Morgunblaðið - 08.08.2008, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Mig langar að minn-
ast fyrrverandi
tengdamóður minnar,
Gunnhildar Guð-
mundsdóttur, með
nokkrum orðum. Við Hilda eins og
hún var ævinlega kölluð hittumst
fyrst nokkrum mánuðum eftir að ég
og sonur hennar Guðmundur fórum
að draga okkur saman í mars 1964.
Þegar sonur okkur Ragnar fæddist
tæpum 2 árum síðar varð samband
mitt við verðandi tengdaforeldrana
nánara og styrktist með árunum.
Hilda var sterk kona, bæði andlega
og líkamlega, hún var mikil ættmóð-
ir, sem allir leituðu til og fylgdist af
áhuga með lífi barna og barnabarna.
Þegar ég og sonur hennar skildum
árið 1990 sýndu hún og Siggi tengda-
pabbi mér mikið trygglyndi og sam-
bandið styrktist á margan hátt. Nú
þegar ekki voru formleg fjölskyldu-
bönd sem tengdu okkur reyndi meira
á innviði sambandsins og ég uppgötv-
aði mér til furðu að á margan hátt
þótti mér vænna um konuna sjálfa,
þegar ég tók henni ekki sem sjálf-
sögðum hlut í lífi mínu. Hilda var
merkileg kona, ætíð kát og glöð, allt-
af tilbúin að prófa eitthvað nýtt og lét
sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hún
og Siggi lögðust í ferðalög um miðjan
aldur og voru dugleg við það, því eins
og hún sagði þá veit maður veit aldrei
hvenær heilsan leyfir það ekki leng-
ur. Eftir andlát eiginmanns síns lagði
hún ekki árar í bát heldur ferðaðist
hún með systur sinni og mágkonum
og hún fór oft í heimsókn til Didda
sonar síns í Kaupmannahöfn og
dvaldist þá oft lengi í senn og vílaði
ekki fyrir sér að fara ein um borgina
og skoða áhugaverða staði og auðvit-
að að kaupa eitthvað á yngstu kyn-
slóðina.
Þegar ég kynntist Hildu var hún
ansi afdráttarlaus í skoðunum og lá
ekki á þeim. Ég tók eftir því hvað hún
breyttist eftir að hún fór að ferðast
víða og kynnast nýju fólki og viðhorf-
um, hvað hún var opin fyrir áhrifum
og varð víðsýnni og frjálslyndari með
árunum.
Gunnhildur S.
Guðmundsdóttir
✝ Gunnhildur S.Guðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. mars 1924. Hún
lést á Landakots-
spítala 19. júlí síð-
astliðinn.
Útför Gunnhildar
fór fram frá Dóm-
kirkjunni 30. júlí sl.
Mér var hún mikils
virði því ég gat talað
við hana um alla heima
og geima, leitað ráða
hjá henni um mál sem
ég vildi ekki blanda
eigin fjölskyldu í. Hún
varð mér í raun
„tengdamóðir“ í besta
skilningi þess orðs eft-
ir að því hlutverki lauk
formlega. Hún var góð
vinkona auk þess að
vera amma og
langamma minna af-
komenda og því enn þá
tengd mér fjölskylduböndum. Minn-
ingarnar um Hildu og Sigga og for-
eldra og systur Hildu á æskuheimili
hennar á Lindargötunni, þar sem ég
bjó mín fyrstu búskaparár eru mér
mikils virði. Ég er þakklát fyrir þau
25 ár, sem ég var tengd fjölskyldu
Hildu og þau 44 ár sem átti vináttu
hennar.
Megi hún hvíla í friði.
Elísabet Halldórsdóttir.
Elsku amma, okkur langar í örfá-
um orðum að minnast þín og þakka
fyrir allar þær góðu stundir sem við
áttum saman.
