 2 4 5 2 2 3 8 8 4 9 4 9 2 1 3 6 2 6 1 2 7 1 4 2 7 7 8 9 4 4 6 6 2 0 1 5 5 1 2 2 5 4 4 5 3 8 8 9 2 4 9 7 2 1 6 2 8 8 7 7 1 5 9 8 7 9 1 4 7 7 0 6 5 1 6 2 0 2 2 6 6 6 0 3 9 4 5 9 4 9 7 5 7 6 3 4 0 7 7 2 5 6 6 7 6 3 7 1 7 2 2 2 2 7 4 8 5 3 9 4 8 4 4 9 8 3 3 6 6 0 9 8 7 2 7 9 3 7 6 7 1 1 7 8 0 9 2 8 1 7 7 3 9 4 9 2 5 1 3 2 1 6 6 6 1 8 7 2 9 3 0 8 0 1 9 1 8 4 3 6 3 0 8 9 8 4 3 4 3 1 5 1 9 9 0 6 7 1 9 4 7 3 8 0 4 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 1 9 1 5 1 1 5 2 8 1 6 0 3 7 5 0 1 4 4 9 6 8 5 5 8 9 0 6 5 1 8 8 7 1 5 4 4 5 5 5 1 5 4 9 7 2 9 6 6 7 3 7 5 7 4 4 5 0 1 0 5 6 0 6 5 6 5 2 0 9 7 2 2 4 3 5 9 9 1 6 0 9 7 3 0 1 6 9 3 7 7 0 2 4 5 0 1 2 5 7 4 8 0 6 5 2 5 5 7 3 1 2 0 1 4 5 6 1 6 6 2 0 3 0 6 4 4 3 7 7 2 1 4 5 2 3 8 5 7 7 3 3 6 5 3 8 5 7 3 2 6 5 1 4 6 3 1 6 8 5 6 3 0 7 6 4 3 7 8 6 0 4 5 3 1 7 5 7 9 5 3 6 5 4 3 2 7 3 8 3 4 1 6 1 5 1 7 9 3 3 3 1 2 7 0 3 7 9 3 2 4 5 9 4 9 5 8 4 7 1 6 6 2 3 7 7 4 1 0 8 1 6 4 7 1 8 4 3 9 3 1 2 8 5 3 8 0 2 5 4 7 4 4 0 5 8 8 3 5 6 6 3 6 3 7 4 2 9 1 2 0 7 0 1 9 1 8 5 3 1 3 3 4 3 9 2 7 7 4 7 8 2 4 5 8 8 4 9 6 7 2 3 6 7 4 3 5 8 2 5 3 3 1 9 3 6 5 3 1 5 2 1 3 9 5 6 1 4 8 1 2 8 5 9 3 9 3 6 7 4 9 3 7 4 7 0 1 2 6 7 7 1 9 4 9 5 3 1 7 5 2 3 9 7 3 6 4 8 2 5 1 5 9 5 5 7 6 7 6 5 9 7 6 0 4 1 3 4 0 2 1 9 8 8 7 3 1 8 1 1 3 9 9 8 9 4 8 9 5 6 5 9 6 8 0 6 7 6 6 5 7 6 1 8 5 3 4 5 3 2 0 0 3 4 3 1 8 2 8 4 0 2 4 0 4 9 2 6 6 6 0 3 0 2 6 7 8 1 0 7 6 6 4 7 3 5 1 6 2 0 1 3 8 3 1 9 4 3 4 0 4 2 7 4 9 4 5 8 6 0 5 4 7 6 7 8 6 8 7 6 8 6 6 4 0 3 5 2 0 4 8 3 3 2 5 7 3 4 0 5 2 9 4 9 6 7 9 6 1 4 0 2 6 7 9 1 8 7 7 0 8 3 4 3 6 3 2 1 5 6 4 3 2 8 4 8 4 0 6 1 4 4 9 9 6 2 6 1 4 1 2 6 8 1 8 6 7 7 9 6 8 5 4 8 5 2 1 7 9 3 3 3 2 5 8 4 0 9 3 2 5 0 3 5 5 6 1 8 7 4 6 8 2 4 6 7 8 1 5 2 5 6 3 4 2 3 2 2 5 3 3 4 5 4 4 1 6 4 0 5 0 3 9 1 6 1 8 8 7 6 8 5 9 8 7 8 1 7 5 5 6 8 5 2 3 5 0 1 3 3 5 4 4 4 2 1 3 3 5 0 5 3 7 6 1 9 4 6 6 8 6 2 4 7 8 4 4 3 6 1 0 6 2 3 5 5 4 3 3 5 5 9 4 2 1 5 6 5 0 6 8 8 6 2 2 3 2 6 8 7 6 6 7 8 5 7 1 6 4 5 2 2 3 5 8 9 3 3 8 2 0 4 2 3 4 5 5 0 8 0 2 6 2 2 9 7 6 9 3 5 8 7 8 5 9 1 7 2 6 8 2 3 9 5 8 3 3 8 2 9 4 2 9 2 5 5 1 3 6 6 6 2 3 1 9 6 9 3 8 4 7 8 9 6 7 7 4 3 6 2 4 0 4 2 3 3 9 4 7 4 3 0 3 6 5 1 8 2 0 