Þau eru ófá skiptin þar sem við
komum í heimsókn til þín í Hvassa-
leitið eða fórum á kaffihús. Þá gátum
við setið löngum stundum og spjallað
um heima og geima. Það var alltaf
svo gott og auðvelt að ræða við þig
um tilveruna. Þú hvattir okkur í öllu
því sem við tókum okkur fyrir hendur
og sýndir því áhuga. Það skein í gegn
hve stolt þú varst af þinni fjölskyldu
og stóðst þétt við bakið á hverjum og
einum. Þú varst búin að ferðast víða
og það var ávallt gaman að hlusta
þegar þú sagðir okkur frá ferðalög-
unum ykkar afa um heiminn og Ís-
land. Þú varst mikill heimsborgari og
fórst á hverju ári til Danmerkur og
við gleymum því seint þegar við hitt-
um þig fyrir utan Magasin du Nord í
Kaupmannahöfn í góða veðrinu. Þar
sat „móðurstöðin“ með dökk sólgler-
augu og öl og naut þess að horfa á
fólkið líða hjá. Þetta var sko þinn
staður.
Þú varst engin venjuleg amma, þú
elskaðir handbolta og fylgdist alltaf
með „strákunum okkar“ spila. Stund-
um var spennan í leikjunum þér um
megn, en þá fórstu inn í eldhús og
lagðir kapal til að róa taugarnar. En
kallaðir eftir því reglulega hver stað-
an væri. Þú varst líka svo flink í hönd-
unum og jólakúlurnar sem þú perl-
aðir og gafst okkur eru djásn í okkar
höndum.
Við hlökkum til að geta skreytt
jólatrén okkar með þeim um alla
framtíð, bæði sem skraut og til minn-
ingar um góða ömmu en fyrst og
fremst góða vinkonu.
Elsku amma, takk fyrir allt það
sem þú hefur gefið okkur. Við mun-
um ávallt sakna þín.
Elín Júlíana Sveinsdóttir og
Sigríður Dr. Jónsdóttir.
Elsku amma.
Okkur langar til að þakka þér fyrir
allt það sem þú hefur gert fyrir okkur
í gegnum árin. Takk fyrir að hafa
alltaf verið til staðar, alltaf nennt að
passa okkur og veita okkur fé-
lagsskap. Þú komst svo oft upp í
Lindarselið að passa okkur þegar
mamma og pabbi voru að ferðast og
við munum aldrei gleyma þeim
stundum.
Upp í hugann koma sögur sem þú
sagðir frá þínum yngri árum í íþrótt-
um og ferðalögum. Það var alltaf
gaman að koma í heimsókn til þín því
þú varst svo góður félagsskapur og
við gátum talað um allt við þig. Þú
varst alltaf sjálfri þér sönn, ávallt fín
til fara og barst þig alla tíð vel og
þannig munum við muna eftir þér.
Við höfum oft velt fyrir okkur hvern-
ig þú fórst að því að vita svona mikið
um ferðir og verk allra í fjölskyld-
unni. Þú tengdir fjölskylduna saman
og sýndir öllum áhuga sama hvað fólk
tók sér fyrir hendur. Núna er það
okkar verkefni að halda því áfram,
það er það sem þú hefðir viljað. Núna
ertu loksins komin til afa sem hefur
eflaust tekið vel á móti þér.
Við söknum þín sárt, elskum þig
alltaf og munum aldrei gleyma þér.
Kolbrún og Margrét
Sveinsdætur.
„Ding dong, nú verða lesnar frétt-
ir.“ Þetta er það fyrsta sem mér dett-
ur í hug þegar ég minnist ömmu.
Þegar ég gisti hjá henni eða var hjá
henni var hún oftast inni í eldhúsi að
borða ristað brauð, gera krossgátuna
og hlusta á fréttirnar. Amma var oft
að perla heima í Hvassaleiti, hún
perlaði mikið, kjóla á dúkkur, utan
um kerti og dúkahringi með jóla-
sveinum á. Þegar ég var yngri var ég
alltaf hjá ömmu og afa. Ég man ekki
mikið eftir þeim tímum en ég veit að
maður var dekraður út í eitt hjá
þeim. Alltaf ís með jarðarberjum og
bláberjum til fyrir mann. Ef eitthvað
var að eða einhvern vantaði hjálp var
hún ekki lengi að koma með lausn eða
hjálpa manni.