6 2 3 4 4 6 9 3 9 0 7 8 9 7 8 7 5 9 9 2 4 0 5 1 3 4 5 0 5 4 3 2 8 8 5 1 9 1 7 6 2 3 9 6 6 9 4 0 7 7 9 0 0 1 8 9 3 5 2 4 2 2 0 3 4 5 1 3 4 3 7 9 1 5 2 1 3 0 6 2 3 9 9 6 9 4 7 9 7 9 1 1 0 1 0 4 6 1 2 4 2 8 6 3 4 5 8 5 4 3 8 7 3 5 2 2 6 9 6 2 7 5 1 6 9 5 0 9 7 9 5 3 3 1 0 6 3 3 2 4 7 3 7 3 4 9 0 8 4 3 9 5 9 5 2 4 9 6 6 2 8 0 7 6 9 5 1 0 7 9 6 6 6 1 1 0 0 5 2 4 8 6 3 3 4 9 8 0 4 3 9 6 2 5 2 5 2 2 6 3 3 9 4 7 0 3 3 5 1 1 5 4 3 2 5 1 4 2 3 5 2 1 5 4 4 4 8 7 5 3 1 9 6 6 3 4 0 2 7 0 4 1 3 1 2 1 8 4 2 5 2 3 6 3 6 9 2 5 4 4 4 9 5 5 4 0 0 6 6 3 8 1 9 7 0 6 9 0 1 2 4 5 6 2 5 5 7 1 3 7 0 0 0 4 4 5 7 5 5 4 4 4 0 6 3 8 7 1 7 0 9 8 5 1 4 3 1 3 2 5 8 2 2 3 7 1 0 2 4 4 6 6 5 5 4 5 0 9 6 4 1 5 6 7 1 2 0 0 1 4 5 5 7 2 7 3 4 9 3 7 1 6 8 4 4 7 9 0 5 4 8 0 7 6 5 1 7 6 7 1 4 4 1 Næstu útdrættir fara fram 14. ágúst, 21. ágúst & 28. ágúst 2008 Heimasíða á Interneti: www.das.is Mig langar að minn- ast vinar míns Óskars Kr. Júlíussonar. Hann kom til starfa í fyrir- tæki okkar Völundar- systkina u.þ.b. 1952 og starfaði lengst sem verkstjóri á trésmíða- verkstæði Völundar þar til fyrirtæk- ið hætti starfsemi. Óskar var mjög samviskusamur og flinkur smiður og var alltaf boðinn og búinn að aðstoða okkar fjölskyldur ef með þurfti. Vil ég þakka honum fyrir hönd okkar systkinanna störfin hjá fyrirtæki ✝ Óskar KristinnJúlíusson húsa- smíðameistari fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1919. Hann lést hinn 18. júlí síðastliðinn. Útför Óskars fór fram frá Fossvogs- kirkju 25. júlí sl. okkar. Ég kynntist Óskari og Unnu og börnum þeirra mjög ung að árum og var alltaf jafn yndislegt að koma til þeirra, hvort sem það var heima hjá þeim í bænum eða í sumarbústað þeirra, fyrst við Elliðavatn og síðan í Skorradalnum. Óskar var dverg- hagur í höndunum og eru margir gripirnir sem hann skar út. Ég á gestabók sem hann færði mér í afmælisgjöf og er þar Timburverslunin Völundur skorin út ásamt nafni mínu. Ég votta Unnu, börnum og fjöl- skyldum þeirra innilega samúð okk- ar hjóna og við þökkum öll samveru- árin. Blessuð sé minning Óskars. Bergljót Sveinsdóttir. Óskar Kristinn Júlíusson MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.