Þegar ég byrjaði í Menntaskólan-
um við Sund gisti ég alltaf hjá henni á
mánudögum. Á Skjá einum eru
mánudagar CSI-tími, ég og amma
setjumst fyrir framan sjónvarpið, ég
greiddi oft silkimjúka gráa hárið
hennar og við horfðum á CSI-þættina
saman. Ég átti frekar erfitt með
dönskuna og amma sem hafði komið
oftar en nokkur veit til Danmerkur
hjálpaði mér alltaf að læra fyrir
dönskuna og mér gekk betur að
skilja og ná þessu eftir að hún hjálp-
aði mér. Hún var alls ekki 84 ára
gömul í mínum augum. Ég man þeg-
ar við fjölskyldan ætluðum að fara til
hennar í heimsókn og vorum búin að
hringja dyrabjöllunni lengi hjá henni
en enginn svaraði. Mamma ákvað að
hringja í hana og hún svaraði síman-
um og svo hleypti hún okkur inn.
Þegar við komum inn í íbúðina henn-
ar spurðum við hana af hverju hún
svaraði ekki bjöllunni og hún sagði að
hún hefði verði svo niðursokkin í
enska boltann að hún heyrði ekki.
Amma mín var og verður alltaf fyr-
irmyndin mín, hún var alltaf sterk og
lét aldrei vita ef henni leið illa eða var
veik. Það á eftir að vera skrítið að
fara í skólann eða í Kringluna og geta
ekki skroppið heim til ömmu í stutta
heimsókn. Það var alltaf þægilegt að
koma til ömmu, hvort sem það var
eftir skóla að læra eða bara til að vera
hjá henni og spila við hana. Ég veit að
þér líður betur þarna uppi með afa en
ég sakna þín svo mikið hérna, mig
vantar ömmu mína til að tala við og
vera hjá. Þetta er ennþá svo óraun-
verulegt fyrir mér, í mínum huga
ertu heima í Hvassaleiti sitjandi yfir
Leiðarljósi með perlur í hendi.
Ester.
Gunnhildur amma mín kvaddi okk-
ur á sólríkum sumardegi. Fjölskyld-
an var ömmu afar mikilvæg og þegar
hún talaði um hvað hún væri rík, átti
hún ekki við peninga eða önnur ver-
aldleg gæði heldur fjölskyldu sína. Í
hennar augum voru það auðæfin sem
hún vildi hafa í kringum sig. Alla tíð
fylgdist hún vel með því hvað hver og
einn var að gera og það fór ekki fram
hjá neinum hversu stolt hún var af af-
komendum sínum.
Amma var fædd og uppalin í
Reykjavík og þar vildi hún alla tíð
búa, enda afar stolt af þeim uppruna.
Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu
hún og afi í Ljósalandi og á ég ófáar
minningar þaðan. Garðurinn þeirra
var alveg einstaklega fallegur og þar
lékum við systurnar okkur oft.
Ferðalög með þeim upp í sumarbú-
stað fjölskyldunnar í Heyholti voru
líka mörg og skemmtileg.
Amma var mjög laghent og liggja
eftir hana margir dýrgripir í fjöl-
skyldunni. Allt lék í höndunum á
henni, hvort sem það var að prjóna,
hekla, perlusauma eða mála postulín.
Hún hafði auk þess mikið yndi af
ferðalögum, innanlands sem utan.
Hún hafði komið á flestalla staði á
landinu og farið í fjöldann allan af
gönguferðum á hálendinu. Ekki þótti
henni síður gaman að skoða heiminn
og fóru þau afi oft ótroðnar slóðir í
vali á áfangastöðum. Það er mjög lýs-
andi fyrir ömmu að hún sagðist alltaf
passa upp á að fara ekki til útlanda
öðruvísi en að vera búin að festa kaup
á næstu ferð.
Á sínum yngri árum var amma
mikið í íþróttum og sá íþróttaáhugi
var alla tíð til staðar. Hún missti aldr-
ei af neinum íþróttaviðburði, hvort
sem landsliðið var að keppa eða við
barnabörnin. Í júní þegar hún lá inni
á Landspítalum óskaði hún sérstak-
lega eftir því að starfsfólkið léti sig
vita þegar leikirnir í EM byrjuðu svo
hún myndi ekki missa af neinu.
Þó ég hafi kannski farið mjög leynt
með það þótti mér alltaf óendanlega
vænt um að vera nafna hennar ömmu
minnar. Þegar ég hugsa til baka
minnist ég þess ekki að hún hafi
ávarpað mig með öðrum hætti en
„nafna mín“. Það var þó ekki það eina
sem við áttum sameiginlegt, auk þess
að hafa báðar gaman af að ferðast,
vorum við til dæmis báðar vandlátar
á mat og kannski örlitlir smáborg-
arar í okkur. Ekki svo að skilja að við
höfum haft sömu skoðanir á öllu. Ég
man eftir svipnum sem kom á hana
þegar ég sagði henni að ég væri flytja
í Vesturbæ Reykjavíkur, í kjölfarið
kom: „Ætlarðu að flytja vestur fyrir
Læk?“ Amma mín var nefnilega
Valsari eins og ég og þangað hefði
hún aldrei flutt, sama hversu fín íbúð-
in væri. Í gegnum árin breyttist sam-
band okkar og eftir að ég fullorðn-
aðist dýpkaði þetta samband og úr
varð ævarandi vinátta. Enda var ekki
annað hægt en að hrífast með henni
og hennar lífsgleði. Ég á því eftir að
sakna allra samverustundanna okk-
ar, hvort sem það var að skreppa út í
hádeginu og fá sér pitsu saman eða
bara að sitja í eldhúskróknum í
Hvassaleiti og spjalla og hlæja sam-
an. Ég kveð því ekki bara ömmu
mína, heldur ráðgjafa og trausta vin-
konu.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Gunnhildur Sveinsdóttir.
Amma okkar er látin. Hún hét
Gunnhildur og við kölluðum hana
Hildu ömmu. Amma dekraði alltaf
við okkur þegar við komum í heim-
sókn. Hún átti alltaf til bláber, jarð-
arber og rjóma ef hún vissi að við vor-
um að koma í heimsókn. Þegar við
gistum hjá henni fengum við alltaf
gott í matinn og horfðum með henni á
sjónvarpið fram eftir eða spiluðum
saman. Amma fór oft með okkur í
sumarbústað sem hún og afi og börn
þeirra höfðu smíðað. Þar vaknaði hún
snemma og byrjaði að klippa trén.
Síðan á kvöldin var oft spilað fram á
nótt. Hún bjó ýmislegt til úr perlu-
saum, t.d. bjöllur og loftbelgi sem
hún gaf okkur krökkunum, gerði
krossgátur og hlustaði á fréttir og óp-
erur. Ömmu þótti mjög vænt um Pílu
(kisuna okkar) og talaði alltaf við
hana þegar hún kom í heimsókn. Við
söknum ömmu mjög mikið.
Einar Siggi og Birkir Ingi.
Það er erfitt að kyngja því að hún
elsku amma mín, amma Hilda, sé dá-
in. Með þessum orðum vil ég minnast
hennar.
Æskuminningarnar mínar frá
heimsóknum til afa og ömmu ein-
kennast af mikilli hlýju. Það var allt-
af jafn-gaman að koma til þeirra í
Ljósalandið eftir tennisæfingar og fá
afabrauð og spila eða vera í pössun
hjá þeim, sem ég túlkaði reyndar þá
sem leyfi til að vera ein í heimsókn.
Ég flutti til ömmu tímabundið þeg-
ar ég var tvítug. Það var þá sem við
kynntumst upp á nýtt, sem vinkonur.
Þá kynntust vinir mínir henni líka og
eftir það var amma Hilda þekkt í
mínum vinahóp sem amma Kúl.
Þann titil fékk hún eftir að þær kom-
ust að því að við amma hefðum setið
eitthvert kvöldið og horft á breskan
spennuþátt og sötrað öl, það passaði
ekki alveg við staðalímyndir þeirra af
ömmum. Ekki voru þeirra ömmur
heldur mikið fyrir boltann eins og
amma mín. Meira að segja þegar hún
var komin inn á spítalann núna í sum-
ar mátti hún ekki missa af neinu og
bað því starfsfólk deildarinnar að
vekja sig ef hún væri farin að dotta
fyrir leik í EM.
Ég gat setið og spjallað við ömmu
tímunum saman, hún var einfaldlega
svo skemmtileg, með góðan húmor,
góður hlustandi og alltaf með putt-
ann á púlsinum. Þó að við amma töl-
uðum um allt mögulegt má sennilega
áætla að meirihluti samtalanna hafi
farið í að tala um sameiginleg áhuga-
mál okkar – Kaupmannahöfn og
ferðalög. Amma og afi ferðust mikið
á árum áður og fóru oft mjög óhefð-
bundnar ferðir miðað við þann tíma,
það fannst mér alltaf ótrúlega
spennandi og fékk ég aldrei leið á að
heyra sögurnar þeirra og svo núna í
seinni tíð var það ég sem sagði ömmu
sögur af mínum ferðalögum. Amma
hélt þó alltaf áfram að kíkja til Kö-
ben reglulega. Ég var svo heppin að
fá að eyða tíma með henni þar þegar
hún var í heimsókn hjá Didda syni
sínum og ég bjó hjá honum. Kvöldið í
Tívolíinu þegar við fórum tvær sam-
an og skoðuðum jólaljósin, fengum
okkur mat og bjór á Grøften og
keyptum glænýjan brjóstsykur
verður áfram ein sú kærasta minn-
ing sem ég á.
Amma talaði oft um það hvað hún
var rík og heppin, þá var hún að vísa
til þess hvað hún átti góða að og að
við værum stolt hennar. Við vorum
heppin að eiga hana að.
Það er svo margt sem mig langar
að segja um ömmu, ótalmargt sem
erfitt er að koma orðum að. Ég er feg-
in því að hafa fengið að kveðja hana og
fegin því að hafa sagt henni oft hvað
mér þætti hún frábær og að mér þætti
vænt um hana. Þó að ég gráti núna af
söknuði og leiða yfir að sjá hana ekki
aftur þá hugga ég mig við þá trú á því
að núna sé hún með Sigga afa.
Elsku amma mín, takk fyrir að
hafa alltaf haft trú á mér, verið mér
fyrirmynd, vinkona, ráðgjafi og bara
yndisleg amma í alla staði. Mikið
mun ég sakna þess að geta ekki kíkt í
hádegismat eða kaffi, spjallað við
þig, hlegið með þér eða fengið hlýj-
asta og innilegasta knús í heimi.
Góðu stundanna mun ég minnast
með gleði í hjarta og miklu þakklæti
fyrir þann tíma sem við áttum sam-
an.
Þín ömmustelpa
Áslaug.
Við systkinin kveðjum hér Hildu,
einstaka konu sem nú er fallin frá. Í
æsku vorum við þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera í mikilli nálægð við
Hildu, Didda og fjölskyldu þeirra þar
sem móðir okkar og faðir, bróðir
Didda, ólu börn sín á sömu torfu í Bú-
staðahverfinu sem þá var að byggj-
ast upp. Barnahópurinn var stór.
Hilda skipaði stóran sess í uppeldi
okkar. Hilda var alltaf jákvæð og
skemmtileg, gáfuð og áhugasöm um
umhverfi sitt og náungann. Alúð
hennar og kærleika munum við ávallt
minnast. Hilda og Diddi voru einkar
samhent og skemmtileg hjón sem
gott var að vera nálægt. Þökkum við
þeim vinsemd og velvilja alla tíð. Við
vottum börnum þeirra og fjölskyld-
um samúð okkar.
Kristinn, Helga, Sigrún,
Guðrún, Lísa og Elísabet.
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og
virðingu við útför móður okkar, tengdamóður,
langömmu og langalangömmu,
UNNAR HERMANNSDÓTTUR
frá Ísafirði,
síðast til heimilis á Droplaugarstöðum.
Starfsfólki á Droplaugarstöðum og í Lönguhlíð 3
eru færðar þakkir fyrir góða umönnun.
Ásthildur S. Ólafsdóttir, Guðjón Bjarnason,
Þorbjörg Ólafsdóttir,
Guðfinna Ólafsdóttir, Guðmundur H. Eiríksson,
Erla Ólafsdóttir,
Páll Ólafsson, Þuríður K. Heiðarsdóttir
og barnabörn.
Þakka innilega samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar,
SYLVIU KROLL HVANNDAL,
Álfaskeiði 123,
Hafnarfirði,
einnig kærar þakkir til starfsfólks deildar 3b á Hrafnistu í Hafnarfirði,
lækna og hjúkrunarfólks bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut.
Jón Eggert Hvanndal
og aðstandendur.